Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Túristar í Keflavíkinni gömlu...

2 posters

Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Túristar í Keflavíkinni gömlu...

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Mar 31 2008, 15:12

Hvað er möst að sjá og gera í Keflavík fyrir okkur hjón sem ætlum að verða túristar og nota vinninginn okkar sem hljóðar upp á gistinótt á Hótel Keflavík? Það er poppminjasafn, en hvað meira? Ætlum að eyða heilum laugardegi á svæðinu fyrir nóttina góðu Razz Ættum við að borða á hótelinu um kvöldið, eða mælið þið með einhverjum góðum stað í röltfæri við hótelið? Væri gaman að fá einhver ráð frá ykkur Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Túristar í Keflavíkinni gömlu

Innlegg  keilir Mið Apr 02 2008, 17:59

Komið þið sæl Anna og Jón.
Já þið eruð á leið í Reykjanesbæ. Við vonum að þið eigið góða stund hér á Suðurnesjum. Kristinn Reyr orti í revíusöng 1963 þannig:
Fyrir átján árum, var allt með fornum brag.
En kæru vinir, kíkjum oná Keflavík í dag.
Margt er þar um manninn, og múruð timburhús
Þótt Vesturplássin vitni enn, um veldi H.P.Duus

Þarna fannst Kristni margt hafa breyst á skömmum tíma en nú rúmum 4 áratugum síðar eru múruðu timburhúsin á undanhaldi ný hverfi hafa risið af grunni með vönduðum og glæstum bólstöðum manna, hverfin stækka og íbúum fjölgar ört eins og sjá má þegar þið komið keyrandi úr bænum og sjáið ykkur á hægri hönd hvað Njarðvíkin (sú týnda eins og hún var oft kölluð) hefur þanist út, og hefur margur maðurinn villst og varla komist til baka.

Í DUUs-húsum er (sem vitnað er nú í þarna í vísunni) nú Listasafn Reykjanesbæjar og þar eru alltaf einhverjar sýningar í gangi þar er einnig poppminjasafnið, og oft eru haldnir þarna tónleikar, kannske verðið þið heppin að komast á einhverja tónleika. Þanra er líka ágætis Matsölustaður DUUS heitir hann og á fötudags-og laugardagskvöldum oft lifandi tónlist. Nokkur minnismerki eru í Keflavik s.s. Minnismerki Sjómanna eftir Ásmund Sveinsson neðarlega á Hafnargötunni, styttan af Ólafi Thors eftir Áka Granz sem stendur milli Brekkubrautar og Hringbrautar (fyrir ofan Sýslumannsembættið) Myndverk Erlings Jónssonar Mánahestur sem er við enda Hringbrautar (á leiðinni út í Garð eða Sandgerði) og svo minnismerki um Stjána bláa eftir Erling líka, við Hafnargötuna ofarlega. Hafnargatan var kölluð í gamla daga "þúsund vatna gatan" menn óðu þar aurinn i ökla í vætutíð. Nú er öldin önnur Hafnargatan var fyrir nokkrum árum lögð hellum og gangstígar meðfram beggja megin (en eitthvað er þetta nú farið að slitna) enda mikið keyrð "rúnturinn" enn í dag eins og í gamla daga.

Ef þið hafið tíma þá væri ekki úr vegi fyrir ykkur að fá ykkur rúnt suðrí Garð (þar er ég fædd og uppalin)Ingólfur Arnason gaf Steinunni gömlu frændkonu sinni land suður með sjó. Í Leirunni er einn besti golfvöllur landsins rekinn af Golfklúbbin Suðurnesja.
Nafn byggðarlagsins er dregið af mannvirki sem bendir til að hafi orðið til vegna akuryrkju á miðöldum og eru fræðimenn sammála um að örnefnið Garður sé dregið af Skagagarðinum svonefnda sen hann lá frá túngarðinum á Útskálum (kirkjustaðnum) að Kolbeinsstöðum og Hafurbjarnastöðum í Kirkjubólshverfi og tengdist túngörðum þeirra bæja. Rústir þessar eru nú að mestu grasgrónar og líta út eins og ávalur hryggur. Þegar Gerðahreppur (Garðurinn)átti 80 ára afmæli fyrir 20 árum þá átti að fara í það að grafa upp þennan garð og koma þarna upp sýnishorni af akuryrklju á Íslandi, mér skilst að á 100 ára afmælinu muni þetta fara að líta dagsins ljós.

Í Garðinum er einn elsti barnaskóli landsins en hann var stofnaður 1871 og byrjaði kennsla þar 1872.

Út að Garðskagavita er alltaf gaman að koma og ég tala nú ekki um í góðu veðri. Á vorin koma þarna farfuglarnir í þúsunda tali og setjast á tún vestan og sunnan við kauptúnið og hvílast þar í nokkra daga áður en þeir dreifa sér um allt land, þetta er líka paradís fuglafræðinga.

Garðskagaflösin þótti hættuleg sjóleið hér áður fyrr, enda sjóslys þar oft tíð. Vitasaga hófst þarna 1847. Gamli vitinn sem stendur þarna ennþá var reistur 1897 en sá nýji var vígður 1944 hann er 27 metra hár og sívalur. .

Útvið Garðskaga er veitingastaður sem nefnist Flösin, hann er eitthvað opinn um helgar og þar er Byggðasagn Garðs og þar inni má sjá margar vélar og hægt er að gangsetja þær allar. Kvöldsólin er hvergi fegurri en við Garðskaga og er mjög vinsælt á fögrum sumardegi að vera út á Garðskaga og sjá sólina setjast og helst sjá hana koma upp aftur. Snæfellsjökull er fallegastur frá þessu sjónarhorni.

Kirkjustaðurinn er Útskálar og er nýbúið að taka kirkjuna í gegn og var hún endurvígð á Skírdag s.l. Einnig standa þarna yfir miklar framkvæmdir, mér skilst að það eigi að byggja þarna Hótel og safn
Læt hér staðar numið, vona að þið nennið að lesa þetta. Óska ykkur góðrar skemmtunar í þessari ferð ykkar á Suðurnesin.Kv.Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Takk Soffía.

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Apr 03 2008, 15:17

Þú ert heill hafsjór af fróðleik. Duus-hús er málið fyrst að poppminjasafnið er þar. Mælir þú þá frekar með að borða þar en á hótelinu sjálfu? Svo ætlum við að velja að vera frá laugardegi til sunnudags í góðu veðri svo við ætlum að vera á röltinu. En að sjálfsögðu verður rúntað á sunnudeginum, og langar mig að skoða saltfisk-eitthvað??
Veistu hvar það er og hvað ég er að tala um? Embarassed Hef bara heyrt svo mikið um þetta, tengist saltfisk Embarassed
Við þurfum bara að vera búin að nýta okkur þennan vinning fyrir 1 júní Smile þess vegna get ég "pantað" gott veður Very Happy Vil allavega að vorið sé komið vel í loftið og ekki verra ef sú gula sunny sýnir sig.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Túristar í Keflavík

Innlegg  keilir Fös Apr 04 2008, 15:40

Halló, halló. Já maður þekkir nú eitthvað sitt næsta umhverfi og hef tekið á móti vinnufélögum mínum sem hafa komið frá Reykjavík í heimsókn til okkar og tók á sínum tíma niður punkta um það helsta og greip þá núna þegar ég sendi þér.
Ég myndi mæla frekar með DUUS en veitingastaðnum á Hótelinu, nú hef ég ekki borðað þar svo þar getur verið alveg ágætis matur og þjónusta en það sem mér finnst vera svo flott útsýni á DUUS því hann er við smábátahöfnin og gama að sitja þar við gluggann og horfa út á Bergið sem er upplýst, en það mætti vera betri þjónsuta á DUUS allavega var ég ekki nógu ánægð með hana þegar ég fór þar síðast en það er komið meira en ár. Svo er líka hægt að borða á Veitingastaðnum Ráin sem er neðarlega á Hafnargötu og þar sér maður líka vel ljósin á Berginu og á Ránni er oftast á föstudegi og laugardegi lifandi músik.

Saltfisksetrið er í Grindavík, mjög skemmtilegt safn, og það væri tilvalið fyrir ykkur að taka hring t.d. þegar þið farið frá Keflavík á sunudeginum, fara í Hafnirnar, þegar þið eruð búin að skoða þetta litla pláss, halda áfram og á vinstri hönd á leiðinni út að Reykjanesvita þá farið þið aðeins út fyrir veginn, þar eru flekaskil á milli Evrópu og Ameríku og þið getið gengið yfir brúna.

Út við Reykjanesvita eru smá gönguleiðir og Gunnuhver er þarna en hann hefur mikið látið á sér kræla á undanfarnu og ekki ráðlagt að fara of nærri þar. Svo getið þið keyrt áfram til Grindavíkur þá sjáið þið annað sjónarhorn af landinu, skemmtilegra en að keyra Brautina. Og endilega skellið ykkur í Saltfisksetrið þar eru oftast líka einhverjar myndlistasýningar. , og safnið sem slíkt er mjög skemmtilegt.
Svo getið þið keyrt til Krísuvíkur frá Grindavík þessi leið er hluti af svokölluðum Suðurstrandavegi. Vegirnir þessir eru ekki malbikaðir nema að hluta en það er bara að keyra gætilega.
Kv.Soffía
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Túristar í Keflavík

Innlegg  keilir Fös Maí 02 2008, 18:43

Hæ Anna. Eruð þið hjónin búin að eyða helgi hér fyrir sunnan, bara forvitin að vita hvernig hafi verið hjá ykkur

Kv.Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Við erum á leiðinni....

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Maí 02 2008, 18:49

Við eigum pantað laugardaginn 17 maí, ætlum að borða á kína-veitingastaðnum á hótelinu. Svo langar mig að skoða ýmislegt, t.d. poppminjasafnið, og rúnta um svæðið og haga okkur eins og túristar.
Takk fyrir allt sem þú ert búin að fræða mig um, þú ert skemmtilegur penni Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Túristar í Keflavík

Innlegg  keilir Sun Maí 04 2008, 10:12

Takk fyrir það Anna. Eigið góða helgi hér í Reykjanesbæ.
Kv.Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Jæja Soffía...

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Maí 16 2008, 16:41

Nú komum við! Very Happy Erum að fara á morgun, ég spennt eins og alltaf þegar á að fara eitthvað bounce
Búin að finna ýmislegt hvað mig langar að skoða, en svo er að sjá hvað rætist úr Laughing

Ætlum allavega að gera sem best úr þessum sólarhring I love you
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Sjá hvað rætist úr.

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Maí 18 2008, 14:25

Segi ég, vaknaði um morguninn með magaverki og hálsbólgu dauðans Sad
Vildi bíða og sjá til en ekki rættist úr heilsunni Mad Svo við höfðum samband við hótelið og gátum frestað för Surprised
Við skellum okkur þá þann 30 í staðinn og eins gott að það takist því gjafabréfið rennur út þann 1 júní. Smile

Segi við minn bónda að við skulum skreppa í veiðivatnið okkar góða, get legið þar eins og heima Laughing
Slógum við til og gistum eina nótt. Fengum 4 fiska um kvöldið, bleikju og urriða. Morguninn eftir var ég eins og draugur, lá í koju fram eftir morgni og á meðan skellti bóndinn sér fram úr og veiddi tvo væna fiska í viðbót. Very Happy
Svo þegar ég drattaðist fram úr og var á leiðinni með mína stöng, veiddi bóndinn minn tvo í viðbót Surprised

Svo setti ég í tvo, veiddi alls fjóra og bóndinn enn aðra tvo, svo skorið var 12 fiskar alls, ég 4 á spún, en hann fyrstu tvo á spún, rest á mýsluna góðu sem alltaf virkar Very Happy Fiskarnir voru flestir 2 pund, einn eins punda, einn 2og1/2 og einn 3 punda.
Nú í kvöld voru étnir 3 fiskar, heilsteikt flök á pönnu með góðu meðlæti, slurpf, nammi gott Surprised
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty sjá hvað rætist

Innlegg  keilir Mið Maí 21 2008, 17:00

Blessuð Anna.
Það var leitt að þið komust ekki til Keflavíkur, vonandi í annarri tilraun.
Hvar voruð þið að veiða aldeilis sett í hann, yfirleitt þegar við förum í veiði þá fáum við ekkert, sennilega ekki í réttu vötnunum eða bara bölvaðar fiskifælur, og þá hefur maður ekki þolinmæði. Við förum mjög sjaldan að veiða.
Eru ekki annars allir hressir og kátir nú er sumarið komið og margir á ferðinni.
Við fórum um síðustu helgi í Þjórsárver þar er mjög gott að vera, góð aðstaða, það var bara margt um manninn og þarna kynntist maður nýju fólki, þetta er svpo skemmtilegt
Bestu kveðjur
Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Veistu það Soffía?

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Maí 23 2008, 15:11

Ég kem ekki til með að fara á hótelið. Ég gaf gjafabréfið á góðan stað og það verður notað. það eru svo pakkaðar næstu helgar hjá mér og gjafabréfið að renna út Mad
Er enn með hálsbólgu, dagmömmubörnin líka Sad
Við fórum í Hlíðarvatn í Heydal. Þar er alltaf fiskur. það er keyrður vegurinn í átt að Snæfellsnesi, en beygt út af veginum á veg 55 að mig minnir merktum Búðardal. Við Eldborg.
Það var yndislegt veiðiveður og fiskurinn vakaði Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Svona fór það

Innlegg  keilir Sun Maí 25 2008, 08:22

Svona fór það Anna, það er ekki á allt kosið. Maður þarf að prufa þetta vatn og vita hvort við fiskifælurnar fáum ekki aðeins í soðið er þetta vatn á veiðikortinu? Við vorum í óvissuferð í gær með vinnunni minni alveg meiriháttar skemmtilegt. Byrjuðum á því að fara til Grindavíkur og fórum þar á fjórhjól í klukkutíma ferð og keyrðum vegaslóða vítt og breitt um svæðið fyrir ofan Grindavík Svo farið í Keilu í Keiluhöllina í Reykjavík, og svo skroppið í Nauthólsvík og farið í hlaupið í skarðið allir sem einn og merkilegt hvað maður gat hlaupið bounce bounce ´
við enduðum á Tapaz barnum og fengum þar 8 smárétti og vorum við alveg pakksödd af þessu góðgæti, en ekki sáum við Éurovaison og var það bara allt í lagi en nokkrir voru í sambandi við sína nánustu til að frétta af úrslitunum sem ekki voru nógu góð fyrir okkur. Eftir vel heppnaðann dag var sov haldið heim í Keflavíkina góðu. Vegna þessarar ferðar gátum við ekki farið neitt á Húsbílnum en nú skal næstu helgar farið á Húsbílnum og Langbrók er næst á dagskrá.
Kv.Soffía á Keili
Basketball
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Æðislegur dagur.

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Maí 25 2008, 15:07

Alltaf gaman í svona ferðum. Var í kvenfélagi sem fór í vorferðir og ýmislegt skoðað og brallað Smile
Vatnið góða er ekki í veiðikorti, eiginega því miður því þarna fer nánast enginn fisklaus heim. Það er bara verslað við bóndann, en hann er að taka frá 1000-2000 kall fyrir stöngina Crying or Very sad
Veit ekki með Langbrók, vorum að spá í að heimsækja pabba minn í sveitina I love you Þessa helgi.
Maður lætur sjá sig þar alltof sjaldan en hann býr á Klaustri.
Svo helgina á eftir er brúðkaup sem við erum boðin í, og þar á eftir skipulagt líka, en þá stefnum við í sömu átt og húsbílaferðin að Kaldármelum enda vatnið mitt góða örstutt frá Very Happy
Krakkarnir okkar ætla öll að eiga þessa helgi með okkur og lengja hana með því að taka mánudaginn 16 júní frí Smile
Þannig að við erum að spá í að vera með húsbílafélögum þessa helgi, fara svo í veiði I love you
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty skreppa í veiði?

Innlegg  keilir Mán Maí 26 2008, 15:23

Já það er kannske spurning að skreppa í veiði helgina sem maður fer á Kaldármela aldrei að vita nema maður lengi helgina. Ég er nú bara svoldið spennt að fara í þetta vatn Anna ég held ég hljóti að fá eins og einn fisk flower
Bestu kveðjur
Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Það væri gaman.

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Maí 26 2008, 15:56

Gaman væri ef þið kæmuð með, verðum allavega í bandi með það Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Túristar í Keflavíkinni gömlu... Empty Re: Túristar í Keflavíkinni gömlu...

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum