Umtalsverð fjölgun á tjaldstæðum 2009
2 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Umtalsverð fjölgun á tjaldstæðum 2009
Heildarfjöldi gistinátta var 2,9 milljónir árið 2009, en það er um 6,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði milli ára á öllum tegundum gististaða nema hótelum og gistiheimilum, en þar var fjöldi gistinátta svipaður. Gistinóttum fjölgaði um 29% á tjaldsvæðum, 23% á heimagististöðum, 18% á farfuglaheimilum og í orlofshúsabyggðum. Gistinóttum fjölgaði einnig um 15% í skálum í óbyggðum og 13% á svefnpokagististöðum.
Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að eftir landsvæðum fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurlandi, um 20%, en á Vestfjörðum um 17,6%, á Norðurlandi vestra um 17,3% og á Austurlandi um 7,8%. Gistinætur á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum fjölgaði um 7% frá árinu 2008 en fjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi var svipaður á milli ára.
Gistinætur á tjaldsvæðum á landinu voru 568.708 árið 2009 en voru 441.927 árið 2008 og hafa því aukist um 28,7% milli ára. Fjölgun gistinátta er bæði vegna Íslendinga 33,1% og útlendinga 22,6%. Gistinóttum á tjaldsvæðum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurlandi um 67,4%, á Vestfjörðurm um 46%, á Vesturlandi
um 27,5%, á samanlögðu svæði Suðurnesja og höfuðborgar um 24,5% og á Norðurlandi vestra um 14%.
Fjöldi tjaldsvæða árið 2009 voru 143 og hefur þeim fjölgað um 11 frá árinu 2008. Tjaldsvæðum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Á Vestfjörðum fjölgaði um 4 tjaldsvæði en annarsstaðar bættust færri við.
Heimild: Hagstofan
Bara svona ef einhver hefði gaman að lesa aðrar tölur en... - Kv. Steini
Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að eftir landsvæðum fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurlandi, um 20%, en á Vestfjörðum um 17,6%, á Norðurlandi vestra um 17,3% og á Austurlandi um 7,8%. Gistinætur á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum fjölgaði um 7% frá árinu 2008 en fjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi var svipaður á milli ára.
Gistinætur á tjaldsvæðum á landinu voru 568.708 árið 2009 en voru 441.927 árið 2008 og hafa því aukist um 28,7% milli ára. Fjölgun gistinátta er bæði vegna Íslendinga 33,1% og útlendinga 22,6%. Gistinóttum á tjaldsvæðum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurlandi um 67,4%, á Vestfjörðurm um 46%, á Vesturlandi
um 27,5%, á samanlögðu svæði Suðurnesja og höfuðborgar um 24,5% og á Norðurlandi vestra um 14%.
Fjöldi tjaldsvæða árið 2009 voru 143 og hefur þeim fjölgað um 11 frá árinu 2008. Tjaldsvæðum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Á Vestfjörðum fjölgaði um 4 tjaldsvæði en annarsstaðar bættust færri við.
Heimild: Hagstofan
Bara svona ef einhver hefði gaman að lesa aðrar tölur en... - Kv. Steini
Re: Umtalsverð fjölgun á tjaldstæðum 2009
Þetta er ekkert smá, en núna á sumri komanda hlóta þessar tölur að aukast.
Trúi ekki öðru að nú kreppir harðar að hjá mörgum, og fólk ferðist innanlands í meira mæli.
Svo var ég að sjá að tjaldsvæðið á Hvammstanga hefur bæst við útilegukortið. Það kort borgaði sig í fyrra fyrir okkur og gerir eflaust í ár. Einnig erum við að spá í veiðikortið, það gefur líka marga góða gististaði, þó maður bleyti ekki öngul.
Nú styttist aldeilis í vorið, fermingar, páskar og fl framundan, og áður en maður veit af, verður allt orðið blómstrandi og grænt. Sjáumst hress og kát...kannski á ferðafundinum? Einhverjir spenntir?
Trúi ekki öðru að nú kreppir harðar að hjá mörgum, og fólk ferðist innanlands í meira mæli.
Svo var ég að sjá að tjaldsvæðið á Hvammstanga hefur bæst við útilegukortið. Það kort borgaði sig í fyrra fyrir okkur og gerir eflaust í ár. Einnig erum við að spá í veiðikortið, það gefur líka marga góða gististaði, þó maður bleyti ekki öngul.
Nú styttist aldeilis í vorið, fermingar, páskar og fl framundan, og áður en maður veit af, verður allt orðið blómstrandi og grænt. Sjáumst hress og kát...kannski á ferðafundinum? Einhverjir spenntir?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum