Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Helgarflakkið

2 posters

Go down

Helgarflakkið Empty Helgarflakkið

Innlegg  Björn H. no. 29 Mán Sep 20 2010, 03:00

Við Þóra skruppum austur fyrir fjall um helgina, gistum fyrri nóttina í Þorlákshöfn en þar var stafalogn á föstudagskvöldið og bara notalegt að sitja við grillið. Smile
Þarna vorum við alein, búið að læsa snyrtingunum en það var í góðu lagi okkar vegna.
Horfðum á okkar fólk tapa í Útsvari, það gengur bara betur næst.
Spiluðum Jatsý við kertaljós, mauluðum súkkulaðirúsínur og sötruðum smá rauðvín með.
Síðan var komið að stóru stundinni, hvernig skyldi nýja springdýnan standa sig. Question
Dýnan stóð vel undir væntingum og við vöknuðum hress, góð kaup, röng hugsun hjá ykkur.
Á laugardaginn héldum við áfram í austur, kíktum inn hjá Bylgju og Heklu, mæðgurnar skruppu í búð en við Hekla skoðuðum róluvelli og heimsóttum Valla.
Daginn enduðum á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli eftir að hafa skoðað bæinn, ágætt tjaldsvæði en heldur er húsið með snyrtiaðstöðunni farið að láta á sjá.
Þarna var einn húsbíll og fljótlega bættist við þriðji bíllinn og út snaraðist einhver dugnaðarforkur, dró stóra tröppu út úr lestinni og fór að bóna bílinn. Rolling Eyes
Tveir húsbílar komu og renndu hring á svæðinu en héldu síðan sína leið.
Annar var fullorðinn, flottur bíll með kerru, áttum eftir að sjá hann aftur.
Kveiktum aðeins á sjónvarpinu en nenntum ekki að horfa svo við gripum í teningana og spjölluðum í rökkrinu.
Þegar ég vaknaði hafði fjölga á svæðinu, svartur Skoda stadion kúrði undir trjánum og út úr honum skreið fullvaxinn karlmaður, sá var snöggur við morgunverkin og hvarf fljótlega.
Við tókum góðan hring á Hellu og skoðuðum bæinn, á tjaldsvæðinu var sá guli með kerruna og ég veit núna hvaða fólk var þar á ferðinni, hefði bara verið gaman að heilsa uppá fólkið.
Helgina enduðum við með því að mæta í afmælisveislu hjá barnabörnum bom eftir að hafa rölt í gegnum útivistarsvæðið við Rauðavatn.

Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Helgarflakkið Empty Re: Helgarflakkið

Innlegg  Steini 69 Mán Sep 20 2010, 06:09

Sæll vinur!
Það er minna um flakk á okkur Helgu þessa dagana. Helgin hjá okkur fór í að mála tréverk, skafa steypu, vökva planið og í annað álíka Very Happy Og svo er frásláttur og meira skaf í vikunni, tiltektir, raunnafrágangur og einhver málning svona til að hylja mesta múrsóðaskapinn. Við stefnum ennþá á að komast í lokaferðina um helgina en ennþá veltur það á því hvenær ég fæ mann í hellulögn, þ.e hvort það verða einhver kvöld í vikunni eða um helgina. Við verðum illa fegin þegar þessu "lýkur" þ.e svona í fyrstu lotunni... en síðan eru eftir skjólveggir og meiri smíðar þegar tekur að róast hjá smiðnum mínum, er nær dregur vetri.

Já það fer nú eflaust að fækka verulega á stæðunum úr þessu enda sumarið að mestu úti. Flott að dýnan virkaði... Hvað áttu við með "rangri hugsun"?

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Helgarflakkið Empty Re: Helgarflakkið

Innlegg  Björn H. no. 29 Mán Sep 20 2010, 10:07

Sæll Steini minn
Ég hef frétt af miklum framkvæmdum, bæði ofanjarðar og neðan, ætla rétt að vona að mínar lagnir verði til friðs.
Við skiptum um lagnir undir planinu áður en við hellulögðum en það eru lagnir undir húsinu sem maður hefur ekki hugmynd í hvaða ástandi eru eftir 50 ára stífa notkun. Embarassed
Ætli það verði ekki best að fá SAS menn Cool til að senda myndavél eftir kerfinu og þá á að vera hægt að fóðra lagnirnar ef eitthvað finnst athugavert.
Þér líður nú alltaf best í atinu og verður ekki lengi að hrista þetta af ef helv... mennirnir mæta á umsömdum tíma.
Helgin var bara góð, hægur andvari eða logn var það sem við fengum.

Hérna er svarið við Röng hugsun, þú þekkir örugglega söguna. bounce bounce
Jói litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar.
"Jói minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar auka spurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?""Enginn", svarar Jói. "Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan? "Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Jói Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar"Örstuttu seinna réttir Jói litli upp hendi."Já Jói" "Má ég spyrja þig einnar spurningar?" "Endilega" segir kennslukonan.
"Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Jói
Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað" "Neeiiii" segir Jói litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"

Næstbestur er alltaf að batna, ný dýna, nýtt teppi og næst er að koma fyrir næturlýsingu svo maður komist á klósettið án þess að eiga það á hættu að hálsbrotna.
Gerði smá prufu um helgina, var með eitt sett (3 deplar)af díóðuljósi og stakk díóðunni undir mottu að hluta og það var helst til of mikil birta.
Hér er besta veður sól og logn. sunny

Bestu kveðjur í bæinn
B.H.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Helgarflakkið Empty Re: Helgarflakkið

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum