Eru ekki allir hressir?
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Eru ekki allir hressir?
Það er ég og get ekki kvartað, hingað til höfum við skroppið allar helgar og meira til það sem komið er.
Alltaf gaman að komast af stað og slaka á í fallegri náttúru Íslands. Yfirleitt er umgengni fólks mjög góð því sjaldan þarf maður að taka rusl upp eftir aðra, en kemur þó fyrir.
Eitt stakk mig þó, og það er að fólk er enn að fleygja dósum, flöskum og fleiru út um glugga í bíl, hefði ég tínt upp dósirnar frá Hraunsfirði að Vatnaleið hefði ég verið komin með yfir 200 kallinn í vasann
Í Hraunsfirði vorum við með syninum og tengdadóttur og á sunnudeginum héldu þau áfram í sinni útilegu, með lengra frí, svo þá skildu leiðir Þau enduð sína för á því að skella sér í Hlíðarvatn í gærkveldi og settu vel í nokkra fiska mun stærri en þá sem fengust í firðinum.
En það sem þau gengu fram á er mér forviða: Þau fundu 9 stk dauða væna fiska sem einhver um helgina hafði veitt og skilið svo bara eftir á bakkanum
Skil bara ekki svona, en því miður er meira drasl og girni út um allt eftir veiðimenn, frekar en venjulegt útilegufólk, sem er virkilega að standa sig gagnvart fallegri náttúru okkar
Alltaf gaman að komast af stað og slaka á í fallegri náttúru Íslands. Yfirleitt er umgengni fólks mjög góð því sjaldan þarf maður að taka rusl upp eftir aðra, en kemur þó fyrir.
Eitt stakk mig þó, og það er að fólk er enn að fleygja dósum, flöskum og fleiru út um glugga í bíl, hefði ég tínt upp dósirnar frá Hraunsfirði að Vatnaleið hefði ég verið komin með yfir 200 kallinn í vasann
Í Hraunsfirði vorum við með syninum og tengdadóttur og á sunnudeginum héldu þau áfram í sinni útilegu, með lengra frí, svo þá skildu leiðir Þau enduð sína för á því að skella sér í Hlíðarvatn í gærkveldi og settu vel í nokkra fiska mun stærri en þá sem fengust í firðinum.
En það sem þau gengu fram á er mér forviða: Þau fundu 9 stk dauða væna fiska sem einhver um helgina hafði veitt og skilið svo bara eftir á bakkanum
Skil bara ekki svona, en því miður er meira drasl og girni út um allt eftir veiðimenn, frekar en venjulegt útilegufólk, sem er virkilega að standa sig gagnvart fallegri náttúru okkar
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eru ekki allir hressir?
Jú þakka þér fyrir Anna mín , bara nokkuð hress . Mikið er ég sammála þér, mér finnst stundum eins og fólk ætli ekkert að koma aftur á þessa staði sem það skilur eftir óþverrann , lætur bara aðra hirða upp eftir sig. Það er nú ekki ofverkið hjá fólki að taka með sér dósir og gler já og annað rusl og koma því á viðeigandi stað . Eitt er sem ég þoli ekki á tjaldstæðum, það er hundaskítur sem fólk hirðir ekki upp eftir sína hunda og svo eru það helv--- sigarrettu / filter stubbarnir. Getur fólk ekki stungið þessum stubbahelv-- í ruslapokann hjá sér það er að segja ef hann er fyrir hendi , annars góða veiði þið sem farið í veiðiferðina . Veiðiskreppur verður nú að standa undir nafni, skreppur hann bara ekki á staðinn
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru ekki allir hressir?
Það er nú stundum stoppað á bílum meðfram mér og voffunum, og hlegið yfir því að ég skuli nenna að tína upp þessi litlu spörð, en ég er með 2 chihuahua, sem ekkert stórt dettur aftur úr
Með sígarettustubbana er ég sammála þér, lendi oft í að tína upp eftir aðra, og á það til að þurfa að benda mínum á að skilja þetta ekki eftir, þó filterslaust sé Við reykjum bæði og erum með öskubakka í ferðum og í veiðinni er ég með filmubox í vasanum og safna stubbunum. Er bara alin upp við að ganga um náttúruna þannig, að maður getur komið aftur að henni jafnfallegri
Gæti verið möguleiki á að skella sér í veiðiferð, ef spjallverjar fresta sinni för, þá reikar hugurinn til húsbílafélaganna, hefði alveg viljað fara að Hítarvatni, en bara þá fyrir fegurðina þar, en ekki flugur og fiska.
Flugan getur verið skæð og sá fiskur sem ég hef séð þarna eru yfirleitt bara roð og bein. Þyrfti kannski "gæt" til að sýna mér mikla aflann og stóru fiskana.
Með sígarettustubbana er ég sammála þér, lendi oft í að tína upp eftir aðra, og á það til að þurfa að benda mínum á að skilja þetta ekki eftir, þó filterslaust sé Við reykjum bæði og erum með öskubakka í ferðum og í veiðinni er ég með filmubox í vasanum og safna stubbunum. Er bara alin upp við að ganga um náttúruna þannig, að maður getur komið aftur að henni jafnfallegri
Gæti verið möguleiki á að skella sér í veiðiferð, ef spjallverjar fresta sinni för, þá reikar hugurinn til húsbílafélaganna, hefði alveg viljað fara að Hítarvatni, en bara þá fyrir fegurðina þar, en ekki flugur og fiska.
Flugan getur verið skæð og sá fiskur sem ég hef séð þarna eru yfirleitt bara roð og bein. Þyrfti kannski "gæt" til að sýna mér mikla aflann og stóru fiskana.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eru ekki allir hressir?
Já ég hef séð fólk nota filmubox, bara snjallt . Göngum um náttúruna eins og við viljum koma að henni
En eins og við vitum eru alltaf til svartir sauðir innanum þá hirðusömu. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
En eins og við vitum eru alltaf til svartir sauðir innanum þá hirðusömu. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru ekki allir hressir?
Það voru svona box, kölluð stubbavinir útdeilt í veiðibúðum, og ég hef alveg slitið mínum út og ekki séð þau lengi, svo ég nota bara undan filmunum.
En ertu ekki orðinn spenntur? Bara 3 vikur í frííí!!!!
Tíminn líður bara nokkuð hratt hjá mér núna, en guð hvað það á eftir að hægjast síðustu vinnuvikuna
Verð svo að skrá mig út núna, er að skreppa í afmæliskaffi í kvöld, bið að heilsa á meðan..
En ertu ekki orðinn spenntur? Bara 3 vikur í frííí!!!!
Tíminn líður bara nokkuð hratt hjá mér núna, en guð hvað það á eftir að hægjast síðustu vinnuvikuna
Verð svo að skrá mig út núna, er að skreppa í afmæliskaffi í kvöld, bið að heilsa á meðan..
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eru ekki allir hressir?
Anna M nr 165 skrifaði: ... fundu 9 stk dauða væna fiska sem einhver um helgina hafði veitt og skilið svo bara eftir á bakkanum...
Þeir hafa kannski miskilið eitthvað "veiða/sleppa" hugtakið
Kv. Steini
Re: Eru ekki allir hressir?
Hæ öll!
Gaman að heyra í þér Anna mín!
Ég er hress og kát.
Ég er alveg sammála ykkur með umgengnina.
Það er alveg ótrúlegt hvernig sumt fólk gengur um.
En ég ætla að fara seinna að Hítarvatni, því flugnabit getur gert mér lífið leitt.
Bólgna upp með tilheyrandi kláða og vanlíðan. Því er ég ekki mjög æst að fara
í veiði á þessum tíma.
Gaman að heyra í þér Anna mín!
Ég er hress og kát.
Ég er alveg sammála ykkur með umgengnina.
Það er alveg ótrúlegt hvernig sumt fólk gengur um.
En ég ætla að fara seinna að Hítarvatni, því flugnabit getur gert mér lífið leitt.
Bólgna upp með tilheyrandi kláða og vanlíðan. Því er ég ekki mjög æst að fara
í veiði á þessum tíma.
Oddný og Nonni- Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009
Re: Eru ekki allir hressir?
Alveg örugglega ahhahaha!!!!Steini 298 skrifaði:Anna M nr 165 skrifaði: ... fundu 9 stk dauða væna fiska sem einhver um helgina hafði veitt og skilið svo bara eftir á bakkanum...
Þeir hafa kannski miskilið eitthvað "veiða/sleppa" hugtakið
Kv. Steini
Hæ Oddný, hef ekki hitt á þig lengi, ertu veiðikona?? Sé að þú og hann Jón minn eruð með sömu vandamál gagnvart bölv%$ flugunni. Gleymi seint hvað minn var illa farinn seinast, vorum í fyrsta og eina skiptið við vatn fyrir austan sem var nú ekki þekkt fyrir flugu
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eru ekki allir hressir?
Já mér finnst gaman að veiða en helv. mýið lætur mi ekki í friði.
Því er sniðugt að vera með mér því aðrir sleppa!
Því er sniðugt að vera með mér því aðrir sleppa!
Oddný og Nonni- Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum