Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Ferðasumarið byrjað

5 posters

Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Björn H. no. 29 Sun Maí 02 2010, 14:27

Fyrsta nóttin þetta sumarið í húsbílnum var um helgina.
Leitt að heyra Anna að Zorro sé fallin og Vífill greyið sé ómögulegur, vona að hann hafi hresst í ferðinni í sveitina um helgina.
Á laugardaginn komu góðir gestir í heimsókn þegar Ægir og Sigga kíktu við svona til að sjá karlinn sem væri sannfærður um að Borgarfjörður bæri af öðrum landshlutum.
Heimsóknin var friðsæl og drukkum við friðarkaffi og mauluðum súkkulaðimola með. Very Happy Very Happy
Eftir hádegið skruppum við til Reykjavíkur og gerðum stæði í bílageymslu klárt fyrir málningu.
Síðan forðuðum við okkur úr borg óttans, skruppum austur fyrir fjall og enduðum á tjaldsvæðinu í Þorlákshöfn en þar voru nokkrir húsbílar og hjólhýsi.
Vorum komin til höfuðborgarinnar fyrir hádegi í dag og þá var gólfið orðið þurrt og við drifum í að mála það.
Svo var tvöföld afmælisveisla, ung stúlka sem varð nýju ára og stóra systir verður sextán eftir nokkra daga og heldur að þá opnist ný veröld, allavega verði hægt að byrja æfingaakstur. cheers cheers
Veiðiskrepp mættum við á Kjalarnesinu en ég tók ekki eftir því fyrr en um leið og hann rann framhjá, væntanlega að koma úr veiðiferð úr Þórisstaðavatni.

kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  hafdísjúlía Mán Maí 03 2010, 05:00

Já til hamingju með það Björn og Þóra að vera komin af stað, við vorum með Önnu og Jóni að Þórisstöðum en ég held nú að þau hafi farið með öngulinn í rassinum heim aftur, við keyrðum framm á þau þegar þau voru að stoppa við Háls í Kjós að athuga með nautakjötið í kvöldmatinn því enginn var held ég fiskurinn.
Gott að þið Ævar eruð búnir að drekka friðarkaffið, vona að það hafi bragðast vel og þú komir með friðarboðskapinn í hittinginn okkar þegar við hittumst, hvenær sem það verðu nú.
Hlökkum til að hitta ykkur á ferðinni.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Ægir og Sigga Mán Maí 03 2010, 06:02

Jú , við komum við hjá þeim heiðurshjónum Birni og Þóru á leið okkar um Borgarfjörðinn um helgina. Kaffið klikkaði ekki og ekki nammið heldur. Nú er spurning hvernig maður tekur brýnuna við Björn eftir heimsóknina, en allvega var vel tekið á móti okkur og gaman að spjalla við þau hjónin. Skrif okkar Björns hafa nú bara verið til gamans og halda vonandi áfram , einmitt vegna "friðarkaffisins". En eins og kallinn sagði, þá skein sunny í Borgó þennan daginn. Björn og Þóra, enn og aftur takk fyrir okkur. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Björn H. no. 29 Mán Maí 03 2010, 14:14

Það eru ekki allar ferðir til fjár og fólk eins og Anna og Jón eru örugglega sátt ef eitt og eitt kvikindi bítur á, gamli ungmennafélagsandinn vera með en engin græðgi. Embarassed
Það er líka alveg ásættanlegt að skipta á silungsbröndu og góðri nautasteik. pirat
Friðarkaffið fór vel fram en við eigum seinni bollan eftir og kannski verður hann drukkinn fyrir austan.
Við Ægir erum boðberar friðar og fegurðar landsins Hafdís og fallegur var Borgarfjörðurinn á laugardaginn þegar Ægir og Sigga böðuðu sig í sunny í Borgarnesi.
Vitanlega eru Spjallverjar eftir að hittast og ræða friðarmál yfir heitu súkkulaði eða þannig.

Ægir, takk fyrir komuna og verið þið Sigga velkomin aftur í kaffi og nammi. cheers cheers
Ég ætla að vera fastur fyrir og klára Vestfjarðaferðina áður en ég stilli leiðsögutækið á Austfirðina.
Verð að vera alveg klár á tækinu ef maður skildi lenda í Austfjarðaþokunni. clown

4. maí.
Hefndist fyrir þokukjaftæðið í gær, hér er svarta þoka og Hafnarfjallið mitt sést ekki. Mad

kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  hafdísjúlía Þri Maí 04 2010, 03:09

Já Björn ég er alveg sammála þér með veðrið um helgina fallegt var það, ég sat og prjónaði (eins og er aðal trendið hér á Íslandi í dag) úti á Þórisstöðum, og naut þess að vera í þessu yndislega veðri. Svona verður sumarið allt saman alveg yndislegt fyrir okkur íslendinga því ekki hefur maður efni á utanlandsferðalögum.
ÉG segi eins og þú ætla að taka vestfirðina fyrst allavega klára það sem ég á eftir í sumar áður en ég skrepp svo austur á land í hreindýraveiði. Svo það er aldrei að vita nema maður kíki til Ægis á ferðinni austur.
Það er nú þannig að þrátt fyrir hækkandi olíuverð þá einhvernveginn endar þetta alltaf svona að maður fer lengra en maður ætlaði í upphafi en það verður bara skemmtilegt og gefandi þá sér maður eitthvað nýtt á hverjum degi.
Sjáumst allavega á ferðinni í sumar. Hlakka bara til.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Ægir og Sigga Þri Maí 04 2010, 14:35

Takk fyrir það Björn, maður kíkir kannski við aftur uppúr næstu mánaðarmótum ef við förum norðurleiðina. Ætlum til Spánar 5. júní, þurfum að moka upp tengdamömmu sem ég mokaði yfir á s.l. sumri á suðrænni strönd, smá grín annars ( samkvæmt brandarasíðunni). Ég verð að fá smá vídamín úr Spánarsólinni áður en ég fer að flakka um landið á Línu þetta sumarið. sunny sunny ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Maí 05 2010, 15:01

Sæl öll og takk fyrir kveðjurnar, já maður saknar Zorro en Vífill er allur að koma til og m.a.s. hundast (mannast) Very Happy
Hann lenti nefnilega í slag við hann Hugo þeirra Ásu og Óla.
Við fórum í fyrstu veiðiferð ef svo má kalla, en auðvitað er enginn fiskur þar sem engin fluga er Cool
Bara drottningahlussur á ferð og enginn fiskurinn lítur við þeim. Razz
Enda var farið til að slaka á í góðra manna hópi, en við vorum þarna nokkrir bílar. Svo hefst félagsstarfið fyrir alvöru næstu helgi, við ætlum að ögra "Hafdísarlogninu" og fara á sama stað á sama tíma og í fyrra, og er tilhlökkun komin í mann fyrir þá ferð.
Gaman hefði verið að ná að sjá ykkur Ægir, en það var gaman að "heyra" í þér Laughing
Maður er alltaf til í að skipta á bröndu og góðri steik, enda rann hún ljúflega niður, afskaplega gott kjöt, þarna að Hálsi eru þetta ali-kýr og naut og kýrnar villtar úti allt árið og ala sína kálfa sjálfar.
Þau á Hálsi verða með hamborgara, Bradfurst pylsur og grillpinna á boðstólnum og hægt er að panta hjá þeim fyrir helgina, ef fólk vill. Very Happy Sjáumst sem flest, hress um helgina!
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Maí 06 2010, 00:59

Sumarið er komið, allavega í Borgarfjörðinn og vonandi allstaðar.
Anna, það er hvorutveggja gott, silungur og nautasteik, gott hjá bændum að vera byrjaðir að selja sína framleiðslu beint.
Við höfum verslað okkur folaldakjöt undanfarin haust beint frá bónda og það hefur ekki klikkað og frágangurinn til fyrirmyndar, allt merkt og pakkað í loftþéttar umbúðir. Razz
Ægir og Sigga að skreppa til Spánar í nokkra daga, alltaf notalegt að komast sólina og vítamínin sem hún skilar okkur aumum jarðarbúum.
Hafdís prjónar en hvað ? og hvað gerir Kristján, er hann kannski að vinda upp lopann? Wink
Ég færi í rölt svona til að fylgjast fuglunum og öðru dýralífi, það er gaman að sjá hvernig þau njóta lífsins. Shocked

Núna er allt orðið klárt fyrir sumarið í ferðabílnum, Invertirinn kominn í bílinn, nýja grillið virkar og hann Finnur Ingólfsson lét okkur hafa fallega miða á númerin í gær og bauð upp á nammi (Hraun) held að starfsfólkið hafi borgað fyrir greyið, það fór allur aurinn í vínabrauðin og kleinurnar um daginn þarna fyrir sunnan. Crying or Very sad

Hafdísarlognið verður stillt þetta árið, góða helgi. sunny

kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Steini 69 Fim Maí 06 2010, 08:13

Sæli félagar!
Hér er verið að gera "nýja" bílinn kláran á fullu, þ.e Dodge Durango 7 manna V-8 amerískan jeppa sem ég fjárfesti í um daginn. Var orðinn þreyttur á því að ganga um Subaru-inn sem ég var með, allt of lá íseta fyrir svona hnébilaðan baksjúkling. Ég semsagt seldi bæði Oldsmobile-inn okkar og Subaru-inn og keypti einn sparneytinn svona á tímum síhækkandi eldsneytisverðs Very Happy

Þetta er reyndar '99 árgerð en fínasti bíll þótt hann hafi nú verið orðinn hálf sjúskaður enda staðið síðan í haust, þegar fyrri eigandi flutti til Bretlands. Hann var reyndar pústlaus þ.e rörið var laust frá greininni og þetta var svona "flash back" frá því maður var á tvítugsaldrinum að burra af vanefnum á þessum amerísku sem gjarnan voru pústlasnir eða lausir eftir atvikum. En nú er hann hinn hljóðasti og líður áfram.

Svo var græjan fyllt að útslætti hjá Atlandsolíu þegar ég eignaðist hann, mælisstaðan tekin, og svo í morgun rann stund sannleikans upp. Búinn að aka á honum í snattinu hér á Selfossi 63 mílur og oftar en einu sinni athugað hvort hann ynni ekki jafnvel og síðast þegar ég botnaði hann og eyðslan í útslátt var 16,1 lítri. Hermann vinur minn sem var með mér í báðum áfyllingunum vildi ekki trúa þessu svo hann heimtaði að ég sett "almennilega" á hann en þar til flaut útúr urðu það þó ekki nema 17,66 lítrar svo ég er rúmlega hamingjusamur með þetta. Svo nú er verið að þrífa þennan sparibauk og nýta sumarveðrið hér á Selfossi.

Af Viðhaldinu er það að frétta að Helga tæknifræðingur fann lausn á því að vera með 2 plastkúta í stað stálsins í gær svo ég græjaði nýjar gasleiðslurfyrir plastið og það er allt komið á sinn stað. Þannig að hann er að mestu tilbúinn hér nýbónaður út á plani, svo smellti ég Pura-Tank á vatnskerfið á honum um miðnættið í gærkveldi og skola það út í kvöld. Teppin í farangursgeymsluna koma úr kanstsaumun í dag svo það verðu hægt að lesta hann. Og þá er það bara kosturinn! Já vonandi verður ferðin í Félagslund minna söguleg en síðast. En sú reyndist allavega ógleymanleg Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  hafdísjúlía Fös Maí 07 2010, 04:23

En frábært að heyra að þið fáið júlíu rok um helgina, hefði ekki boðið í hafdísarlognið á nýja bílnum.
Vildi að ég gæti verið með ykkur, verð bara í anda í Félagsgarði, vona að þið öll skemmtið ykkur vel og fáið ykkur veitingar hjá
þeim bændum á Hálsi.
Björn, Kristján er svo sniðugur að hann finnur sér fótbolta einhversstaðar eða labbar úti með tíkina og eftirlætur mér að prjóna fyrir sig peysuna. Annars er þetta ósköp yndislegt líf að vera svona á ferðinni.
Ægir, rosalega eigið þið gott að skreppa aðeins í sólina, við pöntm c vítamín með ykkur heim.
Til hamingju Helga og Steini með nýja vinnubílinn, ekkert smá flottur.
Óska ykkur öllum góðrar helgar og ánægjulegrar heimkomu, sjáumst á ferðinni. Very Happy
Eins og ég spáði í haust þá hefur veturinin verið einstaklega góður, til ferðalaga, og sumarið maður minn verður sko alveg æðislegt, ef ég mætti ráða myndi ég vera í fríi í allt sumar, því veðrið verður svo frábært. (vitið bara til)
en næsti vetur verður ekki alveg eins skemmtilegur, svo þá kemur 4x4 bíllinn hjá Helgu og Steina sér vel. Idea
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Ægir og Sigga Fös Maí 07 2010, 04:55

Já mér fannst tími til kominn að kíkja aðeins á senjóríturnar, ætlum að vera tvær vikur á Alecante. Þó það nú væri, tek eins mikið af sól og vídamíni með mér og ég get og hleypi því út þarna á suðvestur horninu þegar heim er komið, ekki veitir af. Þó lét sunny sjá sig þegar ´við kíktum til Björns og Þóru um daginn. Hef grun um að Björn sé í sambandi við einhvern sem sá honum fyrir sunny glætu þarna þegar við stoppuðum hjá honum. Þá getur hann haldið því fram við mig allavega að það sé alltaf sunny í Borgó. En sunny er væntanleg til okkar seinnipart dags, en nú er helv--þokuruðningur kemur sennilega frá Bretum og Hollendingum í staðin fyrir ash. lol!
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Maí 07 2010, 05:01

Logn eða stormur skiptir ekki máli Hafdís, þú ert veðurspákona spjallverja.
Við Þóra verðum með vinnufélögum á Austfjörðunum um helgina og ég stóla á að Ægir skaffi almennilegt veður.
Er Kristján að horfa á boltann í beinni umhelgar eða er hann að sparka bolta um helgar? Evil or Very Mad Evil or Very Mad
Nei annars, flott hjá honum að skreppa í göngutúr og viðra hundinn og njóta náttúrunnar á hverjum tíma, besta land í heimi, ekki spurning. Very Happy
Steini verður alltaf að hafa eitthvað að gera og ekki þykir honum verra að hafa einn frá landi tækifæranna eða þannig.
Sammála að veðrið í sumar verður gott og það verður líka gott næsta vetur, sama hvað við mennirnir gerum mikið af mistökum.
En ef það klikkar þá á ég einn frá landi tækifæranna og hann þolir talsverðan snjó en eyðslutölurnar eru aðrar en Steini nefnir.
Verum hress og ekkert stress

sunny Kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ferðasumarið byrjað Empty Re: Ferðasumarið byrjað

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum