Lágþekja-háþekja
+3
Björn H. no. 29
Steini 69
Ágústa B 696
7 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Lágþekja-háþekja
Mér finnst vera farið að fjölga heldur betur háþekjum á sölum. Er það tilfellið að háþekjurnar eru ekki jafn vinsælar og áður var? Við hjónakornin erum á öndverðum meiði með háþekjuna,mér finnst alltof mikið mál fyrir fólk og tala ekki um stirt og gigtveikt að krönglast á hænupriki upp og niður. Einhver með skoðanir á þessu??
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: Lágþekja-háþekja
Ja þegar við vorum að leita okkur að bíl í haust þá gátum við alveg valið úr háþekjum sem okkur voru boðnar. Það hafði hinsvegar engin lágþekjueigandi samband við okkur. Ég talaði við marga og leitaði upplýsinga og við skoðuðum svo sem nokkrar háþekjur en sáum fljótt að hvorki var það eitthvað sem við vildum og eins var okkur ráðlagt af fyrrverandi háþekjueigendum að forðast þær. Það sem þeir kvörtuðu yfir var hversu mikinn vind þær tækju á sig jafnt á hlið sem að framan að viðbættu klifrinu.
Eflaust eru einhver trúarbrögð í gangi um þetta eins og allt annað og jafnvel getur tíska haft eitthvað með þetta að gera, en sölumaður nýrra húsbíla sagði mér að í dag seldust háþekjur ekki til einstaklinga. Það væru eingöngu einstaka bílaleiga sem keypti slíka bíla.
Eftir okkar skoðun á bílum og grunnmyndum þeirra í haust þá kom fljótt í ljós að við vildum ekki:
Vera með hurðina og eldhúsið aftast(hálf staðið í uppgöngunni við eldamennskuna)
Ekki vera með svokallað Gargage þ.e svona innbyggða hjólageymslu og þaraf leiðandi hátt rúm
Ekki vera með borð þyrfti að nýta bílstjóra og farþegastólana við á snúningi.
Það sem við vildum hinsvegar var:
Að bíllinn væri með tilbúnu rúmi
Að bíllinn væri lágþekja
Í dag hefði svo alveg getað hugsað mér að bíllinn væri með Airbags, og Central Lock. Ég prófaði ekki bílinn áður en við keyptum hann og því hvarflaði aldrei að mér að 2006 módelið væri ekki með jafnsjálfsögðum staðalbúnaði
Svo er ágætt fyrir þá sem eru að kaup sér húsbíla að hugsa fyrir því að allur aukabúnaður er fljótur að telja... þá á ég við sólarsellur, talstöðvar, loftnet, sjónvarp og þetta helsta sem nútíminn vill
Eflaust eru einhver trúarbrögð í gangi um þetta eins og allt annað og jafnvel getur tíska haft eitthvað með þetta að gera, en sölumaður nýrra húsbíla sagði mér að í dag seldust háþekjur ekki til einstaklinga. Það væru eingöngu einstaka bílaleiga sem keypti slíka bíla.
Eftir okkar skoðun á bílum og grunnmyndum þeirra í haust þá kom fljótt í ljós að við vildum ekki:
Vera með hurðina og eldhúsið aftast(hálf staðið í uppgöngunni við eldamennskuna)
Ekki vera með svokallað Gargage þ.e svona innbyggða hjólageymslu og þaraf leiðandi hátt rúm
Ekki vera með borð þyrfti að nýta bílstjóra og farþegastólana við á snúningi.
Það sem við vildum hinsvegar var:
Að bíllinn væri með tilbúnu rúmi
Að bíllinn væri lágþekja
Í dag hefði svo alveg getað hugsað mér að bíllinn væri með Airbags, og Central Lock. Ég prófaði ekki bílinn áður en við keyptum hann og því hvarflaði aldrei að mér að 2006 módelið væri ekki með jafnsjálfsögðum staðalbúnaði
Svo er ágætt fyrir þá sem eru að kaup sér húsbíla að hugsa fyrir því að allur aukabúnaður er fljótur að telja... þá á ég við sólarsellur, talstöðvar, loftnet, sjónvarp og þetta helsta sem nútíminn vill
Lágþekja háþekja
Þegar við hjónin fórum að leita að svona pappakassabíl eins og ég kallaði þá eftir að hafa verið með okkar Ford í 11 ár þá kom háþekja ekki til greina.
Það sem gerði það að verkum að ég vil ekki háþekju er hæðin og íslenska lognið sem aldrei getur verið kjurt.
Það varð til skemmtileg saga um kaupin á bílnum sem við eigum í dag.
Eftir að hafa farið og skoðað nýju bílana hjá innflutningsaðilunum, sumir flottir en aðrir frekar óvandaðir, það var svo mikið af allskonar dóti, varla hægt að snúa sér, svona var hugsunin eftir að hafa búið við plássið í Fordinum, þar hafði maður allt til alls fannst mér.
Það var engin ísskápur í Fordinum, engin fataskápur, lítið af öðrum skápum en hann hafði hann verið frábær fannst okkur.
Já eftir að hafa skoðað alla flóruna varð það úr að ég skrapp með Ágústi tengdasyni til Baldurs og Grétu en þau voru að pússa sinn bíl sem var geymdur í flottu húsi suður í Rauðhellu.
Eftir að hafa gengið hring um bílinn og kíkt inní hann fann ég að þetta var bíllinn sem ég vildi.
Baldur bað mig að skoða málið í rólegheitunum, hann nefndi verðið og sagði að það þíddi ekki neitt að prútta, það væri aukadót í bílnum fyrir mörg hundruð þúsund.
Þetta var á laugardegi og ég sagði svona, þú selur nú ekki um helgina, ætli það sagði Baldur en það er von á hjónum hingað á morgun og maður veit aldrei.
Ég rétti Baldri hendina og sagði ég ætla að kaupa þennan bíl, það er alveg óþarfi að vera að ómaka fleira fólk hingað til að rugla málið, þar með voru kaupin ákveðin og bara eftir að borga sem var gert fljótlega.
Hún Þóra mín tók þessu af sinni alkunnu hógværð og spurði bara hvernig er bíllinn á litinn en þegar hún fékk svo að sjá gripinn fannst henni áklæðið skrautlegt á litinn, annað var í lagi.
Þetta er hinn ágætasti bíll en ég hefði viljað að lúgan á lestinni væri stærri, það þarf að vera hægt að koma borði og þessháttar dóti inn án þess að þurfa að troðast með það inn í bílinn til að koma því í geymsluna.
Hvernig næsti bíll verður er aldrei að vita.
Kveðja
Björn H. 29
Það sem gerði það að verkum að ég vil ekki háþekju er hæðin og íslenska lognið sem aldrei getur verið kjurt.
Það varð til skemmtileg saga um kaupin á bílnum sem við eigum í dag.
Eftir að hafa farið og skoðað nýju bílana hjá innflutningsaðilunum, sumir flottir en aðrir frekar óvandaðir, það var svo mikið af allskonar dóti, varla hægt að snúa sér, svona var hugsunin eftir að hafa búið við plássið í Fordinum, þar hafði maður allt til alls fannst mér.
Það var engin ísskápur í Fordinum, engin fataskápur, lítið af öðrum skápum en hann hafði hann verið frábær fannst okkur.
Já eftir að hafa skoðað alla flóruna varð það úr að ég skrapp með Ágústi tengdasyni til Baldurs og Grétu en þau voru að pússa sinn bíl sem var geymdur í flottu húsi suður í Rauðhellu.
Eftir að hafa gengið hring um bílinn og kíkt inní hann fann ég að þetta var bíllinn sem ég vildi.
Baldur bað mig að skoða málið í rólegheitunum, hann nefndi verðið og sagði að það þíddi ekki neitt að prútta, það væri aukadót í bílnum fyrir mörg hundruð þúsund.
Þetta var á laugardegi og ég sagði svona, þú selur nú ekki um helgina, ætli það sagði Baldur en það er von á hjónum hingað á morgun og maður veit aldrei.
Ég rétti Baldri hendina og sagði ég ætla að kaupa þennan bíl, það er alveg óþarfi að vera að ómaka fleira fólk hingað til að rugla málið, þar með voru kaupin ákveðin og bara eftir að borga sem var gert fljótlega.
Hún Þóra mín tók þessu af sinni alkunnu hógværð og spurði bara hvernig er bíllinn á litinn en þegar hún fékk svo að sjá gripinn fannst henni áklæðið skrautlegt á litinn, annað var í lagi.
Þetta er hinn ágætasti bíll en ég hefði viljað að lúgan á lestinni væri stærri, það þarf að vera hægt að koma borði og þessháttar dóti inn án þess að þurfa að troðast með það inn í bílinn til að koma því í geymsluna.
Hvernig næsti bíll verður er aldrei að vita.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Háþekja Láþekja
Mig langaði frekar í háþekju, mér fannst vera svo miklu meira pláss í þeim, en maðurinn sagði þvert nei og í dag
sé ég ekki eftir því að hafa farið að hans vilja, því þettar er yndislegur bíll, rúmið uppbúið eldhúsið í L og frábært
pláss í honum í alla staði, við fengum okkur Bustner innréttingu eftir mikla leit og skoðun, og sjáum ekki eftir því.
ÉG mæli með því að fólk skoði vel hinar ýmsu gerðir, svo það fái nákvæmlega það sem það vill, því það verður hver og einn að vera sáttur
við sitt val, því þetta er ekki fjárfesting sem maður fer í og er svo hundóánægður með.
Oft er það þannig að þeir sem eru með háþekju eru að hugsa um gistingu fyrir fleiri en tvo, en við sem erum með láþekju erum frekar með
pláss fyrir 2, við erum jú öll að kaupa bíl fyrir okkur til þess að eiga á seinni árum ævinnar til þess að vel fari um mann á ferðalögunum.
Með góðri sumarkveðju
Hafdís Júlía
sé ég ekki eftir því að hafa farið að hans vilja, því þettar er yndislegur bíll, rúmið uppbúið eldhúsið í L og frábært
pláss í honum í alla staði, við fengum okkur Bustner innréttingu eftir mikla leit og skoðun, og sjáum ekki eftir því.
ÉG mæli með því að fólk skoði vel hinar ýmsu gerðir, svo það fái nákvæmlega það sem það vill, því það verður hver og einn að vera sáttur
við sitt val, því þetta er ekki fjárfesting sem maður fer í og er svo hundóánægður með.
Oft er það þannig að þeir sem eru með háþekju eru að hugsa um gistingu fyrir fleiri en tvo, en við sem erum með láþekju erum frekar með
pláss fyrir 2, við erum jú öll að kaupa bíl fyrir okkur til þess að eiga á seinni árum ævinnar til þess að vel fari um mann á ferðalögunum.
Með góðri sumarkveðju
Hafdís Júlía
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Lágþekja-háþekja
Það er eins og þið segið mikilvægt að greina í upphafi þarfirnar.. Helga mín á t.d ekki gott með klifur eftir veikindi í fyrra og því var hátt rúm aldrei inní myndinni hjá okkur. Síðan er ofsalega stór og góður skápur hjá okkur þar sem háþekjurúmið er venjulega og þó svo að guttinn okkar verði með okkur næstu árin þá getur hann búið um sig í miðjunni og fær þar þetta fína 120x200 rúm svo það væsir ekkert um hann þar:D
Hinsvegar fannst mér svona hliðarbekkur flottur í sumum háþekjunum og gat alveg séð mig fyrir mér hrjótandi þar
Annars var ég að koma úr stigbrettaásetningunni í Hafnarfirði áðan og varð einmitt hugsað til háþekjueigendanna... því ég fann sko alveg fyrir nokkrum vindhviðum
Hinsvegar fannst mér svona hliðarbekkur flottur í sumum háþekjunum og gat alveg séð mig fyrir mér hrjótandi þar
Annars var ég að koma úr stigbrettaásetningunni í Hafnarfirði áðan og varð einmitt hugsað til háþekjueigendanna... því ég fann sko alveg fyrir nokkrum vindhviðum
Björn hahaha.
Þetta orðalag hjá þér með íslenska lognið sem er aldrei kjurt, hahahaha
þetta verður í uppáhaldi hjá mér ásamt því að sumir segja: það haustaði snemma þetta vor.
Systa mín, láttu ekki hvarfla að þér að fá ykkur háþekju, minntu kallinn þinn á hvernig við þurftum að hírast eins og sardínur í dós í Evrópuferðinni
Svo erum við ekki að yngjast eða léttast svo prílið upp verður ekki sniðugt.
þetta verður í uppáhaldi hjá mér ásamt því að sumir segja: það haustaði snemma þetta vor.
Systa mín, láttu ekki hvarfla að þér að fá ykkur háþekju, minntu kallinn þinn á hvernig við þurftum að hírast eins og sardínur í dós í Evrópuferðinni
Svo erum við ekki að yngjast eða léttast svo prílið upp verður ekki sniðugt.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Lágþekja-háþekja
Ég þarf víst ekkert að hafa áhyggjur af hvor tegundin verður valin Okkar Ford er og verður okkar húsbíll. Maður má nú láta sig dreyma svona aðeins Annars spratt þetta upp við kikk á bílasölurnar. Sáum helling af bílum og flestir háþekjur. Vindurinn er kapituli útaf fyrir sig. Ég er það veðurhrædd að ég gæti bara ekki ferðast á háþekju í 15 m.s. En Evróputúrinn kveikti í manni sérstaklega að hafa sér wc innandyra.ég sé það í hillingum
Kæra systa:
Ég man nú alveg eftir brölti, bölvi, og óhljóðum þegar sumir stönguðu loftið sí og æ Rúmið okkar var svooo notarlegt og vorkenndi ykkur bara stundum að vera upp í hæstu hæðum
Kæra systa:
Ég man nú alveg eftir brölti, bölvi, og óhljóðum þegar sumir stönguðu loftið sí og æ Rúmið okkar var svooo notarlegt og vorkenndi ykkur bara stundum að vera upp í hæstu hæðum
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: Lágþekja-háþekja
Já háþekja eða lágþekja . Gamli bílinn okkar var háþekja og var ágætur á flestan hátt, í honum voru tvær kojur, á borðinu var hægt að búa til ágætis rúm sem hentaði vel fyrir tvo, í kryppunni sváfum við hjónin. Nema það að mér hafði dottið það snjallræði í hug að fá mér hund til að hafa með í veiðiferðir þegar hann yrði stærri. Hann var hvolpur og eins og flestra hvolpa er siður þá nagaði hann flest það sem tönn á festi , hundurinn minn nagar helst hægri sokkinn minn. Við vorum þrjú í bílnum konan, ég og hundurinn minn sem heitir hr. Gordon. Ég vaknaði við það að ég heyri tuggið, ég sný mér á hina hliðina og hugsa ég á fleiri sokka, er svo rétt að sofna, þegar konan rekur í mig olnbogann, er hundurinn að naga innréttinguna? Ég sprett framúr hitti ekki á stigann, lendi á sætinu, hundurinn rétt slapp, horfir á mig saklaus og sleppir sokknum. Ég gat ekki farið í sund næstu vikurnar var með rauða rák yfir aðra rasskinna eins og Guðmundur í Byrginu. Nú eigum við lágþekju með lest fyrir golfsettið og hjólin, pláss er fyrir hundinn undir borðinu. Erum byrjuð að tína til aukahluti eins og vhf talstöð cb talstöð, ferðum í Víkurverk og slíkar búðir sem selja plast-borðbúnað hefur fjölgað.
Háþekju tel ég mjög góða fyrir barnafólk í þeim er mikið pláss, en fyrir fólk sem komið er yfir miðjan aldur og er jafnframt komið með hund sem nagar sokka þá er það lágþekja.
Háþekju tel ég mjög góða fyrir barnafólk í þeim er mikið pláss, en fyrir fólk sem komið er yfir miðjan aldur og er jafnframt komið með hund sem nagar sokka þá er það lágþekja.
Re: Lágþekja-háþekja
@ Ben 687 - Hef ekki hlegið jafn mikið lengi... og ætla ekki að minnast einu orði á það hvað ég sá fyrir mér í samanburðinum á þessum með taglið
ps. Er kannski hattaárátta Húsbílafélaganna líka komin frá þessum með taglið? Nei segi nú bara svona...
ps. Er kannski hattaárátta Húsbílafélaganna líka komin frá þessum með taglið? Nei segi nú bara svona...
Re: Lágþekja-háþekja
Nú dó ég bara
Míkið skelfing hefði ég viljað vera fluga upp á vegg og vera vitni af þessu
Áttu ekki hundspottið enn og verður með í ferðum?
Hvað með ykkur hundaeigendur,fara ekki hundarnir með ykkur í öll ferðalög?Hvað skyldu vera margir hundar í "félaginu"? Veit einhver?
Míkið skelfing hefði ég viljað vera fluga upp á vegg og vera vitni af þessu
Áttu ekki hundspottið enn og verður með í ferðum?
Hvað með ykkur hundaeigendur,fara ekki hundarnir með ykkur í öll ferðalög?Hvað skyldu vera margir hundar í "félaginu"? Veit einhver?
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: Lágþekja-háþekja
Svakalega eru þessi tegund falleg Ég kann ekki að setja mynd inn af minni dekurdós
Verður skemmtilegur hittingur með hundana í sumar
Verður skemmtilegur hittingur með hundana í sumar
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Re: Lágþekja-háþekja
Jú hundinn á ég enn, hann er nú hættur að naga hægri sokkinn minn, ég fór að hugsa af hverju hann nagaði bara sokkinn sem var á hægri fæti mínum, það kom svo í ljós að ég var með sýkingu í þeim fæti .,en það er nú liðin tíð (hann er nú gáfaður greyið )þótt hann gangi undir nafninu hund skratti, eftir að hafa étið inniskó konunnar í tvígang.
Gaman væri að geta sett myndir á spjallið á ekki að kenna það?
Gaman væri að geta sett myndir á spjallið á ekki að kenna það?
Háþekja Láþekja
Við eigum litla tík sem heitir Snotra og er af tegundinni american cooker spaniel, við fengum hana í fyrra þegar Draumakot kom til
og okkur finnst alveg yndislegt að vera með hana með okkur í útilegunum.
Hún hefur þá skrítnu áráttu að naga bara hægri inniskóinn minn veit ekki af hverju, en ég var að heyra það að hundar veifa skottinu meira til hægri þegar þeir heilsa þeim sem þeim þykir vænt um en til vinstri ef það eru einhverjir ókunnugir, þetta eru einhver skilaboð frá hundum,
En hvað varðar hundaeign í húsbílafélaginu, sem er mjög mikil, þá finnst mér við þurfa öll að taka höndum saman og fá alla hundaeigendur til að hreinsa upp eftir hundana sína, hef orðið vör við að sumir geri það ekki. Við höfum farið í ferðir með félaginu og þar sáum við þetta að fólk hleypti hundunum út einum og fylgdist svo ekkert með því hvað þeir voru að bardúsa. Þetta finnst mér ekki eiga að sjást hjá hundaeigendum.
En hvert ætla láþekjubílaeigendur annars að skreppa um helgina í þessum líka 10 stiga hita og sumarsól.
Góða helgi Hafdís
og okkur finnst alveg yndislegt að vera með hana með okkur í útilegunum.
Hún hefur þá skrítnu áráttu að naga bara hægri inniskóinn minn veit ekki af hverju, en ég var að heyra það að hundar veifa skottinu meira til hægri þegar þeir heilsa þeim sem þeim þykir vænt um en til vinstri ef það eru einhverjir ókunnugir, þetta eru einhver skilaboð frá hundum,
En hvað varðar hundaeign í húsbílafélaginu, sem er mjög mikil, þá finnst mér við þurfa öll að taka höndum saman og fá alla hundaeigendur til að hreinsa upp eftir hundana sína, hef orðið vör við að sumir geri það ekki. Við höfum farið í ferðir með félaginu og þar sáum við þetta að fólk hleypti hundunum út einum og fylgdist svo ekkert með því hvað þeir voru að bardúsa. Þetta finnst mér ekki eiga að sjást hjá hundaeigendum.
En hvert ætla láþekjubílaeigendur annars að skreppa um helgina í þessum líka 10 stiga hita og sumarsól.
Góða helgi Hafdís
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Lágþekja-háþekja
´Við þekkjum alveg skó nagara á þessum bæ. Samba sá alveg fyrir því að skófatnaður fjölskyldunnar væri mjög nýlegur Sem betur fer rann þetta óvinsæla nag af henni sem kostaði fleiri skópör en hollt er að minnast
Í sambandi við skítatínslu þá er það möst að hirða upp eftir hundinn. Eins að hafa hann alltaf í taumi á tjaldstað. Þetta vill nú gleymast stundum og þekki ég einn sem sem er mjög gleyminn á þessa hluti og fær banana í eyrun eins og hundarnir sem ekki vilja svara innkalli
Hvað um það við hundaeigendur stöndum saman .Hirðum eftir hundinn og höfum þá í taumi. Ekkert flóknara en það
Í sambandi við skítatínslu þá er það möst að hirða upp eftir hundinn. Eins að hafa hann alltaf í taumi á tjaldstað. Þetta vill nú gleymast stundum og þekki ég einn sem sem er mjög gleyminn á þessa hluti og fær banana í eyrun eins og hundarnir sem ekki vilja svara innkalli
Hvað um það við hundaeigendur stöndum saman .Hirðum eftir hundinn og höfum þá í taumi. Ekkert flóknara en það
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum