Stigbretti á húsbílinn
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Stigbretti á húsbílinn
Hef verið að skoða það að setja stigbretti og aurhlífar að framan á vagninn svona vegna þess að mér sýnist að þessir vagnar séu hálfgerðir sóðar. Hafa menn einhverja reynslu af þessu og/eða vita hvar hagstæðast er að versla stigbretti?
Með fyrirfram þökk, Steini
Væri sama þó þetta yrði ekki daglegt brauð:-)
Þetta er systemið sem ég er að hugsa um.
Með fyrirfram þökk, Steini
Væri sama þó þetta yrði ekki daglegt brauð:-)
Þetta er systemið sem ég er að hugsa um.
stigbretti
Vorum einmitt að fjárfesta í slíku á dögunum hjá Stál og Stönsum á mjög góðu verði, þurftum bara eina rennu
en okkur vantar einhvern góðan til þess að setja þetta undir bíllin, allar ábendingar vel þegnar með það.
en okkur vantar einhvern góðan til þess að setja þetta undir bíllin, allar ábendingar vel þegnar með það.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Stigbretti á húsbílinn
Var í bænum í dag aðsækja mér loftpúðana og skoða stigbrettamöguleika og sýnist eftir þá athugun að ódýrast sé fyrir þá sem ætla að setja brettin undir sjálfa að kaupa stigbrettin, eins og Hafdís segir, í Stáli og Stönsum þar sem hægt er að kaupa eitt bretti þar (þ.e 1/2 par) á ca. 12,500, en frekar en að fara smíða festingar og kaupa aurhlifarnar ég ákvað að láta setja þetta undir fyrir mig og sá aðili smíðar þá og setur undir 3 öflugar festingar hvoru megin(þannig að þetta þoli fullvaxta fólk ), skaffar brettin og aurhlífar og gengur frá þessu. Það kostar 35,000.-(+vsk) á Renniverkstæð Árna í Skútahrauninu í Hafnarfirði.
Kv. Steini
Kv. Steini
Komin á Viðhaldið...
Hérna er mynd af stigbretunum sem Renniverkstæði Árna smellti undir viðhaldið í dag. Það er allt annað að ganga um bílinn eftir að brettin eru komin á hann og þetta haggast ekki undan "léttleika" mínum ... Enda sagðist Árni setja 2 sterkar festingar undir brettin... horfði svo á mig smá stund og sagði svo 3
Kv. Steini
Kv. Steini
Rosalega flott.
Tölum nú ekki um styrkingarnar 3 Þetta er meiriháttar, kannski maður tékki á þessu fyrir okkar bíl. Það munar um að hafa gott stig þegar maður hysjar sig inn í bíl.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Stigbretti á húsbílinn
Búin að prufa að stíga upp í bílinn eftir að stigbrettin voru sett á, því líkur munur, ég vóg mig upp á höndunum áður en núna get ég farið inn átakalaust, þetta verður yndislegt ferðasumar
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum