Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Allt og ekkert

5 posters

Go down

Allt og ekkert Empty Allt og ekkert

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Mar 28 2008, 08:37

Hvar er fólkið segir Anna, við erum hér, bara dálítið löt eftir páskana en látum vaða á súðum smá stund.
Við hjónin dvöldum um páskana í sumarbústað fjölskyldunnar í Ásgarðslandi ásamt dætrum og þeirra fólki.
Þetta var fólk á aldrinum frá eins og hálfsárs til ææ! en ég er samt ánægður.
Síðan skrapp ég norður og hitti vinnufélaga þar, alltaf hressir og kátir Akureyringar.
Fyrir stuttu kíkti ég á nýju húsbílana bæði hjá Víkurverki og Ferðavali, það verður að viðurkennast að nokkra sá ég sem gaman væri að eignast en af því að það er ekki á dagskrá að endurnýja húsbílinn þá segir maður bara við sjálfan sig að okkar sé langflottastur, allavega er hann góður og getur enst lengi.
Ferðasagan hjá Ágústu er góð, verst með rigninguna þegar maður vill sól.
Ég ætla að setja ferðina þeirra inn í kort og sjá hvað þau hafa farið svona í aðalatriðum, það að fá ferðasögur er svo ágætt þegar verið er að spá og spegulera og alltaf jafn gaman að lesa um ferðalög.
Það vantar miklu fleiri ferðasögur, ég er viss um að það eru margir sem luma á skemmtilegum minningum sem rétt væri að leifa öðrum að njóta.
Við hjónin ætlum að halda áfram að skoða landið okkar í sumar og þá er hætt við að við verðum eins og aðrir grútar, notum tjaldsvæði í hófi.
Okkur finnst svo gott að vera í rólegheitunum við fallega strönd eða lítinn læk,að maður tali nú ekki um að komast inn í hálendið, þurfum ekki að vera í þéttbýli allar nætur.
Það er hundleiðinlegt að vera á tjaldsvæði þar sem fjörið stendur langt fram á nótt með tilheyrandi þungarokki og hrópum, má ég þá heldur biðja um öldugjálfur eða lækjarnið.
En það er svona þegar maður vill allan lúxusinn þá er lítið um bíla sem henta og þar sem Lottóvinningurinn er ókomin enn verður maður að vera ánægður með það sem maður hefur.
Kveðja F.29.
Björn H.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Allt og ekkert Empty Re: Allt og ekkert

Innlegg  Ágústa B 696 Fös Mar 28 2008, 10:53

Sæll Björn og takk fyrir hólið. Við settum einmitt inn á kort hringinn okkar og reyndist hann bara þó nokkuð stór. Mér finnst einnig gaman að lesa svona ferðasögur,sem svo kveikja í manni ferðalöngunina.. En ekkert slær út ferðalög innanlands ef blessuð Very Happy rigningin lætur ekki sjá sig, allt í lagi skúrir en þung rigning svei. Við förum afarsjaldan inn á tjaldstæði enda mikið í veiði og notum Veiðikortið sem gistingu líka. Eins og þú nefnir gljáfrið í vatninu betra en fylleríisóhljóðin sem oft eru á stæðunum
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Allt og ekkert Empty Lækjar og sjávarniður

Innlegg  Hrefna Mið Apr 30 2008, 04:00

Heill og sæll Björn! Nú ætla ég að snerta viðkvæmt mál sem stendur reyndar hjarta mínu næst. ég er ekki viss hvað við getum mikið fjallað um það hér.
Ég er sammála þér hvað varðar , sjávar og lækjarniðinn. Hápunktur lífs míns er að vaka, sofa eða vakna við þennan óð.
ég hef átt Markhús minn í 1 ár og farið margar ferðir sem myndu kallast styttri ferðir miðað við km fjölda. Á þessum ferðum hef ég stöðugt leitað eftir eftir áningarstað sem er þessum töfrum gæddur og bíður uppá það að dvelja í sátt við guð og menn. Þessir staðir eru ekki auðfundir. Mig langar þó að nefna einn en það er að keyra að Stokkseyri og nokkuð lengra en þorpið nær með varnargarðinum.
Þar er hin fegursa fjara og sjórinn er þar ómengaður. Úthafið óbeyslað í logni svo sem í stórsjó.
Þetta land er svo í eigu Hreppsins. Ég veit við erum að tala sama máli því þessi tilfinning kemur ekkert tjaldstæðum við.Tjaldsvæði eru nauðsynleg og þekki ég nokkur þeirra. einnig hef ég Útilegukortið sem er þarfaþing.Á Reykjanesinu er víða auðvelt að finna sér dvalarstað en lækjarhvíslið hef ég ekki fundið enn, þar sem ég get sest og sett tærnar í lækinn og baðað andlit mitt upp úr hreinu tæru fjallavatni.
Ég hef brugðið á það ráð að keyra heim að bæ og byðja um leifi til þess að dvelja yfir nótt, það hefur alltaf verið auðsótt td var ég við Brynjudalsá og fossana miklu í 3 nætur í fyrrasumar með góðu leyfi landeigenda þetta voru undurgóðir og gjöfulir sólarhringar. Innst inn í Botnsdalnum er bílaplan, möl og mikið útsýni þar liggur gönguleiðin að Glym einnig gönguleið yfir Leggjabrjóta. Nú hætti ég og held áfram að leita að læknum og er með í farteskinu ljóðið um Lækinn Eftir Þorgeir Sveinbjarnarson undurfallegt og satt ljóð
Bless í bili byð að heilsa konunni þinni þessari allra hressustu við ætlum að veiða saman þann stóra í sumar KV Hrefna
Hrefna
Hrefna

Fjöldi innleggja : 24
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Allt og ekkert Empty Sjávarniður

Innlegg  hafdísjúlía Mið Apr 30 2008, 05:04

Sæl öll
Mig langar til þess að segja ykkur frá yndislegum stað á Snæfellsnesi þar sem þú hefur sjávarniðinn í eyrun og það er nánast alveg sama hversu margir eru á staðnum, þú heyrir bara í sjónum það er Langaholt þar sem golfvöllurinn er.
þar keyrir þú niður í fjöru og finnur þér stað fyrir neðan golfvöllinn og sjávarniðurinn er svo mikill að þó einhver sé að syngja
þá heyrist ekkert á milli bara sjórinn og svo færðu smá tilfinningu fyrir strönd því þú tjaldar á ströndinni.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Allt og ekkert Empty Sjávarniður

Innlegg  Hrefna Mið Apr 30 2008, 08:11

Takk Hafdís en hvar er Langholt á Snæfellsnesi nú mátaðir þú mig. Að vísu voru ekki komnir golfvellir þegar ég bjó á Snæfellsnesi. Langholt já Langholt kem þessu ekki inn. kv HM
Hrefna
Hrefna

Fjöldi innleggja : 24
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Allt og ekkert Empty Gistiheimilið Langaholti, Ytri Görðum Snæfellsnesi

Innlegg  hafdísjúlía Fim Maí 01 2008, 15:22

Sæl og blessuð þetta er eins og segir í efni Gistiheimilið Langaholti, þar er frábær sandgolfvöllur fyrir þá sem það spila og frábær aðstaða til að tjalda fyrir okkur sem það viljum. Ég mæli með þessum stað þegar gott er veður sérstaklega, það er keyrt niður fyrir golfvöllinn og þar niður á sandana, og þú upplifir það að vera á sandströnd, eins og í útlöndum. Á gistiheimilinu er veitingasala svo ef þú ert ekki með nóg af nesti þá er hægt að fá sér að borða á gistiheimilinu. þú keyrir rétt suður fyrir Ölkeldu og þá kemur þú að Langaholti.
Við höfum verið þarna í alveg dásamlegu veðri og gengið niður að sjónum og það er svo gaman að tína þarna steina þeir eru svo sérkennilegir margir hverjir vel sjóaðir en þangað verður þú að ganga því við sáum nokkra útlendinga reyna að keyra niður að sjó í sandinum og það gekk ekki
þeir þurftu meiri háttar hjálp við að komast til baka.
En endilega prófið að fara að Langaholti það er mjög svo athyglisverð upplifun.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Allt og ekkert Empty Á eftir að kíkja þarna.

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Maí 01 2008, 16:27

Takk Hafdís fyrir ábendinguna með Langholt Smile Hef verið við Vatnsholtsvötn að veiða, svo það gæti að vera gaman að leyfa sér á fá fínt að borða þarna. Surprised
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Allt og ekkert Empty Re: Allt og ekkert

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum