Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
+4
Anna M nr 165
Ágústa B 696
Björn H. no. 29
Steini 69
8 posters
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 2
Blaðsíða 1 af 2 • 1, 2
Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Mér datt í hug hvort menn væru eitthvað að vesenast í bílunum sínum í vetur. Við ætlum að láta setja áklæði á sessurnar afturí,(og kannski frammí líka ef þetta kostar ekki augun úr) svona til að það sé þægilgra að halda þeim hreinum, enda hundurinn okkar í stærra lagi.
Hafa einhver ykkar látið klæða svona? - Vitið þið um góðan bólstrara? - Það myndi ekkert saka þótt hann væri ekki sá dýrasti líka
Kv. Steini
Hafa einhver ykkar látið klæða svona? - Vitið þið um góðan bólstrara? - Það myndi ekkert saka þótt hann væri ekki sá dýrasti líka
Kv. Steini
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Sæll Steini, bíllinn okkar er bara í sveitinni og engar breytingar í gangi.
Hef verið að segja einum vinnufélaganum að það vanti snilling til að hressa uppá útlitið.
Gæti verið gaman að fá smá liti með því Hvíta sem þekur allt.
Þóra mín hefur stundum sagt að litadýrðin á áklæðinu sé alltof mikil og ekki í takt við litaleysið að utanverðu.
Ég hef stundum fengið Auðun til að klæða sæti fyrir fyrirtækið og hann hefur gert þetta bæði fljótt og vel, held að hann sé líka sanngjarn.
Bílaklæðning Auðuns Jónssonar Kársnesbraut 55
200 Kópavogi 554 0987
897 6537 SMS
Hef verið að segja einum vinnufélaganum að það vanti snilling til að hressa uppá útlitið.
Gæti verið gaman að fá smá liti með því Hvíta sem þekur allt.
Þóra mín hefur stundum sagt að litadýrðin á áklæðinu sé alltof mikil og ekki í takt við litaleysið að utanverðu.
Ég hef stundum fengið Auðun til að klæða sæti fyrir fyrirtækið og hann hefur gert þetta bæði fljótt og vel, held að hann sé líka sanngjarn.
Bílaklæðning Auðuns Jónssonar Kársnesbraut 55
200 Kópavogi 554 0987
897 6537 SMS
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Þegar við vorum að gera okkar bíl fórum við í fyrirtækið H-gæðasvampur Vagnhöfði 14. Mjög vel gert og gott verð. Gerðum samanburð á pullum þar og á mörgum þekktum stöðum og það var ekki spurning. Mikill munur á verði þá. Ekki skemmdi fyrir að hægt var að semja
Annars hefur ekkert verið litið á bílinn þessa mánuðina en það bíður til vors og hvar við getum farið inn ,gólfdúkurinn er eftir og þarf nauðsynlega að komast á gólfið. Þessi bíll kemst víst ekki inn í hvaða bílskúr sem er
Hafðu samband við H Gæðasvamp 5679550. Mæli með þeim!
Annars hefur ekkert verið litið á bílinn þessa mánuðina en það bíður til vors og hvar við getum farið inn ,gólfdúkurinn er eftir og þarf nauðsynlega að komast á gólfið. Þessi bíll kemst víst ekki inn í hvaða bílskúr sem er
Hafðu samband við H Gæðasvamp 5679550. Mæli með þeim!
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Ekki nýverið.
En við fórum með okkar í skoðun og fengum grænan Fundið var að einhverjum slöngum í bremsukerfi, svo Jón athugaði hvað þær kostuðu en biðum með að kaupa þær því nóg var til. Svo nokkru seinna ætlum við í bílinn og við kaupum slöngurnar þá höfðu þær hækkað verulega! Sko 3 vikum seinna.
Það átti að nota þá afsökun að það væri dýrara að panta, en minn var nú fljótur að stinga upp í afgreiðslumanninn, sá yppti þá bara öxlum, fúlt það munaði 5000 kr, hefðum betur keypt þetta strax
Mig langar í mýkri og betri bekk en bóndinn ekki sammála En við höfum bara ekkert dúllast í bílnum, ekki einu sinni búin að bóna hann
Það átti að nota þá afsökun að það væri dýrara að panta, en minn var nú fljótur að stinga upp í afgreiðslumanninn, sá yppti þá bara öxlum, fúlt það munaði 5000 kr, hefðum betur keypt þetta strax
Mig langar í mýkri og betri bekk en bóndinn ekki sammála En við höfum bara ekkert dúllast í bílnum, ekki einu sinni búin að bóna hann
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Já það er viðbjóðslegt hvað allt hækkar þessa dagana og virðist ekkert lát vera á. Ég keypti skó og sundskýlu á strákinn um daginn á útsölu í InterSport og þar voru þeir með flott system... auglýstu 30 % afslátt ... en höfðu verðmerkt vörurnar uppá nýtt þ.e. hækkað þær fyrst og síðan sett á afsláttinn... sem í þessu tilfelli hjá mér reyndist því aðeins tæp. 15%.
Margir í innflutningi hafa reyndar ekki enn sett inn í verðlagið alla hækkun undanfarinna mánaða í von um að gengið myndi lagast en neyðast síðan til að hækka. Þekki þetta sjálfur... gengið féll svo að það var einfaldlega ekki hægt að skella hækkuninni á á einu bretti... en að sama skapi er ekki hægt að selja á of lágu verði nema í skamman tíma svo þetta er stundum svona hálfgert "Catch 22"
Kv. Steini
Margir í innflutningi hafa reyndar ekki enn sett inn í verðlagið alla hækkun undanfarinna mánaða í von um að gengið myndi lagast en neyðast síðan til að hækka. Þekki þetta sjálfur... gengið féll svo að það var einfaldlega ekki hægt að skella hækkuninni á á einu bretti... en að sama skapi er ekki hægt að selja á of lágu verði nema í skamman tíma svo þetta er stundum svona hálfgert "Catch 22"
Kv. Steini
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Hef ekki séð bílinn síðan í haust. Er samt að hugsa hvað má gera og kannski verður að gera, ég held að ég verði að setja loftpúða undir bílinn að aftan, langar í stigbretti.
Þegar við vorum á ferðinni í haust, fannst okkur fara fjandi mikið gas miðað við hvað fór mikið á gamla. Létum síðan athuga og mæla og kom þá í ljós að leki var á leiðslum. Þetta eigum við að láta athuga reglulega, held að ekki sé gott að fara með miklum látum til helvítis.
Veit lítið um verðlag, tækja sjúkur og verðblindur segir konan
Þegar við vorum á ferðinni í haust, fannst okkur fara fjandi mikið gas miðað við hvað fór mikið á gamla. Létum síðan athuga og mæla og kom þá í ljós að leki var á leiðslum. Þetta eigum við að láta athuga reglulega, held að ekki sé gott að fara með miklum látum til helvítis.
Veit lítið um verðlag, tækja sjúkur og verðblindur segir konan
Það segir þú satt.
Benedikt, það er sko þörf á að minna fólk á þetta, við lentum í leka reyndar í tjaldvagni og það bjargaði okkur hvað hann var í raun óþéttur. Við vöknuðum samt ekki fyrr en kl 14 um daginn, þrátt fyrir að hafa farið í ró fyrir miðnættið. Vorum við vönkuð eins og full þegar við vöknuðum sem við hefðum sennilega ekki gert í húsbíl við svipaðar ástæður
Ástæðan: við létum fylla á kútinn og afgreiðslumaðurinn forskrúfaði eða skekkti tappann eða hvað það heitir á kút.
Hvað varðar loftpúða og bretti þá fáðu góð ráð hjá Steina, hann kom með umræður á sínum tíma um þau mál, þú getur kíkt á eldri umræður
Og hva? Bara komið bílaspjall?
Ástæðan: við létum fylla á kútinn og afgreiðslumaðurinn forskrúfaði eða skekkti tappann eða hvað það heitir á kút.
Hvað varðar loftpúða og bretti þá fáðu góð ráð hjá Steina, hann kom með umræður á sínum tíma um þau mál, þú getur kíkt á eldri umræður
Og hva? Bara komið bílaspjall?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Bíllinn minn er í geymslu örstutt frá mínum vinnustað svo ég get litið til með honum þegar ég vil :. Það líður að því að skift verði um tímareim og tilheyrandi fyrir sumarið, gæti svo sem ekið næsta sumar án þess að skifta en það verður gert áður en langt um líður, annars er heilsufar bílsins í topplagi . ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Ægir talar um að skipta um tímareim í Fiat, okkar bíll er árgerð 2001 og ekki farið að skipta um reim í honum, að vísu er bara búið að aka bílnum ca. 50 þúsund.
Það var sagt að það ætti að skipta um reim í 100 þúsund eða eftir fimm ár.
Steingrímur Guðni skipti á réttum tíma og minn sérfræðingur talaði við þann sem hafði skipt fyrir Guðna og sá sagði að eftir að hafa séð reimina hjá Guðna gæti ég alveg ekið næstu árin án þess að skipta um reim.
Núna eru árin orðin átta og því spyr ég, hver er reynsla annarra af tímareimum í Fiat?
Það var sagt að það ætti að skipta um reim í 100 þúsund eða eftir fimm ár.
Steingrímur Guðni skipti á réttum tíma og minn sérfræðingur talaði við þann sem hafði skipt fyrir Guðna og sá sagði að eftir að hafa séð reimina hjá Guðna gæti ég alveg ekið næstu árin án þess að skipta um reim.
Núna eru árin orðin átta og því spyr ég, hver er reynsla annarra af tímareimum í Fiat?
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Skil ekkert í þesum andskotum að vera ekki með tímakeðjur í þessu dóti... Mín reynsla af reimum er svo sem "góð" þar sem að þeir bílar sem ég hef átt.. og slitnað hefur reim í, reyndust allir vera þannig búnir að ventlar og stimplar fóru ekki í kássu. Ég veit ekki hvernig því er háttað í Fiatnum okkar(2ja lítra), en þarf greinilega að athuga það innan einhverra ára... okkar er ekinn ca. 25 þúsund minnir mig.
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Það er reim í okkar Fiat, það er 2,8 vél í bílnum og reimin sem var skipt út úr samskonar bíl var mikil og þykk og hefði dugað mörg ár, var mér sagt.
Ég held að það geti orðið talsvert tjón ef reimin slitnar.
Svo er það spurning hvort reimin tognar með tímanum og ruglar allt draslið.
Ætli maður verði ekki að fara að kaupa reim og panta pláss, þetta kostar margar íslenskar krónur, hálfa Evrópuferð, en það er stundum sagt að sportið eigi ekki að borga sig.
Var að vona að einhverjir hefðu haldgóðar upplýsingar um endingu á tímareimum, framleiðendur gera ráð fyrir stuttum endingartíma til að tryggja sig.
Ég held að það geti orðið talsvert tjón ef reimin slitnar.
Svo er það spurning hvort reimin tognar með tímanum og ruglar allt draslið.
Ætli maður verði ekki að fara að kaupa reim og panta pláss, þetta kostar margar íslenskar krónur, hálfa Evrópuferð, en það er stundum sagt að sportið eigi ekki að borga sig.
Var að vona að einhverjir hefðu haldgóðar upplýsingar um endingu á tímareimum, framleiðendur gera ráð fyrir stuttum endingartíma til að tryggja sig.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Bíllinn minn er ekinn rúmlega 16o.þúsund km . Ég hitti húsbílamann á vestfjörðum fyrir tveimur árum, hann á samskonar bíl og ég. Hanns bíl hefði verið ekið um 195. þúsund, þá fór reimin og tjónið var mikið að hans sögn það hafði verið skift um reim þegar bíllinn stóð í hundrað þúsund. Þetta er svona fyrirbyggjandi aðgerð, kostar bara varahlutina. .,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Ægir, þú segist vera búin að aka ca. 160 þúsund, væntanlega er búið að skipta um reim einu sinni.
Hvaða vél er í þínum bíl? og hvað var búið að aka mikið þegar skipt var um reim.
Ég vil ekki lenda í tjóni en 50 þúsund km akstur er ekki nema helmingurinn af því sem gefið er upp sem viðmiðun fyrir reimaskipti.
Hitt að skipta um reim á fimm ára fresti óháð akstri veldur spurningunni hvers vegna.
Þornar reimin og fer hún að springa, er þetta miðað við mikla hita eins og víða erlendis.
Skiptir það máli hvort bíllinn stendur úti allt árið.
Skiptir það máli ef bíllinn er inni 7-8 mánuði á ári og hitastigið er ca. 10-15 gráður.
Það eru svona spurningar sem ég velti fyrir mér.
Veit ekki hvað kostar að skipta um reim í dag en var sagt að það hefði kostað á annað hundraðið fyrir tveimur árum.
Hvaða vél er í þínum bíl? og hvað var búið að aka mikið þegar skipt var um reim.
Ég vil ekki lenda í tjóni en 50 þúsund km akstur er ekki nema helmingurinn af því sem gefið er upp sem viðmiðun fyrir reimaskipti.
Hitt að skipta um reim á fimm ára fresti óháð akstri veldur spurningunni hvers vegna.
Þornar reimin og fer hún að springa, er þetta miðað við mikla hita eins og víða erlendis.
Skiptir það máli hvort bíllinn stendur úti allt árið.
Skiptir það máli ef bíllinn er inni 7-8 mánuði á ári og hitastigið er ca. 10-15 gráður.
Það eru svona spurningar sem ég velti fyrir mér.
Veit ekki hvað kostar að skipta um reim í dag en var sagt að það hefði kostað á annað hundraðið fyrir tveimur árum.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Ég flutti þennan bíl notaðan inn frá Þýskalandi í desember 2005, skráður í janúar 06 hér á landi. Samkvæmt pappírum þá hefur verið skift um tímareim í honum um 99. þúsundin, þess vegna ætla ég nú að skifta í vetur. Bíllinn er 90, árgerð með 2 l.vél og hefur reynst mér einstaklega vel. Þetta er fyrsti Fíatinn sem ég á en er búinn að eiga þrjá Bens húsbíla. Ég hef haft húsnæði fyrir bílana en það er ekki upphitað . Ég þarf bara að kaupa varahlutina, set þá í með hjálp sonar míns:( .,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Held það þurfi sér verkfæri til að skipta um reim í okkar bíl, allavega sagði minn maður að ef hann ætti að skipta yrði hann að fá lánað verkfæri í umboðinu ef ég man rétt.
Það er best að fara að kanna málið og tryggja sér reim.
Það er best að fara að kanna málið og tryggja sér reim.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Já ég var að fá "tímareimarkit" í Fíatinn minn, það er reimin,strekkhjól, leiðihjól og tvær pakkdósir,, 27 þúsund kall takk fyrir. Ég held samt að ég hefi gert góð kaup hjá KISTUFELLI , sami pakki er verðlagður hjá Fíatumboðinu á 40 - 45. þúsund. Ég er bara ánægður með þetta svona í þessu árferði, set þetta í fljótlega, á von á að Fíatinn allan hringinn þegar þetta verður búið. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Síðast breytt af Ægir og Sigga þann Fim Feb 19 2009, 13:55, breytt 1 sinni samtals
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Þetta voru góðar upplýsingar Ægir, best að drífa í að tala við þá hjá Kistufelli.
Gáfu þeir upp einhvern líftíma á reiminni?
Gáfu þeir upp einhvern líftíma á reiminni?
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
´Sölumaðurinn hjá Kistufelli spurði bara um skráningarnr. bílsins og ég sagði að það hefði einu sinni verið skift áður. Hann sagði það ágæta reglu þó bílnum hefði ekki verið ekið 90-100, þús. þá væri gott að skifta um reim og tilheyrandi á 6-8 ára fresti burtséð frá akstri. Bara að vera í geymslu tæki sinn toll á endingu reimarinnar. Sammála Steina, auðvitað á að hafa keðju í þessu dóti, ég átti einu sinni Bens 300 D. sem ég ók hálfa milljón og ekkert vesen. Eftir að hafa átt allra þjóða kvikindi í þessum bílabransa þá kemur Bensinn best út. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Ægir, þú sparkaðir laust í mig þegar þú lést vita að þú værir búinn að versla tímareim og annað tilheyrandi hjá Kistufelli og hefði allt dótið kostað um tuttugu og fimmþúsund krónur.
Ég dreif í að hafa samband við Kistufell og fékk góðar upplýsingar hjá Birni nafna mínum sem fann fljótt og vel allar upplýsingar um það sem ég gæti þurft að versla.
Björn taldi að rétt væri að kaupa reimina og tvö hjól, annað ætti ég varla að þurfa þar sem bíllinn væri ekki eldri, pakkdósirnar ættu að vera í lagi en þær væru til ef þyrfti.
Verðið var það sama og Ægir nefndi ca. tuttugu og fimmþúsund.
Næst hringdi ég í umboðið og spurði sömu spurninganna.
Þeir mæla með að skipt sé um pakkdósirnar líka og heildarverð á varahlutum sé um 50 þúsund og ef þeir sjá um vinnuna líka sé verðið um hundrað þúsund.
Hérna er nokkur tæknilegar upplýsingar um reimarnar og mín heilabrot.
Reimin hjá umboðinu á að endast 100 þúsund km. eða í fimm ár.
Aðrar upplýsingar voru ekki nefndar.
Reimin hjá Kistufelli var með svolítið öðrum upplýsingum.
Reimin á að endast í 35 þúsund mílur (60 þúsund km.) eða í fimm ár.
Ef 60 þúsund km. akstri er náð áður en fimm ár eru komin, þá á að skoða reimina og ef ekki sér neitt á henni þá má nota hana áfram allt að 70 þúsund mílur (118 þúsund km.)
Miðað við akstur á bílnum okkar frá upphafi er akstur á ári innan við fimm þúsund og því litlar líkur á að maður þurfi nokkuð að horfa í akstur, bara árin.
Báðir aðilarnir eru að selja viðurkenndar reimar og aðra varahluti sem hugsanlega þyrfti en það munar miklu á verðinu.
Ægir, ég er búinn að versla og takk fyrir ábendinguna.
Minn maður sagði, verslum varahlutina og svo tökum við part úr laugardegi og skiptum um draslið, nokkrir bjórar og málið er dautt.
Þetta gerist ekki betra núna í kreppunni, er þetta ekki sama verð og hjá þér?
Ég dreif í að hafa samband við Kistufell og fékk góðar upplýsingar hjá Birni nafna mínum sem fann fljótt og vel allar upplýsingar um það sem ég gæti þurft að versla.
Björn taldi að rétt væri að kaupa reimina og tvö hjól, annað ætti ég varla að þurfa þar sem bíllinn væri ekki eldri, pakkdósirnar ættu að vera í lagi en þær væru til ef þyrfti.
Verðið var það sama og Ægir nefndi ca. tuttugu og fimmþúsund.
Næst hringdi ég í umboðið og spurði sömu spurninganna.
Þeir mæla með að skipt sé um pakkdósirnar líka og heildarverð á varahlutum sé um 50 þúsund og ef þeir sjá um vinnuna líka sé verðið um hundrað þúsund.
Hérna er nokkur tæknilegar upplýsingar um reimarnar og mín heilabrot.
Reimin hjá umboðinu á að endast 100 þúsund km. eða í fimm ár.
Aðrar upplýsingar voru ekki nefndar.
Reimin hjá Kistufelli var með svolítið öðrum upplýsingum.
Reimin á að endast í 35 þúsund mílur (60 þúsund km.) eða í fimm ár.
Ef 60 þúsund km. akstri er náð áður en fimm ár eru komin, þá á að skoða reimina og ef ekki sér neitt á henni þá má nota hana áfram allt að 70 þúsund mílur (118 þúsund km.)
Miðað við akstur á bílnum okkar frá upphafi er akstur á ári innan við fimm þúsund og því litlar líkur á að maður þurfi nokkuð að horfa í akstur, bara árin.
Báðir aðilarnir eru að selja viðurkenndar reimar og aðra varahluti sem hugsanlega þyrfti en það munar miklu á verðinu.
Ægir, ég er búinn að versla og takk fyrir ábendinguna.
Minn maður sagði, verslum varahlutina og svo tökum við part úr laugardegi og skiptum um draslið, nokkrir bjórar og málið er dautt.
Þetta gerist ekki betra núna í kreppunni, er þetta ekki sama verð og hjá þér?
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Jú jú, þetta er málið getur borgað sig að hringja nokkur símtöl. Þetta verður sett í einhverja helgina, spurning með bjórinn . Björn hefur þú heyrt að gott sé að skifta út vatnsdælunni þegar reimarskifti eiga sér stað, var spurður þegar ég sagði félaga mínum frá þessum kaupum ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Björn hjá Kistufelli sagði að það væri engin þörf á að tengja saman reim og vatnsdælu, minnir að minn viðgerðarmaður hafi sagt það sama.
Það er ekki víst að þetta sé eins í okkar bílum, bæði munur á aldri og vélastærð.
Björn í Kistufelli talaði um að í eldri bílum hefðu pakkdósirnar enst mun ver en framleiðandinn hefði endurbætt þann veikleika.
Við skoðum þetta svo í rólegheitum þegar nær dregur sumri, varahlutirnir komnir í hús en eftir að versla bjórinn fyrir minn mann, forma ekki að biðja hann að gera við nema bjóða uppá einn kaldan á eftir.
Núna er leiðindaveður í Borgarnesi og enginn ferðahugur í okkur, ekki einu sinni á fjöll.
Það er ekki víst að þetta sé eins í okkar bílum, bæði munur á aldri og vélastærð.
Björn í Kistufelli talaði um að í eldri bílum hefðu pakkdósirnar enst mun ver en framleiðandinn hefði endurbætt þann veikleika.
Við skoðum þetta svo í rólegheitum þegar nær dregur sumri, varahlutirnir komnir í hús en eftir að versla bjórinn fyrir minn mann, forma ekki að biðja hann að gera við nema bjóða uppá einn kaldan á eftir.
Núna er leiðindaveður í Borgarnesi og enginn ferðahugur í okkur, ekki einu sinni á fjöll.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Tímareimar v.s. bjór!
Það er allavega eins gott að geyma bjórinn fram yfir verkið. Það eru til ljótar sögur um samspil bjórs og tímareimaskipta. Hljómurinn í því samspili var brothljóð!!
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Ha, ha, minn vill engan bjór fyrr en allt er búið og ég er lítill bjórmaður, helst ekki meira en einn ískaldan, rauðvínsglas er betra.
Sagan verður bara betri með smávegis kryddi.
Núna veit ég svolítið meira um tímareimar en áður, þá eru það bremsurnar strákar, hver er reynslan af bremsuklossum í ferðabílum, þetta eru þungir bílar og væntanlega endast klossarnir skemur en í léttari bílum.
Ég var að skipta um klossa í Kia Sorento jeppa eftir 115 þúsund og það er góð ending, svoleiðis endingu nær maður ekki í ferðabílum sem eru 3,5 tonn.
Veðrið í Borgarnesi er ágætt núna og rétt að skella sér í göngutúrinn, fara síðan með elskuna til borgar Davíðs og fá bollur hjá dætrunum eða kannski tengdasynirnir hafi bakað, hver veit.
Sagan verður bara betri með smávegis kryddi.
Núna veit ég svolítið meira um tímareimar en áður, þá eru það bremsurnar strákar, hver er reynslan af bremsuklossum í ferðabílum, þetta eru þungir bílar og væntanlega endast klossarnir skemur en í léttari bílum.
Ég var að skipta um klossa í Kia Sorento jeppa eftir 115 þúsund og það er góð ending, svoleiðis endingu nær maður ekki í ferðabílum sem eru 3,5 tonn.
Veðrið í Borgarnesi er ágætt núna og rétt að skella sér í göngutúrinn, fara síðan með elskuna til borgar Davíðs og fá bollur hjá dætrunum eða kannski tengdasynirnir hafi bakað, hver veit.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Hérna setti ég saman smá síðu með því sem ég hef verið... og er....(og verð) að brasa í Viðhaldinu í vor
[ SKOÐA "FYRIR : EFTIR" MYNDIRNAR - Smella hér! ]
[ SKOÐA "FYRIR : EFTIR" MYNDIRNAR - Smella hér! ]
Re: Eru menn eitthvað að brasa í bílunum í vetur?
Gleðilegt sumar öll.
Þessar breytingar hjá þér eru flottar og mjög til bóta að sjá hvað er í skápnum. Þá í annað
Er ekki einhver þarna úti sem vill heyrða ýmsa vatahluti úr Bens O309.
Um er að ræða vélahluti og ýmislegt slátur, verð að farga þessu í sumar. Eini gallin er að menn verða að sækja þetta sjálfir á Fáskrúðsfjörð. Kv. Gunnar 114
Þessar breytingar hjá þér eru flottar og mjög til bóta að sjá hvað er í skápnum. Þá í annað
Er ekki einhver þarna úti sem vill heyrða ýmsa vatahluti úr Bens O309.
Um er að ræða vélahluti og ýmislegt slátur, verð að farga þessu í sumar. Eini gallin er að menn verða að sækja þetta sjálfir á Fáskrúðsfjörð. Kv. Gunnar 114
Lukka- Fjöldi innleggja : 2
Registration date : 02/07/2008
Blaðsíða 1 af 2 • 1, 2
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 2
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum