Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Snæfellsnesið varð fyrir valinu.

Go down

Snæfellsnesið varð fyrir valinu. Empty Snæfellsnesið varð fyrir valinu.

Innlegg  Björn H. no. 29 Sun Júl 20 2008, 16:19

Þar kom að því að maður lagði í fyrstu ferðina þetta sumarið, cheers og varð Snæfellsnesið fyrir valinu enda spáin ágæt fyrir Vesturland.
Við Þóra drifum búslóðina út í bíl eftir vinnu á föstudaginn og renndum af stað vestur, nokkur strekkingur var á köflum án þess að tefja för.
Þegar við komum að Arnarstapa leyst okkur ekki alltof vel á tjaldsvæðið í þessari vindátt en þarna hristust tjöld, tjaldvagnar og líka stærri húsakostur ferðamanna.
Því var ákveðið að halda áfram og vestur við Dagverðará fundum við þægilega dæld þar sem vindurinn vaggaði bílnum mátulega, og lítill lækur rann rétt við bílinn, Þóra bauð uppá lax í matinn og eftir matinn var tesopi og spjall þar til við skriðum í rúmmið.
Þóra svaf eins og steinn Sleep alla nóttina enda sá golan um að vagga bílnum mátulega til að láta manni líða vel.
Á laugardaginn skein sól um allar jarðir svo varla sást skýhnoðri á himni, morgunverður var borðaður úti á veröndini sem var harður bali í þetta sinn og lækurinn sá um tónlistina, síðan létum við sólina sunny baka okkur fram eftir degi.
Þegar Þóra sagði að ég væri orðin alveg nægjanlega rauðu á skallanum var stefnan sett á Ólafsvík með viðkomu á Hellissandi og Rifi, á öllum þessum stöðum tókum við eftir hvað allt var snyrtilegt, hús vel máluð og götur hreinar.
Sama var þegar við komum í Grundarfjörð, snyrtimennskan alls ráðani og gamli útgerðarblærinn horfinn.
Ég bauð Þóru að koma við hjá Hildibrandi í Bjarnarhöfn og fá hákarl en hún vildi eiga það inni svo við drifum okkur í Stykkishólm, einn af fallegri bæjum landsins með fullt að gömlum húsum sem sómi er að.
Eftir að hafa rennt hring í bænum hittum við góðan vin okkar Óla Jón þar sem hann var að vinna við að koma fyrir sólpalli við eitt af þessum gömlu húsum, en þau hjónin eru að taka eitt í gegn og hafði stefnan verið sett á að vera búin að öllu fyrir Dönsku dagana í sumar en þar sem kreppan er ekki komin hjá iðnaðarmönnum í Stykkishólmi verður hart á því að allt verði klárt á fyrirhuguðum tíma.

Núna var rauði liturinn á skallanum cherry farin að dofna svo það var ákveðið að njóta sólar smá stund í viðbót og var því haldið til baka og fundinn notalegur bás í Berserkjahrauni.
Þarna grillaði húsbóndinn lambakjöt af bestu gerð og Þóra bauð uppá bláber í desert.
Mikil umferð var í hrauninu og síðustu bílarnir sem ég heyrði í voru á ferðinni kl 03,00 og það var svo í dag þegar við vorum lögð af stað að við renndum framhjá einum bollanum að skýring á mikilli umferð fannst en þarna var nokkur hópur ungmenna sem hafði örugglega átt frábært kvöld eftir ummerkjum að dæma, Basketball vonandi hafa þau hreinsað svæðið, ef ekki þá gæti sá sem tæki það að sér þénað vel á skilagjaldinu fyrir tómar umbúðir.
Á heimleiðinni komum við hjá bróður mínum og hans ektakvinnu en þau eiga lítinn sumarbústað á leiðinni inn í Hítardal.
Þau eru búin að kaupa sér stærri bústað og er stefnt að því að koma honum á sinn stað fyrir haustið.
Við vorum komin í Borgarnes um kaffileitið og þá sló frúin í nokkrar pönnukökur sem ég er alltaf tilbúin í að sporðrenna.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum