Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
5 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Sælir félagar!
Við seldum Viðhaldið í gær og erum því að leita okkur að bíl. Þetta er ansi skrítin tilfinning ekki ósvipað og að barnið manns sé að flytja til útlanda En við stólum bara á það að finna eitthvað sem okkur líkar eða, eins og Helga segir, "eitthvað sem Steini getur dundað sér í í vetur"
En ef þið vitið af góðum og rúmgóðum bíl, helst lágþekju, þá endilega hafið samband annað hvort með því að senda okkur mail og/eða að hringja í síma 893 5804.
Steini & Helga, hin Viðhaldslausu
BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Re: Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Til hamingju með nýja Viðhaldið.
Það er aldeilis kraftur í ykkur Helgu, búin að selja Viðhaldið og varla búið að ganga frá sölunni þá er auglýst eftir húsbíl og stuttu síðar er búið að versla nýjan bíl.
Fær maður ekki mynd senda af gripnum og svo þarftu að breyta upplýsingum, þetta númer MR 352 er varla gilt lengur hérna.
Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þú sinnir ekki nýja Viðhaldinu vel, spurning hvað Helga samþykkir að þú eyðir af tíma og peningum í nýja Viðhaldið.
Kíki fljótlega og fæ að sjá.
Kveðja.
Það er aldeilis kraftur í ykkur Helgu, búin að selja Viðhaldið og varla búið að ganga frá sölunni þá er auglýst eftir húsbíl og stuttu síðar er búið að versla nýjan bíl.
Fær maður ekki mynd senda af gripnum og svo þarftu að breyta upplýsingum, þetta númer MR 352 er varla gilt lengur hérna.
Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þú sinnir ekki nýja Viðhaldinu vel, spurning hvað Helga samþykkir að þú eyðir af tíma og peningum í nýja Viðhaldið.
Kíki fljótlega og fæ að sjá.
Kveðja.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Sæll Björn!
Já ég flýg norður núna í hádeginu til að ganga frá þessu og burra svo til baka í kvöld eða fyrramálið. Sko ég vil ekki "jinxa" þessu, eins og kaninn segir, með því að setja inn myndir og númer fyrr en þetta er bara komið á mitt nafn
Vinur minn sem skoðaði hann (og reyndar fann hann fyrir mig), sá sami og smíðaði eldhúsbreytinguna í Ducatoinn, sagðist í fljótu braðgi ekki sjá annað en að þessi væri eins og úr kassanum og því ekkert fyrir mig að gera... en ég gæti auðvitað látið leðuklæða hann á meðan ég hugsaði mig um
Við vorum að gantast með það að kannski myndum við bara láta þennan heita "Framhaldið" eða jafnvel þar sem hann hefði verið dýrari og því væri kannski réttast að láta hann heita "Aðhaldið". Hann væri hvort eð er of langur til að láta hann heita "Nærhaldið"
Sendi þér póst minn kæri!
Kv. Steini
Já ég flýg norður núna í hádeginu til að ganga frá þessu og burra svo til baka í kvöld eða fyrramálið. Sko ég vil ekki "jinxa" þessu, eins og kaninn segir, með því að setja inn myndir og númer fyrr en þetta er bara komið á mitt nafn
Vinur minn sem skoðaði hann (og reyndar fann hann fyrir mig), sá sami og smíðaði eldhúsbreytinguna í Ducatoinn, sagðist í fljótu braðgi ekki sjá annað en að þessi væri eins og úr kassanum og því ekkert fyrir mig að gera... en ég gæti auðvitað látið leðuklæða hann á meðan ég hugsaði mig um
Við vorum að gantast með það að kannski myndum við bara láta þennan heita "Framhaldið" eða jafnvel þar sem hann hefði verið dýrari og því væri kannski réttast að láta hann heita "Aðhaldið". Hann væri hvort eð er of langur til að láta hann heita "Nærhaldið"
Sendi þér póst minn kæri!
Kv. Steini
Re: Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Hei til hamingju með nýja bílinn, fær minns ekki líka póst með myndum
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
hafdísjúlía skrifaði:Hei til hamingju með nýja bílinn, fær minns ekki líka póst með myndum
Takk takk... komin á Suðurlandið á slækinu... alsæll með gripinn.
Ég sendi þér áðan póst á einhverja "Focal" addressu sem ég fann...?... er ekki viss hvort það er sú rétta.... en annars er hægt að skoða albúm með myndunum með því að smella hér
Jæja farinn að kasta mér... - Kv. Steini
Að fullorðnast!
Ég tók eftir því Steini, að undirtextinn þinn hefur breyst. Þar stendur nú Transit í stað Fíat áður. Til hamingju með gripinn. GTh.
Re: Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Til hamingju með nýtt Viðhald. Flottur bíll, enda sama tegund og okkar. Forvitnilegt væri að vita hvað þú gafst fyrir hann, eða er það kanski leyndó? Þú getur svosem hvíslað því að mér seinna. Aftur til hamingju .
Sponni 447- Fjöldi innleggja : 38
Hvaðan ertu? : Grindavík
Registration date : 16/03/2008
Re: Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Takk takk... Já maður verður að prófa þetta allt saman svo maður hafi samanburðinn:-)Gunnar Th.,222 skrifaði:Ég tók eftir því Steini, að undirtextinn þinn hefur breyst. Þar stendur nú Transit í stað Fíat áður. Til hamingju með gripinn. GTh.
Kv. Steini
Re: Viðhaldið selt - Húsbíll óskast - BÚIN AÐ KAUPA BÍL
Sponni 447 skrifaði:Til hamingju með nýtt Viðhald. Flottur bíll, enda sama tegund og okkar. Forvitnilegt væri að vita hvað þú gafst fyrir hann, eða er það kanski leyndó? Þú getur svosem hvíslað því að mér seinna. Aftur til hamingju .
Takk takk... var að senda þér mail:-)
Kv. Steini
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum