Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Umfjöllun til góðs og ills.

+2
Ægir og Sigga
Anna M nr 165
6 posters

Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Apr 29 2009, 13:39

Er ég bæði glöð og jafnframt leið að sjá svona skrif eins og hefur verið að undanförnu í gestabókinni. pale
Umfjöllun um gæði og þjónustu á rétt á sér, en þegar ég var í verslun og þjónustu þá lærði ég að einn óánægður viðskiptavinur vegaði á móti 10 ánægðum, þess vegna er svo brýnt að hrósa, þakka og benda á góða þjónustu.

En umfjöllunin sem slík hefur leitt það góða af sér að nú hrannast inn til okkar góð tilboð fyrir gistingu og þjónustu við húsbílaeigendur, og sumt aðgengi frítt Smile

Við skulum samt aðeins róa okkur niður og ekki alveg rakka niður þá staði sem segjast ekki geta boðið okkur betur. Okkar er valið hvar við erum, svo það þarf ekki að kosta hýruna fyrir einhvern þó fólk sé óánægt.

Okkar helgi er fyrir löngu plönuð, en ef ég hefði annað val, þá myndi ég skella mér á Eyrarbakka, það hljómar ekkert smá skemmtilegt Very Happy allt sem er í boði þar.
Hafið góða helgi öll sömul, hvað sem þið gerið Cool
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Apr 29 2009, 15:08

Mikið er ég sammála þér Anna. Við veljum okkur gististaði sjálf, það þarf ekkert að rakka þá niður sem eru að þjónusta ferðafólkið. Auðvitað þurfa þeir líka að lifa, það er bara þannig að ef mér finnst dýrt að stoppa eimhversstaðar þá fer ég annað. Verð að segja að ég hef gist nokkrum sinnum í Hveragerði á undanförnum árum, og ekki hefur verið hægt að kvarta undan þeirri þjónustu sem þar var veitt. Tölum við aðra eins og við viljum að talað sé við okkur. Very Happy Very Happy Very Happy lol! ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Benedikt 687 Mið Apr 29 2009, 15:22

Sælt veri fólkið
Er sammála ykkur að ekki á að rakka niður tjaldstæði eins Hveragerði gistum þar nokkrum sinnum þar í fyrra og líkaði vel. Tjaldvörðurinn var mjög viðkunnanlegur og spjallaði um heima og geima ennfremur fræddi hann okkur um áhugaverða staði á Suðurlandi . Tökum yfirleitt aldrei rafmagn og því er gjaldið sem tekið er fyrir það ekki mikið að angra okkur. Ef okkur líkar ekki það sem við erum að kaupa þá kaupum við það einfaldlega ekki aftur.

Erum búin að ná í Askinn og erum að fara á morgun austur á Akureyri í fermingu.
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Ægir þarf að spyrja þig.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Apr 29 2009, 15:32

Krakkarnir mínir eru á leið til Egilsstaða á morgun og ætla norður fyrir, er mikill snjór ennþá?
Svo er planið að fara með austurströndinni heim á sunnudag, maður er bara með áhyggjur, en þó fara þau á jeppanum okkar, svo það róar mann.
Verður þetta ekki í lagi bara? Þau týnast ekkert í snjónum þarna á þínum slóðum? Very Happy Cool
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Benedikt 687 Mið Apr 29 2009, 15:36

Sæl Anna
Hef verð að spyrjast fyrir um verð í ánum sem helst er veiði í hér á svæðinu.
Staðará í Steingrímsfirði var um 12, 000 Lax og bleikja
Selá í Steingrímsfirði og Bjarnafjarðará eru báðar 5,000 kall og þar veiðist aðallega bleikja þá kemur einn og einn lax. Bændur selja sjálfir veiðileyfi í allar þessar ár. Ef ég get hjálpað með að úvega veiðileyfi er það ekkert mál , bestitíminn er eftir mánaðarmótin júlí - ágúst

Alveg óhrædd með krakkana hér er eingin snjór nema til fjalla, sumarfæri á öllum vegum.
Benedikt 687
Benedikt 687

Fjöldi innleggja : 75
Age : 70
Hvaðan ertu? : Hólmavík
Registration date : 30/03/2008

http://123.is/bspsola

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Apr 29 2009, 15:50

Anna M nr 165 skrifaði:Krakkarnir mínir eru á leið til Egilsstaða á morgun og ætla norður fyrir, er mikill snjór ennþá?
Svo er planið að fara með austurströndinni heim á sunnudag, maður er bara með áhyggjur, en þó fara þau á jeppanum okkar, svo það róar mann.
Verður þetta ekki í lagi bara? Þau týnast ekkert í snjónum þarna á þínum slóðum? Very Happy Cool



Nei nei Anna það eru allir vegir auðir, en nokkur snjór er ennþá en það hefur gengið á hann síðustu daga. Segir þeim bara að fara fjarðaleiðina það er frá Egilsstöðum um Fagradal og suðurfirði.,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Apr 29 2009, 15:54

En ef þau koma norðan að? Hvaða leið fara þau? Þú ert að tala um þennan Fagradal þegar farið er frá Egilsstöðum til RVK er það ekki? Embarassed Embarassed Embarassed
Eins og þú sérð þá er ég EKKI góð í landafræði, hvað þá að þekkja mig á þínum slóðum Embarassed Embarassed
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Apr 29 2009, 15:59

Jú alveg rétt. Það er ekki hægt að villast á þessu . Fagridalur er á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar og þegar komið er á Reyðarfjörð er tekin hægribeygja og ekið í gegnum Fáskrúðsfjarðargöng, þá er komið í hinn ægifagra Fáskrúðsfjörð og svo áfram suður úr. Spurðu bara börnin þegar þau koma heim, haha. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,


Síðast breytt af Ægir og Sigga þann Mið Apr 29 2009, 16:09, breytt 1 sinni samtals
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Apr 29 2009, 16:06

Æ, Takk fyrir þetta Ægir, þau eru hér að stúdera leiðina, hvað hægt sé að skoða og svona á leiðinni, það liggur við að ég vilji með og heimsækja þig í leiðinni, en þetta er fjölskyldusamkoma pabba þeirra megin Embarassed Og ég er nú bara fyrrverandi Razz

Annars erum við að stefna á Hlíðarvatnið góða í Heydal með hinum krökkunum okkar um helgina, svo fyrsti veiðitúr er framundan og verða sagðar stórar veiðisögur eins og veiðimanna er siður bounce Razz
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Umfjöllun til góðs !!!!!

Innlegg  Ægir og Sigga Mið Apr 29 2009, 16:13

Ekkert að þakka og bara góða veiði, þú segir okkur veiðisöguna seinna... en annars mikið h--víti er klukkan hér á spjallinu vitlaus, hafiði ekki tekið eftir því?? ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga
Ægir og Sigga

Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Apr 29 2009, 16:16

Benedikt 687 skrifaði:Sæl Anna
Hef verð að spyrjast fyrir um verð í ánum sem helst er veiði í hér á svæðinu.
Staðará í Steingrímsfirði var um 12, 000 Lax og bleikja
Selá í Steingrímsfirði og Bjarnafjarðará eru báðar 5,000 kall og þar veiðist aðallega bleikja þá kemur einn og einn lax. Bændur selja sjálfir veiðileyfi í allar þessar ár. Ef ég get hjálpað með að úvega veiðileyfi er það ekkert mál , bestitíminn er eftir mánaðarmótin júlí - ágúst

Alveg óhrædd með krakkana hér er eingin snjór nema til fjalla, sumarfæri á öllum vegum.

Heyrðu takk fyrir þetta, er svo sannarlega tilbúin að snúa upp á kallinn Laughing Á afmæli í ókt svo ég ætla að snúa á hann með að fá afmælisgjöfina snemma þetta árið, er þá með í huga einn virkan dag eftir verslunarmannahelgi, 4,5 eða 6 ágúst. Læt þig vita hvað verður, mjöööög fljótlega. Wink Cool
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  hafdísjúlía Mið Apr 29 2009, 16:51

Ég er algjörlega sammála ykkur í sambandi við umtalið um tjaldstæðin, Hveragerði t.d. er mjög fínt tjaldstæði og hefur alltaf verið mjög gott að koma þangað, eins er með flest öll þau tjaldstæði sem við heimsækjum, en það sem þarf að ræða og það málefnalega er verðið sem við erum að borga fyrir stæðið. Við flest okkar þurfum ekki rafmagn og sjaldnast salerni, svo við þurfum að ræða við þá sem reka tjalstæðin og reyna að semja um góðan díl fyrir húsbílafólk, við t.d. erum á ferðinni meirihluta ársins og ég vil geta komið í Hveragerði allan ársins hring, sem að því er mér skilst verður hægt á þessu ári.
Gaman að hafa útálandi (mátti til Björn og Ævar) búa til þess að leiðbeina sér um staðhætti fyrir Austan.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Apr 29 2009, 17:30

Fyrir þeim félögum erum við Hafdís mín útálaðar borgarpíur, sko Razz
Hefði svooo viljað að stóra ferðin hefði verið austur. Sad En bara næst vonandi Rolling Eyes
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Umfjöllun til góðs og ills

Innlegg  keilir Fim Apr 30 2009, 09:55

Heil og sæl gott fólk.
Þakka ykkur að taka þarna upp þráðinn og benda góðfúslega á þessa hluti, ég tek svo sannarlega undir með ykkur. "Orð eru til alls fyrst" er sagt og við eigum að vera málefnaleg í okkar umfjöllun og þá verður okkur eitthvað ágengt, sem hefur komið á daginn það er að hafa samband við okkur fólk sem vill kynna sitt byggðarlag, hvað það hefur upp á að bjóða og við fáum tilboð í tjaldstæðin, sumir eru ekki með neitt gjald, og svo eru ýmiss verð hjá öðrum og við verðum að virða það hjá hverjum og einum. Við formenn 3 stærstu félaganna erum að leitast eftir tilboðum, vítt og breitt um landið, en þetta tekur bara sinn tíma, en þolinmæðin þrautin vinnur alla.

Steini netstjórinn okkar seturinn tilboðin á tjaldstæðunum jafn harðann og við fáum þau og setur þetta inn á linkinn á síðunni okkar undir Tjaldstæði og vísar í ýmsa linka sem fylgja hverju tjaldstæði/byggðarlagi, mjög flott hjá honum, hann er snillingur í þessu, enda var hún hjá Gónhól hrifin af síðunni okkar og er búin að bjóða okkur til Eyrabakka, þegar við verður á Stokkseyri í Stóru ferðinni, hún sendi okkur viðburðadagatal fyrir sumarið.

Sanngjörn og málefnaleg umfjöllun skilar sér vel bæði til hagsbóta fyrir rekstaraðila Tjaldstæðanna og ekki síður okkur, það er ýmislegt sem við félagarnir getum bent tjaldvörðum á og öfugt.

Ég hef líka fylgst með því að þið eruð mikið að spá í gjaldið hjá Spöl ég er búin að ræða bæði við Ásu og Sigríði (Dittu) fráfarandi formenn, þær hafa báðar talað við þá aðila sem reka göngin og sent inn erindi og þær vilja meina að við komumst ekkert lengra með þetta en sú leiðrétting sem var gerð í fyrra að mig minnir, þó við séum allsekki sátt við þetta.

Það verður fundur hjá Stjórninni á mánudagskvöldið og ég mun ræða þetta þá og hvort við eigum að gera eitthvað í málunum, læt ykkur vita hvað kemur út úr því.
En ég bið ykkur góðu félagar, hreytum ekki ónotum í starfsfólk Spalar sem tekur við greiðslu, þau hafa ekkert um þetta að segja, þau vinna þarna skv. reglum sem þeim eru settar.

Nú setjum við upp brosið Very Happy og svei mér þá sólin kíkti í gegnum skýin flower
Bestu kveðjur
Soffía Keili 24 lol!
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Þröstur 618 Fim Apr 30 2009, 18:13

Anna mín Við Ægir erum ekket hissa að allir vilji koma austur í fjallafegurðina og lognið, sólina og alllllt ........það góða sem þar er ..eða þannig
Þröstur 618
Þröstur 618

Fjöldi innleggja : 5
Hvaðan ertu? : Rfj
Registration date : 22/04/2009

Til baka efst á síðu Go down

Umfjöllun til góðs og ills. Empty Re: Umfjöllun til góðs og ills.

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum