Húsbíll óskast! - Gæti maður verið öllu klikkaðri?
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Húsbíll óskast! - Gæti maður verið öllu klikkaðri?
Jæja núna fengum við þá flugu í höfuðið að fá okkur jafnvel enn stærri bíl Helga vill gjarnan fá L-eldhús og þar með meira skúffupláss svo við erum farin að horfa í kringum okkur eftir slíkum. - Viðhaldið er samt algerlega eins og hugur manns eftir allar breytingarnar og manni hálf hrýs hugur við að þurfa kannski að græja annan bíl með öllum þeim búnaði sem við viljum hafa og er kominn í okkar.
En allavega þá má alveg gauka að okkur upplýsingum ef einhver vill selja slíkan og taka okkar uppí + staðgreiðslu.
Kv. Steini
En allavega þá má alveg gauka að okkur upplýsingum ef einhver vill selja slíkan og taka okkar uppí + staðgreiðslu.
Kv. Steini
Húsbíll óskast
http://www.ferdaval.is/H%C3%BAsb%C3%ADlar/McLouis/Tandy/McLouisTandy663/tabid/253/Default.aspx
Steini og Helga þið eigið að kíkja á þennan.
þessi er flottur
Steini og Helga þið eigið að kíkja á þennan.
þessi er flottur
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Húsbíll óskast! - Gæti maður verið öllu klikkaðri?
Já við skoðuðum þennan einmitt um daginnn en fannst fullmikið það sem við þurftum að borga á milli.
Kv. Steini
Kv. Steini
Húsbílaklikkun.
Mikil ósköp, það er hægt að verða miklu klikkaðri en þetta.
Þóra mín spyr stundum hvað ég sé að hugsa þegar ég er að dáðst að fallegum húsbílamyndum, ekki sé ég að fara að kaupa annan bíl, við eigum ágætan bíl segir þessi elska og ég samþykki að sjálfsögðu minnugur orða Guðna um tvo bestu bíla landsins.
Núna á sunnudaginn mátti ég horfa að teljarann fara yfir 50 þúsund km. en koma tímar koma ráð.
Steini, það er gott að hafa í huga að bæði Spölur og Norræna miða gjaldskrána við metrakerfið og bíll sem er 7,05 lendir í flokk með 8 metra bílum held ég að sé rétt.
Svo segjum við bara, SPORTIÐ Á EKKI AÐ BORGA SIG.
Þóra mín spyr stundum hvað ég sé að hugsa þegar ég er að dáðst að fallegum húsbílamyndum, ekki sé ég að fara að kaupa annan bíl, við eigum ágætan bíl segir þessi elska og ég samþykki að sjálfsögðu minnugur orða Guðna um tvo bestu bíla landsins.
Núna á sunnudaginn mátti ég horfa að teljarann fara yfir 50 þúsund km. en koma tímar koma ráð.
Steini, það er gott að hafa í huga að bæði Spölur og Norræna miða gjaldskrána við metrakerfið og bíll sem er 7,05 lendir í flokk með 8 metra bílum held ég að sé rétt.
Svo segjum við bara, SPORTIÐ Á EKKI AÐ BORGA SIG.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Húsbíll óskast! - Gæti maður verið öllu klikkaðri?
Já eða eins og vinur minn segir... ef þetta kostar ekkert... ja þá er þetta einskis virði
-En svona að öllu gamnl slepptu myndum við nú vart gráta það þótt þetta sportið kostaði eitthvað minna allt saman...
Við erum kannski fyrst og fremst að hugsa um pláss og síðan það að allt aðgengi sé sem þægilegast sérstaklega fyrir Helgu. Mín deild er meira að að spyrja um hlutina sem ég finn ekki... en að vera mikið að grautast inní skápum - Enda segir Helga stundum að það sé minni vinna að finna til á mig bol eða brók en að lagfæra allt í skápnum eftir að ég hef átt þar eftirgrennslan
Kv. Steini(sem er aftur kominn í múrviðgerðir)
-En svona að öllu gamnl slepptu myndum við nú vart gráta það þótt þetta sportið kostaði eitthvað minna allt saman...
Við erum kannski fyrst og fremst að hugsa um pláss og síðan það að allt aðgengi sé sem þægilegast sérstaklega fyrir Helgu. Mín deild er meira að að spyrja um hlutina sem ég finn ekki... en að vera mikið að grautast inní skápum - Enda segir Helga stundum að það sé minni vinna að finna til á mig bol eða brók en að lagfæra allt í skápnum eftir að ég hef átt þar eftirgrennslan
Kv. Steini(sem er aftur kominn í múrviðgerðir)
Re: Húsbíll óskast! - Gæti maður verið öllu klikkaðri?
Eigum við nokkuð að fara inná skápa fóbíuna...
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum