Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Gleðilegt sumar!

4 posters

Go down

Gleðilegt sumar! Empty Gleðilegt sumar!

Innlegg  Steini 69 Mið Apr 21 2010, 21:04

Kæru félagar!
Vildi bara óska ykkur sunny gleðilegs sumars sunny með þökk fyrir veturinn.
Nokkurra gráðu frost í nótt tryggir okkur svo bongóblíðu í allt heila sumar og vonandi langt fram á vetur svo það er ekki hægt að gera neitt nema að hlakka til.

Ligg hér heima í þursabiti, sem virðist ekki með nokkru móti vilja yfirgefa mig, og fer ég nú alveg að fá nóg af þeim vinsældunum. Hef bara ekki tíma í svona heilsufar þegar líf liggur við að gera klárt fyrir næstu hitabylgju. En það er þó ekki allt á kafi í ösku svo það er óþarfi að velta sér upp úr þessu... en fari hann að hlýna fyrir alvöru, þá vil ég bara geta þess í framhjáhlaupi að mér ósárt um kvikindið og get alveg hugsað mér að láta þetta þursabit frá mér fyrir lítið... jafnvel frítt... og get svo sem látið nokkrar krónur með því ef það ræður baggamuninn Very Happy

Áhugasimir mega gjarnan bara koma við og sækja það.... jafnt að nóttu sem degi Cool

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Benedikt 687 Fim Apr 22 2010, 15:24

Sumarið og allt það. var nú frost hér í allan gærdag held að hann hafi náð gráðunni í dag. Við hjónin fórum með tengdsyninum og einu barnabarni í golf í dag og hev var hann kaldur í norðan andvara á golfvellinum

Steini held maður þekki þetta, og vonandi kemur þú þessu ekki frá á strandir en vonum samt að þú losnir við bitið strax.

Fyrir nokkrum árum var sonur okkar hjóna að kvarta yfir verk í bakinu, hafið helgina áður einhvað verið sulla í víni og að elta stepur, móðir hans var ekki einhvað ánægð með soninn. Þetta er nú bara út af því að þú ert að elta stelpur allar nætur, sonurinn svaraði en hvað með pabba af hverju þurfti að skera hann í bakinu hvað var hann að gera.
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Steini 69 Fim Apr 22 2010, 15:49

:-) Það komst upp um kallinn!
- Já maður er búinn með hryggspengingarpakkann og það allt líka svo ég hlýt að hafa verið viljugri til "eftirfara" í den Very Happy Læknarnir föttuðu þetta með stelpurnar samt aldrei. En ætli maður hefði nokkur farið frekar eftir því, hefðu þeir ráðlagt einlífi, en öðru sem manni var ráðlagt Very Happy Very Happy

Já ég staulaðist út í sólina með stráknum í dag, að klára að setja Grillkassann á Viðhaldið og mann langaði í það minnsta ekkert á stuttbuxurnar Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Apr 23 2010, 14:51

Gleðilegt sumar spjallverjar og annað húsbílafólk.
Sumarið fer hægt af stað, 10 gráðu frost í morgun og ég sem er að helluleggja bílastæðið.
Við hefðum þurft hafa haka fyrst í morgun en svo smá skánaði þetta og við fórum langt með að gera klárt fyrir hellulögnina.
Stórfjölskyldan mætir í fyrramáli og leggst á hnén og raðar steinum í þúsundavís.
Það verður mikið að gera hjá húsmóðurinni við að elda og fóðra hungraða starfsmenn á plani.
Ágúst verkstjóri er harður og það fær engin að sofa langt fram á dag, mæting á planið kl. 08,00 og hananú. Twisted Evil
Ég sem hélt að ég hefði einkaleyfi á því að reka fjölskylduna á lappir, er maðurinn að hrifsa til sín völdin? Evil or Very Mad
Maður verður að fara fínt í að gefa eftir stjórnina, annar er hætta á að það verði valtað yfir karlinn. Embarassed
kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Steini 69 Fös Apr 23 2010, 18:46

Sæll Björn og takk enn og aftur fyrir sendinguna!
Mér finnst eiginlega að sumarið hafi komið í dag, þrátt fyrir smá nepju Very Happy Enda litu nokkrir húsbíla- og hjóhýsaeigendur í heimsókn og svo eyddi maður lunganum af seinni partinum í að mæla fyrir svuntu og fleiru á Renault hér útá plani, með vini mínum. Undirritaður teiknaði bílinn allann upp í tölvunni og síðan var mælt og spegúlerað, mikið spegúlerað.... teikningar málsettar og allt gert á hinn vandaðasta máta. Fundnar út staðsetningar á smellum og mikið hugsað! Þegar öllu þessu var lokið stundi eigandinn því upp að sennilega myndi hann fara og hitta Valda í Seglási á bílnum eftuir helgina. Embarassed

Þá stundi frúin því upp að sennilega væri nú Valdi í Hveragerði... svo næst var ákveðið að hringja bara í kappann og athuga málið. Auðvitað var Valdi þar svo ég renndi bara eftir honum og hann kom og hló ógurlega að teikningunum og öllum spegúlasjónunum og síðan brá hann málbandi á bílinn og rissaði einhverjar tölur á blað og var sléttar tvær mínútur að þessu. Thanks you very nice. Þannig að seinniparturinn hafði farið fyrir litið hjá manni Very Happy

Ég kíkti svo í nokkra bíla á tjaldstæðinu í Hveragerði, þegar ég skutlaði Seglásforstjóranum til baka, og meðal annarra tvo full size "ameríkanska" og það er tilfellið Björn að þeir eru nú býsna rúmgóðir blessaðir og sófarnir ansi hreint notalegir. Setjum þá á langtímaplanið Laughing

Gangi ykkur vel í hellulögninni minn kæri. Ein slík er líka á langtímaplaninu á þessu heimili. Stórt plan þetta langtímaplan Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Björn H. no. 29 Mán Apr 26 2010, 05:41

Sæll Stein, ekkert að þakka.
Þessi ætti að duga, bara að passa að hundarnir feli hann ekki.
Hvert fór sumarið, hérna snjóar smávegis í augnablikinu og ég sem þurfti sól.
Það var fjör hér um helgina, búið að leggja hellur á 135 fermetra og sanda, trúlega um 15 tonn af hellum.
Það er bara eitt sem ég skil ekki, maður er alveg í henglum eftir þetta, öll liðamót stirð og allskonar strengir hér og þar.
Þetta var ekki svona fyrir nokkrum árum, verð trúlega að gera meira af því að nota skrokkinn.
Öll bílakaup verða að bíða og alls ekki að horfa á þessa stóru með sófasettunum, við erum engir útrásarvíkingar Steini.
Vonandi hittast spjallverjar fljótlega og kannski verður veislan mikla að veruleika.

kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Steini 69 Mán Apr 26 2010, 05:52

Sæll vinur!
Já þetta er alveg eðall - nei ég þarf engar áhyggjur að hafa af mínum hundi... hún Kolka blessunin er of smámynnt til að eiga séns í þetta... þannig að fari svo illa að græjan lendi í hundskjafti... þá verður það sko skrifað á "aðkomuhund". Very Happy
Og já Helga mín las það á Fésbók dóttur þinnar að þú værir sko hreint ekkert einn um það að vera með strengi eftir átök helgarinnar svo ég ráðlegg þér að vera ekkert að flýta þér að kaupa árskort í ræktina:D

Og með þessa með sófasettunum... sko það kostar ekkert að horfa Rolling Eyes

Svo bíða menn bara spenntir eftir myndum af helgarstórverkinu!

Kveðja úr slyddunni, Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Björn H. no. 29 Mán Apr 26 2010, 09:47

Bylgja stóð sig vel, lík mömmunni og svo tók hún líka vel á eldhússtörfunum.
Of seint að sleppa kortinu, sveitarsjóður er sá blankasti svo það er löngu búið að borga það, skrapp í laugina í morgun og síðan í pottinn og endaði í gufunni.
Kolka ræður ekki við þetta bein en það hefði sá gamli gert enda var hann fullvaxinn hundur.
Þetta er rétt hjá þér Steini það má skoða en draumabíllinn fyrir mig væri einn sem kæmist alla almenna vegi, hvort heldur væri á möl eða malbiki.
Þú mátar bara Hobbyinn á hellunum, það á að vera pláss fyrir nokkra en kaffivélina vantar,björgum því með gamla laginu.
Hann er hættur að snjóa en ég þarf sól svo sandurinn þorni svo það verði hægt að klára að sanda, það tekur talsverðan tíma að fínpússa planið.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Apr 28 2010, 14:53

Gleðilegt sumar öll sömul sunny sunny cheers
Loksins í dag kom lofthiti til að tala um Smile Styttist í fyrstu ferð félagsins og í fyrsta veiðitúrinn.
Veiðiskreppur kominn með fallega bláa skoðunarmiðann sinn, svo maður er að verða tilbúinn út í sumarið. Very Happy
Eitt sem skyggir á er að Zorro minn fær ekki að njóta sín, hann er allur Sad Hann bara náði sér ekki eftir veikindi sem höfðu staðið allan þennan mánuð. Vífill ræfillinn er varla að fatta að Zorro kemur ekki aftur,enda bara 2 dagar síðan Zorro fór, og er hálfómögulegur Neutral Vona bara að hann hressist við að fá að komast í sveitina alien

Jón minn er að klára sitt ferli ( þið vitið sum um það) gengur framar vonum og þá verður maður klár í ferðir, en við stefnum á að fara í fyrstu ferð í Kjós. Fyrst að Hafdísarlognið réði öllu þar í fyrra veit maður ekki við hverju má búast við nú í ár Embarassed
Vonandi sjáumst við sem flest þar, kát og hress.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Steini 69 Fös Apr 30 2010, 15:05

Björn H. no. 29 skrifaði:Bylgja stóð sig vel, lík mömmunni og svo tók hún líka vel á eldhússtörfunum.
Of seint að sleppa kortinu, sveitarsjóður er sá blankasti svo það er löngu búið að borga það, skrapp í laugina í morgun og síðan í pottinn og endaði í gufunni.
Kolka ræður ekki við þetta bein en það hefði sá gamli gert enda var hann fullvaxinn hundur.
Þetta er rétt hjá þér Steini það má skoða en draumabíllinn fyrir mig væri einn sem kæmist alla almenna vegi, hvort heldur væri á möl eða malbiki.
Þú mátar bara Hobbyinn á hellunum, það á að vera pláss fyrir nokkra en kaffivélina vantar,björgum því með gamla laginu.
Hann er hættur að snjóa en ég þarf sól svo sandurinn þorni svo það verði hægt að klára að sanda, það tekur talsverðan tíma að fínpússa planið.

Já það ætti ekki að væsa um "Næstbesta" á planinu eftir öll fínheitin. Já Ýmir heitinn hefði í það minnsta getað eitthvað jóðlað á því:-) Já ef þessir snillingar smíðuðu almennilega húsbíla... ég get ekki sagt að mann langi á þvottabrettin á svona húbílum þótt Hobby-inn sé samt býsna góður Hólalsandsvagn Very Happy

Það hlýtur að stytta upp fyrir haustið og það fer þá aldrei verr en svo að þú fáir lánaðan hárblásarann hjá Þóru og rennir yfir fúgurnar og þurrkir sandinn eilítið Very Happy

Ég leysti þetta til bráðabirgða með planið hjá mér Björn....og seldi frá mér 2 bíla í vikunni.
Svo nú er allt að því að planið líti út eins og hjá venjulegu fólki, enda einugis "tvílbílt" Very Happy

Góða helgi!
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Gleðilegt sumar! Empty Re: Gleðilegt sumar!

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum