Fengum góða heimsókn
5 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Fengum góða heimsókn
Sælir spjallverjar!
Við fengum góða heimsókn í dag þegar hjónin á 687, þau Bjössi(Benedikt) og Signý kíktu við á húsbílnum. Svo stóð þannig á að Kristján og Hafdís Draumakots renndu í hlað litlu seinna í ásetningu á Ultra-Boxi svo hér var Hobbyinn orðinn í algerum minnihluta og planið fullt af Burstner bílunum 686 & 687 - Við náðum semsagt að borða saman öll og spjalla og bera saman bílana og áttum saman góða stund. Alltaf gaman að fá góða gesti og ekki síður að fá "life" andlit á notendamyndirnar á spjallinu
Kv. Steini
Við fengum góða heimsókn í dag þegar hjónin á 687, þau Bjössi(Benedikt) og Signý kíktu við á húsbílnum. Svo stóð þannig á að Kristján og Hafdís Draumakots renndu í hlað litlu seinna í ásetningu á Ultra-Boxi svo hér var Hobbyinn orðinn í algerum minnihluta og planið fullt af Burstner bílunum 686 & 687 - Við náðum semsagt að borða saman öll og spjalla og bera saman bílana og áttum saman góða stund. Alltaf gaman að fá góða gesti og ekki síður að fá "life" andlit á notendamyndirnar á spjallinu
Kv. Steini
Re: Fengum góða heimsókn
Alltaf er ég sami aulinn, renndi framhjá um klukkan 19,00 og þá voru tveir aukabílar á svæðinu og fullt af fólki að tala saman á bak við þann sem stóð næstur götunni.
Átti reyndar eftir að skreppa í Hafnarfjörð áður en stefnan væri tekin á hið fallega bæjarstæði Borgarnes.
Það hefði verið gaman að kasta kveðju á spjallverja og fá að skoða fallega húsbíla, en það kemur alltaf meiri tími og við erum eftir að hittast oft á flakkinu.
Þarf ekki félagið að fara að standa fyrir húsbílasýningu og kynningu á félaginu eins og 4x4 klúbburinn gerir, það er örugglega fullt af fólk sem hefði gaman af því að sjá fallega húsbíla.
Umboðin gætu tekið þátt og aðrir sem eru að selja vöru og þjónustu fyrir ferðamenn.
Átti reyndar eftir að skreppa í Hafnarfjörð áður en stefnan væri tekin á hið fallega bæjarstæði Borgarnes.
Það hefði verið gaman að kasta kveðju á spjallverja og fá að skoða fallega húsbíla, en það kemur alltaf meiri tími og við erum eftir að hittast oft á flakkinu.
Þarf ekki félagið að fara að standa fyrir húsbílasýningu og kynningu á félaginu eins og 4x4 klúbburinn gerir, það er örugglega fullt af fólk sem hefði gaman af því að sjá fallega húsbíla.
Umboðin gætu tekið þátt og aðrir sem eru að selja vöru og þjónustu fyrir ferðamenn.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Fengum góða heimsókn
Takk fyrir samverustundina og matinn kæru hjón og gaman að hitta ykkur Benedikt og Signý.
En leiðinlegt Björn og Þóra að þið skilduð ekki þora að stoppa við það hefði bara verið gaman, þetta
kennir þér Björn að vera ófeiminn að stoppa og spjalla, þú finnur fljótt hvort þú ert velkominn eða ekki.
Hittumst bara næst á ferðinni, spurning um að kíkja við í Borgarnesi þegar maður á leið hjá og kíkja í bolla.
En leiðinlegt Björn og Þóra að þið skilduð ekki þora að stoppa við það hefði bara verið gaman, þetta
kennir þér Björn að vera ófeiminn að stoppa og spjalla, þú finnur fljótt hvort þú ert velkominn eða ekki.
Hittumst bara næst á ferðinni, spurning um að kíkja við í Borgarnesi þegar maður á leið hjá og kíkja í bolla.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Fengum góða heimsókn
Hafdís, það var engin Þóra með, bara karlinn og það í vinnunni.
Svona er að vilja ekki trufla fólk, hélt að Steini stæði í stórviðskiptum og því rétt að kappinn fengi frið.
Steini er svo snöggur að maður fylgist varla með þegar mest gengu á.
Það er á hreinu að ég hefði stoppað ef ég hefði séð hverjir voru að spjalla.
Það er lítið mál að renna á könnuna og aldrei að vita nema smá súkkulaðimoli fylgdi.
Steini og Helga hafa aldeilis tekið hrollinn úr nýja bílnum og Hobby Fordinn er að gera það gott.
Við Þóra verðum í sumarbústað á næstu helgi með bróður mínum og hans ekta kvinnu.
bið að heilsa.
Svona er að vilja ekki trufla fólk, hélt að Steini stæði í stórviðskiptum og því rétt að kappinn fengi frið.
Steini er svo snöggur að maður fylgist varla með þegar mest gengu á.
Það er á hreinu að ég hefði stoppað ef ég hefði séð hverjir voru að spjalla.
Það er lítið mál að renna á könnuna og aldrei að vita nema smá súkkulaðimoli fylgdi.
Steini og Helga hafa aldeilis tekið hrollinn úr nýja bílnum og Hobby Fordinn er að gera það gott.
Við Þóra verðum í sumarbústað á næstu helgi með bróður mínum og hans ekta kvinnu.
bið að heilsa.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Fengum góða heimsókn
Ekki væri það nú slæmt að fá smá súkkulaðimola með sopanum.
Verðum endilega að reyna aftur einhverja helgina að hittast, þegar um hægist eftir sumartörnina
Hefði mikinn áhuga á því að koma um helgi í haust og sjá einþáttungana hjá Landnámssetrinu.
Eigum frekar von á að vera heima þessa helgina(ótrúlegt en satt), nennum ekki á Dalvík, þó það sé voðalega skemmtilegt að vera þar þá þarf maður að vera kominn helst í kvöld til þess að hlusta á Hvanndalsbræður á tónleikunum. Vonum bara að Helga og Steini taki fullt af myndum fyrir okkur á Dalvík svo við getum fengið smá Dalvíkur kikk, þ.e. ef þau geta yfirgefið þennan nýja yndislega bíl sinn.
Góða helgi hvar sem þið verðið annars.
Verðum endilega að reyna aftur einhverja helgina að hittast, þegar um hægist eftir sumartörnina
Hefði mikinn áhuga á því að koma um helgi í haust og sjá einþáttungana hjá Landnámssetrinu.
Eigum frekar von á að vera heima þessa helgina(ótrúlegt en satt), nennum ekki á Dalvík, þó það sé voðalega skemmtilegt að vera þar þá þarf maður að vera kominn helst í kvöld til þess að hlusta á Hvanndalsbræður á tónleikunum. Vonum bara að Helga og Steini taki fullt af myndum fyrir okkur á Dalvík svo við getum fengið smá Dalvíkur kikk, þ.e. ef þau geta yfirgefið þennan nýja yndislega bíl sinn.
Góða helgi hvar sem þið verðið annars.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Maður veit ekki lwngur hvaða dagur er....
Sæl öll! Maður er á fullu í sumarfríi, dagarnir renna alveg saman og ég var að fatta núna að spjall gæti verið í gangi.
Já sammála Hafdísi verðum að hittast einhverja helgi Ætlar einhver ykkar í Stokkseyrarferðina? Væri ekki upplagt að hringa okkur saman þar?
Vona bara að allir hafi haft það gott og að það verði áfram í sumar, sem er sko ekki búið hjá okkur húsbílafólki.
Við höfum ferðast víða, heimsóttum Benedikt og Signý á Hólmavík og fengum þar æðislegar móttökur, og hittum Steina og Helgu. Vona bara að sjá ykkur hin sem fyrst.
Við erum ekki hætt, ætlum tvö eitthvert um helgina svo ferðast suðurlandið fram í vikuna, með húsbílavinum okkar. Kveðjur frá okkur til allra.
Já sammála Hafdísi verðum að hittast einhverja helgi Ætlar einhver ykkar í Stokkseyrarferðina? Væri ekki upplagt að hringa okkur saman þar?
Vona bara að allir hafi haft það gott og að það verði áfram í sumar, sem er sko ekki búið hjá okkur húsbílafólki.
Við höfum ferðast víða, heimsóttum Benedikt og Signý á Hólmavík og fengum þar æðislegar móttökur, og hittum Steina og Helgu. Vona bara að sjá ykkur hin sem fyrst.
Við erum ekki hætt, ætlum tvö eitthvert um helgina svo ferðast suðurlandið fram í vikuna, með húsbílavinum okkar. Kveðjur frá okkur til allra.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Fengum góða heimsókn
Takka fyrir góð kynni og matinn. Held einnig að Hr Gordon vilji koma einhverjum skilaboðum en ég skil ekki alveg hvað hann er að segja.
Við erum núna í Borgarfirði á leið norður á Dalvík. Ætluðum að nýta útilegukortið á Indriðastöðum, en ekki vorum viði á Indriðastöðum heldur í Selskógi, hér er samt ágætt að vera.
Jón og Anna við verðum að vona að fiskurinn sem við fengum ekki verði orðinn stærri þegar við fáum hann næst á grillið.
Kveðja Benedikt
Við erum núna í Borgarfirði á leið norður á Dalvík. Ætluðum að nýta útilegukortið á Indriðastöðum, en ekki vorum viði á Indriðastöðum heldur í Selskógi, hér er samt ágætt að vera.
Jón og Anna við verðum að vona að fiskurinn sem við fengum ekki verði orðinn stærri þegar við fáum hann næst á grillið.
Kveðja Benedikt
Re: Fengum góða heimsókn
Já er það ekki bara? Verður fiskurinn ekki bara stærri? Væri alveg til í að reyna aftur. Alveg elska Hólmavík og nágrenni, rosalega fallegt og eitthvað við sveitina sem segir manni að koma aftur.
Er bara virkilega ánægð með sumarið, það sem komið er Vona bara að veðrið verði gott áfram.
Nú fer alvaran að taka við, en alltaf eru helgarnar, langt fram á haust. Líst vel á næstu ferð og stefnum við þangað, vonandi einhverjir ykkar líka.
Er bara virkilega ánægð með sumarið, það sem komið er Vona bara að veðrið verði gott áfram.
Nú fer alvaran að taka við, en alltaf eru helgarnar, langt fram á haust. Líst vel á næstu ferð og stefnum við þangað, vonandi einhverjir ykkar líka.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum