Gasísskápar og rafmagn.
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Gasísskápar og rafmagn.
Komið þið sæl öllsömul.
Ég ætla nú byrja á því að viðurkenna að ég á ekki húsbíl heldur fellihýsi en ég hef mjög gaman af þessari síðu ykkar.
Mig langar hins vegar að fræðast um það með ísskápana eða gaskistuna í mínu tilfelli, þetta er víst alveg eins uppbyggt, en þegar maður er með kistuna tengda í 230v þar sem er fjölmenni á tjaldsvæði eins og t.d. á Fiskideginum á Dalvík þá fer rafmagnið ansi oft að slá út á kvöldin eins og þið kannski flest munið, en hvernig fer þetta með ísskápana og kistuna mína þegar það er alltaf að slá út.
Getur einhver svarað þessu?
Jón B.
Ég ætla nú byrja á því að viðurkenna að ég á ekki húsbíl heldur fellihýsi en ég hef mjög gaman af þessari síðu ykkar.
Mig langar hins vegar að fræðast um það með ísskápana eða gaskistuna í mínu tilfelli, þetta er víst alveg eins uppbyggt, en þegar maður er með kistuna tengda í 230v þar sem er fjölmenni á tjaldsvæði eins og t.d. á Fiskideginum á Dalvík þá fer rafmagnið ansi oft að slá út á kvöldin eins og þið kannski flest munið, en hvernig fer þetta með ísskápana og kistuna mína þegar það er alltaf að slá út.
Getur einhver svarað þessu?
Jón B.
Jón B. Sigmundsson- Fjöldi innleggja : 1
Registration date : 29/04/2009
Re: Gasísskápar og rafmagn.
Sæll
Ég hef heyrt að þetta fari ekki vel með tækin, þegar rafmagnið er alltaf að detta út.
Ég hef líka lent í þessu og ég bara slökkti á ísskápnum þegar rafmagnið fór af og
kveikti svo sjálf örlítið seinna eftir að rafmagnið var komið á.
Það eru víst einhver öryggi sem geta bilað í tækjunum ef rafmagnið er alltaf að detta út,
hef ég líka heyrt. En hvort það er alveg satt veit ég ekki en ég hef samt áhyggjur af tækjunum.
Ég hef heyrt að þetta fari ekki vel með tækin, þegar rafmagnið er alltaf að detta út.
Ég hef líka lent í þessu og ég bara slökkti á ísskápnum þegar rafmagnið fór af og
kveikti svo sjálf örlítið seinna eftir að rafmagnið var komið á.
Það eru víst einhver öryggi sem geta bilað í tækjunum ef rafmagnið er alltaf að detta út,
hef ég líka heyrt. En hvort það er alveg satt veit ég ekki en ég hef samt áhyggjur af tækjunum.
Oddný og Nonni- Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009
Re: Gasísskápar og rafmagn.
Svo er ágætt til þess að hugsa að þegar er búið að raða einhverri flóru af vögnum á raflögnina ... þá eru menn oft að keyra á alltof lágri spennu, og það eitt er ansi slæm meðferð á raftækjum. Einhver sagði mér að hann hefði mælt á staur/eða fjöltengi á einhverju túninu og þar hefði henn fengið út rétt 200 Volt...
Svo mitt ráð er: keyrðu bara kistuna/skápinn í lengstu lög á gasinu:-)
Kv. Steini
Svo mitt ráð er: keyrðu bara kistuna/skápinn í lengstu lög á gasinu:-)
Kv. Steini
Re: Gasísskápar og rafmagn.
Við höfum nánast alltaf bara gasið á ísskápnum, treystum ekki rafmagninu á tjaldstæðunum, þetta eyðileggur ísskápana, og kosta þeir nú alveg nóg, svo okkur finnst ódýrara að að eiga heilan ísskáp og kaupa oftar gas heldur en ónýtan. Þá sjaldan að við notum rafmagnið þá er það ef við erum ein á staur og það gengur oftast bara utan aðal tímans á sumrin.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum