Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

5 posters

Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

Innlegg  Ágústa B 696 Mán Apr 13 2009, 12:27

Við fórum í heljarinnar ferðalag á Mánadísinni.

Lögðum af stað á miðvikudeginum austur á Klaustur og gistum þar tvær nætur.
Fórum svo í Verið að sækja raktravél sem við settum í kerruna og brunuðum norður í Laxárdalinn norðan við Blönduós.

Holtavörðuheiðin var ekki par skemmtileg. Mjög blint og mikil hálka.Mátti litlu muna að við yrðum stopp i einni brekkunni vegna hálku.(kerran tók í) Ekki mjög gott vegna blindunnar og umferðarinnar. Upp fórum við og vorum komin í vetrarríkið fyrir norðan.
Höfðum það náðugt í sveitinni inni í heitum bænum. Rolling Eyes Very Happy

Ekki veit ég hvað km. voru margir sem við keyrðum, nálgast kannski 1000 km ef ekki meir. Fórum í gegnum Þingvöll frá Klaustri. Vill einhver reikna?

Vona að þið hafið átt góða páskahelgi Very Happy
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Re: Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

Innlegg  Oddný og Nonni Mán Apr 13 2009, 16:41

Við gistum eina nótt í Soginu í fallegu veðri á Föstudaginn langa. Brunuðum svo í Langbrók og gistum þar eina nótt.
Við vorum heppin með veður, bara smá rok. Við höfðum aldrei komið í Langbrók, svo það var tilvalið að kíkja, fyrst það var opið.
Það var góður fjöldi af fólki á húsbílum og hjólhýsum. Frábært að geta byrjað svona snemma í útilegu! Very Happy
Oddný og Nonni
Oddný og Nonni

Fjöldi innleggja : 67
Registration date : 17/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Það er alltaf gott að koma að Langbrók.

Innlegg  Gyða og Jói 591 Þri Apr 14 2009, 09:56

Fórum í langferð austur á Vopnafjörð um páskana, á jeppanum, en nú fer að líða að fyrstu húsbílaferð sumarsins, fórum reyndar að Árhúsum við Hellu í janúar s.l. og það var bara mjög gaman að prófa að fara í vetrarferð á húsbílnum. En ég gæti trúað að Langbrók yrði fyrir valinu í fyrstu ferð, mér sýnist spá góðu næstu helgi svo hver veit.... Very Happy flower
Gyða og Jói 591
Gyða og Jói 591

Fjöldi innleggja : 47
Hvaðan ertu? : Kópavogi
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Páskahelgin að baki

Innlegg  Elín og Daði nr. 39 Þri Apr 14 2009, 14:26

Heil og sæl. Við þeystum á Krema vestur í Grundarfjörð s.l. miðvikudag í afmælisveislu og daginn eftir með viðkomu í Stykkishólmi héldum við að Laugarvatni og vorum þar í 2 nætur við Tjaldmiðstöðina (Bláskóga) og á laugardag að Kaffi Langbrók. Eftir að hafa hitt formann félagsin og nokkra aðra félaga, urðum við fyrir því að rafmagnið á staðnum hélt ekki inni (var alltaf að slá út) og eftir að hafa staðið í þessum eltingaleik við lekaliðinn þá gáfumst við upp og ókum niður að Hellishólum og stungum þar í samband. Komum síðan aftur að Langbrók rétt um hádegi á páskadag en þá var okkar fólk farið svo við skelltum okkur inn að Hlíðarenda og vorum þar aðfaranótt mánudags. Frábær helgi og nú er ekkert sem stoppar okkur, allt komið í bílinn sem við gelymdum og nú er bara að skoða spána. Kremi er bara flottur með reiðhjólin framaná ! Laughing
Kv. Daði og Elín

p.s. fyrir þá sem ætla að Langbrók: Leggið bílunum þannig að þið getið tengt við töfluna sem er á snyrtingunni. Sú tafla heldur en staurarnir slá út ! Crying or Very sad
Elín og Daði nr. 39
Elín og Daði nr. 39

Fjöldi innleggja : 58
Age : 65
Hvaðan ertu? : Mosfellsbæ
Registration date : 15/03/2009

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Laugarás hjá okkur.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Apr 14 2009, 14:42

Við fórum stefnulaust austur fyrir en fengum þær fréttir að allt fullt væri á Hellu, þar hafði hjólhýsahópur hreiðrað um sig, og einnig átti að halda fermingaveislur svo ekki mátti leggja nálægt húsunum.
Þannig að við enduðum á að leggja við hótel Hvítá í Laugarási Very Happy
Hittum þar þó nokkra félaga en á endanum fóru allir nema spjallverjarnir Hafdís og Kristján. Dvöldum við með þeim fram á sunnudag og fengum annan hóp af fólki í kringum okkur Smile
Þarna var yndislegt að vera, góð stæði, flott þjónusta og hann ætlar ekki að vera dýr á rafmagnið í sumar, 500 kr.
Fallegt veður, góður matur og gott samferðafólk, og vorum við fram á sunnudag.
Svo sannarlega vor í lofti, en síðasta kvöldið var orðið stjörnubjart, svolítið kalt og norðurljós Smile

Einnig rúntuðum við um og kíktum á bróður minn og fjsk í sumarbústað, Reykholt og Flúðir Cool sunny
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Sjáið muninn!

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Apr 14 2009, 15:29

Tók myndir í þessu fallega veðri, fyrsta kvöldið
http://barnaland.is/album/img/11519/20090414212031_0.jpg
Og svo sama sjónarhorn að tveimur sólardögum liðnum, nánast enginn snjór eftir.
http://barnaland.is/album/img/11519/20090414212050_2.jpg
Og svo ein til að sýna ykkur kvöldkyrrðina sunny
http://barnaland.is/album/img/11519/20090414212041_1.jpg
Maður hlakkar bara til næsta húsbílatúrs lol!
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 61
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Hvað segja ferðalangar helgarinnar? Empty Re: Hvað segja ferðalangar helgarinnar?

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum