Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Ein af þessum helgum sem...

4 posters

Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Ein af þessum helgum sem...

Innlegg  Steini 69 Sun Apr 26 2009, 18:20

...fæst gengur eftir... Í gær átti að hafa það huggulegt og skreppa og kjósa og visitera kosningaskrifstofur og fleira en þá krassaði aðal vinnutölvan mín. þ.e tölvan með öllum verkum,,, öllu gervihnattadótinu og svo framvegis... Ég lá svo í henni fram til 6 í gærkveldi, með Helgu dokadni yfir mér síspyrjandi hvort ekki ætti að fara koma sé af stað:-) Síðan var skroppið og kosið, og slafrað í sig fyrir atkvæðinu á einhverri kosningaskrifstofunni og síðan heim í áframhaldandi tölvuviðgerðir og hamast í því fram á nótt. Náði svo að horfa á restina af kosningasjónvarpinu og leggja mig aðeins í morgun til þess eins að halda áfam í viðgerðum í dag.

Hafði þó ekki setið lengi við þegar öryggiskerfið hjá okkur gersamlega flippaði með sínum háværu sírenum og þá kom í ljós að kveiknað var í útí kertagerð Embarassed Og það verð ég að segja um hana Helgu mína að hún leit hreint ekki út fyrir að eiga við máttleysi í löppum að stríða þegar við skeiðuðum út í kertagerð að slökkva í pottinum sem, hafði greinilega bilað. Helga fór inn á undan og henti brunateppi yfir pottinn og síðan hlupum við hóstandi út... Reykurinn var hryllilegur og meira að segja klukkustund síðar þegar maður frá tryggingunum mætti á svæðið var ekki enn farandi inn. Þannig að það bíður okkar einhverja daga þrifnaður á vörum tólum og tækjum, málningarvinna, endurpökkun kerta og bara allt sem þessu fylgir. En auðvitað erum við þó fyrst og fremst þakklát að ekki fór verr.

En svo maður hljómi nú ekki alveg eins og sjálfstæðismaður eftir kosningar þá var þetta nú ekki allt tómur blús þessa helgina. T.d kíkti Björn no. 29 aðeins við í gær, svona rétt til að taka út framkvæmdirnar á Viðhaldinu Very Happy og síðan kom bólstrarinn, með framstólana leðraða og klára í kvöld svo ég get setið eins og maður og sleppt því að sitja á kókkassa þegar ég renni með bílinn í bæinn í lúguísetningarnar á morgun.
Sýnist þó á flestu á ég verði að grípa með mér nýja tölvu á heimleiðinni. Sad

Annars erum við bara góð Very Happy
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Re: Ein af þessum helgum sem...

Innlegg  hafdísjúlía Mán Apr 27 2009, 02:43

Gott að ekki fór verr í kertagerðinni.
Til hamingju með breytinguna á bílnum, hún er meiriháttar.
Vona að þið verðið búin að laga til fyrir helgina áður en fyrsta útilegan byrjar.
Er ekki annars á dagskrá um næstu helgi að skreppa.
Eigið góðan sólskinsdag í dag
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Re: Ein af þessum helgum sem...

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Apr 28 2009, 00:23

Það var engin brunalykt í loftinu þegar ég kíkti á framkvæmdirnar sem verða teljast góðar og bera íslensku handbragði gott vitni.
Það var einu sinni talað um slæmar fylgjur og núna virðist ein hafa verið í slagtogi með mér eða þannig, hef ekki vitað af þessum vandræðum áður en engin veit nema gamlir siðir séu að ryðja sér til rúms núna eftir kosningarnar, við Þóra vorum búin að kjósa þegar við kíktum til Helgu og Steina og aldrei að vita nema við höfum vakið upp einhvern ærslabelg. affraid

Vonandi hefur tjónið í brunanum verið lítið og að tryggingarnar taki vel á málinu, þeir eru vanir stórum tölum þarna á skjálftasvæðinu.

Núna ertu trúlega farin að sjá til himins í gegnum nýu topplúguna og hefur notið þess að sitja í nýbólstruðu bílstjórasætinu, til hamingju með þetta allt.
cheers
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Stórhættulegt, sjálfsagt.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Apr 28 2009, 01:58

Að vinna með svona kertagerð, og eins gott að hún er sér í sínu húsi þó heima við sé Neutral
Það var gott að ekki fór verr, ekki vil ég trúa því að einhver ærslabelgur fylgi ykkur hjónum Björn, affraid
það yrði að sannast í þriðju tilraun Laughing

Breytingar eru alltaf til góðs, svo ég trúi ekki öðru en að þú Steini ljómir meira en bíllinn Very Happy
Til lukku með breytingarnar Laughing
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Re: Ein af þessum helgum sem...

Innlegg  Steini 69 Þri Apr 28 2009, 02:49

Sæl veriði! - Já tjónið í kertagerðinnni er ekki svo alvarlegt og við vel tryggð. Og núna er ég að bíða eftir auknu logni til að rúlla með bílinn í bæinn:-) 26 metra rokur í gangi í augnablikinu er eitthvað sem mér finnst ekki alveg nógu spennandi... Very Happy

Og ég er nokkuð viss um að ærlsladraugar eiga engan hlut að máli Very Happy

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Re: Ein af þessum helgum sem...

Innlegg  hafdísjúlía Þri Apr 28 2009, 03:04

Mikið er gott að ekki hlaust mikið tjón af þessum eldsvoða.
Vona að þér gangi vel í dag að komast í bæinn til þess að birta í bílnum, er það ekki annars erindið.
sjáumst við kannski um helgina í útilegu
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 66
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Re: Ein af þessum helgum sem...

Innlegg  Steini 69 Þri Apr 28 2009, 03:10

Mér sýnist manni ekkert ætlað að komast í dag... var að tala við Vegagerðina og þar reikna þeir með því að rokið færist enn frekar í aukana alla vega á Sandskeiðinu svo það er heldur farið að þyngjast í undirrituðum Very Happy
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Ein af þessum helgum sem... Empty Re: Ein af þessum helgum sem...

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum