Myndagetraunin
+4
Ægir og Sigga
keilir
Anna M nr 165
Steini 69
8 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 3
Blaðsíða 1 af 3 • 1, 2, 3
Myndagetraunin
Sælir félagar!
Ég setti inn link á www.husbill.is sem heitir Getraunin og ef þið smellið á hann þá er komin fyrsta myndagetraunin. Ég veit ekkert hvernig þið hugsið þessa getraun svo enbdilega látið mig vita hvort þetta er í lagi og/Eða hvort það se´einfaldara að láta menn bara svara þessu á gestabókinni... það er bara svo oft sem ég hef ekki tíma til að fylgjast með henni að mér datt þessi leið í hug.
Kv.Steini
Ég setti inn link á www.husbill.is sem heitir Getraunin og ef þið smellið á hann þá er komin fyrsta myndagetraunin. Ég veit ekkert hvernig þið hugsið þessa getraun svo enbdilega látið mig vita hvort þetta er í lagi og/Eða hvort það se´einfaldara að láta menn bara svara þessu á gestabókinni... það er bara svo oft sem ég hef ekki tíma til að fylgjast með henni að mér datt þessi leið í hug.
Kv.Steini
Það er ekki að spyrja...
Alltaf jafn snöggur Steini, en nú er ég búin að klikka á síðuna, halda niðri ctrl og ýta á f5 en síðan uppfærist ekki. Prófa aftur í dag. Er að garfa í að finna þetta púsl, er með fyrirspurn á Barnalandi hvar það sé að finna.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Myndagetraunin
Steini þetta virkar þannig að maður getur stækkað myndina og ef maður veit svarið eða ekki og klikkar á það, þá sendist "mail" til þin, þannig að það er gott og vel, en væri bara ekki sniðugt að þeir sem vilja vera með í þessum leik fari inn á Gestabókina nú eða Spjallið og tali þar um hvar hver og einn haldi að þessi mynd sé tekin þarna er kominn umræðugrundvöllur um þessa tilteknu mynda, mér finnst þetta snilld.
Já hvar er konan stödd, mjög hátt uppi, þetta gæti verið á Vestfjörðum eða Austfjörðum, það er fallegt þarna, hún hefur verið heppin að lenda í svona góðu veðri, nú legg ég höfuðið betur í bleyti.
Þetta er skemmtilegt og ég gæti trúað að púslið sem Anna er að tala um sé skemmtilegt.
Takk fyrir þetta allt saman
Kv.Soffía á Keili
Já hvar er konan stödd, mjög hátt uppi, þetta gæti verið á Vestfjörðum eða Austfjörðum, það er fallegt þarna, hún hefur verið heppin að lenda í svona góðu veðri, nú legg ég höfuðið betur í bleyti.
Þetta er skemmtilegt og ég gæti trúað að púslið sem Anna er að tala um sé skemmtilegt.
Takk fyrir þetta allt saman
Kv.Soffía á Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Lofar góðu.
Sniðugt Steini, þó ég sé ekki sú besta í landafræðinni, þá er skemmtilegt að hafa allskonar afþreyingu á síðunni.
En ég fann allavega einn link sem þú getur skoðað og séð hvort það henti okkur.
http://www.flash-gear.com/index.php?b
Vonandi finnur þú eitthvað út úr þessum. P.s. er búin að uppfæra síðuna og sjá myndagetraunina.
En ég fann allavega einn link sem þú getur skoðað og séð hvort það henti okkur.
http://www.flash-gear.com/index.php?b
Vonandi finnur þú eitthvað út úr þessum. P.s. er búin að uppfæra síðuna og sjá myndagetraunina.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Bara að prófa.
Það yrði nú undur og stórmerki ef mér tekst þetta, en hérna er linkur af pússli sem ég prófaði að búa til af montnum afa og ömmusetti.
http://three.flash-gear.com/npuz/puz.php?c=v&id=3323125&k=32454690
Prófið að pússla.
http://three.flash-gear.com/npuz/puz.php?c=v&id=3323125&k=32454690
Prófið að pússla.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Tókst!
Er að verða tölvusnilli bara, pússlið sést þegar þið lítið neðar á síðuna.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Púff!!!
Anna þetta tókst, jú jú þið takið ykkur vel út. Er að spá hvort myndin sé tekin á fæðingardeildinni, það eru svo miklar græjur í forgrunni, leiðslur og þessháttar, annars til lukku ,,,,,, mér datt þetta ssvona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Myndagetraunin
Anna M nr 165 skrifaði:Alltaf jafn snöggur Steini, en nú er ég búin að klikka á síðuna, halda niðri ctrl og ýta á f5 en síðan uppfærist ekki. Prófa aftur í dag. Er að garfa í að finna þetta púsl, er með fyrirspurn á Barnalandi hvar það sé að finna.
Séðu ekki linkinn Getraunin vinstra-meginn þar sem allir linkarinr eru?(Ath! ég setti þetta ekki á forsíðuna)
Kv. Steini
Re: Myndagetraunin
keilir skrifaði:Steini þetta virkar þannig að maður getur stækkað myndina og ef maður veit svarið eða ekki og klikkar á það, þá sendist "mail" til þin, þannig að það er gott og vel, en væri bara ekki sniðugt að þeir sem vilja vera með í þessum leik fari inn á Gestabókina nú eða Spjallið og tali þar um hvar hver og einn haldi að þessi mynd sé tekin þarna er kominn umræðugrundvöllur um þessa tilteknu mynda, mér finnst þetta snilld....
Takk fyrir þetta allt saman
Kv.Soffía á Keili
Jú mér finnst besta mál að menn ræði um þetta í gestabókinni og/eða spjallinu... bara ekki víst að maður nái þá að fylgjast með.. þannig að það kemur þá kannski ekkert
Ooooooog það var rétt!!!
:-) - Kv. Steini
Myndagetraun
Og það tókst takið ykkur vel út afinn eitthvað feiminn, til hamingju með prinsinn þetta er skemmtilegt að púsla svona mátulega þungt.
Nú bíður maður eftir næsta púsli.
Stalst í þetta í vinnunni
Kv.Soffía Keili
Nú bíður maður eftir næsta púsli.
Stalst í þetta í vinnunni
Kv.Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: Myndagetraunin
Hvernig í fjáranum tókst þér þetta systir góð?Anna M nr 165 skrifaði:Það yrði nú undur og stórmerki ef mér tekst þetta, en hérna er linkur af pússli sem ég prófaði að búa til af montnum afa og ömmusetti.
http://three.flash-gear.com/npuz/puz.php?c=v&id=3323125&k=32454690
Prófið að pússla.
Þú verður að hringja og kenna mér
Getraunin verður miklu skemmtilegri held ég að hafa hana inn á spjallinu svo að við getum diskúterað saman. Kannski dettur einum í hug eitthvað eitt og annar klárað dæmið. Samvinna sko
Væri það hægt Steini að setja þetta inn á spjallið og koma með rétt svar að nokkrum dögum liðnum?
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: Myndagetraunin
Þetta er alltsaman hægt... bara spurning um handavinnu.
Ég setti samt púslið inná husbill.is og er linkurinn á það Myndapúsl. Er svona að stelast í það að brasast í þessu á milli verka.
Góða skemmtun
Kv. Steini
Ég setti samt púslið inná husbill.is og er linkurinn á það Myndapúsl. Er svona að stelast í það að brasast í þessu á milli verka.
Góða skemmtun
Kv. Steini
Re: Myndagetraunin
Lýst vel á þetta. Er þá spurning hvort linkurinn sem er á heimasíðunni leiði beint inn á spjallið. Ég held að best, ef hægt væri að hafa svörin á heimasíðunni síðan væri hægt að spá í rétt svör á spjallinu.
Konan sem er á myndinni er ekki ánægð með fyrirsætu starfið , takið eftir að hún er á inniskóm.
Konan sem er á myndinni er ekki ánægð með fyrirsætu starfið , takið eftir að hún er á inniskóm.
Re: Myndagetraunin
Datt í hug að þú ættir eitthvað í þessari frú, Benni minn, en ómæ ómæ bíddu þangað til bóndinn minn kemst að því að hann prýði sér á myndum í púslinu! Veit ekki svarið við myndagetrauninii, en datt í hug eins og öllum, vestfirðir, eða austfirðir. En svo er möguleiki á að þessi mynd sé tekin í stóru ferð, þarna áður en maður fer yfir á Öxna eða Öxár eða hvað hann hét dalurinn sem er rétt hjá Ásbyrgi, döhhh, er sko ekki góð í landafræði
Systir mín góð, ekki spyrja mig, ég prófaði bara og gerði eins og ég kann með heimasíðurnar á Barnalandi, propertís eitthvað, en þá þarf myndin að vera á netinu.
En ég held að þetta forrit leyfi manni að samt að eiga mynd í tölvunni bara, prófa það næst.
Systir mín góð, ekki spyrja mig, ég prófaði bara og gerði eins og ég kann með heimasíðurnar á Barnalandi, propertís eitthvað, en þá þarf myndin að vera á netinu.
En ég held að þetta forrit leyfi manni að samt að eiga mynd í tölvunni bara, prófa það næst.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
RE: Myndagetraunin!!!!!!!!
Halló, ég er nokkuð viss að konan sé á toppi Sandafells við Þingeyri og horfi til Mýrarfells og Núps.. Ókum þarna upp fyrir nokkrum árum í góðu og heiðskíru veðri. ,,,, mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Þetta með landafræðikunnáttuna??
Anna M nr 165 skrifaði:Datt í hug að þú ættir eitthvað í þessari frú, Benni minn, en ómæ ómæ bíddu þangað til bóndinn minn kemst að því að hann prýði sér á myndum í púslinu! Veit ekki svarið við myndagetrauninii, en datt í hug eins og öllum, vestfirðir, eða austfirðir. En svo er möguleiki á að þessi mynd sé tekin í stóru ferð, þarna áður en maður fer yfir á Öxna eða Öxár eða hvað hann hét dalurinn sem er rétt hjá Ásbyrgi, döhhh, er sko ekki góð í landafræði
Systir mín góð, ekki spyrja mig, ég prófaði bara og gerði eins og ég kann með heimasíðurnar á Barnalandi, propertís eitthvað, en þá þarf myndin að vera á netinu.
En ég held að þetta forrit leyfi manni að samt að eiga mynd í tölvunni bara, prófa það næst.
Ertu ekki að tala um Kelduhverfi við Axarfjörð, ég man ekki eftir neinum sérstökum dal þarna norðurfrá
Vil endilega benda spjallverjum á linkinn :http www.123.is./faskrudsfjordur/home/. Þá sjáið þið að ég fer ekki með nokkrar ýkjur þegar ég segi að hvergi á Íslandi sé fegurri fjallahringur, eða þannig,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Myndagetraunin
Jú það er staðurinn, en ég sé núna að það er ekki rétt Úff er svo léleg í svona, hvað þá að muna nöfnin.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Myndagetraunin
Ágústa heldur að getraunin væri betur komin á spjallinu og það má vel vera, allavega finnst mér að maður þurfi að geta fylgst með því sem aðrir skrifa og þá getur fólk hjálpast að finna út hvar viðkomandi mynd er tekin.
En báðar þessar nýjungar eru skemmtilegar og ég er vissum að heimsóknum fjölgar og að sjálfsögðu mega menn og konur ekki þegja ef viðkomandi veit svarið eða er með góða ábendingu.
Ægir seigur, farinn að auglýsa Austfirðina, það er margt fallegt þarna fyrir austan en hefurðu staðið á hæsta punkti á Kolásnum í Borgarfirði, þaðan er fjallahringurinn stórkostlegur.
Snæfellsjökull, Baulan, Eiríksjökull,Langjökull,Geitlandsjökull, Okið, Hlöðufellið,Skarðsheiðin, og að sjálfsögðu Hafnarfjallið svo eitthvað sé nefnt.
En báðar þessar nýjungar eru skemmtilegar og ég er vissum að heimsóknum fjölgar og að sjálfsögðu mega menn og konur ekki þegja ef viðkomandi veit svarið eða er með góða ábendingu.
Ægir seigur, farinn að auglýsa Austfirðina, það er margt fallegt þarna fyrir austan en hefurðu staðið á hæsta punkti á Kolásnum í Borgarfirði, þaðan er fjallahringurinn stórkostlegur.
Snæfellsjökull, Baulan, Eiríksjökull,Langjökull,Geitlandsjökull, Okið, Hlöðufellið,Skarðsheiðin, og að sjálfsögðu Hafnarfjallið svo eitthvað sé nefnt.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
RE: Myndagetraunin
Nei, Björn uppá þetta fjall hef ég ekki komið, er svo assgoti latur í fjallaferðum ef ég þarf að ganga mikið, vil helst aka uppá tindana ef hægt er. Hef reyndar ekið veginn upp hjá Snæfellsjökli og tekið smá tóna í sönghelli.
Fórum fyrir nokkrum árum akandi uppá Strút sem er innaf Húsafelli. Það var alveg heiðskýrt og fallegt veður, þvílíkt útsýni sáum norður í Drangaskörð, Snæfellsnesið fjöllin og jöklana þarna á hálendinu . Þarna er stórkostlegt útsýni í heiðskýru veðri. Já ég er alveg viss að þegar þið skoðið Austfirðina verðið þið sammála mér að fjallahringurinn hér er stórkostlega fallegur og ber "af". Skoðiði bara sjálf Páll Ólafsson sá þetta snemma á síðustu öld , hann átti heima á Kolfreyjustað þar sem faðir hans var prestur, eins og kvæðið hans :Fáskrúðsfjörður lýsir svo vel., "
.":
" Þú ert, Fáskrúðsfjörður,
fegri sveitum öllum ,
vel af guði gjörður,
girtur háum fjöllum .
Að horfa út á hafið,
hver hefur slíkt að bjóða?
Allt er eyjum vafið
og þá Skrúðinn góða."
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,
Fórum fyrir nokkrum árum akandi uppá Strút sem er innaf Húsafelli. Það var alveg heiðskýrt og fallegt veður, þvílíkt útsýni sáum norður í Drangaskörð, Snæfellsnesið fjöllin og jöklana þarna á hálendinu . Þarna er stórkostlegt útsýni í heiðskýru veðri. Já ég er alveg viss að þegar þið skoðið Austfirðina verðið þið sammála mér að fjallahringurinn hér er stórkostlega fallegur og ber "af". Skoðiði bara sjálf Páll Ólafsson sá þetta snemma á síðustu öld , hann átti heima á Kolfreyjustað þar sem faðir hans var prestur, eins og kvæðið hans :Fáskrúðsfjörður lýsir svo vel., "
.":
" Þú ert, Fáskrúðsfjörður,
fegri sveitum öllum ,
vel af guði gjörður,
girtur háum fjöllum .
Að horfa út á hafið,
hver hefur slíkt að bjóða?
Allt er eyjum vafið
og þá Skrúðinn góða."
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Myndagetraunin
Þetta endar með hrepparíg Ægir.
Kolás er ekki fjall, frekar hæð og þjóðvegurinn norður liggur um Kolás, það þarf bara að labba nokkra metra og þá liggur landið fyrir framan mann í góðu skyggni.
Sumarbústaðir BSR er þarna í næsta nágreni.
Vissulega er víðsýnt af Strútnum og ekki er útsýnið verra af Geitlandsjöklinum.
Ég var búin að nefna nokkur fjöll, það er fleira fallegt í Borgarfirði.
Hraunfossarnir,Deildartunguhver,Laxfoss og Glanni, Paradísarlaut og fl. og fl.
Ég verð að gefa mér góðan tíma þarna fyrir austan til að geta verið viðræðuhæfur, kannski hægt að skoða netið og lesa sér til.
Kolás er ekki fjall, frekar hæð og þjóðvegurinn norður liggur um Kolás, það þarf bara að labba nokkra metra og þá liggur landið fyrir framan mann í góðu skyggni.
Sumarbústaðir BSR er þarna í næsta nágreni.
Vissulega er víðsýnt af Strútnum og ekki er útsýnið verra af Geitlandsjöklinum.
Ég var búin að nefna nokkur fjöll, það er fleira fallegt í Borgarfirði.
Hraunfossarnir,Deildartunguhver,Laxfoss og Glanni, Paradísarlaut og fl. og fl.
Ég verð að gefa mér góðan tíma þarna fyrir austan til að geta verið viðræðuhæfur, kannski hægt að skoða netið og lesa sér til.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Smá hrepparígur????
Já gaman að fylgjast með skrifum Ægis og Björns, báðir auglýsa sína heimabyggð sem er bara gott og það er sko satt það er fallegt þarna á báðum stöðum eins og svo víða á Íslandi, við eigum sov fallegt land. Við hér á Suðurnesjum getum ekki montað okkur af miklum fjöllum það er hægt að nefna Keili sem margir hafa gengið á og í góðu veðri er þar víðsýnt. En við hér höfum góða fjallasýn í flestar áttir og það er alveg yndislegt að fara út að Garðskaga og ef veðrið er gott að horfa þar á fjallgarðana og þar er Snæfellsjökull fallegastur og ég tala ekki um þegar maður getur verið þarna út frá í sólsetrinu þegar sólin rís hæst og fylgja henni svo aftur niður og hún fellur í hafflötinn en það er nú ekki á hverjum degi..
Fyrir mörgum árum fórum við með danskan vin Reykjaneshringinn, vegurinn frá Reykjanesvita til Grindavíkur var nú ekki beisinn og okkur fannst þetta ekkert fallegt landslag, en hann var svo heillaður, honum fannst þetta eins og að vera kominn til tunglsins, já hann ýmindaði sér að hann væri þar staddur, og kostaði hann ekkert... endaði svo á að labba upp á Keili í yndislegu veðri og sá svo vel yfir allt, þannig að hann var alsæll með daginn.
Það er ýmislegt hér á Suðurnesjum sem skemmtilegt er að skoða og landslagið hér er allt öðruvísi en það sem þeir Ægir og Björn eru að lýsa, en flott.
En þetta er frábært félagar spjalla svona saman, ánægð með ykkur.
Púslið er skemmtilegt maður dettur oní þetta og tíminn flýgur frá manni.
Ég er enn að reyna að finna út úr myndinni ég held þetta sé einmitt tekið þarna fyrir vestan.
Heyrðu Benni varst þú í Stóru-ferðinni með okkur var það ekki 2006 þegar við fórum þarna vestur og enduðum á Þingeyri, myndin einmitt tekin þá en ég man ekkert hvað þessi fjöll heita, ég er svo gleymin á nöfn, o því miður.
Heyrumst
Kv.Soffía á Keili
Fyrir mörgum árum fórum við með danskan vin Reykjaneshringinn, vegurinn frá Reykjanesvita til Grindavíkur var nú ekki beisinn og okkur fannst þetta ekkert fallegt landslag, en hann var svo heillaður, honum fannst þetta eins og að vera kominn til tunglsins, já hann ýmindaði sér að hann væri þar staddur, og kostaði hann ekkert... endaði svo á að labba upp á Keili í yndislegu veðri og sá svo vel yfir allt, þannig að hann var alsæll með daginn.
Það er ýmislegt hér á Suðurnesjum sem skemmtilegt er að skoða og landslagið hér er allt öðruvísi en það sem þeir Ægir og Björn eru að lýsa, en flott.
En þetta er frábært félagar spjalla svona saman, ánægð með ykkur.
Púslið er skemmtilegt maður dettur oní þetta og tíminn flýgur frá manni.
Ég er enn að reyna að finna út úr myndinni ég held þetta sé einmitt tekið þarna fyrir vestan.
Heyrðu Benni varst þú í Stóru-ferðinni með okkur var það ekki 2006 þegar við fórum þarna vestur og enduðum á Þingeyri, myndin einmitt tekin þá en ég man ekkert hvað þessi fjöll heita, ég er svo gleymin á nöfn, o því miður.
Heyrumst
Kv.Soffía á Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: Myndagetraunin
Myndin er tekin í júlí 2003 og ég veit ekki hvort ég má segja hvar, held að það sé í höndum Steina. Sakna þess svolítið að sjá ekki hvort einhver hefur tekið þátt í þessari getraun á húsbílasíðunni.
Ég hef bara farið í tvær ferðir með húsbílafélaginu, önnur var norður Strandir,var þá með í hluta ferðarinnar, hin var na/ land núna síðastliðið sumar. Fer örugglega með í sumar.
Svo svona til gamans í þessari hreppaumræðu, þá er það nú þannig að við hér á Hólmavik erum í nafla Íslands.Við förum norður á Strandir , Austur á firði (austur til Akureyrar) suður á land ( suður á kannt „Reykjanes“)suður fyrir fjall Breyðafjörður) og svo vestur á firði. Tala nú ekki um Strandafjöllin sem bera af öðrum fjöllum .
Ég hef bara farið í tvær ferðir með húsbílafélaginu, önnur var norður Strandir,var þá með í hluta ferðarinnar, hin var na/ land núna síðastliðið sumar. Fer örugglega með í sumar.
Svo svona til gamans í þessari hreppaumræðu, þá er það nú þannig að við hér á Hólmavik erum í nafla Íslands.Við förum norður á Strandir , Austur á firði (austur til Akureyrar) suður á land ( suður á kannt „Reykjanes“)suður fyrir fjall Breyðafjörður) og svo vestur á firði. Tala nú ekki um Strandafjöllin sem bera af öðrum fjöllum .
Myndagetraun
Blessaður Benedikt.
Flott myndin frá þér, nei þú mátt ekkert gefa upp, en ég var að vona að félagarnir myndu pæla aðeins hér á síðunni hvar myndin væri tekin en við myndum svo svara Steina hver og eitt. ég kallaði til pabba og eiginmanninn, við Sæmi höldum að þetta sé tekið á fjallinu fyrir ofan Þingeyri, og þetta sé Atlandshafið sem við sjáum þarna og fjörðurinn sé Dýrafjörður sem Þingeyri stendur við.
Pabbi heldur hins vegar að þetta sé á Gunnólfsvíkurfjalli og horft að Fonti á Langanesi, þannig að ólík eru sjónarmiðin.
Hvað haldið þið félagar góðir????
Er einhver kominn með réttu lausnina??
Ég á fullt af myndum sem ég gæti látið inn sem pússl t.d. tekið í ferðum félagsins en kann bara ekkert á að setja þetta inn, þarf alltaf hjálp í þessu, en það er gaman að þessu og pússlinu
Góða skemmtun
Soffía Keili
Flott myndin frá þér, nei þú mátt ekkert gefa upp, en ég var að vona að félagarnir myndu pæla aðeins hér á síðunni hvar myndin væri tekin en við myndum svo svara Steina hver og eitt. ég kallaði til pabba og eiginmanninn, við Sæmi höldum að þetta sé tekið á fjallinu fyrir ofan Þingeyri, og þetta sé Atlandshafið sem við sjáum þarna og fjörðurinn sé Dýrafjörður sem Þingeyri stendur við.
Pabbi heldur hins vegar að þetta sé á Gunnólfsvíkurfjalli og horft að Fonti á Langanesi, þannig að ólík eru sjónarmiðin.
Hvað haldið þið félagar góðir????
Er einhver kominn með réttu lausnina??
Ég á fullt af myndum sem ég gæti látið inn sem pússl t.d. tekið í ferðum félagsins en kann bara ekkert á að setja þetta inn, þarf alltaf hjálp í þessu, en það er gaman að þessu og pússlinu
Góða skemmtun
Soffía Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: Myndagetraunin
Ekki hef ég hugmynd hvar þessi mynd var tekin Myndi veðja á svarið hans Óla.
Mér finnst alveg þrælgaman að þessum pælingum en er alveg lost á þessari mynd. Ég þekkti samt Signýju strax
Setti inn link á ferðamyndirnar okkar Guðna á TENGLAR en klikkaði á bláa litnum til að hægt væri að fara beint inn.(skilur mig einhver?) Er eitthvað hægt að laga þetta eftir á Steini minn reddari allra reddara
Mér finnst alveg þrælgaman að þessum pælingum en er alveg lost á þessari mynd. Ég þekkti samt Signýju strax
Setti inn link á ferðamyndirnar okkar Guðna á TENGLAR en klikkaði á bláa litnum til að hægt væri að fara beint inn.(skilur mig einhver?) Er eitthvað hægt að laga þetta eftir á Steini minn reddari allra reddara
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: Myndagetraunin
Sæl Gústa mín!
Sko ég lagaði það í gær... og svona án þess að fá leyfi til þess - þ.e.a.s það var smá prentvilla í slóðinni þannig að hún virkaði ekki. Ertu að meina eitthvað annað?
Kv. Steini
Sko ég lagaði það í gær... og svona án þess að fá leyfi til þess - þ.e.a.s það var smá prentvilla í slóðinni þannig að hún virkaði ekki. Ertu að meina eitthvað annað?
Kv. Steini
Blaðsíða 1 af 3 • 1, 2, 3
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 3
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum