Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Flokkun tjaldsvæða

2 posters

Go down

Flokkun tjaldsvæða Empty Flokkun tjaldsvæða

Innlegg  Björn H. no. 29 Sun Mar 30 2008, 14:56

Flokkun tjaldsvæða
Hvað stendur á bakvið flokkana fimm?

Tjaldsvæði - flokkar
Flokkur 1.= 1 stjarna
• Tjaldsvæðið skal vera greinilega afmarkað og fjárhelt.
• Tjaldstæði skulu vera slétt og vel hirt.Svæðið skal vera greinilega merkt, svo og akstursleiðir um það.
• Á svæðinu skal vera búnaður til fyrstu hjálpar hjá umsjónaraðila.
• Upplýsingatafla skal vera til staðar með umgengnisreglum og símanúmeri hjá umsjónaraðila
• Á svæðinu skal vera daglegt eftirlit.
• Fjöldi salerna og vaska skal taka mið af reglugerð um hollustuhætti og hafa verið tekin út af heilbrigðiseftirliti.
• Salerni opin 24 tíma á sólahring.
• Sorp skal fjarlægt reglulega.
• Öllum mannvirkjum á svæðinu skal vera vel við haldið.
• Öll aðstaða á svæðinu skal vera greinilega merkt.
• Upplýsingar um neyðarnúmer skulu vera a.m.k. á íslensku og ensku.
• Á svæðinu skal vera aðstaða til losunar affallsvatns og seyru af húsbílum eða upplýsingar um næsta losunarstað.

Flokkur 2.= 2 stjörnur
Í viðbót við flokk eitt kemur:
• Starfsfólk hafi að lágmarki tveggja tíma viðveru yfir daginn.
• Upplýsingatafla með viðverutíma starfsfólks skal hanga uppi.
• Þjónustusvæði skal vera upplýst.
• Í neyðartilfellum skal vera aðgangur að síma í næsta nágrenni.
• Tekið sé við greiðslukortum.
• Borð og bekkir séu á svæðinu.

Flokkur 3.= 3 stjörnur
Í viðbót við ofanritað skal vera:
• Starfsfólk hafi fasta viðveru á álagstímum (dæmi: 8-10 og 17-21) og næturvakt skal vera um helgar.
• Gestamóttaka skal vera aðgengileg með svæðisupplýsingum og upplýsingum um önnur tjaldsvæði.
• Borð og stólar undir þaki.
• Póstkassi skal vera á svæðinu.
• Aðgangur sé að þvottavél og þurrkaðstöðu.
• Aðstaða til sorpflokkunar. (a.m.k. samkvæmt lágmarkskröfum um förgun spilliefna)
• Heitt og kalt vatn skal vera á svæðinu.
• Hægt sé að fá allar upplýsingar um svæðið og leggja inn gistipantanir utan opnunartíma svæðisins.
• Leiktæki séu fyrir börn á svæðinu.

Flokkur 4.= 4 stjörnur
Í viðbót við ofanritað skal vera:
• Starfsfólk hafi fasta viðveru á svæðinu frá kl. 07:00-23:00 alla daga.
• Gestir hafi aðgengi að nettengingu.
• Sérstök stæði skulu vera fyrir húsbíla og fellihýsi með aðgengi að rafmagni.

Flokkur 5.= 5 stjörnur
Í viðbót við ofanritað skal vera:
• 24 tíma viðvera alla daga.
• Veitingasala á staðnum.
Skýringar á texta:
Tjaldsvæði = Afmarkað svæði ætlað fjölda tjalda
Tjaldstæði = Staður innan afmarkaðs tjaldsvæðis ætlað stöku tjaldi (fellihýsi, húsbíl...)


Síðast breytt af Björn H. no. 29 þann Þri Jún 24 2008, 14:54, breytt 1 sinni samtals
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Flokkun tjaldsvæða Empty Re: Flokkun tjaldsvæða

Innlegg  Ágústa B 696 Sun Mar 30 2008, 15:17

Ekki vissi ég neitt um þessa flokkun. Er farið eftir þessu á stöðunum? Man nú samt eftir einu, í Kjarnaskógi (held að það heitir) sem vakt var á og umferð ekki hleypt inn eftir ákveðinn tíma nema að sé kölluð út vakt. Vonandi er ég ekki að bulla. Það er langt um liðið síðan ég var þarna.
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum