Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Hilluísetning í farangurskassa

4 posters

Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Hilluísetning í farangurskassa

Innlegg  Steini 69 Fim Feb 18 2010, 21:56

Sælir félagar!

Smíðaði smá hillu úr birkikrossviði í farangurskassan sem fer á Hobby-rassgatið með vorinu. Hlakka nú svosem ekkert til breytingarinnar á útliti bílsins en nenni ekki að troða Webernum lengur inn um lúguómyndina. Þurfti alltaf að setja grillið inn opið og halla því svo og loka eftir að það var komið inn. Ekki alveg mín deild. Og það eiginlega ekki gerandi að fara að setja á hann stærri lúgu á annars ágæta farangursgeymsluna því það væri ekki hægt að stækka opið nema um eina 3 centimetra á hæðina og það er of lítið til að fara í slíkt föndur.

Hilluísetning í farangurskassa IMG_1
ÞARNA KEMUR EKKI TIL MEÐ AÐ VÆSA UM WEBERINN, FYLGIHLUTI, TJALDHÆLA OG ÞVÍUMLÍKT

Hilluísetning í farangurskassa IMG_2
SÍÐAN SET ÉG TEYGJU-NET Á EFRI HLILLUNA SVO ÞETTA VERÐUR HIÐ ÁGÆTASTA ÍLÁT

Hilluísetning í farangurskassa IMG_3
SMÍÐAÐI HORNFESTINGAR OG EINA BAKFESTINGU ÚR 20/20 VINKLI OG DRAGHNOÐAÐI Í KASSANN OG ÁLPRÓFÍLINN

Hilluísetning í farangurskassa IMG_4
HAFÐI HILLUNA AÐEINS 35SENTIMETRA DJÚPA SVO LÉTT VÆRI AÐ SMELLA GRILLINU Á SINN STAÐ
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Flott hilla!

Innlegg  Oddný og Nonni Mið Feb 24 2010, 16:55

Þetta er flott hjá þér, Steini! Góð hugmynd að setja hillu í kassann!
Maður á alltaf að nýta plássið! Very Happy Very Happy Very Happy Very Happy Very Happy
Oddný og Nonni
Oddný og Nonni

Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Flott.

Innlegg  Binni Fim Feb 25 2010, 06:33

Þetta er flott hjá þér vönduð vinna alltaf gaman þegar vel gengur.
Steini 298 skrifaði:Sælir félagar!

Smíðaði smá hillu úr birkikrossviði í farangurskassan sem fer á Hobby-rassgatið með vorinu. Hlakka nú svosem ekkert til breytingarinnar á útliti bílsins en nenni ekki að troða Webernum lengur inn um lúguómyndina. Þurfti alltaf að setja grillið inn opið og halla því svo og loka eftir að það var komið inn. Ekki alveg mín deild. Og það eiginlega ekki gerandi að fara að setja á hann stærri lúgu á annars ágæta farangursgeymsluna því það væri ekki hægt að stækka opið nema um eina 3 centimetra á hæðina og það er of lítið til að fara í slíkt föndur.

Hilluísetning í farangurskassa IMG_1
ÞARNA KEMUR EKKI TIL MEÐ AÐ VÆSA UM WEBERINN, FYLGIHLUTI, TJALDHÆLA OG ÞVÍUMLÍKT

Hilluísetning í farangurskassa IMG_2
SÍÐAN SET ÉG TEYGJU-NET Á EFRI HLILLUNA SVO ÞETTA VERÐUR HIÐ ÁGÆTASTA ÍLÁT

Hilluísetning í farangurskassa IMG_3
SMÍÐAÐI HORNFESTINGAR OG EINA BAKFESTINGU ÚR 20/20 VINKLI OG DRAGHNOÐAÐI Í KASSANN OG ÁLPRÓFÍLINN

Hilluísetning í farangurskassa IMG_4
HAFÐI HILLUNA AÐEINS 35SENTIMETRA DJÚPA SVO LÉTT VÆRI AÐ SMELLA GRILLINU Á SINN STAÐ
Binni
Binni

Fjöldi innleggja : 21
Age : 66
Hvaðan ertu? : Vogar Vatnleysuströnd.
Registration date : 31/07/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Re: Hilluísetning í farangurskassa

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Feb 25 2010, 13:09

Kassinn góður, grillið af bestu gerð og hillan flott. Basketball
Það er bara rass Gatið bom sem er sérstakt, seturðu kassann fyrir gatið Steini.
Það er alltof algengt að framleiðendur húsbíla hafa lúgurnar á farangursrýminu alltof litlar.
Það verður að fara með stóla og borð inn í bílana og lyfta rúminu til að koma dótinu í kjallarann.
Það er flottur Hobby á heimasíðunni hjá Lykilbílum Steini, er hann eins og ykkar?
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Re: Hilluísetning í farangurskassa

Innlegg  Steini 69 Fim Feb 25 2010, 13:55

Sæll Björn!

Já lúgan er sko ágætlega breið og það svífa allir stólar og borðin inn(við erum með eins borð og þið) og reyndar bara allt sem við erum með. Hinsvegar er lúgan það lág, að weberinn kemst ekki inn nema að hafa hann opinn á meðan ég set hann inn úm lúguna og svo þarf ég að skáa honum og loka innan við. Og þessu nenni ég bara ekki Very Happy Ég veit svo að sumir(lesist Salla og Siggi Very Happy ) setja grillin bara í hirsluna undir hliðarbekknum.

Nei þessi bíll hjá Lykilbílum er þó trúlega sama týpan samt(vantar að taka fram undirtýpuna hjá honum)... en ég sé að hann er á stálfelgum þessi og hann gæti því þessvegna verið 2005 árgerð, þó að hann sé fyrst skráður 3/2006. Við vorum einhverntímann að bera saman bíla ég og annar sem einnig var með skráðan 2006 bíl(en 2005 árg.) og það munaði talverðu á milli bílanna.
2006 bíllinn hafði sitthvað framyfir eins og: Álfelgur, Stiga og Toppboga, Rafmagnslúgu, Lúguljós, Cruise control og Þjófavarnarkerfi ef ég man rétt.(verð þá leiðréttur einn ganginn ef ekki) En svo gæti þetta hugsanlega líka bara verið önnur týpa.. Very Happy Hvort heldur sem er þá eru þetta ótrúlega fínir vagnar Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Re: Hilluísetning í farangurskassa

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Feb 25 2010, 14:55

Efast ekki um að þetta eru flottir bílar, en maður lætur 2001 módelið duga enn um sinn, það er ekki dregið nógu oft í Lottóinu.
En er fólk farið að plana ferðir fyrir sumarið, fara allir á Vestfirði?
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Re: Hilluísetning í farangurskassa

Innlegg  Steini 69 Fim Apr 22 2010, 15:43

Sælir félagar og gleðilegt sumar!

Dröttuðumst, loksins, út í dag feðgarni,r og smelltum "grillkassanum" aftan á Viðhaldið og festum niður.
Get nú ekki sagt að manni þyki mikill fegurðarauki að þessari framkvæmdinni en allavega verður þetta
alger bylting í umgengni um grillið og fleira sem fær fast heimili í kassanum Very Happy

Hilluísetning í farangurskassa IMG_1568
ÞARNA KEMUR EKKI TIL MEÐ AÐ VÆSA UM WEBERINN, FYLGIHLUTI, TJALDHÆLA, ÚTITEPPI OG ÞVÍUMLÍKT

Hilluísetning í farangurskassa IMG_1569
ÞAÐ VERÐUR SAMTSEM ÁÐUR HÆGT AÐ NOTA STIGANN SKAMMLAUST

Hilluísetning í farangurskassa IMG_1570
SETTI KROSSVIÐARGÓLF Í KASSANN LÍKA OG SÍÐAN HAGGAST GRILLIÐ EKKI
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Hilluísetning í farangurskassa Empty Re: Hilluísetning í farangurskassa

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum