Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Ísetning á loftljósi í Viðhaldið

Go down

Ísetning á loftljósi í Viðhaldið Empty Ísetning á loftljósi í Viðhaldið

Innlegg  Steini 69 Mið Jan 13 2010, 15:15

Sælir félagar!

Ákvað að setja loftljós í framloftið á Viðhaldinu, en þessir Hobby-bílar eru ansi "myrkir" yfir borðinu og bara fremst í húsinu yfirleytt. Og þótt Helgu minni finnist nú kappaljós og týrur óskaplega rómantískar þá heldur leiðist mér að þurfa að ráfa um bílinn hálfblidur með hvíta stafinn svo ég lagðist í bæjarferð. Mér alveg ógnaði verð á 12V loftljósum(12,900-23,000) og þótt úrvalið ekki merkilegt heldur. Það endaði svo með því, eftir að ég spjallaði við Lalla í Rótor að ég fór og keypti hefðbundið loftljós(PULP) í IKEA fyrir 2,495 krónur og fékk svo 11 watta(lýsir eins og 35wött hefðb.) 12Volta sparperu, með venjulegri fattningu hjá Lalla í Rótor á tæpar 3,000.- krónur. Rofi tengi og leiðslur kostuðu síðan einhverjar 800 krónur svo þetta endaði í einhverjum 6,200 krónum uppkomið og alveg svínvirkar Very Happy
Það er mjög mild og þægileg lýsing af þessu og nú get ég hæglega hent hvíta stafnum Very Happy

Auðvitað fattaði ég alltof seint að taka myndir af þessari framkvæmdinni en læt þessar fljóta með ef einhver er að spá í svona.

Ísetning á loftljósi í Viðhaldið Ljos
Hérna sést t.d hvernig sambærileg sparpera lítur út

Ísetning á loftljósi í Viðhaldið Ljos_1
Þarna er ég svo búinn að draga í og koma ljósinu á sinn stað

Ísetning á loftljósi í Viðhaldið Ljos_2
Ég boraði í gegnum lúgubitann og smá gat ofan við ljósið og dró í.

Ísetning á loftljósi í Viðhaldið Ljos_4
Þarna bætti ég svo við rofanum lengst til hægri - þ. e. eins rofa og kveikir lúguljósið.

Ísetning á loftljósi í Viðhaldið Ljos_5
Lúgan komin á sinn stað, kveikt á týrunni og tóm hamingja á öllum vígstöðvum:-)

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum