Snæfellsnesið heillar
+3
Siggi og Björk 240
Anna M nr 165
Vallarbúinn
7 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Snæfellsnesið heillar
Erum að spá í að fara á Snæfellsnesið um helgina, fórum á Langbrók um síðustu helgi á milli vakta það var bara yndislegt . Nú er bara að nota hvert helgarfríið fram að sumarfríi að ellta uppi sólina og góða veðrið erum sannarlega komin í ferðagírinn en hvað með ykkur. Kveðja Einar og Dóra
Vallarbúinn- Fjöldi innleggja : 9
Registration date : 30/10/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Hafið góða helgi
Veit ekki með okkur, en alltaf er hægt að fá skyndihugdettu sko
Reyndar förum við í skírnaveislu á sunnudaginn.
Veit ekki með okkur, en alltaf er hægt að fá skyndihugdettu sko
Reyndar förum við í skírnaveislu á sunnudaginn.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Falleg sýn á jökulinn.
Já, Snæfellsnesið heillar, við skelltum okkur á Skagann í dag í fermingarveislu, og þvílíkt fallegt veður að sjá til Snæfellsjökuls og ness. Manni langaði bara að komast nær jöklinum svo fallegt var það
En nú styttist í fyrstu ferð félagsins og hvað segja spjallverjar? Stefnið þið þangað?
En nú styttist í fyrstu ferð félagsins og hvað segja spjallverjar? Stefnið þið þangað?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Við fengum fulla skoðun svo við erum að verða tilbúin í ferðalög okkur langar í fyrstu ferð er hún ekki mikið gerð fyrir börnin líka ?
Siggi og Björk 240- Fjöldi innleggja : 105
Hvaðan ertu? : Selfossi
Registration date : 29/03/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Til hamingju með fulla skoðum Magnús og Björk á Fossa. Gaman að stytta með ykkur stundirnar fram að skoðun. Næst er bara að mæta um kl. 11.00 því þá er mesta strollan karin í gegn. Ég sendi vinum mínum í Stykkishómi hvatningu til að hafa gjaldið á tjaldstæðinu í lágmarki. Þar kostaði í fyrra 700 á mann og 350 fyirir rafmagn. Það ættu allir að gefa sér tíma til að heimsækja Snæfellsnesið (bjó sjálfur í Stykkishólmi í 19 ár) og heimsækja alla falleggu staðina. Það er skylda að koma við á Hellnum og ganga kringinn með ströndinni. Júpalónsvík og taka þar á Amlóða, Hálfsterkum og Fullsterkum, steinunum sem sýna karlmennskuna. þar niður í fjöruna sem bara kringlóttir steinar og ganga út í Dritvík. Hvað varðar fyrstu ferðahelgina, 8. og 9. maí þá mætum við örugglega. Vitið þið hvort það verður markaður þarna á staðnum því við verðum trúlega með góðgæti til sölu. Auðvitað er þetta líka ferð fyrir krakkana, allar ferði hljóta að vera þannig er ekki svo ? Ég skrifaði í gestabókina í gær um bílaskoðunina. Frábær dagur í gær, ekki satt ? Kv. Daði Þór og Elín Íris.
Elín og Daði nr. 39- Fjöldi innleggja : 58
Age : 66
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009
Re: Snæfellsnesið heillar
Gaman að fá svona góðar upplýsingar um hvað hægt sé að skoða og gera.
Tjaldsvæðið í Stykkishólmi er æðislegt og ekki verra ef verðið helst þokkalegt.
Veit ekki um markað þarna, í fyrstu ferð, en ef það er aðgengi að húsi er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, annars er meira svona skipulagt bæði markaður og fyrir börn í hvítasunnuferð í stóru ferð og lokaferð. Í fyrra fengu börnin að fara á hestbak, eigið diskó, og margt fleira að Hlöðum.
Tjaldsvæðið í Stykkishólmi er æðislegt og ekki verra ef verðið helst þokkalegt.
Veit ekki um markað þarna, í fyrstu ferð, en ef það er aðgengi að húsi er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, annars er meira svona skipulagt bæði markaður og fyrir börn í hvítasunnuferð í stóru ferð og lokaferð. Í fyrra fengu börnin að fara á hestbak, eigið diskó, og margt fleira að Hlöðum.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Ánægð með þig Daði og Elín að reyna að hafa áhrif á að tjaldstæðin lækki, allavega hækki ekki.
Verum öll á verði með verðin. Ég fékk ábendingu um helgina í sambandi við tjaldstæðin úti í Evrópu
þau eru víst ekki á 1000-1200 kr. þetta er víst frekar nær 2000 kr. pr. nótt, (eða 3000 miðað við gengið í dag) þannig að ég bið afsökunar á því. Mér finnst nú ekki að við eigum að sniðganga stæðið t.d. eins og í Hveragerði, þar er alltaf gott að koma, en reynum að beita áhrifum og fá lækkun á verðið, því við erum svo mörg og erum svo mikið og lengi á ferðinni. Við áttum yndislega daga um helgina á Brókinni, þar var mjög fámennt og góðmennt, greinilega allir í skoðun í Reykjavík og svo var veðrið svo ofsafengið á föstudaginn að enginn komst austur. En stefnan er að fara á Hamragarða um næstu helgi, og nýta okkur tilboðið þar
vonandi sjáumst við sem flest þar, aðstaðan þar er alveg til fyrirmyndar, og í boði er að vera inni í nýja húsinu og þar er hægt að elda og borða saman.
Verum öll á verði með verðin. Ég fékk ábendingu um helgina í sambandi við tjaldstæðin úti í Evrópu
þau eru víst ekki á 1000-1200 kr. þetta er víst frekar nær 2000 kr. pr. nótt, (eða 3000 miðað við gengið í dag) þannig að ég bið afsökunar á því. Mér finnst nú ekki að við eigum að sniðganga stæðið t.d. eins og í Hveragerði, þar er alltaf gott að koma, en reynum að beita áhrifum og fá lækkun á verðið, því við erum svo mörg og erum svo mikið og lengi á ferðinni. Við áttum yndislega daga um helgina á Brókinni, þar var mjög fámennt og góðmennt, greinilega allir í skoðun í Reykjavík og svo var veðrið svo ofsafengið á föstudaginn að enginn komst austur. En stefnan er að fara á Hamragarða um næstu helgi, og nýta okkur tilboðið þar
vonandi sjáumst við sem flest þar, aðstaðan þar er alveg til fyrirmyndar, og í boði er að vera inni í nýja húsinu og þar er hægt að elda og borða saman.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Sammála ykkur með Snæfellsnesið þar er alltaf frábært að ferðast um og skoða.
Ég vil bæta við upptalninguna, koma við á Snorrastöðum og labba á Eldborg,
koma við á Langaholti í fjörunni og fara og skoða steinana, koma við á Ölkeldu og smakka vatnið sem sagt er vera allra meina bót, og svo held ég að það sé alltaf markaður í öllum ferðum, allavega hefur það verið
í þeim ferðum sem við höfum farið í ef það hefur verið hús, þá er alltaf markaður á laugardeginum mill ca 1-4.
Ég vil bæta við upptalninguna, koma við á Snorrastöðum og labba á Eldborg,
koma við á Langaholti í fjörunni og fara og skoða steinana, koma við á Ölkeldu og smakka vatnið sem sagt er vera allra meina bót, og svo held ég að það sé alltaf markaður í öllum ferðum, allavega hefur það verið
í þeim ferðum sem við höfum farið í ef það hefur verið hús, þá er alltaf markaður á laugardeginum mill ca 1-4.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Já ég er sammála ykkur, Snæfellsnesið er fallegt. Þegar ég ók þar síðast fórum við í Berserkjahraun meðal annars, þar eru alveg frábærir staðir til að gista á, rúmar kannski ekki stóran húsbílaflota en allt í lagi fyrir nokkra saman.
Ekki lagaðist ég við að drekka ölkelduvatnið, kannski ekki við því að búast. Það þarf nú eitthvað sterkara til þess að maður lagist héðan af, mér fannst vatnið vont en það má vera að það lagi einhverja. Ég hef ekki tekið L'INU úr húsi ennþá, en það styttist nú í það, það er ekki búið að opna þessa dásamlegu Atlavík ennþá, en það eru nú hægt að gista á svo ótal stöðum hér svo það er ekki fyrirstaða að fara í útilegu. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ekki lagaðist ég við að drekka ölkelduvatnið, kannski ekki við því að búast. Það þarf nú eitthvað sterkara til þess að maður lagist héðan af, mér fannst vatnið vont en það má vera að það lagi einhverja. Ég hef ekki tekið L'INU úr húsi ennþá, en það styttist nú í það, það er ekki búið að opna þessa dásamlegu Atlavík ennþá, en það eru nú hægt að gista á svo ótal stöðum hér svo það er ekki fyrirstaða að fara í útilegu. ,,,,mér datt þetta svona í hug,,,,
Ægir og Sigga- Fjöldi innleggja : 737
Hvaðan ertu? : Fáskrúðsfirði
Registration date : 15/04/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Þá er húsbíllinn kominn heim og búið að skoða hann, rann í gegnum skoðun athugasemdalaust.
Það kostaði sex þúsund og þrjátíu krónur að skoða bílinn með 20% FÍB afslætti.
Hin ósanngjarna gjaldskrá Spalar kemur í veg fyrir að maður renni suður fyrir einn dag.
Anna nefndi að það væri upplagt að hrella Spalarstjórnina aðeins með því að aka hægt frá Mosó og beygja síðan inn í Hvalfjörðinn, er ekki betra að safnast saman á stæðinu þar sem vegagerðin er með viktarnar og aka síðan í rólegheitum í gegnum göngin, taka hringtorgið og mæta síðan í lúguna með gjaldið í smámynt og borga með bros á vör áður en haldið er aftur niður í rörið, þeir sem væru með veglykil tækju þá akrein sem er ætluð fyrir áskrift, það er alveg á hreinu að við lokum göngunum alveg með þessu.
Aldrei að vita nema þeir sem búa til gjaldskrá Spalar yrðu svolítið skilningsríkari, við höfum bara beðið um réttláta gjaldskrá.
Byltingin er hún búin?
Kom við hjá Steina og Helgu á laugardaginn til að sjá hvað væri í gangi og fyrir hvað smiðurinn hefði fengið verðlaun, sá að þetta var verðlaunavinna og koníaksins virði.
Ég var hrifinn af brautunum frá Hegas en bólstrarinn var ekki búin svo það verður að bíða með þá úttekt.
Það er fallegt og friðsælt á Snæfellsnesinu og hvergi er skjólið betra en í Berserkjahrauninu, það hefur alltaf verið logn og hiti þar þó það sé kuldagjóla niðrí Stykkishólmi.
Það kostaði sex þúsund og þrjátíu krónur að skoða bílinn með 20% FÍB afslætti.
Hin ósanngjarna gjaldskrá Spalar kemur í veg fyrir að maður renni suður fyrir einn dag.
Anna nefndi að það væri upplagt að hrella Spalarstjórnina aðeins með því að aka hægt frá Mosó og beygja síðan inn í Hvalfjörðinn, er ekki betra að safnast saman á stæðinu þar sem vegagerðin er með viktarnar og aka síðan í rólegheitum í gegnum göngin, taka hringtorgið og mæta síðan í lúguna með gjaldið í smámynt og borga með bros á vör áður en haldið er aftur niður í rörið, þeir sem væru með veglykil tækju þá akrein sem er ætluð fyrir áskrift, það er alveg á hreinu að við lokum göngunum alveg með þessu.
Aldrei að vita nema þeir sem búa til gjaldskrá Spalar yrðu svolítið skilningsríkari, við höfum bara beðið um réttláta gjaldskrá.
Byltingin er hún búin?
Kom við hjá Steina og Helgu á laugardaginn til að sjá hvað væri í gangi og fyrir hvað smiðurinn hefði fengið verðlaun, sá að þetta var verðlaunavinna og koníaksins virði.
Ég var hrifinn af brautunum frá Hegas en bólstrarinn var ekki búin svo það verður að bíða með þá úttekt.
Það er fallegt og friðsælt á Snæfellsnesinu og hvergi er skjólið betra en í Berserkjahrauninu, það hefur alltaf verið logn og hiti þar þó það sé kuldagjóla niðrí Stykkishólmi.
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Re: Snæfellsnesið heillar
Til hamingju með það að vera komin heim með bílinn.
Það verður nú alltaf smá vor í manni þegar maður er kominn í bílinin.
Vorum rétt í þessu í smá bíltúr á kotinu og það er alltaf voðalega notalegt.
líst vel á það að aka löðurhægt í gegnum göngin, og borga í smámynt og taka tíma í það að telja peningana
Já Berserkjahraunið er yndislegt, höfum það á bak við eyrað Björn.
Við breytum engum nema með byltingu, lifi byltingin.
Það verður nú alltaf smá vor í manni þegar maður er kominn í bílinin.
Vorum rétt í þessu í smá bíltúr á kotinu og það er alltaf voðalega notalegt.
líst vel á það að aka löðurhægt í gegnum göngin, og borga í smámynt og taka tíma í það að telja peningana
Já Berserkjahraunið er yndislegt, höfum það á bak við eyrað Björn.
Við breytum engum nema með byltingu, lifi byltingin.
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum