Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Enn og aftur...

2 posters

Go down

Enn og aftur... Empty Enn og aftur...

Innlegg  Ágústa B 696 Sun Okt 19 2008, 11:25

Sæl veriði og takk fyrir síðast á aðalfundinum þið sem voruð þar.

Ég hef verið að kíkja öðru hvoru inn til að athuga hvort einhverjir eru vaknaði af spjalldoðanum. Ég verð bara soldið sár fyrir hönd Steina að sjá ládeyðuna hér inni eins og þetta getur verið skemmtilegt form bæði til að kynnast og skiptast á skoðunum um allar heimsins nauðsynjar og í versta falli ónauðsynjar líka.

Mín reynsla á spjallinu er mjög góð og skemmtileg. Þið sem eru alltaf á kikkinu en hafið ekki enn þorað að skrá staf farið núna að koma úr skápnum Very Happy Nú eru mestu ferðalögin að baki þó hægt séu að finna einn og einn sem dá kuldabola stjörnur og allt það(sneið á Kristján og Hafdísi Razz ) Nú er lag að segja frá sumrinu, ferðalögunum,stöðunum sem ykkur fannst frábærir eða hörmulegir, því nýja sem þið kynntust,heimsóttuð og svona má lengi telja. Svo má ekki gleyma utanförunum. Ég veit um Signýju og Bjössa 687 sem fóru á norðurlöndin og vonandi komin heim núna þó að Bergen sé frosin á heimasíðunni þeirra Shocked

Núna er ég hætt í bili,vonandi koma einhver viðbrögð frá "nýjum"
Steini takk fyrir að vilja taka síðu félagsins að þér.
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Enn og aftur... Empty Enn og aftur

Innlegg  hafdísjúlía Mán Okt 20 2008, 02:57

Þú ættir bara að vita hvað þetta var frábært að vera á tjaldstæðinu á Akranesi um helgina.
Við lentum í mjög skemmtilegu partýi hjá Rauðu sókninni, og verður það lengi í minnum haft.
Það var nú ekki svo mikill kuldaboli, enda kom á óvart hversu margir voru á tjaldstæðinu um helgina.
það fjölgaði nú reyndar aðeins á laugardagskvöldinu, enda veðrið alveg yndislegt.
Nú höfum við sett naglana undir svo nú er ekkert að vanbúnaði að halda á vit vetrarævintýranna.
Allavega á meðan ekki snjóar mjög mikið. Vonum að einhverjir verði okkur samferða í vetrarferðirna
við eigum jú öll ullarfötin ekki satt.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Enn og aftur... Empty Re: Enn og aftur...

Innlegg  Ágústa B 696 Mán Okt 20 2008, 07:35

Ég efa það ekki að það hefur verið gaman hjá ykkur Hafdís mín en...ég held að ég láti þér veturinn og kuldabola eftir Very Happy Annars held ég að öllu gamni slepptu þá væri örugglega gaman að fara í GÓÐU veðri og stilltu í stærri bíl en mínum,hann minnkar svo óskaplega þegar vetragallinn þarf að vera með Very Happy

Láttu vita í tíma þegar þið farið ekki mjög langt frá borginni og auðvitað í fínu veðri á minum mælikvarða. Aldrei að vita að maður komi til að finna dýrðartilfinninguna á þessu vetrarbrölti. Very Happy

Hvað er rauða sóknin?? Shocked
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Enn og aftur... Empty Re: Enn og aftur...

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum