Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Eldgos í lengri tíma?

4 posters

Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 24 2010, 11:53

Eins og þið vitið þá er hafið eldgos í Eyjafjarðajökli, hef verið að lesa fréttir og annað um fyrri gos.
Þar er talað um að þetta eldgos gæti staðið lengi og jafnvel vakið Kötlu.
Búið er að loka vegum bæði vegna aurbleytu og vegna gossins. Er maður að sjá það að fólk fari á húsbílum austur fyrir á næstunni? T.d um páskana, fólk fer á húsbílum, fer í bústaði og fl, ætli það sé óhætt?
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Steini 69 Mið Mar 24 2010, 12:04

Varla ferðu á 5vörðuháls á Veiðiskrepp.... þótt bensinn sé nú góður Very Happy

Æji þetta kreppugos hefur engin áhrif á mig.... svo fremi að það drekki ekki Langbrókinni Very Happy
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 24 2010, 12:10

Enda er ég með Langbrókina í huga, og leiðina til Klausturs. Hugsaðu þér að ég skryppi til pabba á Klaustur, svo myndi Katla vakna með tilheyrandi látum, lokast þá ekki leiðin heim?
Svo bara allt þetta öskufall og allar þessar fallegu sveitir? Mér sýnist á myndum frá veðurstofunni að stórt svæði gæti farið undir hraun og fl.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Steini 69 Mið Mar 24 2010, 14:22

Þ'u myndir bara burra hringinn með bros á vör:-)

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Ægir og Sigga Fim Mar 25 2010, 10:57

Nei , andsk.. Er nokkur hætta á að Langbrókin lokist vegna gossins. Það hefur nú eitthvað mikið gengið á áður Anna mín. En það er spurning hvort þú bíður ekki þeim gamla bara vestur fyrir ( heim ) ef Katla fer að þenja sig. Við fórum fyrir nokkrum árum Fljótshlíðina og inná veg nr. F 261 milli Tindfjallajökuls og Emstrujökuls og áfram að vegi F 210 og svo að Hellu . Það var mjög skemmtileg leið, farin í sól og blíðu og útsýnið eftir því. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Mar 25 2010, 11:24

Er ekki endilega að tala um að Langbrókin lokist. Það er núna þegar búið að vara fólk við að fara í sumarbústaði þarna nálægt, talað um að vatn og fl gæti spillst.
Ef Katla vaknar þá er voðinn vís, enginn veit í raun hvernig þetta allt hagar sér.
Er bara að spá hvort það sé áhætta að fara austur fyrir í þær sveitir næst Kötlu?
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Ægir og Sigga Fim Mar 25 2010, 13:57

Þóttist nú vita hvað þú varst að fara, mátti til að grínast smá Very Happy . Þú ert nú á svo hraðskreiðum kagga , að þér verður nú ekki skotaskuld að skutlast svona bæjarleið. Held að ekki sé nokkur hætta á því að lokast fyrir austan þannig að þú þurfir að aka hringinn.
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Mar 25 2010, 14:48

Það er nú ekki hægt að sleppa svona tækifæri. Very Happy
Anna þorir ekki austur, er hrædd við að þurfa hugsanlega að fara enn lengra austur.
Hvenær gaus síðast þarna fyrir austan Ægir?
Anna búin að skipuleggja mikla ferð húsbílafólks í sumar til að heimsækja Ægir og svo vill hún ekki taka smá æfingarferð. Rolling Eyes

Veðrið hérna í Borgarfirðinum hefur verið bjart og stillt í dag og ég var nærri búin að sprengja mig á nýja hjólinu í morgun.
Núna er spáin frekar neikvæð, kuldi og jafnvel slydda eða snjókoma, ætli það sé páskahretið?
Í mörg ár fórum við félagarnir af stað til fjalla á annan í páskum og oftast var sest á sleðana innst í Lundareykjadal, það er ekki hægt núna.
Maður verður að fresta ákvörðun um páskaferðina fram yfir helgi. Embarassed

kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Ægir og Sigga Fös Mar 26 2010, 06:37

Hér eru upplýsingar um síðasta eldgos á Austfjörðum sem vitað er um. Ég held að það sé alveg öruggt að það mun ekki gjósa hér á þeim tíma sem stóra ferð félagsins verður, ég get alveg lofað því. Það skal tekið fram að ég var ekki hér heima þegar umspurðir atburðir áttu´sér stað Very Happy . En hér er sagan. “Reyð­ar­fjarð­ar­eld­stöð kall­ast mik­ið spor­öskju­laga meg­in­eld­stöðv­ar­kerfi sem menj­ar eru um í Aust­fjarða­blágrýt­inu þvert á firð­ina frá Stöðv­ar­firði í suðri norð­ur í Odds­dal inn af Norð­firði. Leif­ar henn­ar eru eng­an veg­inn eins ris­mikl­ar og háreist­ar og nöfnu henn­ar yngri sem kennd er við Breið­dal. Senni­lega hef­ur hún aldrei gnæft sem veru­legt eld­varp yfir um­hverfi sitt. Eld­stöð­in hef­ur gos­ið með hléum og af mis­jöfn­um krafti inn­an þessa svæð­is og inn á milli finn­ast hraun­laga­syrp­ur sem kennd­ar eru við Kum­la­fell og Örn­ólfs­fjall og runn­ið hafa frá sprungu­gos­um.

Þeg­ar Reyð­ar­fjarð­ar­eld­stöð hafði runn­ið skeið sitt til hálfs gerð­ust stór­merki mik­il á svæði við sunn­an­verð­an Fáskrúðs­fjörð þar sem nú er hlíð­in upp af Vík­ur­gerði. Blágrýt­islög­in sem þar hvíldu nær lárétt í tig­inni ró tóku skyndi­lega að rísa og rifna með braki og feikn­leg­um brest­um uns þau stóðu nær upp á rönd og land­ið hafði lyfst um mörg hund­ruð metra á stóru svæði. Eng­in vitni voru að þess­um at­burði utan kannski felmtri slegn­ir mófugl­ar því að þetta gerð­ist fyr­ir 11–12 millj­ón­um ára. Nú hafa basalt­lög­in veðr­ast að mestu utan af söku­dólgn­um sem olli þess­um fyr­ir­gangi og þeir sem um fjörð­inn fara geta dáðst að Sand­felli sem gnæf­ir í 743 m hæð sunn­an fjarð­ar. Er fellið talið eitt besta sýn­is­horn bergeitils frá ter­tíer­tíma á norð­ur­hveli. Nær sporð­reist basalt­lög­in í Smátind­um sem leggj­ast upp að sunn­an­verðu fell­inu bera enn vitni um hvað hér gerð­ist. Litlu sunn­ar tengj­ast þau lárétt­um lög­um sem liggja fyr­ir botni Fleins­dals og Sand­fells­dals. Heild­ar­þykkt bergeitils­ins er tal­in vera um 600 metr­ar og lík­legt að hann hafi brot­ist upp í blágrýt­is­þekju sem var yfir 500 m á þykkt. Und­ir lok gos­virkni í Reyð­ar­fjarð­ar­eld­stöð brut­ust súr og basísk hraun sam­tím­is upp um tvær sam­síða sprung­ur beggja vegna Fáskrúðs­fjarð­ar og skildu eft­ir sig áber­andi jarð­mynd­an­ir. Sunn­an fjarð­ar blasa þær við í Ketti og Gráfelli aust­an við Stöðv­ar­skarð en að norð­an­verðu sjáum við um­merki þeirra efst á Kapp­eyr­ar­múla og í Ljósa­fjalli við Gils­ár­dal. Í norð­ur­hlíð­um dals­ins blas­ir við þver­snið af sjálfri gosrásinni. (heimildir: Geology of the Fáskrúðsfjörður area, eftir Gibson. Austfjarðarfjöll s.124-127)” Björn minn, vona að þetta svari spurningu þinni.
Hjartanlega velkomin á Austurland. Very Happy
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Mar 26 2010, 10:14

Miðað við þessar upplýsingar ætti Önnu að vera óhætt. Rolling Eyes
Ég er svo mikill karlmenni að ég þori alveg austur eftir þessar upplýsingar.
Var á þriðja degi í Vestmannaeyjum þegar gaus þar og þá skreið maður undir næsta bíl þegar vikurgusunum ringdi yfir bæinn.
Svoleiðis væri líklegast bannað í dag.

Ef Steini lokar ekki þessu spjalli held ég að spjallverjar kíki oft inn hér. cheers

Stefni enn á Vestfirðina í sumar en Austfirðirnir verða heimsóttir ef ekki í sumar þá bara næst, það er alltaf til meiri tími
kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Steini 69 Fös Mar 26 2010, 10:25

Björn H. no. 29 skrifaði:Miðað við þessar upplýsingar ætti Önnu að vera óhætt. Rolling Eyes
Ég er svo mikill karlmenni að ég þori alveg austur eftir þessar upplýsingar.
Var á þriðja degi í Vestmannaeyjum þegar gaus þar og þá skreið maður undir næsta bíl þegar vikurgusunum rigndi yfir bæinn.
Svoleiðis væri líklegast bannað í dag.

Ef Steini lokar ekki þessu spjalli held ég að spjallverjar kíki oft inn hér. cheers

Stefni enn á Vestfirðina í sumar en Austfirðirnir verða heimsóttir ef ekki í sumar þá bara næst, það er alltaf til meiri tími
kveðja

Nei í dag er allt svo óskaplega bannað að heimfært uppá Vestmannaeyjagos, ætli myndi nokkur byggð verða leyfð þar meir.... ef annað eins gerðist í dag.

Nei Björn verðum við ekki að hafa þetta opið... það finnst mér. Maður hefður eignast hér góða vini og kunningja og það er ekki til siðs að brenna ofan af vinum sínum Very Happy

Ætli við skellum okkur ekki austur einn ganginn... við höfum burrað hringinn 2 ár í röð og vorum einmitt að vonast til þess að sú stóra yrði ekki austurland þess vegna:-) En eins og þú segir... það má bara sleppa austfjörðunum einhverntímann seinna Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Mar 26 2010, 11:25

Auðvitað má grínast, enda var þetta innlegg mitt til að skapa umræðu, sem mér tókst og að auki fá ágætis
fróðleik Very Happy Það er svo gaman að ykkur herrar mínir, ég vænti þess að fá örugga fylgd í gegnum austfirði Laughing Razz

Það lá nánast við að hafa stóru-ferð á austurland, við fylgdum hefðinni, í raun hefði austurlandið átt að vera í fyrra.
Sem betur fer varð ekki af því, enda veðrið með eindæmum gott á suðurlandinu, á meðan það var bara kalt annarsstaðar Evil or Very Mad What a Face

Ég er skíthrædd við óveður og náttúruhamfarir, viðurkenni það, en þegar fjall hefur legið í dvala í miljónir ára, þá getur allt skeð Suspect Sérstaklega þegar ég er nálægt.. rabbit
Það ætla greinilega margir að skreppa um helgina að skoða gosið, mikilfenglegt svona í fjarska, en skil ekki hvað fólk vill vera að fara nánast ofaní Embarassed Það er verið að vara fólk við, það gæti verið eitrað að anda að sér of nálægt.

Björn minn þú mátt ekki alveg sprengja þig á hjólinu, þú ert greinilega kominn með gott þol, svo þú ferð létt yfir vestfirði meðan Þóra keyrir. Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Steini 69 Fös Mar 26 2010, 11:33

Já við skruppum inn í Fljótshlíð eftir miðnættið í gærkveldi... tók mér 2 tíma pásu frá vefsíðugerðinni í skutlið Very Happy
Við ókum eins langt og má fara... og urðum fyrir heljarinnar vonbrigðum með það hversu illa sást þaðan í gosið. Og það þrátt fyrir að það væri heiðskýrt og það allt. Hinsvegar var víða á leiðinni fallegt að horfa á það úr fjarska og í raun þarf ekki að aka nema að bæjarmörkum Selfoss, í austurátt, til að berja glóðina augum. En úr Fljótshlíðinni var þetta verulega ómerkilegt.
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Mar 26 2010, 11:35

Ægir þú ert nú meiri gaurinn, segist ekki hafa verið heima við haha Laughing Very Happy
Það ætti þá að vera kominn tími á gos þarna hjá þér, aldrei að vita hvað heil húsbílahersing kemur af stað, með sínum burrugangi Razz
Já nú stefnum við á þína heimahaga, gerir maður ekki allt til að hitta spjallverja sem búa langt út á landi, svona útáalandi fólk. Cool Veðrið var nú ekkert spes í fyrra svo það ætti að verða eitthvert sumar í ár. sunny
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Anna M nr 165 Fös Mar 26 2010, 11:35

Steini 298 skrifaði:Já við skruppum inn í Fljótshlíð eftir miðnættið í gærkveldi... tók mér 2 tíma pásu frá vefsíðugerðinni í skutlið Very Happy
Við ókum eins langt og má fara... og urðum fyrir heljarinnar vonbrigðum með það hversu illa sást þaðan í gosið. Og það þrátt fyrir að það væri heiðskýrt og það allt. Hinsvegar var víða á leiðinni fallegt að horfa á það úr fjarska og í raun þarf ekki að aka nema að bæjarmörkum Selfoss, í austurátt, til að berja glóðina augum. En úr Fljótshlíðinni var þetta verulega ómerkilegt.

Heimahagarnir eru bestir Very Happy
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Ægir og Sigga Fös Mar 26 2010, 11:53

Já , hvað á maður að gera þegar maður hefur skoðað sitt nánasta umhverfi hundrað sinnum, nú þá fer maður annað. Steini hefur burrað hingað austur tvö síðastliðinn ár, þá hlítur hann að hafa komið í Atlavíkina og séð með eigin augum að ég er ekki að ýkja neitt um þann stað. Þangað verða þeir sem í stóru ferðina fara, ef þeir hafa ekki farið þangað áður. Ég er búinn að gista ófáar nætur í víkinni og alltaf jafn gaman...
Verð að láta smá sögu fylgja með þessu . " Héraðshöfðinginn Þráinn Jónsson úr Fellabæ sem nú er látinn fór einusinni til "Ríó" ásamt hópi manna. Auðvitað var farið með hópinn um hina heimsrómuðu blómagarða Ríó borgar. Spurðu menn nú hver í kapp við annan hvort þeim litist ekki vel á þetta confused Þá svarar Þráinn " hafið þið ekki komið í Hallormsstaðaskóg " confused
,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Björn H. no. 29 Sun Mar 28 2010, 04:09

Auðvitað má grínast segir Anna, hvernig væri lífið án smávegis gríns og gamansemi, bara að passa að meiða ekki. Very Happy

Var áðan að hlusta á þáttinn hennar Sirrýar og þar var talað við konu í Borgarfirði sem taldi Borgarfjörðin besta stað á landinu, að sjálfsögðu var ég sammála en svo var talað við mann í Hrísey og hann var á enn flottari stað og í lokin kom kona í Fljótshlíðinni og hún var á flottasta staðnum.
Hvar hefði þetta endað er Sirrý hefði hringt í Ægi? sunny

Steini, það er gott að þú ætlar ekki að loka gömlu spjallsíðunni strax, hvað sem síðar verður.
Það hefur oft verið gaman á spjallinu og eins og þú segir þá eignast maður nýja vini og kunningja og þegar fólk hittist tekur stutta stund að kynnast þar sem fólk er búið að kynnast að nokkru leyti. I love you

Ægir verður örugglega búin að undirbúa komu félagsins vel þegar hersingin mætir á austfirðina, fánar við hún og lúðrasveit leikur fyrir gesti og heimamenn. bounce

Helgin hefur verið góð og sjaldan hef ég etið eins mikið á venjulegri helgi, hæpið að ég fái nema vatn og brauð það sem eftir lifir dags.

Það er fallegt veður í Borgarnesi en svolítið er lognið mætti vera meira aldrei þessu vant, hitastigið var í mínus 7 gráðum í morgun, ætli ég fresti ekki líkamsræktinni framyfir hádegi. Embarassed

Það þarf að hitna meira ef við Þóra eigum að fara í útilegu um páskana, maður tekur næstbestan ekki út nema veðrið sé hlítt og gott, hann gæti kvefast. cheers

kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Hver þykir sinn fugl fagur.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Mar 30 2010, 02:15

Auðvitað er það þannig að mín sveit er fallegust, hver þykir sinn fugl fagur. Höfuðborgin er falleg og í fallegu umhverfi, en fallegust skal ég varla segja nema jú, Esjan er fallegasta fjallið.
Þið látið varla smá kulda slá af páskaferð, maður hitar bílinn bara innan frá. Very Happy Held samt að nær páskum verður hitastigið öðru hvoru megin við núllið.

Við stefnum félögunum austur í sumar, vonandi flýr Ægir ekki af hólmi og verði að skoða aðrar sveitir á meðan, maður að sjálfsögðu væntir þess að fá höfðingslegar móttökur, svona eins og við værum forsetinn Laughing
Við stefnum á að fara eitthvað um páskana, og ætli Borgarfjörður verði fyrir valinu, maður nennir ekki bílagosaröð þarna austur fyrir. Surprised
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Steini 69 Þri Mar 30 2010, 03:42

Ja það þarf heldur meira en O°C svo að löngunin reki okkur af stað svo mikið er víst:-)
-Svo var Helga að fatta það að auðvitað komumst við ekkert í stóru ferðina eitt árið enn, en dóttir okkar er einmitt að gifta sig þá helgina svo það skyldi þó aldrei vera að við "slyppum" við Austurlandið í sumar Very Happy En allavega aðeins byrjaður að sýsla í Viðhaldinu aftur... svo það er kominn hugur Very Happy

Finnst alltaf Ásbyrgi með fallegustu stöðum landsins, en hvað bæina varðar þá finnst mér að verkfræðingunum hafi tekist að eyðileggja þá flesta svona útlits,- og skipulaglega séð og er t.d Akureyri, minn gamli heimabær, þar ekki undanskilinn.
Man bara ekki hvernig Esjan lítur út Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Mar 30 2010, 12:48

Anna mín, erum við Steini orðnir innikettir, allavega tilheyri ég ekki vissum kattahóp nema stundum og alls ekki á kjördag.
Stundum hef ég ekki við að vera sammála síðasta ræðumanni en svo jafnar það sig. Shocked
Það er munur á hvort maður fer í fjallagallann og vill frost og snjókomu eða hvort maður vill hafa það notalegt í góðum húsbíl, þá vil ég hafa + gráðuna og helst sólskin. sunny
Er búin að versla inverter og einnig verslaði ég eggjabakkadýnu svo það fari nú vel um hana Þóru mína. queen
Spáin heillar ekki og ætli við dúllum ekki á milli dætranna og látum dekra við okkur, þær hafa gott af því stelpurnar, tími til komin að fara að borga fyrir allar steikurnar sem Þóra hefur borið fyrir þær.
Ásbyrgi er vissulega fallegur staður og notalegt að vera þar en hefurðu komið í Paradísarlaut í Borgarfirði Steini, hún er reyndar aðeins minni en ugglaust eiga margir nemendur úr Bifröst góðar minningar frá þeim fallega stað.
Landið er fullt af skipulagsslysum og hver veit nema Esjan verði notuð til gatnagerðar eins og Ingólfsfjallið. bounce
kveðja
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Steini 69 Þri Mar 30 2010, 15:31

Sæll Björn!

Paradísarlaut? Hvar í Boirgarfirði segirðu að hún sé, við Bifröst? Ég man bara ekki eftir því að hafa heyrt hana nefnda hvað þá að ég hafi séð hana.
Það eru perlur útum allt og stundum þarf maður bara að muna að opna augun Very Happy

Ég skaust í bæinn í dag en verslaði alveg óvenju lítið í bílinn... PuraTank, hallamál, og samanbrjótanlega útitröppu(munur að vera með rafdrifna:-) En það er allavega kominn hugur! - Látið dekra við ykkur! - Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Mar 31 2010, 00:36

Sæll Steini
Paradísarlaut er lítill staður í hrauninu fyrir neðan Bifröst, nokkuð djúp og kjarr allt í kring, lítil tjörn í botninum til að gera staðin eins og í fallegu sögunum
Þangað buðu strákarnir í Bifröst sinni heittelskuðu í göngutúr og ugglaust hafa orðið til hjónabönd eftir slíkar ferðir, áttu börn og buru. Embarassed I love you
Við höfum sem sagt báðir verið eins og sannar húsmæður í gær og verslað smávegis.
Núna er 9° frost í Borgarnesi og best að hætta að hugsa um páskaferðina.
Sjáumst
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Mar 31 2010, 15:33

Nú er bara svo að það er bílaplan rétt hjá og maður verður að labba í lautina. Þarna má ekki æja á nokkurn hátt nema á rómantískan máta, sko með teppi og nestiskörfu. Laughing I love you
Eða er ég að rugla? Björn er þessi laut ekki rétt hjá fossinum æ hvað heitir hann?
Þegar maður keyrir frá Borgarnesi að Bifröst þá er þessi staður á hægra megin við þjóðveginn?
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Eldgos í lengri tíma? Empty Re: Eldgos í lengri tíma?

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum