Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Stigbrettin komin undir

2 posters

Go down

Stigbrettin komin undir Empty Stigbrettin komin undir

Innlegg  Steini 69 Fim Apr 29 2010, 17:01

Sælir félagar!
Jæja það var loksins í gær að Viðhaldinu var bakkað útúr innkeyrslunni og tekinn smá hringur svona rétt til að heyra í honum hljóðið og síðan skutumst við með vagninn í Hafnarfjörðinn í morgun og vorum mætt galvösk með hann í stigbrettaásetningu klukkan 8. Og ég bara skil ekki að ég skildi ekki gera þetta um leið og ég keypti hann. Vonum létum setja samskonar stigbrfetti á fyrra Viðhaldið og þetta ætti náttúrulega að vera staðalbúnaður á öllum húsbílum. Bara það eitt hvað er miklu skemmtilegra að ganga um þá er yfirdrifin ástæða fyrir stigbrettum að ekki sé síðan minnst á það hversu miklu snyrtilegri bílarnir eru í bleytu og aur, þegar maður er laus við rastirnar upp undir topp:D

Nú á leiðinni í bæinn fannst mér undarlega margar útvarpsstöðvar vera farnar á hausinn og það kom svo í ljós að útvarpsstöngin(eða réttara sagt stóllinn) var brotin á vagninum. Þeir Brimborgarmenn björguðu því með stæl svo minn sat í rigningunni hér úti á plani og skipti um þetta og viti menn... stöðvarnar hans Jóns Ásgeirs fengu niðurfellingu hið snarasta svo aftur hvein í tækinu.
Alveg finnst mér merkilegt hvað það fer oft að rigna þegar maður ætlar eða er að brasast útí í bílum Embarassed

Smellti af nokkrum í rigningunni áðan - Kv. Steini

Stigbrettin komin undir IMG_2757

Stigbrettin komin undir IMG_2758

Stigbrettin komin undir IMG_2759
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Stigbrettin komin undir Empty Re: Stigbrettin komin undir

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Apr 30 2010, 07:28

Sæll Steini, þetta er flott og maður bíður bara eftir næstu breytingu. Very Happy
Svona til að monta sig smávegis eru svona stigbretti staðalbúnaður á betri bílum. bom
Við Þóra vorum að sníða eggjabakkadínuna í gær og svo á að prófa hana áður en frekari saumaskapur hefst.
Það fer vel um þann næstbesta á nýju hellunum.
Vorum að velta fyrir okkur að skreppa eitthvað stutt um helgina en svo hringdi ung stúlka og bauð okkur í afmælið sitt.
Allar veislur af þessari gerð ganga fyrir, stórfjöldskyldan hittist og borðar tertur sem aftur þarf að berjast við, það er merkilegt hvað terturnar vilja tolla vel við mann.

Förum á næstu helgi með vinnufélögunum til Egilstaða í menningarferð ef flugmálayfirvöld samþykkja ferðina. drunken
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Stigbrettin komin undir Empty Re: Stigbrettin komin undir

Innlegg  Steini 69 Fös Apr 30 2010, 19:42

Sæll vinur...
Já nú fer þeim kannski að fækka enda fátt sem vantar orðið nema örlítið meira sumar Very Happy
Já Knausinn er ekkert að nískast á svona sjálfsögðum hlutum... Já ég var einmitt að tala um dýnu við Helgu í gær. Við ætluðum að fá okkur svona þunna yfirdýnu(ekki eggjabakka), en sjálf dýnan er fín hjá okkur þ.e fer vel með mann. Og jú ég var að smella framteppum í Viðhaldið í dag. Það er auðvitað staðalbúnaður í Knaus Very Happy

Já þetta með terturnar... Já maður skilur stundum ekkert í því hversvegna maður makar þeim ekki bara utan á sig beint Very Happy Very Happy
Til hamingju með ungu stúlkuna. En hvað segir það um Borgarnes ef þið kallið það menningarferð að endasendast á Egilsstaði:-) Góða skemmtun Wink
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Stigbrettin komin undir Empty Re: Stigbrettin komin undir

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum