Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Kremi kominn heim

+2
Björn H. no. 29
Elín og Daði nr. 39
6 posters

Go down

Kremi kominn heim Empty Kremi kominn heim

Innlegg  Elín og Daði nr. 39 Fim Mar 19 2009, 17:30

Það urðu fagnaðarfundir í dag affraid þegar ég skellti mér austur á Storkkseyri, nánar tiltekið að bænum, Efra Seli. þar hefur Kremi (húsbíllinn okkar) verði í pössun frá því í byrjun október.s.l. Vinurinn hrökk í gang um leið og eftir að hafa pumpað í dekk sem var orðið loftlaust, var bakkað út úr skemmunni út í "vorið"Þeysti yfir Hellisheiði í svarta þoku og núna stendur vinurinn hérna á hlaðinu. Kíkja þarf á bremsur fyrir skoðunardaginn 25. apríl. Mikið hlakkar okkur til að þeysa af stað um páskana.. Velkominn heim Kremi ! pabbi og mamma.................... Exclamation
Elín og Daði nr. 39
Elín og Daði nr. 39

Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Mar 20 2009, 00:07

Vorið er komið, þegar ég kom út áðan var logn og góður hiti og fyrsta hugsunin var, vorið er komið.
Þið hafið fundið þetta á ykkur og sótt Krema, hann á líka rétt á að komast út, bara að geyið hafi ekki hagað sér eins og belja á vordegi, hoppandi út um allt, bara grín. bounce
Það verða trúlega margir húsbílaeigendur spenntir fyrir því að taka út bílana þegar veðrið er svona og fara að gera klárt fyrir fyrstu ferð sumarsins. sunny
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Talaðu gætilega maður !

Innlegg  Elín og Daði nr. 39 Fös Mar 20 2009, 12:08

Að detta það í hug að Kremi hafi látið eins og belja Crying or Very sad Miklu verra en það maður ! Ég réð ekkert við hann og upp Kambana þaysti hann í 3. og 4. gír og þótt svarta þoka væri á heiðinni var eins og hann kynni veginn utanað. Ég fann það reyndar út hvers vegna Kremi átti svona létt með Kambana í þetta sinn en ég var einn í bílnum ! Very Happy Bara grín ! Núna fer allur krafur í 45 ára afmælistónleika hjá Skólahljómsveit Mosfellsbæjar sem verða 4. apríl n.k. Þar koma fram 4 sveitir hljómsveitarinnar og einsögvararnir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jón. M. Jónsson og María Ólafsdóttir ásamt 10 af 11 kórum í Mosfellsbæ alls um 350 manns. Ég er nefnilega stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og ef þið hafið áhuga á að mæta þá endilega látið vita. Kveðja Daði Þór
Elín og Daði nr. 39
Elín og Daði nr. 39

Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Glaður húsbíll!

Innlegg  Gunnar Th.,222 Fös Mar 20 2009, 17:11

Þetta er tilfinning sem ég þekki nákvæmlega - þ.e. ánægjuna yfir að sækja bílinn sinn í vetrargeymsluna og endurnýja kynnin frá fyrra ári. Á heimleiðinni fer maður yfir liðin sumur, skipuleggur það komandi í huganum, rabbar við bílinn sinn og rifjar upp hvernig allt virkar. Svo kemur maður heim, bakkar í stæðið eftir reglunum sem löngu var búið að semja en hafa ekki verið notaðar í hálft ár eða svo. Rauðmálaða röndin á steinveggnum átti að nema við framhjólsmiðjuna, þá var hægt að opna bílskúrinn vandræðalaust. Annað eftir því.

Komandi vor verður það þriðja í röðinni sem þetta ofangreinda á ekki við hjá okkur. Vorið ´07 sóttum við bílinn í vetrarhíðið aðeins til að afhenda hann nýjum eiganda. Það sem er í deiglunni núna ´09 er algerlega óþekkt stærð og engan veginn fyrirséð hvernig virkar í sumar - ef það virkar eitthvað yfir höfuð!
Gunnar Th.,222
Gunnar Th.,222

Fjöldi innleggja : 90
Age : 67
Hvaðan ertu? : Frá Ísafirði. Hét því að flytja aldrei til Reykjavíkur. Bý í Kópavogi.
Registration date : 10/04/2008

http://www.blogg.visir.is/tengill

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Mar 21 2009, 04:01

Vorið sem kom hvarf fljótt, þannig líður manni í dag. Crying or Very sad
Í gærmorgun var logn og blíða ágætur hiti og ég hélt að sumarið væri komið. Laughing
Daði búinn að sækja Krema og réði varla við gripinn svo glaður var gamli Bensinn við að komast út í sumarið, en við búum á Íslandi og þar gerast hlutirnir hratt, sama hvað er.
Daði verður þú ekki að setja rafmagnsofn í gang til að tryggja að Kremi fái ekki einhverja pest. Embarassed

Þetta blasti við þegar maður kíkti í moggann í morgun.
Viðvörun: Búist er við stormi SV- og S-lands í kvöld og fram á nótt. Spá: Sunnan 5-10 m/s og skúrir, en hægari NA-lands og bjartviðri. Gengur í suðvestan 15-23 með éljum S- og SV-lands undir kvöld, en hægari annars staðar. Vestan 8-15 og él á morgun, en þurrt að mestu fyrir austan. Hiti 3 til 8 stig, en 1 til 4 á morgun.

En þetta gerir ekkert til Ágústa er búin að lofa góðu veðri í sumar, kveðst vera spákona og þá er upplagt fyrir ferðanefndina að nýta sér þessa duldu hæfileika þegar verið er að ákveða ferðir sumarsins.

Núna er skítaveður í Borgarnesi og ég sem ætlaði að fara í góðan göngutúr, það verður að bíða. study
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Ægir og Sigga Lau Mar 21 2009, 04:14

Ja hvað er að heyra Björn minn, kemstu ekki út vegna veðurs Sad . Nú er ég að fara í smágöngu í sól sunny og 7. stiga hita. Var að skemmta mér yfir morgunkaffinu við að horfa á smáfulgana, dúfurnar og rjúpuna hér út um eldhúsgluggann hjá mér, þessa sjón hefur maður bara í návígi þessa dagana, svona 4 - 8 metrar í fuglahópinn, Very Happy rendeer
Þetta er sko flott með Austfirsku alpana í bakgrunni lol! ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Benedikt 687 Lau Mar 21 2009, 05:07

Logn og glaðasólskin á Ströndum hiti 3,1 hér eru einnig rjúpur í görðum, ekki hef ég orðið var við dúfur, nema ein konan hér hafði gælunafnið Dúfa heitir reyndar Birna (nú má ekki kalla hana Dúfu, sem var allt í góðu hér á árum áður, en þetta eldist af henni) Fyrir utan stofugluggann eru æðarfuglinn að fagna vorinu, með einhæfum ástarleik, sem hann stundar reyndar allt árið, hér á Ströndum .

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Raka-
stig
Lau 21.03
kl. 10:00 1 m/s 5 m/s / 6 m/s 3,1°C 85 %
Lau 21.03
kl. 09:00 0 m/s 1 m/s / 2 m/s 2°C 85 %
Lau 21.03
kl. 08:00 2 m/s 2 m/s / 4 m/s 1,6°C 85 %
Lau 21.03
kl. 07:00 5 m/s 5 m/s / 7 m/s 2,7°C 80 %
Lau 21.03
kl. 06:00 5 m/s 5 m/s / 6 m/s 3,1°C 80 %
Lau 21.03
kl. 05:00 1 m/s 2 m/s / 5 m/s 1,3°C 86 %
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Anna M nr 165 Lau Mar 21 2009, 05:32

Hér í Rvk er ég ekki búin að missa trúna á vorinu það er sól og 7 stiga hiti, smá gjóla sunny rabbit
En svo dregur fyrir sólina og allt dimmir og koma smá regndropar, bara ekta vorveður, skin og skúrir.
Ætla í dag að dekstra voffana mína, bursta þá vel og bjóða þeim í hressigöngu alien
Bóndinn að vinna svo ekkert var farið, enda oft besta veðrið heima Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Mar 21 2009, 07:22

Strákar þið eruð stórlygarar, What a Face það er glampandi sólskin í Borgarnesi og ég er farin austur í bústað.
Ægir, þú veist að fuglar leita í fjöruna yfir vetrartímann, smá sólarglenna platar þá ekki, sunny

Rjúpa niðrí fjöru, það táknar bara eitt, haltu þig inni Ægir, hann fer að bresta á. lol!
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Ægir og Sigga Lau Mar 21 2009, 09:21

Já auðvitað spurning hvort það sé nokkuð sannleikskorn í þessu hjá okkur, alla vega ég sestur við tölvuna og ég dró rúllugardínuna niður sunny brenn örugglega ekki þar ha ha ha ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Anna M nr 165 Lau Mar 21 2009, 09:32

Ég þarf núna bara að draga frá til að fá birtu inn Sad
Barasta komin rigning og sólin fór Sad Jæja þá fer maður að þurrka af, það er svo leiðinlegt að gera það í sól Rolling Eyes
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Ægir og Sigga Lau Mar 21 2009, 09:50

Já svona er þetta bara, allar rúllugardínur niðri gluggar opnir uppá gátt óg útihurðin höfð opin eins og hægt, samt er varla líft í LasyBoynum Laughing vegna hita þegar sunny skín svona beint í gluggann og boltinn á fullu!!!! Þurrka af nei takk, konan farin á kvöldvakt, og ér er í afslöppun ha ha ,,,, lol! ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Svona er Ísland í dag!

Innlegg  Anna M nr 165 Lau Mar 21 2009, 11:09

Hefði betur sleppt þvíað tala um veðrið! Shocked
Mér er litið út um gluggann og takk fyrir alhvít jörð! Shocked Gleðilegan áframhaldandi vetur sko Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Björn H. no. 29 Sun Mar 22 2009, 11:54

Björn var með Strútinn réttan, cheers Tómas var með Strútinn og Eiríksjökul, Evil or Very Mad og Jóhanna (ekki flakkari) fær prik fyrir manninn á vörðunni. Sá var þögull.
Ægir hvað varstu þú að gabba mig saklausan sveitamanninn, og ekki orð um það meir. bom

Það var þetta með sólina í gær Ægir talar um allskonar smáfugla og Benedikt talar um æðarfuglinn og að hann stundi einhæfan ástarleik þarna fyrir norðan.
Ég get boðið betur í gærmorgun þegar við Þóra skruppum út þá sáum við össu gömlu að leita sér að einhverju í hádegismatinn, hún var tignarleg þar sem hún lét sig svífa rétt fyrir ofan húsþökin.
Það má alveg gera ráð fyrir að ástfangin æðarfugl hafi dansað sinn síðasta dans í gær. affraid
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Kremi kominn heim Empty Re: Kremi kominn heim

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum