Aðventan í öllu sínu veldi..
5 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Aðventan í öllu sínu veldi..
Sæl verið þið, á eitthvað að "spjalla" í kvöld?
Aðventan gengin í garð, sumir félaganna á ferðinni og voru 5 bílar s.l. helgi að Garðskaga, þar prýddi stjörnur og norðurljósin himininn en jeminn það var kalt
Við hjónin urðum að hætta við á síðustu stundu, en við höfum notið myndanna frá vinunum á fésinu og m.a.s. skoðað myndir hjá Víkurfréttum, enda sögulegt að sjá flottan bílaflota saman
Var hjörðin kölluð "húsbílaþorp" og bar eilítið á öfund hjá blaðamanni að hugsa til þeirra með STroh, heitt súkkulaði og smákökur í hlýjum bílunum
Ég var núna að enda við að láta Þingeyinga blása út á bökunarplötunum hjá mér, er komin þá með 3 sortir , lagtertu og ætla í eina sortina enn
En næst á dagskrá er að baka fyrir 2ja ára afmæli ömmugullsins en hans dagur er 10 des og verð ég með veislu fyrir hann hérna þann 11. Tíminn allt of fljótur að líða, guttinn fer að ná mér....
Eru annars ekki allir hressir??
Aðventan gengin í garð, sumir félaganna á ferðinni og voru 5 bílar s.l. helgi að Garðskaga, þar prýddi stjörnur og norðurljósin himininn en jeminn það var kalt
Við hjónin urðum að hætta við á síðustu stundu, en við höfum notið myndanna frá vinunum á fésinu og m.a.s. skoðað myndir hjá Víkurfréttum, enda sögulegt að sjá flottan bílaflota saman
Var hjörðin kölluð "húsbílaþorp" og bar eilítið á öfund hjá blaðamanni að hugsa til þeirra með STroh, heitt súkkulaði og smákökur í hlýjum bílunum
Ég var núna að enda við að láta Þingeyinga blása út á bökunarplötunum hjá mér, er komin þá með 3 sortir , lagtertu og ætla í eina sortina enn
En næst á dagskrá er að baka fyrir 2ja ára afmæli ömmugullsins en hans dagur er 10 des og verð ég með veislu fyrir hann hérna þann 11. Tíminn allt of fljótur að líða, guttinn fer að ná mér....
Eru annars ekki allir hressir??
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Við Þóra vorum að koma frá því að skoða jólaljósin í Borgarnesi, það er mikið komið af ljósum og kirkjugarðurinn ljómaði allur af fallegum ljósum.
Skoðaði myndirnar frá Garðskaga á Víkurfréttum og þetta hefur örugglega verið notalegt og tíminn liðið hratt hjá þorpsbúum.
Var að sýna Þóru fallegt gólfefni sem var sett á gólf í gær, fallegt fjörugrjót ættað frá Ómari á Litla Horni.
Er að verða búin með smákökurnar sem dæturnar sendu okkur fyrir stuttu, Þóra ekki byrjuð að baka, allur tíminn fer í allskonar glervinnslu.
Skoðaði myndirnar frá Garðskaga á Víkurfréttum og þetta hefur örugglega verið notalegt og tíminn liðið hratt hjá þorpsbúum.
Var að sýna Þóru fallegt gólfefni sem var sett á gólf í gær, fallegt fjörugrjót ættað frá Ómari á Litla Horni.
Er að verða búin með smákökurnar sem dæturnar sendu okkur fyrir stuttu, Þóra ekki byrjuð að baka, allur tíminn fer í allskonar glervinnslu.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Andsk, hvað varð af pistlinum sem ég var búinn að skrifa, hann týndist hefur þá ekki verið merkilegur. Byrja bara aftur. Annars sæl veriði. Já það hefur verið gaman við Garðskaga um helgina, eftir myndunum að dæma. Anna hefur þingeyskt loft í sínum loftkökum, þær svífa þá létt ofan í kökustaukana. Sigga bakaði 4. smákökusortir í dag auk 3. teg. af randalíni, maður má bara að horfa á staukana í búrinu, ekki borða úr þeim fyrir jólin. Björn, þú átt gott að fá sendar svona prufur til að smakka á , á meðan Þóra er í " glerinu". Hér koma jólaskreytingarnar utandyra upp hver á fætur annari hjá bæjarbúum, orðið ansi jólalegt smá jólasnjór yfir öllu og bara fínt.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Gaman að fá sér bíltúr og skoða skreytingar Ég er svo skrautleg að ég sé að fólk hægir á í beygjunni inn götuna til að skoða, hehe gaman að þessu.
Svo var ég að fá símtal um boð í party á föstudagskvöld í boði þeirra sem gáfu kost á sér, en komust ekki inn á stjórnlagaþing
Svei mér þá, kannski maður skelli sér bara Maður þekkir þó nokkra sem gáfu sig í þetta, svo vonandi hittir maður þá flesta þarna.
Svo er bara að treysta því að þeir sem sitja þingið, vinni nú rétt og vel fyrir okkur þjóðina
Svo var ég að fá símtal um boð í party á föstudagskvöld í boði þeirra sem gáfu kost á sér, en komust ekki inn á stjórnlagaþing
Svei mér þá, kannski maður skelli sér bara Maður þekkir þó nokkra sem gáfu sig í þetta, svo vonandi hittir maður þá flesta þarna.
Svo er bara að treysta því að þeir sem sitja þingið, vinni nú rétt og vel fyrir okkur þjóðina
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Ég lenti í því að týna pistli síðasta miðvikudag, þetta skeður greinilega þegar einhverjir tveir eru að senda inn í einu.Ægir og Sigga skrifaði:Andsk, hvað varð af pistlinum sem ég var búinn að skrifa, hann týndist hefur þá ekki verið merkilegur.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Já þetta hvarf, ætli ég kenni ekki ónefndum Borgfirðingi um þetta . Já í partí, þú verður þá að taka með þér vasaklútana með til að þerra tárin á " föllnu kandidötunum "
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Hó HÓ Hó
Hvað segið þið svo í dag sé að þið eruð komin í jólafílinginn, ég á að vera að læra
er að stelast til að gera eitthvað annað en það.
Á að vera að setja upp sjóðstreymi og ársreikning.
ER búin að baka smá fyrir jólin, aðallega vegna afmælis litlu skísunnar minnar sem verður 23 á föstudaginn.
Búin að skreyta smá. Langar svo að skreppa út úr bænum á bílnum um helgina og er að spá í að láta það
bara eftir mér að gera það.
Flott veðrið hjá þeim um síðustu helgi á Garðskaga.
er að stelast til að gera eitthvað annað en það.
Á að vera að setja upp sjóðstreymi og ársreikning.
ER búin að baka smá fyrir jólin, aðallega vegna afmælis litlu skísunnar minnar sem verður 23 á föstudaginn.
Búin að skreyta smá. Langar svo að skreppa út úr bænum á bílnum um helgina og er að spá í að láta það
bara eftir mér að gera það.
Flott veðrið hjá þeim um síðustu helgi á Garðskaga.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Hæ Hafdís, er verið að gera ársreikning fyrir " Snotru " nei smá gr. Já já maður fer að komast í jólagírinn
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Duglega Hafdís, komin í skóla og allt
Blessuð vertu þú ert ekkert að stelast, það er nauðsynlegt að hreinsa hugann frá náminu af og til.
Hvernig er spáin fyrir helgina? Verða hlýindin áfram? Væri nú frekar til í ferð, frekar en að þerra tár hjá liðinu þarna..
Blessuð vertu þú ert ekkert að stelast, það er nauðsynlegt að hreinsa hugann frá náminu af og til.
Hvernig er spáin fyrir helgina? Verða hlýindin áfram? Væri nú frekar til í ferð, frekar en að þerra tár hjá liðinu þarna..
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Ja ef ég fæ einhverju ráðið um helgina, þá vonast ég til þess að draga manninn minn út úr bænum.
Þarf orðið svo á því að halda, enda veðurspáin góð bara smá frost.
það er hlýtt í bílnum svo það væsir ekki um mann.
Maður þarf að finna jólaseríurnar og jólasveinana í bílinn.
Um að gera að nota góða veðrið.
Já Ægir er ekki bara austurland að fá á sig jólalitinn, allt orðið hvítt.
Þarf orðið svo á því að halda, enda veðurspáin góð bara smá frost.
það er hlýtt í bílnum svo það væsir ekki um mann.
Maður þarf að finna jólaseríurnar og jólasveinana í bílinn.
Um að gera að nota góða veðrið.
Já Ægir er ekki bara austurland að fá á sig jólalitinn, allt orðið hvítt.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Jú það er kominn jólasnjór eða réttara sagt föl yfir jörðu, engin ófærð eða þannig. Það veitir ekki af að lýsa aðeins upp skammdegið. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Við hérna sunnan megin megum þakka fyrir að villast ekki í þokunni
Þetta er orðið eins og í London...
Þetta er orðið eins og í London...
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Ægir þú tíndir engu, lést þetta á vísan stað, bara að muna hvar vísi staðurinn er.
Þóra er búin að bjóða mér á söngskemmtun á sunnudaginn kemur, Bjöggi og allir hinir.
Síðast þegar Þóra fór á jólatónleika hjá Bjögga þá var strákurinn hann Finnur Ingólfsson á skemmtuninni og hann var með lipran dreng til að færa sér bragðgóða drykki svona á milli laga.
Það verður gaman að sjá og hlusta, dóttirin bauð okkur fyrir mörgum árum á tónleika í Hallgrímskirkju og þar sá Módettukórinn um að skemmta, hef hafnað frekari boðum á slíkar skemmtanir.
Hafís að glíma við sjóðstreymi og þessháttar talnaleik, hvernig verður ebitan hjá þér, skrítið að þurfa að nota svona orðskrípi.
Var þetta ekki áður fyrir og eftir fjármagnsliði í bókhaldinu?
Þóra er búin að bjóða mér á söngskemmtun á sunnudaginn kemur, Bjöggi og allir hinir.
Síðast þegar Þóra fór á jólatónleika hjá Bjögga þá var strákurinn hann Finnur Ingólfsson á skemmtuninni og hann var með lipran dreng til að færa sér bragðgóða drykki svona á milli laga.
Það verður gaman að sjá og hlusta, dóttirin bauð okkur fyrir mörgum árum á tónleika í Hallgrímskirkju og þar sá Módettukórinn um að skemmta, hef hafnað frekari boðum á slíkar skemmtanir.
Hafís að glíma við sjóðstreymi og þessháttar talnaleik, hvernig verður ebitan hjá þér, skrítið að þurfa að nota svona orðskrípi.
Var þetta ekki áður fyrir og eftir fjármagnsliði í bókhaldinu?
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Jú mikið rétt Björn hér áður fyrr og eftirfjármagnsliði, EBITA.
Mikið áttu gott að fara á Bjögga og félaga, hefði svo gjarnan viljað fara, þetta eru flottustu tónleikar
sem þú ferð á, hann Björgvin er svo mikill fullkomnunarsinni að hann gerir þetta óaðfinnanlega, manni
finnst bara eins og jólin séu bara alveg að koma þegar maður er á þessum tónleikum.
Eins er að fara á jólatónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju, þeir eru sko flottir líka.
Annas er bara yndislegt að vera á tónleikum og njóta.
Vona að þið skemmtið ykkur og njótið þess að hlusta, vona að Finnur verði ekki þarna til þess að láta
taka eftir sér.
Mikið áttu gott að fara á Bjögga og félaga, hefði svo gjarnan viljað fara, þetta eru flottustu tónleikar
sem þú ferð á, hann Björgvin er svo mikill fullkomnunarsinni að hann gerir þetta óaðfinnanlega, manni
finnst bara eins og jólin séu bara alveg að koma þegar maður er á þessum tónleikum.
Eins er að fara á jólatónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju, þeir eru sko flottir líka.
Annas er bara yndislegt að vera á tónleikum og njóta.
Vona að þið skemmtið ykkur og njótið þess að hlusta, vona að Finnur verði ekki þarna til þess að láta
taka eftir sér.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Já kannski finn ég þessi skrif einhverntímann Björn . Talandi um Bjögga, förum til Akureyrar 1o, des og Sigga fer á tónleika með tveimur dætra okkar hjá Bjögga í höllinni á Ak, ég sjálfur ætla að sleppa þeim.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Jæja ætla að kveðja í kvöld, koddinn kallar Ætla nú að vera skynsöm og fara snemma að sofa, bið að heilsa í bili og hafið það sem best elskurnar
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Ja þar ertu að gera skissu Ægir minn að sjá ekki tónleikana með Bjögga, þeir gerast sko ekki flottari.
En Góða nótt, er búin að fylla minn litla heila af kostnaðarverði og sjóðstreymi og veit ekki hvað og hvað
get ekki lengur hugsað skírt.
Njótið aðventunnar, hún er yndisleg.
Heyrumst og sjáumst síðar.
En Góða nótt, er búin að fylla minn litla heila af kostnaðarverði og sjóðstreymi og veit ekki hvað og hvað
get ekki lengur hugsað skírt.
Njótið aðventunnar, hún er yndisleg.
Heyrumst og sjáumst síðar.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Sælir félagar!
Gleymdi alveg hvaða dagur er,,, en er búinn að vera fastur í að klára uppsetninguna og textasmíðina á jólafréttabréfinu, en það er eitthvað sem við gefum út á hverju ári og er þetta 10. árgangurinn í ár.
Þetta er svosem bara 8 síðna blað í hefðbendnu tímaritaformati/broti(A-4) en það er samt sem áður oft ótrúlega erfitt að snara fram einum svona annál.. þar sem farið skal yfir allt árið sem er að líða. En þá kemur sér vel að vera ekkert að drepast úr nákvæmni og einnig að vera þess minnugur að passa sig á því að láta ekki sannleiksástina spilla annars góðri sögu.
Svo þurfti að fara í smá bókhald þ.e að flokka sundur Visakortið í annarsvegar rekstur og hinsvegar einkaneysluna. Og enn og aftur kemur sér það vel að vera sparsamur og nægjusamur... eða þannig
Annars bara góður! - Kv. Steini
Gleymdi alveg hvaða dagur er,,, en er búinn að vera fastur í að klára uppsetninguna og textasmíðina á jólafréttabréfinu, en það er eitthvað sem við gefum út á hverju ári og er þetta 10. árgangurinn í ár.
Þetta er svosem bara 8 síðna blað í hefðbendnu tímaritaformati/broti(A-4) en það er samt sem áður oft ótrúlega erfitt að snara fram einum svona annál.. þar sem farið skal yfir allt árið sem er að líða. En þá kemur sér vel að vera ekkert að drepast úr nákvæmni og einnig að vera þess minnugur að passa sig á því að láta ekki sannleiksástina spilla annars góðri sögu.
Svo þurfti að fara í smá bókhald þ.e að flokka sundur Visakortið í annarsvegar rekstur og hinsvegar einkaneysluna. Og enn og aftur kemur sér það vel að vera sparsamur og nægjusamur... eða þannig
Annars bara góður! - Kv. Steini
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Ægir þetta gengur ekki, Sigga búin að baka helling og þú mátt ekki smakka, þetta er liðin tími í Borgarnesi.
Hérna áður fyrr innsiglaði frú Þóra alla smákökudunka með límbandi og vei þeim sem voguðu sér að hreyfa við límbandinu, það voru að vísu fjórar lystugar dætur á heimilinu og einn svangur karl.
Núna vilja smákökur gleymast fram eftir vetri en oftast næ ég að útrýma þeim fyrir vorið.
Anna á leið í party hjá fyrrverandi frambjóðendum, það getur orðið gaman, ég var heppin og fékk nokkur nöfn af mínum óskalista, færi samt frekar að horfa á Norðurljósin en að fara í party.
Ónefndur Borgfirðingur á nóg með að passa sitt, má valla snúa sér í hring, þá er eitthvað tínt.
Spáin er góð Hafdís og upplagt að skreppa austur fyrir fjall, horfa á Norðurljósin og borða smákökur á meðan Kristján leikur sér að boltanum.
Hef spilað Bjögga í allan dag svona til að æfa mig.
Steini, hvað með að skella eintaki á netið, alltaf gaman að lesa annála.
Njótum aðventunnar og alls sem lífið býður.
Kveðja úr blíðunni í Borgarfirði
Björn H.
Hérna áður fyrr innsiglaði frú Þóra alla smákökudunka með límbandi og vei þeim sem voguðu sér að hreyfa við límbandinu, það voru að vísu fjórar lystugar dætur á heimilinu og einn svangur karl.
Núna vilja smákökur gleymast fram eftir vetri en oftast næ ég að útrýma þeim fyrir vorið.
Anna á leið í party hjá fyrrverandi frambjóðendum, það getur orðið gaman, ég var heppin og fékk nokkur nöfn af mínum óskalista, færi samt frekar að horfa á Norðurljósin en að fara í party.
Ónefndur Borgfirðingur á nóg með að passa sitt, má valla snúa sér í hring, þá er eitthvað tínt.
Spáin er góð Hafdís og upplagt að skreppa austur fyrir fjall, horfa á Norðurljósin og borða smákökur á meðan Kristján leikur sér að boltanum.
Hef spilað Bjögga í allan dag svona til að æfa mig.
Steini, hvað með að skella eintaki á netið, alltaf gaman að lesa annála.
Njótum aðventunnar og alls sem lífið býður.
Kveðja úr blíðunni í Borgarfirði
Björn H.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Já það segi ég með þér Björn að frekar vil ég horfa á norðurljósin heldur en að djamma inni í henni Reykjavík.
Pistilinn þeirra Helgu og Steina hef ég fengið nokkur undanfarin ár og mikil er gleðin í hvert sinn sem hann er tekinn upp á aðfangadag.
því það er lesið og hlegið og lesið og hlegið, það er eins og allt árið hjá þessarri yndislegu fjölskyldu hafi verið einn brandari frá upphafi til enda.
Ekki er ég nú vön að líma aftur kökubaukana, en ég var alin upp við það og þeir læstir inni svo við systkinin læddumst á nóttunni og náðum í lykilinn
og það var nú einhvern veginn alltaf þannig þegar aðfangadagur kom og mamma ætlaði að gæða okkur á loftkökunum, þá úpps allar búnar.
Ekki er minn maður mikið fyrir kökurnar, einu smákökurnar sem hann er hrifinn af eru vanillukransar og þá er ég að hugsa um að kaupa þetta árið
nenni ekki eða hef ekki tíma til þess að baka þetta árið. Enda svo sem hefur maður nægan forða til þess að nýta í kuldatíðinni.
Ég sá það nefninlega að spáin er góð og norðurljósin verða örugglega á ferðinni á kvöldin í frosti og stillum.
Hlakka bara til að kíka aðeins á það.
Hafið það gott um helgina.
Pistilinn þeirra Helgu og Steina hef ég fengið nokkur undanfarin ár og mikil er gleðin í hvert sinn sem hann er tekinn upp á aðfangadag.
því það er lesið og hlegið og lesið og hlegið, það er eins og allt árið hjá þessarri yndislegu fjölskyldu hafi verið einn brandari frá upphafi til enda.
Ekki er ég nú vön að líma aftur kökubaukana, en ég var alin upp við það og þeir læstir inni svo við systkinin læddumst á nóttunni og náðum í lykilinn
og það var nú einhvern veginn alltaf þannig þegar aðfangadagur kom og mamma ætlaði að gæða okkur á loftkökunum, þá úpps allar búnar.
Ekki er minn maður mikið fyrir kökurnar, einu smákökurnar sem hann er hrifinn af eru vanillukransar og þá er ég að hugsa um að kaupa þetta árið
nenni ekki eða hef ekki tíma til þess að baka þetta árið. Enda svo sem hefur maður nægan forða til þess að nýta í kuldatíðinni.
Ég sá það nefninlega að spáin er góð og norðurljósin verða örugglega á ferðinni á kvöldin í frosti og stillum.
Hlakka bara til að kíka aðeins á það.
Hafið það gott um helgina.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Björn , þetta með kökudunkana það hefði nú ekki þýtt neitt að líma aftur, man að loftkökurnar voru vinsælar og það kom fyrir þegar börnin voru öll heima við og ég að sjálfsögðu líka þá voru loftkökurnar í mikilli hættu. Það kom fyrir eitt sinn amk. að það var ein eftir í kökustauknum þegar til átti aða taka á aðfangadagskvöld. Sammála ykkur, frekar vildi ég vera í útilegu í góðra vina hópi en einhverju partíi fallinna kandídata. Horfa á norðurljósin leika lystir sínar eins og þau hafa gert að undanförnu, alveg yndislega fallegt, verð að minna á í þessu sambandi .: 123.is/johannakh------123.is/faskrudsfjordur -- og flickr.com/photos/johannakh. Einnig, filckr.com/photos/jonina_oskarsdottir/ .. Þarna sjáið þið fjörðinn minn fagra sem ég hef aðeins minnst á og ljósadýrð stjarna og norðurljósanna leika sér, ´já ég veit að þið fallið í stafi svo það er betra fyrir ykkur að sitja í Lasyboy og láta fara vel um ykkur á meðan þið njótið myndanna. Ég mæli með að þið setjið þetta á statusana ykkar og kíkið reglulega á , það er þess virði. Amen.
Nú næsta hjá mér er að kíkja á ljósakrossinn sem ég ætla með í kirkjugarðinn á leiði foreldra minna, hann á að vera í lagi. Jólaskreytingar hér aukast með hverjum deginum sem líður og sérlega fallegt að sjá þegar húmar að, svo nú er bara að njóta aðventunnar sem maður gerir svikalaust. Hafið það gott elskurnar.......
,,,,mér datt þetta svona aí hug,,,,
Nú næsta hjá mér er að kíkja á ljósakrossinn sem ég ætla með í kirkjugarðinn á leiði foreldra minna, hann á að vera í lagi. Jólaskreytingar hér aukast með hverjum deginum sem líður og sérlega fallegt að sjá þegar húmar að, svo nú er bara að njóta aðventunnar sem maður gerir svikalaust. Hafið það gott elskurnar.......
,,,,mér datt þetta svona aí hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
,,Þú ert, Fáskrúðsfjörður,
fegri sveitum öllum ,
vel af guði gjörður,
girtur háum fjöllum .
Að horfa út á hafið,
hver hefur slíkt að bjóða?
Allt er eyjum vafið
og þá Skrúðinn góða."
Fallegt og ég er ánægður með hvað Ægir er hrifinn af sinni sveit, við eigum að vera stolt af landinu okkar.
Skoðaði myndirnar og setti í favorits, eruð þið enn að drekka Sinalco þarna fyrir austan?
Bara gaman að hafa smá hrepparíg, og mikið væri gaman ef fleiri hömpuðu sinni sveit svo við Ægir fengjum smá samkeppni um fallegustu landshlutana.
Minnir að strandamaðurinn hafi haldið uppi vörnum fyrir sinn landshluta.
Vona að Hafdís, Kristján, Anna og Jón séu að skoða Norðurljósin, og helst fleiri.
Það er logn í Borgarnesi og fallegt vetrarveður, búin að fara með krossana í garðinn og setja ljós í gluggana.
Kveðja
Björn H.
fegri sveitum öllum ,
vel af guði gjörður,
girtur háum fjöllum .
Að horfa út á hafið,
hver hefur slíkt að bjóða?
Allt er eyjum vafið
og þá Skrúðinn góða."
Fallegt og ég er ánægður með hvað Ægir er hrifinn af sinni sveit, við eigum að vera stolt af landinu okkar.
Skoðaði myndirnar og setti í favorits, eruð þið enn að drekka Sinalco þarna fyrir austan?
Bara gaman að hafa smá hrepparíg, og mikið væri gaman ef fleiri hömpuðu sinni sveit svo við Ægir fengjum smá samkeppni um fallegustu landshlutana.
Minnir að strandamaðurinn hafi haldið uppi vörnum fyrir sinn landshluta.
Vona að Hafdís, Kristján, Anna og Jón séu að skoða Norðurljósin, og helst fleiri.
Það er logn í Borgarnesi og fallegt vetrarveður, búin að fara með krossana í garðinn og setja ljós í gluggana.
Kveðja
Björn H.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Aðventan í öllu sínu veldi..
Já Björn , þetta er fallegt kvæði hjá Páli Ólafssyni prestssyni frá Kolfreyjustað, Páll er reyndar fæddur Seyðfirðingur en flutti með föður sínum 5. ár gamall að Kolfreyjustað. " Sinalco " var vinsæll drykkur í mínu ungdæmi hér á árum áður en hef ekki séð hann lengi, sáum reyndar gamlar gosdrykkjaflöskur með gosinu í , í einhverju safni sem við komum í fyrir nokkrum árum . Jú það er líka fallegt í Borgarfirði, á Ströndum og annarsstaðar á landinu. Ísland er alveg einstakt í heiminum, það finnst mér...
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum