Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Þá veiddist ég...

3 posters

Go down

Þá veiddist ég... Empty Þá veiddist ég...

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Sep 01 2008, 11:37

Það er aldeilis, ég hef farið í marga veiðitúrana og aldrei upplifað annað eins Surprised
Hef m.a.s. sett í sitthvað fleira en fiska Embarassed Einu sinni varð mér á að setja spún í rollu, já rollu! Ætlaði að henda spúni í þröngan árveg en svo vildi ekki betur en að spúnninn flaug yfir ána og á bakkann hinu megin og í rolluna Very Happy
Sú þeyttist burt og ég fékk hálfa gæru á öngulinn. Embarassed

Svo nokkru seinna í víðfeðmnum ósi er ég ásamt fleirum vaðin langt út, fiskarnir stökkvandi allt í kring. Er þá ekki andahópur á snuddi þarna í kringum okkur og ég segi í gríni við félagana að einhver okkar ætti að ná í önd á grillið. Viti menn flögrar þá ekki ein í veg fyrir spúninn minn og sem betur fer vafðist girnið í kringum hana alla en öngullinn laus. Ég neyddist til að draga hana að mér, gat svo rúllað girninu af henni og öndin flögraði burt ómeidd Smile

Núna um helgina snerist dæmið við, heldur betur, við hjónin í Vatnholtsvötnum og ég er með maðk og flot. Set í fisk sem hoppar og skoppar en ég finn að hann er fastur á svo ég bakka að landi. Syndir þá ekki fiskurinn að mér svo ég spóla hraðar inn og tel mig svo örugga með hann að ég sný mér við til að stíga upp á bakkann.
Fæ ég þá rokna högg í bakið Shocked Fiskurinn hafði þá snúið við og synt út í vatn þar til hann sleit sig lausann og ég fékk flotið í bakið og öngulinn sömuleiðis Embarassed Sat hann þar fastur, svo ekki er hægt að segja annað en að ég hafi verið veidd þessa helgina Smile Embarassed
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Þá veiddist ég... Empty Re: Þá veiddist ég...

Innlegg  Ágústa B 696 Mán Sep 01 2008, 14:25

Það er ekki á ykkur logið...með veiðidelluna Very Happy
Hefði viljað vera á staðnum og sjá þetta með eigin augum cheers Razz
Hvernig veiddist annars? Það ætti að tilnefna ykkur mestu ,þaulsætnustu, veiðidelluhjón ársins!!!

Að þið skuluð nenna þessu skrepperíi allar helgar. Þið eruð heilt og hálft met enda ber bíliin nafn með rentu. Very Happy
Bestu kveðjur frá hjónunum sem taka lífinu með ró á togaranum!!!
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Þá veiddist ég... Empty Bara kyrrðin.

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Sep 01 2008, 15:33

Er yndisleg, alltaf hægt að skreppa. Razz Upplifðum bjartan stjörnuhimin, fórum í göngutúr út í móa bara til að skoða stjörnurnar. Vorum við Vatnsholtsvötnin þessa einu nótt og veiddist ekkert meir en þessi sjóbirtingur sem slapp Mad
Enda var hann stór, eins og alltaf þeir sem sleppa.
Skruppum í smástund á sunnudeginum í Hlíðarvatn og fengum þar vel í soðið 9 stk Very Happy
Æðislegt veður spegilslétt vötnin og kyrrðin algjör.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Þá veiddist ég... Empty Góð veiðisaga

Innlegg  keilir Mán Sep 01 2008, 17:51

Hæ Anna og takk fyrir síðast.
Þetta var frábær saga, veiða sjálfan sig, ég segi eins og Gústa hefði viljað vera þarna stödd og sjá ófarirnar ef ófarir skildu kalla.
Já þið eruð rosa dugleg í veiðinni, þekkið hvert vatn hér á landi held ég og fiskin. alien
Á að skella sér í veiði um næstu helgi eða kíkja á Ljósanætur dæmið bom
B.kv.Soffía Keili
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Þá veiddist ég... Empty Þeir stóru bíða.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Sep 02 2008, 11:29

Við förum í veiði næstu helgi, enda ætlum við að efna loforð við veiðivini okkar Very Happy um að við færum saman í ár.
Erum að spá í Þórisvatn eða Hraunsfjörðinn. Fer eftir veðri í hvora áttina maður fer. Very Happy

Hef aldrei farið á ljósanótt, kannski maður skellir sér ef allt annað bregst.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Þá veiddist ég... Empty Fórum í Hraunsfjörðinn.

Innlegg  Anna M nr 165 Þri Sep 09 2008, 16:06

Afskaplega fallegt þarna, vinir okkar sýndu okkur "básana" loksins rata ég þangað. Lögðum bílunum inn í firðinum og upplifðum æðislegt veður- kyrrt kvöld. Algjört fiskleysi var og gerði það ekkert til, við svo upptekin við að borða góðan mat og spjalla. Um nóttina versnaði veðrið, rigning og svaka rok, lögðum bara snemma af stað heim Smile
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Þá veiddist ég... Empty Re: Þá veiddist ég...

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum