Kynning
2 posters
Blaðsíða 1 af 1
Kynning
Jæja nú er að prufa sig áfram hér á spjallrásinni.
Við hjónin heitum Soffía Ólafsdóttir og Sæmundur Klemensson og við eigum húsbíl sem við nefnum Keilir no. 24. Þetta er annar húsbíllinn okkar en þann fyrsta eignuðumst við árið 1999. Þetta er ferðamáti sem okkur líkar mjög vel og við höfum verið mjög dugleg að ferðast á bílnum. Við erum svo heppin að eiga stóra fjölskyldu, en við eigum 4 börn, sem öll eru gift og eiga þau samtals 15 börn og 2 barnabörn. Við höfum verið dugleg að taka barnabörnin með okkur í gegnum árin og þau hafa sóst mjög eftir því og er það alveg frábært, við reynum að skifta þessu en þau hafa verið með okkur allt upp í 5-6 í einni ferð, það er fjör. Við eigum heima í Keflavík eða Reykjanesbæ eins og það heitir núna. Ég Soffía er úr Garðinum en Sæmundur úr Vogum á Vatnsleysuströnd.
Faðir minn (Soffíu) heitir Ólafur Sigurðsson og er hann í Húsbílafélaginu á bíl sem hann nefnir Kríuna no. 438 hann er á 86. aldursári og hefur mjög gaman af því að ferðast og lætur sig yfirleitt ekki vanta í ferðir með félaginu. Einnig er einn sonur okkar og tengdadóttir í félaginu en þau heita Hlíðar Sæmundsson og Valdís Valdemarsdóttir og eru þau á bílnum Grana no. 663. Nú bíðum við bara eftir því að fari að vora svo maður komist smá rúnt og erum að hugsa okkur til hreyfings um páksana ef veðrið verður skaplegt. Maður fylgist með veðurspánni. Gaman væri að heyra í einhverjum sem eru að hugsa sér til hreyfings um páskana.
Bestu kveðjur
Soffía Keili no.24
Við hjónin heitum Soffía Ólafsdóttir og Sæmundur Klemensson og við eigum húsbíl sem við nefnum Keilir no. 24. Þetta er annar húsbíllinn okkar en þann fyrsta eignuðumst við árið 1999. Þetta er ferðamáti sem okkur líkar mjög vel og við höfum verið mjög dugleg að ferðast á bílnum. Við erum svo heppin að eiga stóra fjölskyldu, en við eigum 4 börn, sem öll eru gift og eiga þau samtals 15 börn og 2 barnabörn. Við höfum verið dugleg að taka barnabörnin með okkur í gegnum árin og þau hafa sóst mjög eftir því og er það alveg frábært, við reynum að skifta þessu en þau hafa verið með okkur allt upp í 5-6 í einni ferð, það er fjör. Við eigum heima í Keflavík eða Reykjanesbæ eins og það heitir núna. Ég Soffía er úr Garðinum en Sæmundur úr Vogum á Vatnsleysuströnd.
Faðir minn (Soffíu) heitir Ólafur Sigurðsson og er hann í Húsbílafélaginu á bíl sem hann nefnir Kríuna no. 438 hann er á 86. aldursári og hefur mjög gaman af því að ferðast og lætur sig yfirleitt ekki vanta í ferðir með félaginu. Einnig er einn sonur okkar og tengdadóttir í félaginu en þau heita Hlíðar Sæmundsson og Valdís Valdemarsdóttir og eru þau á bílnum Grana no. 663. Nú bíðum við bara eftir því að fari að vora svo maður komist smá rúnt og erum að hugsa okkur til hreyfings um páksana ef veðrið verður skaplegt. Maður fylgist með veðurspánni. Gaman væri að heyra í einhverjum sem eru að hugsa sér til hreyfings um páskana.
Bestu kveðjur
Soffía Keili no.24
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Sæl, Soffía.
Gaman að sjá að þú ert komin á spjallið, þekki þig bara smá í gegnum Gústu og Guðna á Mánadísinni, 696.(systir Gústu) Alveg frábært að sjá föður þinn í ferðunum. Sammála þér hvað það er góður ferðamáti að vera á húsbíl. Við hjónin eigum samtals fimm börn og enginn getur komið með okkur nema hafa farartæki sjálf, en í fyrra kom sonur og hans kona með okkur í lokaferð og æðislegt að það sé hægt að fá gesti með sér. Það er bara hagur fyrir félagið ef þessir gestir smitast af húsbílabakteríunni og skrá sig í félagið. Sjáumst í næstu ferð, kv Anna.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Kynning
Takk Anna. Já ég er að finna út úr þessu og þetta er alveg frábært framatak hjá Steina og Helgu að koma með þessa spjallrás, og verður án efa mjög skemmtilegt. Við förum í hvítasunnuferðina, en vonandi getur maður farið að fara eitthvað áður. B.kv. til allra Soffía Keili 24
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum