Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Er allt stíflað ?

4 posters

Go down

Er allt stíflað ? Empty Er allt stíflað ?

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Des 09 2009, 14:00

Vona nú að Borgnesingurinn sé búinn að redda vandamálinu með stífluna Very Happy . Það er nú vonandi að stíflan breiðist ekki út, og menn fái ritstíflu ( er þetta kannki nýyrði? )
Sko, ég var að hjálpa minni spúsu að steikja laufabrauðið I love you , vorum að enda við steikinguna. Það þarf nefnilega einn "þéttan" til að pressa laufabrauðið clown eftir steikingu það duga engar veimiltítur í svoleiðis verkefni , það þarf ekki að segja húsmæðrum þetta santa . lol! ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Er allt stíflað ? Empty Re: Er allt stíflað ?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Des 09 2009, 14:14

Engin ritstífla hér, en er að baka og við greinilega skrifað inn á svipuðum tíma Very Happy Þið dugleg að steikja laufabrauð, ég kaupi mitt bara enda ekki siður í minni fjsk að borða þetta Shocked
Ég lærði að þykja þetta gott með kvenfélaginu mínu sáluga, en þá var alltaf jóladinner sem við sjálfar sáum um á okkar árlega jólafundi santa Svo þú þarft að skýra út fyrir mér af hverju þarf einn "þéttann" til að pressa....á ég kannski að segja skál? drunken

Vonandi hefur Björn okkar náð að losa stífluna og koma seríunni í gang. rendeer
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Er allt stíflað ? Empty Re: Er allt stíflað ?

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Des 09 2009, 15:07

Anna M nr 165 skrifaði:Engin ritstífla hér, en er að baka og við greinilega skrifað inn á svipuðum tíma Very Happy Þið dugleg að steikja laufabrauð, ég kaupi mitt bara enda ekki siður í minni fjsk að borða þetta Shocked
Ég lærði að þykja þetta gott með kvenfélaginu mínu sáluga, en þá var alltaf jóladinner sem við sjálfar sáum um á okkar árlega jólafundi santa Svo þú þarft að skýra út fyrir mér af hverju þarf einn "þéttann" til að pressa....á ég kannski að segja skál? drunken

Vonandi hefur Björn okkar náð að losa stífluna og koma seríunni í gang. rendeer


Sko, þegar laufabrauðið er tekið upp úr feitinni er það kannski ekki alveg slétt, þá setjum við það á sléttan flöt og leggjum slétta plötu yfir, þá með bréfþurrku til að þurrka mestu feitina af kökunni. Þá verður laufabrauðið slétt og fínt. Þess vegna segi ég að þurfi einn þéttan, (þungan) Very Happy það er til að pressa á brauðið .Hjá okkur er þetta alveg ómissandi á jólum. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Er allt stíflað ? Empty Re: Er allt stíflað ?

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Des 10 2009, 01:52

Hér ríkir gleði, eldhúsvaskurinn virkar aftur.
Bilunin fannst út á bílastæði, þar var plaströr sem hafði lagst saman og sprunga.
Þarna sat öll fitan og neitað að fara en hún varð, engin miskunn hjá Magnúsi. (Birni) Evil or Very Mad
Ægir hafði grun um að ég væri að baða mig í eldhúsvaskinum og þannig hefði fitan komist í rörið.
Þetta er bara venjulegur vaskur og ekki pláss fyrir minn feita rass. Embarassed
Ægir ég yrði fínn í að þjappa laufabrauðið.
Skrapp til Bolungarvíkur í gær í fallegu veðri, fjöllin spegluðust í sjónum, fuglar og selir nutu blíðunnar og létu ekki neitt trufla sig. sunny
Þar með er ég búin að aka nýja vegin um Arnkötludal og nýju brúna yfir Mjóafjörð sem er fallegt mannvirki.
Hefði gjarnan vilja að myrkrið hefði verið minna og birtan meiri en ég fer bara aftur seinna.
Serían bíður enn, en hennar tími kemur. cheers
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Er allt stíflað ? Empty Re: Er allt stíflað ?

Innlegg  hafdísjúlía Fim Des 10 2009, 04:02

Já já góðan daginn skreppa til Bolungarvíkur, heitir það það á þínu heimili.
Hvað heitir það þá að fara til Reykjavíkur????
Dugleg þið að baka laufabrauðið, það hefur nú verið gert á mínu heimili í nokkur undanfarin ár en verður nú sennilega
ekkert af því þetta árið, dóttir mín í Lúx sér um að halda uppi merkjunum, hún er sko búin að steikja laufabrauð. Very Happy
Er ekki alveg dottin í jólagírinn en það hlýtur að koma núna á næstu dögum þegar ég hef verið á 4 jólatónleikum.
Var í sumarbústað um síðustu helgi og þar var yndislegur friður og jólastemming með kertum og jólabakstri og jólamúsík.
Vildi óska að ég gæti farið á bílnum núna um helgina í jólaútilegu, veðrið er alveg yndislegt og það er svo frábært að vera í myrkrinu með luktir og kerti um allt, úti, og horfa á stjörnurnar og norðurljósin.
Vona bara að janúar verði eins mildur og góður svo hægt sé að fara þá.
Njótið aðventunnar, hún kemur með yndislega orku. Very Happy
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Er allt stíflað ? Empty Re: Er allt stíflað ?

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Des 10 2009, 23:41

Hafdís, það er ekki svo langt til Bolungarvíkur.
Það tók fjórann og hálfan tíma að aka úr Borgarnesi og sama tíma til baka.
Hefði ég flogið, þá hefði dagurinn farið í ferðina og það hefði kostað 65 þúsund með bílaleigubíl fyrir vestan.
Að skreppa til Reykjavíkur tekur svipaðan tíma og fyrir hafnfirðing að skreppa upp á Reykjalundi.
Var í Reykjavík á mánudag og í gær, verð heima í dag og það er líka gott.
Ég er vissum að Ægir er sammála að það sé stutt til höfuðborgarinnar. Smile
Það er þekkt að vegalengdin frá Reykjavík er alltaf lengri en til Reykjavíkur.

Laufabrauð hefur aldrei verið gert í mínum búskap en það var alltaf á heimili foreldra minna og að sjálfsögðu tóku allir þátt í að skera. Sad

Þetta að geta setið úti og horft á stjörnurnar umluktur myrkrinu það er notalegt.
Ég er svo heppinn að eiga hlut í notalegum fjallaskála þar sem hægt er að njóta íslands, þar er allt, þar er logn, þar er stórhríð, brjálaður bylur. sunny
Hrafninn kemur að sníkja, snjótittlingarnir láta sig ekki vanta og ef maður er heppinn kemur ein láfætt með Hvítan feld, sú fer nú varlega. pirat

Búin að versla nýja seríu og hún fer upp um helgina, er ekki spáin sæmileg? sunny
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Er allt stíflað ? Empty Re: Er allt stíflað ?

Innlegg  hafdísjúlía Fös Des 11 2009, 08:38

Yndislegt hjá þér Björn að eiga afdrep uppi á fjöllum, þetta er óviðjafnanlegt að komast aðeins út og horfa á myrkrið og stjörnurnar
Ég kannast við þetta að það sé lengra frá Reykjavík heldur en til Reykjavíkur, upplifði það margoft þegar ég bjó úti á landi.
Nei þetta er kannski bara orðið að skreppa í Bolungarvík, það er búið að laga svo vegina og þú hefur væntanlega farið djúpið,
ég sá fyrir mér að þú hefðir farið Barðaströndina og þá fannst mér það nú ekki að skreppa, en hitt er orðið allt malbikað.
Maður er stundum lengur en þetta á milli bæjarhluta hér í Reykjavík, svo.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Er allt stíflað ? Empty Re: Er allt stíflað ?

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum