Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Fórum ekkert um helgina...

3 posters

Go down

Fórum ekkert um helgina... Empty Fórum ekkert um helgina...

Innlegg  Steini 69 Mán Ágú 18 2008, 11:54

Við vorum að hugsa um að skreppa á Danska daga um seinustu helgi en leist ekkert á veðurspána. Manni skilst þetta hafi reyndar verið virkilega Íslenskir dagar í þetta skiptið með hefðbundnum slagsmálum og fylleríi Very Happy

- En allavega þá fannst okkur að hinn möguleikinn væri þá Countryhátið á Skagaströnd og ég bara nennti ekki að burra norður enda rétt kominn að norðan á þriðjudeginum. Í staðinn var helginni eytt í að undirbúa húsið fyrir málningu og reyndar byrjaði ég aðeins á málningunni líka. Múrararnir kláruðu sitt á fimmtudaginn svo það er ekki eftir neinu að bíða. Reyndar er bakið ekkert of hresst með þessa málningarvinnu en það lagast ekkert með biðinni svo illu er best aflokið.

Helga var búinn að græja allt í Viðhaldið á föstudaginn og gera klárt svo við högum verið að sækja úr bilnum í búið og síðan þegar bíllinn er orðinn tómur af matvælum verður örugglega aftur komin helgi og þá byrjar áfyllingin vonandi aftur Very Happy

Annars er veðrið svo svakalega gott í dag 19-20° í forsælu og glampandi svo nú ætti maður eðlilega að vera einhversstaðar flatmagandi útí náttúunni Embarassed

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Fórum ekkert um helgina... Empty Sama hér.

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Ágú 18 2008, 13:54

Við ákváðum á síðustu stundu og vera skynsöm svona einu sinni og vera heima. Embarassed Þetta er kannski 3 helgin síðan í vor sem við erum heima, góð nýting þar.
Eins gott að spáin var ekkert til að húrra fyrir á dönskum dögum Smile
Vissi ekki af kántrídögum hélt að þeir hafi verið um verslunamannahelgina Embarassed Ætluðum í veiði.
Við vorum bara að leggja lokahönd á að stússast með ýmislegt svona fyrir vinnuna mína. Alltaf hægt að betrum-bæta fyrir litlu krílin Very Happy Verslaði svolítið af leikföngum og fl.
Núna er bóndinn á kafi í afturendanum á Veiðiskrepp Embarassed það voru einhverjir með skemmdarfíkn að klippa á loftnetssnúrur sem lágu utan við bíl Sad Svo hann er að þræða nýjar í gegn svo hægt sé að kíkja á tv núna á dimmu kvöldunum.
Stefnum á afmælishátíð, en þið??? Very Happy I love you bounce
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Fórum ekkert um helgina... Empty Fórum á Kántrý

Innlegg  hafdísjúlía Þri Ágú 19 2008, 02:56

Við fórum á Kántrýhátíðina á Skagaströnd, og það var sko alveg snilld.
KJ fékk að fara í útvarp kántrý og spila uppáhaldslögin sín á laugardeginum og og svo á laugardagskvöldið fórum við á röltið og enduðum fyrir utan kaffihúsið Brimnes og sátum þar í yndislegu veðri niður við sjóinn sem merlaði á, þá bar þar að tónlistarfólkið KK og félagar og báðu vertinn um leyfi til þess að spila smá gigg þarna inn á kaffihúsinu og það var algjörlega frábært að sitja þarna fyrst til að byrja með innan um 10 manns og hlusta á þessa snillinga spila og syngja þjóðlög frá Englandi, blúslög frá USA og íslenska tónlist.
Þetta varð til þess að það var farið frekar seint að sofa þessa nótt enda bæði veðrið og uppákoman algjörlega þess virði. Á sunnudeginum urðum við svo veðurteppt hreinlega í SKagafirði svo við komumst ekki suður fyrr en undir hádegi í gær og ætluðum nú varla að komast heldur þá vegna veðurs.
Þetta var algjörlega frábær helgi. Skagstrendingar bjóða fólk mjög velkomið með kaffi við hvert hús og svo var bærinn skemmtilega skreyttur og allir með hatta sem höfðu þor í sér að bera þá
Mæli með Kántrýhátíð að ári.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Fórum ekkert um helgina... Empty Re: Fórum ekkert um helgina...

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum