Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Jæja ég er búinn að taka nokkrar rokferðir á Viðhaldinu og fór í gærmorgun kl. 9 með bílinn í bæinn og þá voru einhverjir 16 metrar og 26 í rokum. Og ég verð að viðurkenna það að mér stóð hreint ekkert á sama. Fannst bíllinn vagga alveg óþægilega mikið í verstu hryðjunum(eða hreðjunum eins og undirritaður kallaði þær einhverntímann) En Helgu minni þótti nú ekki 26 metrar eitthvað til að hafa áhyggjur af og hálf rak mig í bæinn(þegar ég var eitthvað að áhyggjast yfir golunni )
Síðan var líka býsna hvasst á Sandskeiðinu í dag þegar ég fór austur en þá var bara minnsta mál að burra þetta. Það hafði nefnilega verið bilaður rofi við loftdæluna svo það voru bara ca. 5 pund í loftpúðunum í gær morgun þegar ég fór í bæinn.... en í dag var þetta auðvitað allt komið í lag svo ég smellti 25 pundum í púðana og þá haggaðist viðhaldið ekki í rokinu og ég... svo ekki sé meira sagt... muuuun ánægðari með lífið
En auðvitað var jafnhvasst úti... bara svo ólíkt þægilegra að vera laus við veltinginn. Já ég held ég mæli bara með svona loftpúðaísetningum
Síðan var líka býsna hvasst á Sandskeiðinu í dag þegar ég fór austur en þá var bara minnsta mál að burra þetta. Það hafði nefnilega verið bilaður rofi við loftdæluna svo það voru bara ca. 5 pund í loftpúðunum í gær morgun þegar ég fór í bæinn.... en í dag var þetta auðvitað allt komið í lag svo ég smellti 25 pundum í púðana og þá haggaðist viðhaldið ekki í rokinu og ég... svo ekki sé meira sagt... muuuun ánægðari með lífið
En auðvitað var jafnhvasst úti... bara svo ólíkt þægilegra að vera laus við veltinginn. Já ég held ég mæli bara með svona loftpúðaísetningum
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Upplýsingaskilti vegagerðarinnar hafa breytt hjartslættinum í okkur, hérna áður fyrr fór maður bara og svo kom það í ljós þegar maður kom út með Hafnarfjallinu hvort það var hvasst.
Núna fer fólk á netið og skoðar þessi mál áður en lagt er í hann, og þegar það fer síðan fram hjá upplýsingaskilti vegagerðarinnar og sér Rauðu tölurnar eykst hjartslátturinn og blóðþrýstingurinn ríkur upp úr öllu valdi, kannski eru Borgnesingar búnir að byggja upp ónæmi fyrir þessu,allavega virðast flestir fara þegar þeim dettur í hug.
Tek undir með Helgu 26 metrar í kviðum er ekki til að hafa áhyggjur af fyrir venjulega bíla en það er svolítið annað með pappakassana okkar, þeir þola mun minna og ef þeir fjúka þá er allt ónýtt.
Steini, loftpúðarnir eru ágætir og það er líka hægt að láta bílana halla upp í veðrið ef vill.
Er þetta ekki allt að verða klárt, innréttingin komin, topplúgan komin og bólstrarinn komin með framstólana, vantar bara smella inn restinni frá bólstraranum.
Núna fer fólk á netið og skoðar þessi mál áður en lagt er í hann, og þegar það fer síðan fram hjá upplýsingaskilti vegagerðarinnar og sér Rauðu tölurnar eykst hjartslátturinn og blóðþrýstingurinn ríkur upp úr öllu valdi, kannski eru Borgnesingar búnir að byggja upp ónæmi fyrir þessu,allavega virðast flestir fara þegar þeim dettur í hug.
Tek undir með Helgu 26 metrar í kviðum er ekki til að hafa áhyggjur af fyrir venjulega bíla en það er svolítið annað með pappakassana okkar, þeir þola mun minna og ef þeir fjúka þá er allt ónýtt.
Steini, loftpúðarnir eru ágætir og það er líka hægt að láta bílana halla upp í veðrið ef vill.
Er þetta ekki allt að verða klárt, innréttingin komin, topplúgan komin og bólstrarinn komin með framstólana, vantar bara smella inn restinni frá bólstraranum.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Sæll vertu! Já það jú þannig með blessaðar upplýsingarnar... að þær eru manni svosem bara til bölvunar ef maður nýtir sér þær ekki
Nei nei... ég á ennþá smá staut eftir... Er svosem komin með allt "hráefni" í hús, en vantar bara lengri sólarhringa... en vona nú að ég klári þetta um helgina. Svo á ég bara eftir "eitt skutl" á mánudagsmorguninn í bæinn.... og þá er þetta "nánast komið"
Er að fara að koma fyrir ljósunum á eftir en þarf fyrst að skreppa í blikkarann og að sækja mér nokkrar festingar og ætli maður reyni svo ekki allavega að máta klæðninguna í dag.
Kv. Steini
Nei nei... ég á ennþá smá staut eftir... Er svosem komin með allt "hráefni" í hús, en vantar bara lengri sólarhringa... en vona nú að ég klári þetta um helgina. Svo á ég bara eftir "eitt skutl" á mánudagsmorguninn í bæinn.... og þá er þetta "nánast komið"
Er að fara að koma fyrir ljósunum á eftir en þarf fyrst að skreppa í blikkarann og að sækja mér nokkrar festingar og ætli maður reyni svo ekki allavega að máta klæðninguna í dag.
Kv. Steini
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Sæll hef séð breitingarnar hjá þer á bílnum og eru fínar en bar af forvitni hvar fékkstu topplúgur og hvar voru þær setta í, eu menn með einhverjar sérstaök trúarbrögð í þeim efnu eithvað betra en annað þ.a.s ekki lúgur sem opnast á alla kanta eða bara með lamir að framan eða bara framleiðendur einhver betri en annar,hafa menn almennt einhverja skoðun á því, og þa rökstuðning... eða þannig
Þröstur 618- Fjöldi innleggja : 5
Hvaðan ertu? : Rfj
Registration date : 22/04/2009
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Lúgurnar fást settar í hjá t.d Rotor í Hafnarfirði og eins sér Víkuverk um þetta fyrir menn. Lúgurnar eru misdýrar og t.d kostar 50x50 Fiamma talsvert minna en 40x40 frá Dometic. Ég keypti lúguna hjá Rotor í Hafnarfirði(Hellhrauni) - Sími: 555 4900 - Lárus segir þér allt um þetta.
Dometic lúgan læsist, er skemmtilegri að ganga um og síðan finnst mér "lokið/grindin" að neðan fallegri þ.e. sólgardínan og flugnanetið, sem er hvort tveggja plíserað(svona nettar harmonikur) og mun þægilegra að draga fyrir og frá. Dometicinn er, má segja, svona talsvert nýtískulegri Liturinn er örlítið kremaður - Athugið - Ekkert þarf að skrúfa niður í gegnum toppinn til að festa Dometicinn.
Fiamma lúgan, þótt stærri sé og opnanleg á alla kanta er með talsvert groddalegum höldum á tvo vegu, sem þurfa Nota Bene að snúa fram og aftur til að koma í veg fyrir að hún fjúki upp og á henni eru ekki neinar læsingar(aðrar er hjámiðueffectinn í höldunum) - Hún er kaldhvít(Fiamma hvít) á litinn
Báðar þessar lúgur ræsa lokaðar þ,e hleypa smá í gegnum sig þótt lokaðr séu, sem er mikilvægt.
Verðin voru ca.:
17,900 fyrir 50x50 Fiamma
30,600 fyrir 40x40 Dometic
Síðan dregst frá 10% afsláttur til okkar Húsbílafélaga.
Kv. Steini
Dometic lúgan læsist, er skemmtilegri að ganga um og síðan finnst mér "lokið/grindin" að neðan fallegri þ.e. sólgardínan og flugnanetið, sem er hvort tveggja plíserað(svona nettar harmonikur) og mun þægilegra að draga fyrir og frá. Dometicinn er, má segja, svona talsvert nýtískulegri Liturinn er örlítið kremaður - Athugið - Ekkert þarf að skrúfa niður í gegnum toppinn til að festa Dometicinn.
Fiamma lúgan, þótt stærri sé og opnanleg á alla kanta er með talsvert groddalegum höldum á tvo vegu, sem þurfa Nota Bene að snúa fram og aftur til að koma í veg fyrir að hún fjúki upp og á henni eru ekki neinar læsingar(aðrar er hjámiðueffectinn í höldunum) - Hún er kaldhvít(Fiamma hvít) á litinn
Báðar þessar lúgur ræsa lokaðar þ,e hleypa smá í gegnum sig þótt lokaðr séu, sem er mikilvægt.
Verðin voru ca.:
17,900 fyrir 50x50 Fiamma
30,600 fyrir 40x40 Dometic
Síðan dregst frá 10% afsláttur til okkar Húsbílafélaga.
Kv. Steini
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Þar kom að því, þetta hef ég aldrei gert áður, snéri við þegar ég var að koma upp úr Kollafirði og það á sólbjörtum og þurrum degi.
Við áttum bílinn fyrir sunnan og hugmyndin var að skreppa eitthvað á Reykjanesið eina nótt en þegar til kom var spáin leiðinleg svo ég fékk far hjá einum vinnufélaganum til Reykjavíkur í morgun til að sækja bílinn.
Eftir svolitla vinnu í bænum var haldið heim á leið um 14,30 veðurskiltið hjá gamla Hlégarði sýndi 32 metra í hviðunum en ég vildi heim, strax fyrir ofan Mosó byrjaði greyið að hrista sig en áfram héldum við félagarnir og þegar ég var í brekkunni upp úr Kollafirði kom bíll á móti mér og hreinlega stoppaði mig.
Þarna hefur ugglaust verið góður húsbílafélagi verið á ferðinni og ráðlagði hann mér eindregið til að snúa við og fara heldur Kjósarskarðið.
Ég valdi að fara bara aftur hinnar gömlu borgar Davíðs og sjá hvort ekki lægði síðdegis en það gekk ekki og fékk ég bíl dótturinnar lánaðan til að komast heim til hennar Þóru minnar.
Ekki hafði hann lægt þegar ég fór framhjá skiltinu um sexleitið, rauðu tölurnar sýndu 40 metra og það hefði pappakassinn ekki þolað.
Fer í fyrramáli og sæki greyið.
Við áttum bílinn fyrir sunnan og hugmyndin var að skreppa eitthvað á Reykjanesið eina nótt en þegar til kom var spáin leiðinleg svo ég fékk far hjá einum vinnufélaganum til Reykjavíkur í morgun til að sækja bílinn.
Eftir svolitla vinnu í bænum var haldið heim á leið um 14,30 veðurskiltið hjá gamla Hlégarði sýndi 32 metra í hviðunum en ég vildi heim, strax fyrir ofan Mosó byrjaði greyið að hrista sig en áfram héldum við félagarnir og þegar ég var í brekkunni upp úr Kollafirði kom bíll á móti mér og hreinlega stoppaði mig.
Þarna hefur ugglaust verið góður húsbílafélagi verið á ferðinni og ráðlagði hann mér eindregið til að snúa við og fara heldur Kjósarskarðið.
Ég valdi að fara bara aftur hinnar gömlu borgar Davíðs og sjá hvort ekki lægði síðdegis en það gekk ekki og fékk ég bíl dótturinnar lánaðan til að komast heim til hennar Þóru minnar.
Ekki hafði hann lægt þegar ég fór framhjá skiltinu um sexleitið, rauðu tölurnar sýndu 40 metra og það hefði pappakassinn ekki þolað.
Fer í fyrramáli og sæki greyið.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Það er nú betra að fara eftir skiltunum, þó svo að við allt þetta upplýsingaflæði sé maður orðinn veðurhræddari
Það voru þónokkrir sem komu kjalarnesið á föstudaginn í Félagsgarð, og þeir geta sagt skrautlegar sögur af ferðalaginu
Af einum 7 tonn amerískum bíl fór sú saga að hann hefði lyfst upp öðrumegin í einni hviðunni og við það ákváðu hjónin
að leggja við grjótgarðinn hjá svínabúiinu á Vallá og bíða til morguns.
Þetta er ekki á sig leggjandi að keyra á þessum brjáluðu hviðum, það borgar sig frekar bara að bíða veðrið af sér.
Ekki tímir maður að missa þessa fjárfestingu sem maður hefur lagt í þetta bara afþvíbara, nennti ekki að bíða.
Það voru þónokkrir sem komu kjalarnesið á föstudaginn í Félagsgarð, og þeir geta sagt skrautlegar sögur af ferðalaginu
Af einum 7 tonn amerískum bíl fór sú saga að hann hefði lyfst upp öðrumegin í einni hviðunni og við það ákváðu hjónin
að leggja við grjótgarðinn hjá svínabúiinu á Vallá og bíða til morguns.
Þetta er ekki á sig leggjandi að keyra á þessum brjáluðu hviðum, það borgar sig frekar bara að bíða veðrið af sér.
Ekki tímir maður að missa þessa fjárfestingu sem maður hefur lagt í þetta bara afþvíbara, nennti ekki að bíða.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Það er alveg rétt að maður á að taka mark á veðurskiltunum, allavega að lesa hvað þar stendur.
Það sem skiptir ekki hvað minnstu máli er áttin og hvar hann er á gráðunni, þetta sá ég þegar ég kom ofaní Kollafjörðin og þá hefði vanur maður átt að leggja saman tvo og tvo en það gerði hann ekki.
Verð að viðurkenna að ég hef aldrei lent í roki á þessum bíl en núna náði ég að auka við þekkinguna, þetta eru algjörir pappakassar og þessi ágæti vegfarandi sem kom vitinu fyrir mig á þakkir skildar.
Þegar ég fór heim um kvöldið á bíl dóttur minnar var trölla Ford á undan mér og það var ekki neitt vandamál, þá varð mér hugsað til gamla húsbílsins okkar, hann hefði farið létt með þetta.
Hér eftir skoða ég alla vindmæla áður en farið er á húsbílnum, amen.
Ekki langaði okkur í ferðalag þessa helgina og notaði ég helgina til að bóna og snyrta húsbílinn, Þóra greip í að laga tjaldið fyrir svefnrýminu á milli þess sem hún sinnti glervinnu.
Það sem skiptir ekki hvað minnstu máli er áttin og hvar hann er á gráðunni, þetta sá ég þegar ég kom ofaní Kollafjörðin og þá hefði vanur maður átt að leggja saman tvo og tvo en það gerði hann ekki.
Verð að viðurkenna að ég hef aldrei lent í roki á þessum bíl en núna náði ég að auka við þekkinguna, þetta eru algjörir pappakassar og þessi ágæti vegfarandi sem kom vitinu fyrir mig á þakkir skildar.
Þegar ég fór heim um kvöldið á bíl dóttur minnar var trölla Ford á undan mér og það var ekki neitt vandamál, þá varð mér hugsað til gamla húsbílsins okkar, hann hefði farið létt með þetta.
Hér eftir skoða ég alla vindmæla áður en farið er á húsbílnum, amen.
Ekki langaði okkur í ferðalag þessa helgina og notaði ég helgina til að bóna og snyrta húsbílinn, Þóra greip í að laga tjaldið fyrir svefnrýminu á milli þess sem hún sinnti glervinnu.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Djöfuls kveif er maður orðinn í roki...
Já satt er þetta ( hvar hann er á gráðunni) hrifin af þessari athugasemd hjá þér Björn, þetta er það sem fólk þarf að skoða
vel og nna á Kjalarnesi steypist beint niður af hæstu tindum svo veðrið er brjálað frá Kollafirði að hverfinu á Kjalarnesi
Íslendingar er ekki mjög vel að sér í áttum og veðri finnst mér, fólk veit hvort það er rok, rigning, sól, hríð, en oft ekki hvaða
átt er eða hvað hann á að snúa sér í. Þetta skiptir máli þega maður ferðast, þú getur t.d. verið að ferðast í sunnanátt
úr Reykjavík og á Snæfellsnes og í blíðskaparveðri, kannski smá gola, svo kemur þú norður yfir í Kolgrafarfjörð eða Fróðárheiðina
og úpps þar er stjörnubrjálað veður. Sunnan átt í Grundarfirði t.d. er mjög slæm átt, hún steypist svo niður fjöllin
svo fólk þarf svolítið að læra að ferðast eftir aðstæðum. Mér skilst t.d. að Lómagnúpur sé t.d. mjög slæmur með snöggar hviður
í Norðanátt, og margir farið flatt á því, eins líka t.d. hjá Steinum undur Eyjafjöllum, og svo sé ég að það er kominn annar vindmælir á Hvammi held ég að það heiti, þar eru greinilega líka slæmar hviður. Ég hringdi t.d. núna fyrir helgina í Vegagerðina út af Mosfellsheiðinni
og spurði hvers vegna það væru ekki vindmælar þar og svarið var að það væri svo dýrt og þetta væri svo fáfarinn vegur.
En þetta er eitt af því sem er skemmtilegt í ferðalögum á Íslandi þú veist aldrei hvernig veðrið verður næsta klukkutímann.
vel og nna á Kjalarnesi steypist beint niður af hæstu tindum svo veðrið er brjálað frá Kollafirði að hverfinu á Kjalarnesi
Íslendingar er ekki mjög vel að sér í áttum og veðri finnst mér, fólk veit hvort það er rok, rigning, sól, hríð, en oft ekki hvaða
átt er eða hvað hann á að snúa sér í. Þetta skiptir máli þega maður ferðast, þú getur t.d. verið að ferðast í sunnanátt
úr Reykjavík og á Snæfellsnes og í blíðskaparveðri, kannski smá gola, svo kemur þú norður yfir í Kolgrafarfjörð eða Fróðárheiðina
og úpps þar er stjörnubrjálað veður. Sunnan átt í Grundarfirði t.d. er mjög slæm átt, hún steypist svo niður fjöllin
svo fólk þarf svolítið að læra að ferðast eftir aðstæðum. Mér skilst t.d. að Lómagnúpur sé t.d. mjög slæmur með snöggar hviður
í Norðanátt, og margir farið flatt á því, eins líka t.d. hjá Steinum undur Eyjafjöllum, og svo sé ég að það er kominn annar vindmælir á Hvammi held ég að það heiti, þar eru greinilega líka slæmar hviður. Ég hringdi t.d. núna fyrir helgina í Vegagerðina út af Mosfellsheiðinni
og spurði hvers vegna það væru ekki vindmælar þar og svarið var að það væri svo dýrt og þetta væri svo fáfarinn vegur.
En þetta er eitt af því sem er skemmtilegt í ferðalögum á Íslandi þú veist aldrei hvernig veðrið verður næsta klukkutímann.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum