Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Félagsgarður

+2
hafdísjúlía
Steini 69
6 posters

Go down

Félagsgarður Empty Félagsgarður

Innlegg  Steini 69 Lau Maí 09 2009, 15:44

Sælveriði! Við Helga komum hingað(skrifað á tjaldstæ'inu við Félagsgarð) um kl. 1 í nótt sem leið eftir sannkallað rokferðalag:-) Höfðum lesið að það myndi lægja með kvöldinu og ákváðum að fengnu samráði við Hafdísi Júlíu, yfirveðurfræðing, að leggja í hann. En,da eins og Hafdís sagði... smá rok á móti ef þið farið Mosfellsheiðina(það var nefnilega örlítill kaldi á Kjalarnesinu) og síðan er bara logn þegar þið komið í Kjósarskarðið. Ég var nú á tímabili farinn að hugsa það að ég fengi hanan bara til að vinna bílinn undir sprautun... þar sem melurinn rauk yfir bílinn í logninu hennar:-)

Vorum fegin þegar áfangastað var náð og erum hér í góðu yfirlæti þótt mætti svo sem vera hlýrra... þó sást hér einstaka maður, kappklæddur, í sólbaði í dag Very Happy

Bara æðislegt að vera farinn af stað þetta sumarið - Kv. Steini og Co...
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  hafdísjúlía Sun Maí 10 2009, 10:44

Já Steini minn, ég skal aldrei ráðleggja þér neitt í sambandi við veður aftur. En það var logn þegar ég talaði við ykkur,
ég get ekki gert að því, en svo varð bara allt ennþá vitlausara og átti ég þá að hringja og segja nei nei bíðið við Hlégarð.
Þið eruð hraustmenni að komast alla leið. Sýnir sig að við látum ekkert stoppa okkur.
Ég hafði á orði á leið í bæinn í dag eftir skemmtilega helgi með ykkur öllum, að þetta myndi ég ekki leggja á mig aftur
í svona veðri. Verð næst heima.
En þetta var samt yndæl ferð og verður lengi í mynnum höfð fyrir kjarkinn sem þeir sýndu sem komu, því veðrið var brjálað
á föstudagskvöldið, og það sem átti að lægja um miðnætti teygðist alveg til morguns enda komu fyrstu bílarnir ekki úr varinu á Kjalarnesi
fyrr en um 8 leytið á laugardagsmorgun.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Steini 69 Sun Maí 10 2009, 12:16

Very Happy - Já enda er nú komið fram nýtt veðurheiti - Hafdísarlogn Very Happy -

Já þetta var flott og gott að einhver kom okkur af stað Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Með taugarnar þandar...titrandi vangar....trallallaaa..

Innlegg  Anna M nr 165 Sun Maí 10 2009, 15:58

Sæl verið þið og takk fyrir góða helgi þið sem voruð í ferðinni. Very Happy
Við komumst á áfangastað rétt fyrir miðnættið því skiltið datt niður með tölur: 26 metrar og 34 í hviðum og skelltum við okkur í gegnum það. Crying or Very sad Ég skelfingu lostin raulandi lagið: með taugarnar þandar..... Embarassed Standandi í miðjum bílnum að halda lúgunni niðri, sem sífellt fauk upp. Hafdísarlognið var nú engin lygi, því þegar við komum inn Kjósina í átt að Félagsgarði, var veðrið allt annað. Þó hvessti seinna um kvöldið en aldrei neitt í líkingu við Kollafjörðinn. Auðvitað á maður að fara eftir skiltunum, og það gerðum við ásamt fleirum og biðum við Hlégarð í Mosó. En maður var búin að fylgjast með veðurspám og langt fram á föstudag heyrði maður ekkert um þennan veðurofsa, sáum bara skiltin.

Þegar Akraness-strætó skellti sér ákváðum við að skella okkur líka enda okkar bíll lítill og nettur og klauf veðrið vel.

Annars var helgin frábær og alltaf gaman að hittast. Cool
Vil bara sérstaklega þakka nýjum félögum fyrir kynnin og vona að sjá ykkur aftur í sumar Laughing sunny
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Oddný og Nonni Sun Maí 10 2009, 17:53

Hæ og takk fyrir síðast!

Vil bara þakka fyrir samveruna í Félagsgarði um helgina!
Þetta var frábært.

Sjáumst hress og kát fljótlega aftur!

p.s. Ég er enn að leita að mynd

Bestu kveðjur

Oddný
Oddný og Nonni
Oddný og Nonni

Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Elín og Daði nr. 39 Mán Maí 11 2009, 10:43

Heil og sæl og bestu þakkir fyrir samveruna um helgina. Næst þegar þið verðið innligsa í Mósó þá endilega hafið samband og kannið hvort ekki sé kaffi á könnunni Exclamation Helgin var hin skemmtilegasta og gaman að skoða flóruna af flottum húsbílum. Við höfum sett okkur það markmið að hjóla eitthvað á hverjum stað sem við gistum og það gerðum við líka s.l. laugardag. Við hjóluðum heim að Hálsi og þar var opin búðþ Bændurnir á Hálsi eru með kjötsölu allar helgar frá kl. 14.00 - 18.00 og á laugardögum selja þeir ófrosið, beint á grillið. Einnig eru þau með ýmsar sultur, pasta og kæfur ýmiskonar. Í gær þegar við vöknuðum og höfðum fengið okkur morgunverð þá héldum við áfram Hvalfjörðinn og upp í Munaðarnes til að aðstoða vini við að pakka saman sínu hafurtaski en þau hafa nú hætt rekstri á veitingaþjónustunni þar og reka nú veitingahúsið að Laugarvegi 24 í Rvk. sem heitir Scandinavian. Vaðrið var orðið frekar leiðinlegt þegar við héldum heim en helgin var mjög skemmtileg og enn og aftur hafið bestu þakkir fyrir frábærar móttökur. Kveðja, Daði Þór og Elín Íris
Elín og Daði nr. 39
Elín og Daði nr. 39

Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Maí 11 2009, 13:10

Mikið er ég glöð að heyra að gott sé hljóðið í mönnum eftir ferðina Very Happy
Hef ég farið í nokkrar og get reyndar ekki sagt að þessi sé sú besta, en engu að síður er maður sáttur.
Ég er bara þannig að gera gott úr öllu. Very Happy

Sérstaklega er ég ánægð með þetta fyrirkomulag með að raða bílunum, reyndist það vel núna öðru sinni, en seinast var raðað upp í afmælisveislunni. Laughing

Daði minn nú hugsar maður gott til glóðarinnar ef við látum verða af spjallverjaferð að hafa góðan músíkant með Razz Razz lol!
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Elín og Daði nr. 39 Mán Maí 11 2009, 18:02

Já þetta var bara fínasta ferð og þegar unglingurinn hún Birna mín sem er 17 ára skemmtii sér bara vel með okkur "gamla settinu" þá virðist allt vera í besta standi. Næst tek ég bara básúnuna með ! það voru nú básúnur sem blésu niður múrinn á öld Rómverja.
Elín og Daði nr. 39
Elín og Daði nr. 39

Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Vigdís 677 Mán Maí 11 2009, 20:00

Hæ,hæ.
Takið endilega básúnuna með, en við skulum vona að það finnist ekki veggir sem þarf að blása niður.
Kveðja, með þökk fyrir síðast. sunny
Vigdís 677
Vigdís 677

Fjöldi innleggja : 18
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Elín og Daði nr. 39 Þri Maí 12 2009, 07:17

Sæl Vigdís ! Það var nú heldur ekki þannig hugsað ! Það er ekki víst að við verðum með að Hlöðum um Hvítasunnuna þar sem blásið er til afmælisveislu í fjölskyldunni við Þingvallavatn. Sjáum samt til hvernig það allt saman þróast. Í Mosfellsbænum fer lognið mjög hratt yfir þessa stundina en eigi að síður fallegasta veður. Kveðjam, Daði Þór
Elín og Daði nr. 39
Elín og Daði nr. 39

Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Félagsgarður Empty Re: Félagsgarður

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum