Hvert fór vorið...
5 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Hvert fór vorið...
Það mætti halda að mér væri ekki ætlað að koma húsbílnum í bæinn á morgun í ísetningu. 25cm. jafnfallið hér á Selfossi og vorið hefur yfirgefið plássið.
Síðast þegar ég ætlaði með bílinn í talstöðvarísetningu skall á brjálað veður svo ég frestaði för.
Ætli það endi ekki með því að ég skelli bara snjódekkjum undir hann.... allavega fyrir sumarið
Kv.Steini, sem er á leiðinni í fermingarveislu í Sandgerði í dag og orðinn svangur
Síðast þegar ég ætlaði með bílinn í talstöðvarísetningu skall á brjálað veður svo ég frestaði för.
Ætli það endi ekki með því að ég skelli bara snjódekkjum undir hann.... allavega fyrir sumarið
Kv.Steini, sem er á leiðinni í fermingarveislu í Sandgerði í dag og orðinn svangur
Ekki eins mikill í RVK.
En samt snjór Maður má ekki vera með hugann við vorið, bílinn, útiveru eða neitt þá er bara kominn snjór
Ætli maður endi ekki með snjógallann með sér um hvítasunnuna, annað eins hefur nú gerst
Ætli maður endi ekki með snjógallann með sér um hvítasunnuna, annað eins hefur nú gerst
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Hvert fór vorið
Það er vor í Borgarnesi, engin snjór en kalt og göngutúrinn var hafður heldur styttri en venjulega.
Í gær var sumar í Borgarnesi eins og víða annarstaðar og örtröð hjá þeim á gámastöðinni enda margir að taka til í görðunum.
Það stóð í mogganum að sumarið kæmi á þriðjudaginn og ekki lýgur hann.
Það verður rennifæri í bæinn fyrir Steina eftir helgina.
kveðja
Björn H. 29
Í gær var sumar í Borgarnesi eins og víða annarstaðar og örtröð hjá þeim á gámastöðinni enda margir að taka til í görðunum.
Það stóð í mogganum að sumarið kæmi á þriðjudaginn og ekki lýgur hann.
Það verður rennifæri í bæinn fyrir Steina eftir helgina.
kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Hvert fór vorið...
Steini lagður af stað í Reykjavíkina í blíðskapar veðri.. það var þungfært út á götu en svo var allt fínt..
Re: Hvert fór vorið...
Logn og sólskyn á Hólmavík og vorið að koma. Í nótt var frost mest 5c er nú smásaman að hlýna í sólinni.
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum