Fýla af húsbílnum
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Fýla af húsbílnum
Hún Vigdís, ein stelpan okkar, kíkti á okkur í morgun og spurði mig í leiðinni hvort ætti að vera svona mikill hávaði og vond lykt af húsbílnum? "Ha" hváði ég, vitandi vits að hann stendur hér í innkeyrslunni og á hvort tveggja að vera vel lyktandi og fullkomlega hljóður. "Það er einhver ógeðslegur hávaði í honum og fýla af honum" hélt hún áfram... svo ég snaraðist út.
Viti menn þá var loftdælan(fyrir loftpúða fjöðrunina) í gangi og eftir hitalyktinni að dæma var hún sko búin að ganga í einhverjar klukkustundir:-) - Veit ekki hvað orsakaði þetta og kippti því bara örygginu úr og leysi þetta með hækkandi sól
Kv. Steini
ps, Er kominn með hálsbólgu, beinverki og skít... og eins og karlmanna er siður verð ég örugglega alveg ROSALEGA veikur
Viti menn þá var loftdælan(fyrir loftpúða fjöðrunina) í gangi og eftir hitalyktinni að dæma var hún sko búin að ganga í einhverjar klukkustundir:-) - Veit ekki hvað orsakaði þetta og kippti því bara örygginu úr og leysi þetta með hækkandi sól
Kv. Steini
ps, Er kominn með hálsbólgu, beinverki og skít... og eins og karlmanna er siður verð ég örugglega alveg ROSALEGA veikur
æ æ æ
Ræfillinn ertu að fá jólapestina, vona að þú verðir fljótur að ná þér upp úr þessu
og njótir jólanna
og njótir jólanna
hafdísjúlía- Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008
Þetta er náttúrlega Fíatveiki!
Nú er Fíatinn farinn að sýna sitt rétta andlit! Líkaminn (Fiat) er farinn að hafna aðskotahlutunum (loftdælunni) og höfnunin veldur veikindum hjá eigandanum. Nú er það eitt til ráða að setja báða í sóttkví til vors!
Góðan bata....
Góðan bata....
Re: Fýla af húsbílnum
ÞAkka frómar óskir! Það er spurning hvort maður nær sér ekki bara í einhver mótvægislyf og hræri þau út i diesel og helli á kvikindið. Spurningin með að ég fái mér bara kakó held ég.
Kv. Steini
Kv. Steini
Re: Fýla af húsbílnum
Úff! Eins gott að það kviknaði ekki í bílnum
En þar sem ég talaði við þig í dag og þú varst í vinnu, þá hefur þú rumpað veikindunum af þér
En þar sem ég talaði við þig í dag og þú varst í vinnu, þá hefur þú rumpað veikindunum af þér
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Fýla af húsbílnum
Ekki veikur heldur er bara einhver lumbra í manni... en bossinn minn heitir Þorsteinn Gunnarsson og skortir sko alla samúð með sínum starfsmanni... enda hálfgerður drullusokkur
Kv. Steini
Kv. Steini
Haha.
Þeir eru verstu bossarnir Þessir eigin herrar, minn er snjósjúkur er að fara að moka í nótt, veitir ekki af eftir eyðsluna í þér sagði hann Var sko að versla jólagjafir, ekki hans samt
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Bílaspjallið
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum