Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
3 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Sæl öll, mig langar að starta umræðunni í kvöld og byrja á að spyrja ykkur:
Á hvaða stað/i fóruð þið í ár sem þið höfðuð ekki farið til áður?
Við upplifðum svolítið sérstakt í sumar og stendur það upp úr
Við fórum í óbyggðir, skoðuðum Herðubreið og lindir, Drekagil, Möðrudalsöræfin og fórum að Sænautseli í góðu lummurnar og fengum góðfúslegt leyfi að fara í Ánavatn sem er í eyðidal.
Svo skoðuðum við Kárahnjúkavirkjun og fórum niður í Laugarvalladal þar sem volgur foss rennur og heit á.
Allan tímann var sól og blíða
Tek fram að við skildum húsbílinn eftir á tjaldsvæðinu og ferðuðumst með krökkunum okkar í jeppa.
Á hvaða stað/i fóruð þið í ár sem þið höfðuð ekki farið til áður?
Við upplifðum svolítið sérstakt í sumar og stendur það upp úr
Við fórum í óbyggðir, skoðuðum Herðubreið og lindir, Drekagil, Möðrudalsöræfin og fórum að Sænautseli í góðu lummurnar og fengum góðfúslegt leyfi að fara í Ánavatn sem er í eyðidal.
Svo skoðuðum við Kárahnjúkavirkjun og fórum niður í Laugarvalladal þar sem volgur foss rennur og heit á.
Allan tímann var sól og blíða
Tek fram að við skildum húsbílinn eftir á tjaldsvæðinu og ferðuðumst með krökkunum okkar í jeppa.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Já sæl Anna, og takk fyrir síðast , ég er hér ennþá. Þú segist hafa farið í Sænautasel og kíkt í veiði í Ánavatni. Þetta svæði heitir Jökuldalsheiði. Ég hef nú ekki séð annað nafn á þessu svæði, hef ekið þarna þvers og kruss um svæðið. Ef þú hefðir farið áfram og niður í Jökuldalinn hefðir þú komið að bænum Brú, sem er innsti bær í sveitinni. Þú komst í Laugarvalladal, fórstu þá ekki í sturtuna undir bakkanum, það er besta sturta sem hægt er að fá . Eini staðurinn sem ég kom á í sumar sem ég hafði ekki komið á áður var Þakgil. Það er mjög fallegt þar og þangað er fært flestum húsbílum. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Nei blessaður, langt síðan maður hefur "heyrt" í þér. Prófaði nú ekki sturtuna, hefði ekki hikað ef fólk hefði ekki verið þarna. Fólkið var búið að tjalda þarna við bæinn með þvott á snúru og hvaðeina....
Við fórum ekkert lengra en til Egilsstaða annars hefði ég heimsótt þig, enda hefur ekkert sumar verið hjá ykkur eða hvað? Það haustar snemma þetta vorið..
Núna ætla ég að gera þig spenntan og segja þér frá því að ég fer að fara með bréf í póst til þín
Ákvað að segja þér frá því svo ég drullist af stað í pósthúsið, búin að vera á leiðinni í allt sumar sko...
Við fórum ekkert lengra en til Egilsstaða annars hefði ég heimsótt þig, enda hefur ekkert sumar verið hjá ykkur eða hvað? Það haustar snemma þetta vorið..
Núna ætla ég að gera þig spenntan og segja þér frá því að ég fer að fara með bréf í póst til þín
Ákvað að segja þér frá því svo ég drullist af stað í pósthúsið, búin að vera á leiðinni í allt sumar sko...
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Já segðu, hef ekki látið " sjá " mig hér lengi . Verð að gera eitthvað í því á næstunni og segja ykkur ferðasöguna frá sumrinu, já bíð spenntur eftir bréfinu ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Það verður gaman að sjá ferðasögur, við höfum gert svo margt að það verður varla talið upp hér, en eins og ég skrifaði áðan var sérstaklega gaman að fara svona út fyrir rammann.
Nokkrir veiðitúrarnir hafa verið farnir og það er augljóst að bleikjan hefur látið lítið á sér kræla, en bóndinn setti í og landaði 8 punda laxi í Hraunsfirðinum
Það er sérstakt með veiðina að okkar "pottþéttu" staðir hafa ekki gefið mikið en aðrir gáfu betur, enginn aflinn er í frystinum, allt étið og einungis 10 fiskar í reyk
Nokkrir veiðitúrarnir hafa verið farnir og það er augljóst að bleikjan hefur látið lítið á sér kræla, en bóndinn setti í og landaði 8 punda laxi í Hraunsfirðinum
Það er sérstakt með veiðina að okkar "pottþéttu" staðir hafa ekki gefið mikið en aðrir gáfu betur, enginn aflinn er í frystinum, allt étið og einungis 10 fiskar í reyk
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Halló!
Ég er ennþá lifandi!
Gaman að heyra í ykkur aftur!
Ég er ennþá lifandi!
Gaman að heyra í ykkur aftur!
Oddný og Nonni- Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009
Hæ þið.
Blessuð bæði tvö, hef ekkert séð ykkur síðan í vor, ætlið þið að koma á aðalfundinn? Er nefnilega með nokkuð til ykkar og hef beðið eftir að hitta á ykkur.
Endilega ef þið komið, finnið mig þá......
Endilega ef þið komið, finnið mig þá......
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Nei, verðum að vinna!
En gaman að sjá þig Anna mín!
Hvað ertu að meina?
En gaman að sjá þig Anna mín!
Hvað ertu að meina?
Oddný og Nonni- Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009
Re: Eigum við að byrja?? Núna er miðvikudagur.
Nú jæja ef ég hitti ykkur ekki þá áttu von á smá glaðningi frá mér í gegnum bréfalúguna
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum