Varðandi rúmdýnur í húsbílunum
2 posters
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Varðandi rúmdýnur í húsbílunum
Við erum að spegulera í því að fá okkur dýnu frá RB í húsbílinn(17,5cm þykk) og ég var að pæla hvort einhverjir væru búnir að láta smíða svona springdýnur í bílana og hversu þungar þær væru svona uppá það hvernig er að ganga um hirslurnar undir rúminu.
Ný svona sérsmíðuð springdýna í bílinn okkar kostar tæpum 5 þúsund krónum meira en að kaupa smá latexrenning ofan á dýnuna sem fyrir er svo mér finnst það ekki spurning að fá frekar nýja dýnu. Við erum bæði baksjúklingar og finnst þessi tempursvampur í dýnunni full eftirgefanlegur...enda svo sem ekki þykktinni fyrir að fara... en orginal dýnan er ca. 10 cm. þykk.
Kv. Steini
Ný svona sérsmíðuð springdýna í bílinn okkar kostar tæpum 5 þúsund krónum meira en að kaupa smá latexrenning ofan á dýnuna sem fyrir er svo mér finnst það ekki spurning að fá frekar nýja dýnu. Við erum bæði baksjúklingar og finnst þessi tempursvampur í dýnunni full eftirgefanlegur...enda svo sem ekki þykktinni fyrir að fara... en orginal dýnan er ca. 10 cm. þykk.
Kv. Steini
Re: Varðandi rúmdýnur í húsbílunum
Jæja vorum að koma úr fyrstu ferðinni(5 daga) eftir dýnuskiptin(RB springdýna) og erum alsæl með að sofa á henni. Ótrúlegur munur.
Að vísu er hún einum 8cm hærri en þessi gamla svo Helgu fannst heldur erfiðara að "klifra" uppí en það vandist:-)
- Fengum okkur 360 lítra Ultra-Box á hjólagrindina líka svo þetta fer að verða ágætt þetta árið
Kv. Steini
Að vísu er hún einum 8cm hærri en þessi gamla svo Helgu fannst heldur erfiðara að "klifra" uppí en það vandist:-)
- Fengum okkur 360 lítra Ultra-Box á hjólagrindina líka svo þetta fer að verða ágætt þetta árið
Kv. Steini
Re: Varðandi rúmdýnur í húsbílunum
Jæja, þá er dýnan komin í lag, þarf þá ekki að styrkja reiðstoðirnar næst Steini minn.
En þá eru það upplýsingarnar handa okkur hinum.
Er dýnan þung og er vont að lyfta til að komast í lestina?
Hvað kostar að láta RB útbúa svona sérsmíði?
Hvar fást Ultra-Box og eru þau rykþétt?
Hvenær koma fyrstu tölur um eyðslu og aukin kraft?
En þá eru það upplýsingarnar handa okkur hinum.
Er dýnan þung og er vont að lyfta til að komast í lestina?
Hvað kostar að láta RB útbúa svona sérsmíði?
Hvar fást Ultra-Box og eru þau rykþétt?
Hvenær koma fyrstu tölur um eyðslu og aukin kraft?
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Varðandi rúmdýnur í húsbílunum
Sæll Björn! Nei reiðsláin er skotheld... enda sérstyrkt af undirrituðum
Ég gerði mér ferð út, eftir að ég las póstinn frá þér til að prófa að lyfta þessu og þetta er mun þyngra en fyrirrennarinn, sem reyndar var fullþungur líka þegar við erum með öll sængurföt fyrir okkur þrjú á rúminu og þykkt rýmteppi yfir, þessu eins og þetta er alltaf hjá okkur. Ég gleymdi bara að prófa þetta þegar ég setti dýnuna í hann.
Hún kostaði 44.400 í RB.
Ultra-Boxið(360 lítra) fékk ég í Rótor(keypti reyndar það síðasta) og það er fullkomlega þétt. Er búinn að aka með yfir vonda malavegi þar sem nóg var af ryki og það var algerlega hreint að innan. Þessi box eru einnig til 320 lítra(og reyndar enn minni) en mér finnst nú bara hreint ekkert veita af þessu. Ég set 2 stóra sólstóla + 2 skammel í þetta ásamt súlunum úr markísuhliðinni, alla hæla og svona glamurdót og er svo með 5 lítra plastkútinn fyrir gasgrillið og þá er plássið að mestu búið, en gæti svosem komið teppinu, svuntunni og svona smáræði þarna fyrir líka. En allavega er þetta mun þægilegra en að setja allt inn um lúguna þótt þetta komist svosem allt þar fyrir með lagi.
Veit ekki enn hvenær forritunin fer fram... forritarinn er enn í sumarfríi:-)
Kv. Steini
Ég gerði mér ferð út, eftir að ég las póstinn frá þér til að prófa að lyfta þessu og þetta er mun þyngra en fyrirrennarinn, sem reyndar var fullþungur líka þegar við erum með öll sængurföt fyrir okkur þrjú á rúminu og þykkt rýmteppi yfir, þessu eins og þetta er alltaf hjá okkur. Ég gleymdi bara að prófa þetta þegar ég setti dýnuna í hann.
Hún kostaði 44.400 í RB.
Ultra-Boxið(360 lítra) fékk ég í Rótor(keypti reyndar það síðasta) og það er fullkomlega þétt. Er búinn að aka með yfir vonda malavegi þar sem nóg var af ryki og það var algerlega hreint að innan. Þessi box eru einnig til 320 lítra(og reyndar enn minni) en mér finnst nú bara hreint ekkert veita af þessu. Ég set 2 stóra sólstóla + 2 skammel í þetta ásamt súlunum úr markísuhliðinni, alla hæla og svona glamurdót og er svo með 5 lítra plastkútinn fyrir gasgrillið og þá er plássið að mestu búið, en gæti svosem komið teppinu, svuntunni og svona smáræði þarna fyrir líka. En allavega er þetta mun þægilegra en að setja allt inn um lúguna þótt þetta komist svosem allt þar fyrir með lagi.
Veit ekki enn hvenær forritunin fer fram... forritarinn er enn í sumarfríi:-)
Kv. Steini
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum