Push Lock hnöppum breytt í Hobbý
2 posters
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Push Lock hnöppum breytt í Hobbý
Sælir Félagar! Í hobbýnum eru hefðbundnar Puch-Lock læsingar á öllum skápahurðum og hefur farið í taugarnar á mér að hnapparnir hafa ekki verið sléttir við stýrihringinn þegar hnapparnir voru inni(lokaðir) og eins stóðu þá hnapparnir útúr stýrihringnum þegar læsingarnar voru opnar. Hvort tveggja var þetta ljótt að´mér fannst og eins vagga hnapparnir og gjökta þegar þeir eru útúr stýringunum. Ég tók mig því til og skrúfaði alla hnappana af og handskóf (með ca. 14mm bor) um það bil 2-3mm stúta sem eru fyrir endnaum á skrúfganginum, þ.e stytti stútinn niður að styrkingunum(sjá mynd neðan við) Og þá fellur þetta eins og flís við rass, allt annað útlit og ekkert gjökt.
Þarna sést stúturinn sem ég fjarlægði af hnöppunum.
Fyrir / Eftir myndir:
Hérna sést berlega munurinn á skápunum opnum
Hérna sést svo munurinn á skápunum lokuðum.
Kv. Steini
Þarna sést stúturinn sem ég fjarlægði af hnöppunum.
Fyrir / Eftir myndir:
Hérna sést berlega munurinn á skápunum opnum
Hérna sést svo munurinn á skápunum lokuðum.
Kv. Steini
Re: Push Lock hnöppum breytt í Hobbý
Þetta er flott svona, hitt hefur verið hálfgerður galli á annars góðri innréttingu.
Svo er verið að skamma þig hagleiks manninn fyrir að smíða eina hurð, húsbíllinn hans Hólmars er flottur en það þarf margar hurðir til að borga svona grip.
Svo er verið að skamma þig hagleiks manninn fyrir að smíða eina hurð, húsbíllinn hans Hólmars er flottur en það þarf margar hurðir til að borga svona grip.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Push Lock hnöppum breytt í Hobbý
Segðu!
Já þetta fannst mér ekki hæfa Hobbý... lét þetta fara i taugarnar á mér þegar ég keypti hann en hætti svo að taka eftir þessu eins og gengur... svo þegar ég hafði ekki komið inn í hann í einhverja mánuði í vetur og leit útí bíl... þá bara öskraði þetta á mig
Já þessir amerísku eru flottir... Okkur langar alltaf í eitt svona "slæki".... og þá fyrst hefði maður eitthvað að gera í breytingunum... enda kannski ódýrara að breyta en að burra Og við þvælumst oft svo langt að þeir henta orðið illa þess vegna. Við keyrðum Viðhaldið II t.d rúm 5 þús km. frá mánaðarmótum júlí/ág og fram til 15. sept í fyrra svo það tæki í á 40 lítrunum Annars hljóta þeir að fara að lækka verulega í verði með síhækkandi eldsneytisverði og þá er aldrei að vita nema að maður freistist
Já þetta fannst mér ekki hæfa Hobbý... lét þetta fara i taugarnar á mér þegar ég keypti hann en hætti svo að taka eftir þessu eins og gengur... svo þegar ég hafði ekki komið inn í hann í einhverja mánuði í vetur og leit útí bíl... þá bara öskraði þetta á mig
Já þessir amerísku eru flottir... Okkur langar alltaf í eitt svona "slæki".... og þá fyrst hefði maður eitthvað að gera í breytingunum... enda kannski ódýrara að breyta en að burra Og við þvælumst oft svo langt að þeir henta orðið illa þess vegna. Við keyrðum Viðhaldið II t.d rúm 5 þús km. frá mánaðarmótum júlí/ág og fram til 15. sept í fyrra svo það tæki í á 40 lítrunum Annars hljóta þeir að fara að lækka verulega í verði með síhækkandi eldsneytisverði og þá er aldrei að vita nema að maður freistist
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum