Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Hvar er fólkið ?????

5 posters

Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Nóv 17 2010, 13:48

Það eru ansi daufar spjallsíðurnar hjá okkur húsbílafólki þessar vikurnar, eru allir komnir á feisbókina. Þetta á við hjá Flökkurum, félagi húsbílaeigenda og líka hjá húsvagnafélaginu. Nú er miðvikudagur á að prófa eitthvað hér ? ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Nóv 17 2010, 14:12

Sæll Ægir minn hér er ég Very Happy
Er alveg til í að vekja upp spjallið aftur, jú ég er á fésinu og líkar vel.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Nóv 17 2010, 14:22

Nú væntanlega hefur fólk verið á ferðinni í sumar og gaman væri að fá einhverjar ferðasögur Laughing
Við hjónin sem höfum venjulega átt ca 65-70 nætur í bílnum yfir árið erum kannski rétt skriðin yfir 20 núna og ég sem gaf kost á mér í ferðanefndina gat bara farið í 3 ferðir Rolling Eyes
Allt hefur sínar ástæður og er allt á betri veg núna. Við stefnum á aðventuferð bráðlega og verðum allavega eina nótt í janúar. Svo er bara að vona að næsta ár verði veðragott og áður en maður veit af kemur aftur vor/sumar Very Happy
Gaf kost á mér aftur og starfið á fullu þessa dagana að skipuleggja næsta ferðaár.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Nóv 17 2010, 14:30

Þá er að fylgjast vel með hvert farið verður í stóruferðinni, ætla að skoða það að mæta þar, við sjáum til.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Nóv 17 2010, 14:45

Jæja, þetta var allavega tilraun, Very Happy verða kannski fleiri spjallverjar á næsta miðv.dag. Sleep Bið að heilsa.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Steini 69 Fim Nóv 18 2010, 00:52

Sælt verið fólkið"

Ég ligg hérna á Landsanum í góðu yfirlæti "útblásinn og fóðraður" í tvennum skilningi Very Happy
Var búinn að vera með helvítis verk í gegnum mig í 2-3 mánuði og þetta var skrifað á bakflæði og svæsinn brjóstsviða. Sendu mig meira að segja í magaspeglun og hvaðeina. Vaknaði svo aðfaranótt mánudags við það að verkurinn var loksins farinn út í hendina(eitthvað sem undirritaður var búinn að bíða eftir vikum saman)... svo það var mál að koma sér í garmana og láta Helgu hringja á lækni.

Nú húsið fylltist svo af fólki sem fannst ég greinilega eitthvað í slappari kanntinum og setti mig á bæði nítró og súrefni og skutlaði mér síðan, marflötum, í bæinn. Eftir allskyns stungur mælingar og álagspróf var ég svo þræddur seinnipartinn á þriðjudaginn og blásnar út tvær alstíflur og sett inn einhver stoðverk svo nú drekk ég aftur orðið kaffi með bros á vör án "brjóstsviða" Very Happy

kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  hafdísjúlía Fim Nóv 18 2010, 03:41

Gott Steini minn að þetta reddaðist, hefði ekki viljað sjá þig flatan í kassa.
Vona að þeir hafi fundið út úr þessu og þú sért að verða eins og nýsleginn túskildingur.
Getur farið að hlaupa á eftir Helgu þegar þú kemur heim.
Við erum búin að vera töluvert mikið á ferðinni í sumar, en því miður hefur bíllinn staðið meira og minna
heima við síðan í haust, höfum bæði haft svo mikið að gera og ég í skólanum svo helgarnar hafa verið
uppteknar, en það stendur nú allt til bóta, og það vonandi fljótlega.
Veðrið hefur nú verið svo frábært að það er alveg hægt að vera í útilegu enn.
Hafið það gott.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Ægir og Sigga Fim Nóv 18 2010, 04:05

Hæ hæ. Gott að heyra að Steini sé kominn " í lag " alveg ómögulegt þegar menn ganga ekki á öllum. Vona bara að hann sé kominn í lag forever. Já hvernig væri að lífga aðeins uppá þetta hjá okkur á spjallsíðunum. Kíkjum á þetta næsta miðvikudagskvöld. Því miður hefur maður ekki aðstæður til að ferðast á húsbílnum á þessum tíma, nú eru reyndar auðar götur en annars snjóaði dálítið hér um daginn og þegar hlánaði var hér fljúgandi hálka. En vonandi "hittumst" við hér fljótlega. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Nóv 18 2010, 14:00

Þetta líkar mér, gamla síðan ekki alveg dauð og við ekki heldur. Very Happy
Gott að heyra að allir eru á batavegi og vel líst mér á að hressa uppá gamla spjallið.
Ekki tel ég næturnar sem við sofum í bílnum en þær eru nokkrar í sumar.
Skruppum Vestfjarðahring og fórum norður á Fiskidaginn mikla, flottasta flugeldasýning sem ég hef séð.
Síðan voru allskonar helgarferðir mismunandi langar og síðasta ferðin var helgina 9 okt. og vorum við á góðum stað við Kollafjörðin og horfðum á þegar kveikt var á friðarsúlunni. Idea

Enn vorum við Vírnetsfólkið seld í dag, það er búið að selja okkur svo oft á liðnum árum að maður er hættur að telja.
Það jákvæða er að alltaf vilja einhverjir eignast okkur.
Héldum heljarmikla árshátíð á síðustu helgi undir nafninu Límtré Vírnet drunken

Hef verið að aðstoða eina dóttur okkar við standsetningu á húsnæði, gott að hafa hamarinn í þjálfun.

Kveðja úr Borgarnesi

Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Nóv 18 2010, 14:44

Sæl öll gaman að "sjá" ykkur Very Happy
Við megum alveg hugsa um það öll á sérhvern hátt hvað við erum heppin að eiga okkar líf og heilsu, það er sko ekki gefið. Smile Maður búinn að upplifa alltof margt á stuttum tíma, heyra af ættingjum, vinum í hinum ýmsu veikindum og ekki allir heppnir, því miður, því maður hefur séð á eftir góðu fólki í blóma lífsins Sad

Steini minn gott að heyra að þú sért allur að koma til, ert bara góður með kaffibollann núna Razz
Björn, þú ert bara orðin söluvara ársins Laughing
Já við vekjum upp spjallið og skemmtilegast er að vera sem flest í einu og eru miðvikudagskvöldin kjörin í það.
Einnig vil ég hvetja félaga sem kikka á okkur að koma inn og vera með, bara skemmtilegra I love you
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Nóv 24 2010, 13:44

Allir að "feisast" eins og unglingarnir segja. Eru ekki einhver mál sem gaman væri að ræða.
Very Happy ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvar er fólkið ????? Empty Re: Hvar er fólkið ?????

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum