Rúgbrauðsendinn
Blaðsíða 1 af 1
Rúgbrauðsendinn
Sæl öll saman, eða sömul. Ég heiti Adolf Örn Kristjánsson, oftast kallaður Dolli. Eg hef um alllangt skeið átt þann draum að eignast ferðabíl, bara lítinn krúttlegan, hógværan, ekki mjög áberandi bíl, þar sem ég get haft dótið mitt í og stokkið upp í hann þegar mér dettur það í hug og keyrt út í buskann. Fyrir nokkru eignaðist ég gamlan VW Sincro sem er búinn að sinna hlutverki sínu sem sjúkrabíll, búinn að ofreynasig og láta misbjóða sér á ýmsa vegu. Ég ákvað að bjóða fyrri eigendum að taka greyið að mér og samdist okkur um kaupin. Nú er þessi elska búinn, (þetta er hann) að standa í hvíld í næstum þrjú ár og ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé úthvíldur eftir áralangan þrældóm og misbjóð. Nú langar mig að komast í samband við eigendur VW bíla, þ.e.a.s. "rúgbrauða". Ég er reyndar búinn að finna tvo sem eiga þesskonar eðalvagna, annar á Welstfalia en hinn á bíl með High-roof eins og ég. Þar sem mig langar til að virkja sambönd þessara VW eigenda, vil ég hvetja þá til að koma hér inn á spjallið og miðla af reynslu sinni og vera til taks með góðar ábendingar til þeirra sem eru í sömu sporum og ég...... vegalausir. Þannig er mál með vexti að mig langar til að smíða ínnréttingu í bílinn minn og væri þakklátur ef einhver væri tilbúinn að miðla einhverjum upplýsingum um t.d. efnisval, hvar efni er að finna, teikningar af innréttingum, tækjabúnað o.s.frv.....og svo mætti lengi telja (o.s.m.l.t.)
Bíllin minn er í tiltölulega góðu ástandi; er með 2,1 L vél, vatnskældur 4x4 og lítið ryðgaður. Hann er með háum toppi, þannig að meðalmaður stendur uppréttur í honum og vel það.
Endilega tökum nú höndum saman og rýfum þetta spjall upp á asnaeyrunum og dúndrum einhverjum sniðugum athugsemdum í spjallið. Ég á góðar mynningar um talstöðvaklúbb sem var í gangi á áttunda áratugnum á síðustu öld. Það var félag sen hét Félag farstöðvaeigenda og var skammstafað FR. og var starfrækt á CB-bandinu, á 27 Mhz (megariðum). Þetta var rosalega vinsælt og gaman væri að endurvekja notkun á þessum talstöðvum...
Jæja ....nóg komið í þetta sinn....meira seinna.
kv. Dolli
Bíllin minn er í tiltölulega góðu ástandi; er með 2,1 L vél, vatnskældur 4x4 og lítið ryðgaður. Hann er með háum toppi, þannig að meðalmaður stendur uppréttur í honum og vel það.
Endilega tökum nú höndum saman og rýfum þetta spjall upp á asnaeyrunum og dúndrum einhverjum sniðugum athugsemdum í spjallið. Ég á góðar mynningar um talstöðvaklúbb sem var í gangi á áttunda áratugnum á síðustu öld. Það var félag sen hét Félag farstöðvaeigenda og var skammstafað FR. og var starfrækt á CB-bandinu, á 27 Mhz (megariðum). Þetta var rosalega vinsælt og gaman væri að endurvekja notkun á þessum talstöðvum...
Jæja ....nóg komið í þetta sinn....meira seinna.
kv. Dolli
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum