Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Máttur auglýsinga.

3 posters

Go down

Máttur auglýsinga. Empty Máttur auglýsinga.

Innlegg  Björn H. no. 29 Fim Júl 09 2009, 04:03

Viltu meiri kraft og/eða minni eyðslu?
Svona er upphafið á einni auglýsingu sem er á heimasíðunni, hvað ætli það sé búið að bjóða bíleigendum margar lausnir til að spara eldsneyti og auka kraftinn. Very Happy
Ef bara brot af því sem í boði er til að spara eldsneyti væri rétt þá væru vélaframleiðendur alls ekki að standa sig og þá þyrftu þjóðarleiðtogar að taka í rassgatið á sínum mönnum.
Það er alltaf verið að gera auknar kröfur á bílaframleiðendur að framleiða sparneytnari vélar, hvernig stendur á því að allskonar hólkar, kúlur, pillur og aðrar töfralausnir sem einhverjir snillingar eru að selja eiga að spara eldsneyti um tugi prósenta, spyr sá sem ekki veit.

Ég segi nei, Mad það þarf meira en vel orðaðan texta svo ég láti sannfærast.
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Máttur auglýsinga. Empty Re: Máttur auglýsinga.

Innlegg  Steini 69 Fim Júl 09 2009, 17:00

Sæll ... ég skal láta þig vita hvernig þetta virkar eftir 2 vikur eða svo:-) Ætla að prófa þetta svona og sendi þér skýrslu:-)

Þetta er svipuð aðgerð og ef meður keypti Super-Chip og setti við... en þeir gefa talsvert aukaafl. Þessi kubbar(tölvur) eru ýmist kallaðar Superchip, Engine Modifcation, Chipping, Car Super Chip, Car Engine Chips, Car Chip, Car Performance Chips, Mod Chips... eða eitthvað á þessum nótum og þeir virka(eitthvað mismikið en virka.

En.. með þessum kubbum sem eru forritaðir fyrirfram, má reikna með "flatari" fínstillingu(tjúningu) en með forritun. Með forritun þá er tekið mið af akkúrat þeim bíl sem forritaður er þ.e tekið afrit af tölvunni.. þar kemur fram hvernig viðkomandi bíll brennir eldsneytinu, loftflæði, sprautuþrýsting á hvaða hita hann gengur, og allur sá spakki en kubbarnir eru forritaðir svona meira "meðaltals".

Samkvæmt því sem ég las á spjallboði úti þá láta þeir vel af þessum kubba ísetningum, þ.e tveir sem að vísu voru með 1,9JTD. Annar þeirra setti þetta næst í 2,3 og var enn jafn ánægður en fannst þetta gera minnst fyrir bíl með 2,8l vél... enda sjálfsagt nóg afl þar fyrir og því mismunurinn kannski minnst finnanlegur. Þessi aðilil var með svona Chip box frá sama framleiðanda í öllum þessum þrem bílum. En hvað veit maður... en allavega þetta eins og ég segi svo oft "fer aldrei verr en illa" Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Máttur auglýsinga. Empty Re: Máttur auglýsinga.

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Júl 10 2009, 00:37

Sæll Steini, það verður fróðlegt að heyra frá þér um reynsluna af þessari tölvuþjónustu.
Ég kannast vel við að það sé verið að setja allskonar kubba í bíla, sérstaklega er þetta þekkt meðal jeppamanna.
Einhvern vegin hef ég haft það á tilfinningunni að eftir því sem vélin er minni og meira tekið út úr henni bitni það á líftíma vélarinnar.
Það væri gaman að heyra frá fleirum sem hafa prófað eitthvað af öllum þessum töfralausnum.
Er ekki verðið nokkuð hátt fyrir þessa aðgerð? Question
En gangi þér vel og vonandi virkar þetta,

Sjáumst síðar félagi. Cool
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Máttur auglýsinga. Empty Naglinn hittur á höfuðið!

Innlegg  Gunnar Th.,222 Fim Júl 16 2009, 14:51

Það er akkúrat það sem Björn gerir. Allar svona kubbaæfingar sem miða að því að auka olíumagn og túrbínuvirkni naga einfaldlega aftan af líftíma vélarinnar. Nefni eitt velþekkt dæmi: Landsþekktir jeppar um árabil komu með nýrri vélargerð með tölvustýrðu olíuverki, eftir mitt ár 2000. Fljótlega fór að bera á því að menn bættu tölvukubbum við vélarnar til að auka afl þeirra enn frekar, og umboðið bauð mönnum jafnvel uppá þennan kost. Síðar kom upp framleiðslugalli í vélunum sem leiddi á endanum til þess að skipt var um þær, með framlengdri ábyrgð. Eftir að framleiðslugallinn komst í hámæli hætti umboðið að bjóða tölvukubba við vélarnar og gaf að endingu út óopinbera yfirlýsingu þar sem orðuð var endurskoðun ábyrgðartíma vélanna ef tölvukubbar væru í notkun við þær.

Mín reynsla sem bifv.v.m. til rúmra 30 ára: Ekki breyta vélunum ef ekki á að breyta notkuninni - s.s. fara með húsbílana í kvartmílukeppni eða á torfærumót. Ekki setja forþjöppu á yngri gerðir forþjöppulausra véla! Þeir smíða ekki lengur vélar eins og gömlu Benz, Perkins o.þ.h.

Kv. Gunnar Th. 222
Gunnar Th.,222
Gunnar Th.,222

Fjöldi innleggja : 90
Age : 66
Hvaðan ertu? : Frá Ísafirði. Hét því að flytja aldrei til Reykjavíkur. Bý í Kópavogi.
Registration date : 10/04/2008

http://www.blogg.visir.is/tengill

Til baka efst á síðu Go down

Máttur auglýsinga. Empty Re: Máttur auglýsinga.

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum