Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Vestfjarðahringurinn 2010

4 posters

Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Apr 10 2010, 05:27

Jæja þá er planið tilbúið fyrir Vestfjarðahringinn, bara eftir að velja tímasetninguna, en hún verður tekin með tilliti til veðurspár fyrir svæðið.
Geri ráð fyrir að þetta verði svolítil fjölskylduferð.
Heildarvegalengd er ca. 1000 km. og áætlaður dagafjöldi er ca. 9. dagar, fer svolítið eftir veðri og fl.
Ferðalagið er áætlað um dali og vesturfirðina og norður um til Bolungarvíkur og þaðan til Hólmavíkur og suður Holtavörðuheiði.
Bundið slitlag ca. 752 km. Malarvegir ca. 246 km.
Áætlunin gerir ráð fyrir að gist sé á tjaldsvæðum en ef við rekumst á fallega staði við læk eða fjöru er eins víst að planið raskist.
Ef einhverjir vita af fallegum stöðum utan þéttbýlis eru allar ábendingar vel þegnar.

Var áðan að setja sumardekkin undir heimilisbílinn og það var ósköp notalegt að losna við naglahljóðið.
Útsýnið til Hafnarfjallsins hvarf áðan í þoku og rigningarsuddann en er að koma í ljós aftur, semsagt vorið er komið og nú er að umbylta kartöflugarðinum og fela nokkrar kartöflur.

Húsbíllinn verður að bíða svolítið lengur en einn tengdasonurinn er væntanlegur til að stjórna vinnu við að helluleggja bílastæðið, ca 130 fermetrar og hann segir að þetta taki eina helgi.
Dæturnar verða að mæta með alla sem geta lyft 1 kg. eða meir til að þetta megi takist.
Þóra mín er í glerinu svo það er best að fara hætta þessu bulli og fara að taka eitthvað snarl til handa þessari elsku.
kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  hafdísjúlía Sun Apr 11 2010, 03:43

En gaman að láta sig dreyma um sumarfríið, mér heyrist eitt árið enn að margir íslendingar ætli sér á vestfirðina. Við ákváðum í fyrra eftir ævintýri okkar þar að við myndum fara með Baldri yfir og byrja á Brjánslæk þetta árið, og sleppa núna Breiðuvík, þó svo að ég væri alveg til í að skreppa þangað aftur, yndislegt að vera þar, en vegirnir maður minn, maður var svo uppgefinn að þegar við komum til baka þá var orkan ekki til fyrir Rauðasandinn, verður að bíða betri tíma, svo það verður Táknafjörður og norður úr á Vestfjörðum þetta árið. Annars verður veðrið að stýra því hvert farið verður, eins og alltaf.
Hlakka bara til sumarsins. Eru þið hjónin með gallerý heima með glerið. Er hægt að kíkja við og skoða.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Björn H. no. 29 Sun Apr 11 2010, 13:42

Sæl Hafdís, það er nauðsynlegt að eiga sér draum, einn eða fleiri.
Það er orðið svo langt síðan við fórum vestfirðina síðast að það verður helst að gerast í sumar.
Þóra er ekki hrifinn af vestfirsku vegunum og ekki verður það betra á núverandi bíl, sá gamli var á 33“ dekkjum og lét sér fátt um finnast þó margar væru holurnar.
Við tökum þetta bara með hægðinni, vegirnir hafa batnað og það er svo margt fallegt þarna að maður lætur ekki holurnar stöðva ferðalag og allt það áhugaverða og fallega sem er að sjá á vestfjörðum.
Ekki veit ég hvað er til á hverjum tíma af glervöru en það er örugglega til hellingur þó Þóra segi að það sé allt tómt.
Þið Kristján verðið bara að koma og sjá, var ég ekki búin að lofa kaffi?
kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Mið Apr 14 2010, 14:56

Sæl veriði!
Já okkur langar líka á vestfirðina en ég get nú ekki sagt að ég sé mikið hrifnari af malarvegunum en hún Þóra Very Happy Og ekki hef ég endalausa þolinmæði í að fara fetið. En auðvitað kemst maður á Ísafjörð og getur eitthvað þvælst um þar í kring á olíubornu svo það er aldrei að vita nema að maður skelli sér. Sótti mér það síðasta af festingaefni í dag svo ég hafi ekki lengur afsökun fyrir því að hengja ekki grillkassann aftan á Viðhaldið. Búinn að senda hliðina úr markísunni í Seglás í smábreytingu, svo maður er allavega svona eitthvað að þykjast. Nú vantar bara nokkurra daga sunny og þá kemur þetta.... annars er restin af tossalistanum svona:
1) Festa kassan á grindina
2) Hanna miða á kassann
3) Láta Valda í Seglás breyta hliðinni og setja smellur
4) Láta setja talstöðina í hann.
5) Athuga betur með verðið í loftfjöðrunina
6) Athuga með framteppin hvort þau passa
7) Smíða máta af teppum í farangursgeymslu og athuga með teppaþvott.
Cool Athuga með að plast gaskút fyrir.
9) Festa bracket fyrir remiblinds
10) Fara með bílinn í stigbrettaásetningu til Árna.
11) Láta Eggert bóna hann almennilega.
12) Láta smyrja
13) Festa þjófavörnina í hurðinni.
14) Setja bólurnar yfir festingagötin á Inverternum
15) Festa slökkvitækið
16) Setja merkingarnar á bílinn og fánana
17) Smella í hann tölvukubbnum


.svo það er svosem eitthvað að dunda í ennþá:-) - Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Apr 14 2010, 15:37

Steini alltaf að dunda, það er gaman að þessu!
Var að renna yfir verkefnalistann hjá þér og þar eru tvö atriði sem vekja upp spurningar.
Hvað ertu með stóran Inverter? og hvaða tölvukubbur er þetta og hvað á hann að gera?

Sótti númerin í dag og ætli maður sæki ekki gripinn um helgina og fari að skoða eitt og annað.
Þarf að koma fyrir Inverter sem ég verslaði, máta hlið við markisuna og eitt og annað smálegt.
Svo er að koma eggjabakkadýnunni á sinn stað, verð að hugsa vel um þessa elsku.
Vantar fána og fánahaldara en veit ekki hvar maður fær svoleiðis.

kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Mið Apr 14 2010, 15:49

Sæll Björn!
Mig minnir að inverterinn þoli 1000w constant og 1500w peak. Æji ég ætla að setja í hann tölvukubb sem tekur hann úr 125 í 156hp. og tekur torkið úr 285 í 342 að mig minnir.

Ég ætla að setja 2 fána(límmiða) á hann:-) Á einhversstaðar samt félagsfánann einhversstaðar.... en enga festinguna
Já það má nú ekki væsa um þessar elskur Very Happy

kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Apr 15 2010, 02:18

Sæll Steini, það er rétt hjá þér helmingurinn af því að eiga húsbíl er að dekra við þá.
Þú er með svona stórann Inverter, það voru allir að segja mér að 300 w væri yfirdrifið.
Rafvirkinn okkar sagði að það væri betra að hafa þá stærri, kannski ég skipti og fái þann sem var efst á listanum.

Þú prófaðir kubb í gamla bílnum, væntanlega hefur krafturinn aukist en hvað með eyðsluna minkaði hún?
Hver er síðan kostnaðurinn við að kaupa og setja svona kubb í bíl. Razz

Við verðum að eignast fánastangir eins og hinir, það verður að vera hægt að flagga. sunny
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Fim Apr 15 2010, 03:31

Sæll - Ég var með 300 eða 350w í eldri bílnum og hann dugði mér. Hleðslutækið fyrir laptoppinn dró 250w og það var það þyngsta sem ég nýtti hann fyrir önnur hleðslutæki(fyrir leikjatölvu stráksins og gemsana) drógu minna og þetta var það sem ég brúkaði hann fyrir. Þetta veltur bara á því í hvað þú hyggst nota hann.

Ég prófaði bara samskonar bíl og minn gamla, sem búið var að forrita tölvuna í, og hann vann talsvert betur. Mátti segja að það munaði eins og einum gír. Það átti einmitt að fara að forrita minn þegar hann seldist svo það varð aldrei af því í fyrrasumar.

Það eru ýmis verð í gangi sýnist mér og ég er reyndar ekki búinn að ákveða hvaða lausn ég nota. þ.e hvort ég kaupi kubb, og þá hvaða, eða hvort ég læt forrita hann. - Þrátt fyrir auglýsingar um minni eyðslu hefur mér reyndar sýnst á spjallborðum úti, að menn séu almennt á því að hún heldur aukist frekar en hitt, en virðast á hinn bóginn jafn sammála um aflaukninguna og mun skemmtilegra vinnslusvið í bílunum.

Sko með því að líma flöggin bara á bílinn... ja þá er bara "non stop" 17. júní og engar stangir nauðsynlegar Very Happy
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Apr 15 2010, 05:41

Þú er svo mikill græjukarl, ég þarf bara að geta hlaðið tölvu og myndavél og annað í þeim dúr.
Það eru fánar á okkar bíl en ég hélt að maður yrði að geta flaggað félagsfánanum og að maður nefni nú ekki flaggi Borgarbyggðar.
Það verður fróðlegt að frétta af kubbamálum, okkar er 2,8 og aflið nægjanlegt en maður er ekki alveg læknaður af græðgispestinni .
Maður segist ætla spara eldsneyti en þegar maður ekur bara 5000 km á ári þá verður maður kannski lengi að spara upp í kostnaðinn við að fá sér sparnaðarkubb.

Núna förum við Borgnesingar að gera út á Loðnu, fjörðurinn hefur verið fullur af Loðnu síðustu vikurnar og fuglar í þúsundavís fylgja með.
Það væri ekki hægt annað en hitta ef maður ætti byssu, svo þétt er fuglamergðin stundum.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Fim Apr 15 2010, 06:25

Sæll - Þú skalt kíkja á spennubreytinn fyrir fartölvuna hjá þér þar stendur hver orkuþörfin er. Algengt er 250-350w á þessum fartölvum sem ég hef kíkt á þetta á.

Þetta með kubbinn er nú bara vegna þess að mér finnst vinnslusviðið í Fordinum full ofarlega og þar sem fyrsti gírinn er alltof hár finnur maður til með kúplingunni þegar verið er að taka af stað uppímóti og eins væri betra að geta verið með minni inngjafir á blautum tjaldstæðum og svo videre. Ég er ekkert endilega viss um að þetta geri mikið gagn á lágsnúningi en er að lesa mér til.
Aðalmunurinn á Fiat og Ford er að í Fiatnum er 1. gírinn ágætlega lár en bakkgírinn alltof hár en í Forðinum eru hvorir tveggja alltof háir. Mig vantar hreint ekkert meira afl að öðru leyti. Fordinn vinnur ótrúlega vel með sín 125 hestöfl og er frábær uppá eyðsluna. Þegar ég fór að norðan í fyrra á honum tómum var hann með 10,08 á hundraði og fór ég þó ekki beinlínis í "hægðum" mínum Very Happy - Fiatinn hjá okkur var að eyða svona rétt um 12 lítrana lestaður og ég átti alveg eins von á því að Fordinn sem er með 41 hestafli aflmeiri vél væri í 14-15 lítrum svo þetta var bara skemmtilegur pig (lesist bónus)

Nei ég velti mér ekki uppúr eyðslunni þ.e hvort þetta eyðir einum lítranum minna eða meira. Myndi frekar þá bara fara ferðinni minna en að láta það ráða vali á bíl. En auðvitað fer þetta helvítis eldsneytisverð alveg með rökin fyrir því að planta einum full size amerískum í innkeyrsluna svona til að dúlla í einn vetur eða svo Very Happy

Já ég man eftir svona loðnugengd á pollinum á Akureyri hér í den... fór með fötu í flæðarmálið og fyllti. Síðan heilsteiktum við hana á pönnu og átum með rúgbrauði. Fagnaðarlætin yfir lostætinu ætluðu samt aldrei að hefjast. Síðan er mér, í það minnsta, ósárt um hana í varginn og loðnudallana Very Happy

Var ekki Guðjón á Maístjörnunni að selja svona fánafestingar með sogskálum? Held það.

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Benedikt 687 Fim Apr 15 2010, 06:28

Gaman að fylgjast með ykkur félögum og gott að þið ætlið vel græjaðir á Vestfirðina í sumar. Eruð náttúrulega meira en velkomnir í kaffi þegar þið rennið hér hjá.

Ég sjálfur sótti bílinn í geymsluna á laugardaginn ,þá var búið að setja í hann loftpúða að aftan kostaði 200 þ og gert af Víkurverki, reyndar samnið um verðið í fyrra vor.
Fórum á sunnudagsrúnt að Garðskagavita síðan í Sandgerði, Stafnnes, út á Reykjanes og lentum þar í töluvert miklu hagléli ásamt smávaxinni Japanskri stúlku .Loftpúðarnir reyndust mjög vel og er talsverður munur að keyra bílinn. Úr Grindavík var síðan haldi í Fljótshlíðina með viðkomu í Kópavogi . Sáum síðustu leifarnar að gosinu á Fimmvörðuhálsi. Var það að sjá svipað og leifar að áramótabrennunni. Gistum á Hellishólum aðfaranótt mánudags. Eftir þetta ferðalag fór ég að skoða dekkin undir bílnum, dekkin dæmd ónýt eða allaveganna mjög léleg . Kaupi ný dekk á N1 Michelin 225/70R15C
Er nú að spá í að renna aftur í Fljóthlíðina og sjá Eyjafjallagosið áður en því lýkur líka. Okkur finnst ekkert mál að renna suður eftir að nýi vegurinn var opnaður erum ekki nema um 3 tíma í bæinn (2 í Borgarnes).
Var einmitt að spá í hvað fuglinn væri að tína upp þegar ég renndi yfir Borgarfjarðarbrúnna gaman að vita að það var loðna.
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Fim Apr 15 2010, 06:56

Sæl Bjössi og til hamingju með loftfjöðrunina! Í hverju finnst þér murinn helst liggja eftir að hafa fengið púðana undir? Og hvað varstu búinn að aka marga kílómetra á þessum dekkjum? Þetta er bara að verða eins og hjá rannsóknarnefndinni Very Happy

Og í framhjáhlaupi... Gaman að heyra að það hafi rignt yfir ykkur hagli og japanski stúlku Very Happy

Svo minni ég bara, að gefnu tilefni, á alveg hreint ágætiskaffikönnu sem er hér fram í eldhúsi, það eru komnir á hana einir 7834 bollar frá því í mars í fyrra svo ykkur er meira en óhætt að kíkja í bolla. Við kunnum á kvikindið Very Happy

kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Benedikt 687 Fim Apr 15 2010, 07:22

Steini stúlkan lenti í haglinu ásamt okkur hefði nú ekkert gert til að fá nokkrar í staðin fyrir haglið.

Fannst bílinn mýkri og svo var munur að geta lyft honum á aftan þegar ekið var út af mölinni. Bílinn hjá mér er svo langur fyrir aftan hjól að hann var alltaf að reka niður þverbitann sem er fyrir framan afturstuðarann. Ég var nú ekki búinn að aka mikið á þessum dekkjum minnir að það hafi verið 23 þúsund rúm. Var alltaf með um 50 pund í þeim.
Þakka fyrir kaffiboðið. Það má nú ekki minnast á kaffi hér núna. Konan fór í Bónus og ég með, til að keyra kerrunni, mér verður það á að sjá kaffi á tilboði á 230 kall pokann, konan hafði áður sett Meril eða einkvað álíka sem ég sá að kostaði um 500 kall þannig að ég skipti. Ætlaði að eiga mismuninn til að kaupa mér nokkra bjóra.
Núna er ekkert til nema ódrekkandi sull sem lyktar eins og vothey og pokinn af Meril í Kaupfélaginu kostar 730 kall
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Fim Apr 15 2010, 09:06

:-) - Eins og ég segi alltaf... þegar maður er farinn að spara í kaffi og klósettpappír... ja þá er komin kreppa Very Happy - Já við prófuðum einhverjar svona tilboðs-kaffitegundir en urðum lítt hrifin. Það er verst að þetta er eins og með græjurnar... það kaffi sem manni langar mest í er að jafnaði dýrast Very Happy Svo velkomin bara í Morgundögg eða Kvöldroð frá Kaffitári.

Já mig rámar í bitann á Bustnernum... man að því þegar Kristján og Hafdís óku fram af kanti á tjaldstæði sem við vorum að fara inná, þá tók burstnerinn hjá þeim niðri á bitanum með tilhlýðilegru geiflu. Og er sá nú talsvert styttri, aftan hjóla, en ykkar. En Kristján var á gönguskónum og var snöggur að "rétta hann" Very Happy

Já ég samgleðst þér að vera kominn með "afréttarana" undir. Mér fannnst þetta snildarmunur, bæði við akstur í roki og eins til að rétta af á tjaldstæðum. Fann reyndar minnst fyrir að fjöðrunin sem slík mýktist eitthvað, en hitt eitt og sér var alveg þess virði.

Skaust síðan áðan og setti SantaFe á sumarganginn og skrapp með hann í skoðun. Fékk eina athugasemd. Hægra þurrkublað rifið. Ók á næstu bensínstöð til að fjárfesta í nýju en fann ekkert að. Blaðið virkar sem nýtt, og fann ég loks, með því að rýna í gegnum leshluta gleraugnanna svona tæplega 1 millimetra "flipa" að utanverðu, en er þó ekki viss? Svo ég held ég doki bara eftir því að bilunin komi fram Very Happy Hélt í einfeldni minni að menn skiptu bara um þurrkublöð um leið og þau færu að vera með leiðindi en þyrfti ekki að siga fólki til þess arna með skipulagðri "bilanaleit". Allra síst á Íslandi - Annars bara góður með 12 miðann Very Happy
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Apr 16 2010, 08:04

Sælir félagar, sé að þið hafið verið að skiptast á upplýsingum í gær.
Ég skrapp suður í gær og var því fjarri góðu gamni.
Takk fyrir ábendinguna Steini, letrið á spennibreytinum er svo smátt að ég verð að fá mér stækkunargler til að geta lesið það sem þar stendur, sé að hann er kínverskur og passar fyrir Toshiba.
Láttu ameríska drauminn bíða þar til stóri vinningurinn kemur.
Ekki ætla ég keppa við fuglinn um Loðnuna en fuglarnir eru að verða svo þungir að þeir nenna ekki að fljúga, labba bara um og tína fiskinn upp jafnóðum og fjarar út.
Guðjón átti ekki fánastengur síðast þegar ég kannaði það.

Að sjálfsögðu förum við vel græjaðir á vestfirðina, spurning hvort maður á að taka net eða háf, nenni ekki að standa tímunum saman og bíða eftir því hvort eitthvað vill bíta á.
Fer maður ekki bara á bryggjuna og fær í soðið hjá atvinnufiskimönnum, eða að maður kannar með lausagöngurollur í Vestfirsku Ölpunum.

Nafni heppinn að hitta japanska blómarós á flugi og svo segir hann í beinu framhaldi að nýju loftpúðarnir hafi reynst vel................
Svo ætlar hann að versla ný dekk á N1 Michelin 225/70R15C, varstu ekki búin að bannfæra Michelin dekkin Steini?

Steini það er aldeilis að kaffikannan hjá ykkur Helgu fær að puða, 7834 bollar á nokkrum mánuðum, hefurðu kannað með bein innkaup á kaffi beint frá bónda í Brasilíu.

Við Þóra drekkum mest te og í gær lá frú Þóra illa í því, bauð mönnum í kaffi og varð að gefa þeim Te, kaffi ekki til á heimilinu.
Sem betur fór voru nýbakaðar pönnukökur á boðstólum svo henni var fyrirgefið.

Núna er hann byrjaður að snjóa og ég sem ætlaði að sækja húsbílinn á eftir, hann á sumarhjólbörðum og engar keðjur til nú til dags, kannski verður maður að bíða til morguns og sjá þá til hvort fellur úr lofti snjór eða aska.
kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Fös Apr 16 2010, 09:27

Já Björn það virðist í tísku að vera alltaf með smærra og smærra letur eftir því sem við eldumst... nú svo fást orðið þessar fínu smásjár líka Very Happy

Já kaffikannan fær nú aðstoð frá tveim könnum til viðbótar á heimilinu, svona þegar álagið er mest, og svo var hún líka biluð í einhverjar vikur, svo það er eflaust ástæðan fyrir því að bollarnir eru ekki orðnir fleiri:-)

Jú ég var ekki hrifinn af Michelin og gaf að ég held einmitt Bjössa dekk undan mínum gamla Very Happy Þau eru eiturhörð og sama má segja um Continentalinn sem er undir mínum. En Fordinn er bara svo milu mýkri að það kemur ekki eins að sök á honum. Ég fékk algerlega nýjan bíl við það eitt að skipta út dekkjunum á þeim fyrri. En Bjössi er eflaust á talsvert þyngri bíl í Busternum en Fiatinn gamli minn var.

Hér er sól og blíða og eina askan sem ég hef orðið var við er þessi af sígarettunum svo hæér er allt við það sama og samkvæmt spánni ættum við að vera laus við öskufall næstu nokkra dagana 7,9,13 Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Apr 17 2010, 14:58

Sæll Steini
Það er langt síðan símaskráin hvarf í móðu og ekki hefur það batnað.
Við Þóra skruppum í sveitina í morgun og sóttum þann næstbesta, sá var kátur! Very Happy
Hef verið að finna nýja dótinu pláss, það er Weberinn og nýja hliðin sem Óskar í Tjaldborg sérsaumaði eftir óskum frúarinnar, já sportið á ekki að borga sig. Embarassed
Svo þarf að koma Inverternum fyrir og ætli maður rífi ekki niður sjónvarpið úr eldhúsinu og komi því á sinn stað.
Límdi filmu inn á gluggann í hurðinni svo það sæist ekki þegar ég laumast í ísskápinn.
Við erum á þessum grjóthörðu en slitsterku dekkjum og þau verða að duga lengi enn.
Ætli díóðuperur séu ekki næst á óskalistanum, getur maður ekki fengið díóður sem passa í venjuleg perustæði 12 volta?
Þegar ég sótti númeraplöturnar tilkynnti ég starfsfólki Frumherja í Borgarnesi að þau ættu að vera með kleinur og pylsur þegar ég kæmi með bílinn í skoðun, annars færi ég bara til Aðalskoðunar, kannski hefði ég átt að biðja um Snúð. clown
kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Steini 69 Lau Apr 17 2010, 15:34

Sæll
Já þetta verða óttaleg "móðuharðindi" með árunum Very Happy - Æji hvað hann hefur nú verið kátur að sjá ykkur blessaður! Já plássleit er krónískur sjúkdómur í þessu húsbílasporti. Svo þegar og ef maður þarf einhverra hluta vegna að tæma þessar elskur þá skilur maður alls ekki hvernig í ósköpunum mátti koma öllum þessum óþarfa fyrir Very Happy

Ísskápinn....segðu bara eins og er... Þú hefur bara ekki viljað láta hanka þig fyrir ósiðsemina Very Happy

Díóðuperurnar eru farnar að fást hvítar líka svo kannski fer að vera hægt að nota þetta. En þessar bláu(þá er ég að tala um perur Björn... perur... pale ) þær eru alveg ömurlegar... svo er bara ekkert pláss fyrir hvítastafinn í þessum bílum og ekki fer maður að skipta út sveifinni á markísuna fyrir kvikindið Very Happy

Já tók Frumherjaliðið ekki bara vel í það að fara að steikja uppúr nokkrum kílóum? Very Happy

Kv. Steini
ps. Sendi þér líka smá einkapóst!
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Vestfjarðahringurinn 2010 Empty Re: Vestfjarðahringurinn 2010

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum