Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Bara að láta vita af okkur

4 posters

Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Bara að láta vita af okkur

Innlegg  Steini 69 Mán Júl 14 2008, 05:11

Sæl veriði!
Við erum stödd á Akureyri í dumbungi og ekkert allt of hlýju veðri. Annars höfum við verið þokkalega heppin með veður í túrnum sem nú hefur staðið í eina 10 daga. Gistum fyrstu nóttina á Klaustri og rendum síðan á Hornarfjörð á einhverja humarhátið sem reyndist frekar fátækleg samkunda svo ekki sé meira sagt Very Happy Þaðan var síðan strax daginn eftir burrað á Egilstaði og inn í Atlavík og verið þar í einhverjar nætur. Þar tókst mér að brenna svo illilega að það þurftir eina tvo til að bera á mig allskonar kremsull og síðan skalf ég eins og hrísla með sólsting um kvöldið. Síðan enduðum við í Svartaskógi. Þangað kom svo vinafólk okkar, þau Villi og Una, frá Akureyri á miðvikudagskvöldinu. Draumakostsgengið hélt síðan síðan áfram til Akureyrar og þaðan suður, þar sem þau þurftu að koma dóttur sinni, sem ferðaðist þetta með okkur, í flug, en við urðum eftir. Yndislegir ferðafélagar!

Við skruppum svo í dagstúra með þeim Villa og Unu og skildum bara Viðhaldið efitr á Tjaldstæðinu. Fyrst fórum við í Kárahnjúka og tókum síðan Hrafnkelsdalinn til baka með viðkomu í Klaustursseli. Daginn eftir var það svo Borgarfjörður Eystri og þaðan síðan farið yfir í Loðmundarfjörð. Magnaður túr. Svo vorum á tjaldstæðinu á Egilsstöðum í einar tvær nætur og á laugardaginn var mest og best rigning svo maður var þakklátur fyrir markísuna þann daginn og deginum eytt í át, þamb, lúra, kjaftasögur og afslöppun!

Í gær renndum við svo til Akureyrar með nokkrum stuttum stoppum og t.d fengum við okkur kjötsúpu í Fjallakaffi, og síðan kíktum við Goðafoss, Víti, Námaskarð og þetta helsta og loks á Samgöngusafnið á Ysta-Felli þar sem undirritaður hefði getað hugsað sér að dvelja aðeins lengur Very Happy . Þar inni á gólfi var meðal annars gamall bíll sem ég átti fyrir margt löngu og keppti meðal annars á í sandspyrnu sællra minninga. Eitthvað var eigendasaga bílsins gloppótt svo ég setti niður nokkur nöfn til að fylla í eyðurnar fyrir þá safnamenn.

Við mættum í gær þó nokkrum húsbílum sem voru í stóru ferðinni(ferðunum) og voru þá staddir við Goðafoss á austurleið. Mér skildist að þetta væru einir 65 bílar í það heila. Eins rákumst við á talsvert magn Flakkara um seinustu helgi en þá voru þeir í sinni stóru.

Jæja núna er verið að reka mig í sturtu svo við biðjum bara að heilsa þangað til næst...

Kv. Steini og Co...
ps. Viðhaldið hefur staðið sig flott!
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Hringurinn

Innlegg  hafdísjúlía Mán Júl 14 2008, 07:06

Kærar þakkir viðhaldsfjölskylda fyrir skemmtilega samveru og ferðalag.
Við getum ekki kvartað yfir veðrinu á hringferðinni, það var bara mjög gott miðað við Ísland.
Fórum á Akureyri á fimmtudag og svo á Hvammstanga á föstudag og síðan heim á laugardag í mígandi rigningu, (það var eins og hellt úr fötu)
biðum reyndar í Borgarnesi í 2 klukkutíma eftir að veðurofsinn gengi niður undir Hafnarfjalli treystum okkur ekki í 26 metrana
fórum þegar þeir voru orðnir 16. Við mættum mikið af húsbílum á föstudeginum, sem greinilega voru á leið í stóru ferð.
Nú er veðurspá farin að vera mjög björt og áhugaverð fyrir næstu dagana svo það er aldrei að vita nema maður leggi í hann bara aftur jafnvel
á fimmtudag. Sjáumst vonandi fljótlega, sendum Unu og Villa kærar kveðjur.
Hafið það gott í framhaldinu.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Bara að láta vita af sér.

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Júl 15 2008, 10:17

Steini minn, þú veist að þið krakkarnir Evil or Very Mad eigið að láta vita af ykkur reglulega svo við hin verðum ekki áhyggjufull, það að tínast í 10 daga gengur bara ekki.
Þið hagið ykkur eins og unglingarnir gerðu hér áður fyrr, jæja ég er hættur að skammast, Laughing gott að þið eruð fundin.
Þið hafið skannað Austfirðina vel, rétt eins og þingmenn á yfirreið fyrir kosningar, þið urðuð lítið vör við humarhátíðina á Hornafirði, getur verið að Hornfirðingar forði sér suður eða austur þegar hátíð er í bænum.
Ég gæti alveg trúað að Þóra mín yrði að reka á eftir karlinum ef hann fengi að stoppa á Ysta Felli, bounce þarna hlýtur að vera margt góðra gripa.
Þú nefnir að þið hafið rekist á nokkuð af húsbílum, bæði sunnan og norðan félaga, ég ætla rétt að vona að einhver Guðjón Arrow sem þolir ekki húsbíla hafi ekki verið þarna á ferðinni, hann hefði trúlega fengið áfall blessaður maðurinn og síðan hefði komið grafalvarleg skrif á heimasíðuna þegar hann hefði verið búin að jafna sig að einhverju leiti.
Gott að vita að Helga passar uppá að karlinn sé snyrtilegur og enn betra að vita að viðhaldið stendur undir öllum væntingum.
Það eru mikil rólegheit á spjallinu og sama er með gestabókina, fólk er trúlega allt á ferðinni.
Hafdís og Kristján kvörtuðu undan logninu sem var eitthvað að flýta sér undir Hafnarfjalli, þarna er sárasjaldan nokkur vindur að ráði.
Jæja núna hætti ég þessum fúkyrðum svo ég verði ekki eins og einhver Guðjón.
Bestu kveðju og njótið sumarsins. sunny
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Lognið undir Hafnarfjalli

Innlegg  hafdísjúlía Mið Júl 16 2008, 02:56

Ert þú ekki í Borgarnesi Björn.
Við komum til þín næst þegar lognið verður svona mikið.
Það er væntanlega miklu skemmtilegra að bíða á bílaplaninu þínu heldur en á bílastæðinu við Bónus eftir meðvindi undir Hafnarfjall.
og kannski heitt á könnunni eins og hjá Steina á Selfossi.
þar er alltaf skemmtilegt að bíða veðurs.
Hafið það gott í góða veðrinu.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Lognið í Borgarnesi

Innlegg  Björn H. no. 29 Mið Júl 16 2008, 10:30

Innfæddur Borgnesingur og ætli maður þrauki ekki hér enn um sinn.
Stórt bílastæði, Þóra góð í pönnukökunum og það er til kaffikanna, er þá nokkuð að óttast?
Ætli maður verði ekki að viðurkenna að það kemur fyrir að lognið nær sér á flug, það versnaði mikið eftir að vegagerðin setti upp upplýsingaskiltið fyrir vegfarendur.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Re: Bara að láta vita af okkur

Innlegg  Helga 298 Mið Júl 16 2008, 17:31

Þessi merkingar frá vegagerðinni eru stundum ekki mikið mark takandi á lentum í því á Holtavörðuheiðinni að þar var fárviðri en við fórum á Nissaninum okkar yfir. Vindmælirinn festist á hæstu tölunni Smile já vinur eða gola... það er alltaf sprurning með lognið
kær kv. Helga
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Re: Bara að láta vita af okkur

Innlegg  Helga 298 Mið Júl 16 2008, 17:41

er í þessum orðum að taka myndir af vélinni þær eru eitthvað um 200 hundruð svo það verður merkilegt að sjá hvað tókst að tala myndir af
Helga 298
Helga 298

Fjöldi innleggja : 156
Age : 63
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 09/03/2008

http://www.tofraljos.com

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Heim

Innlegg  hafdísjúlía Mið Júl 16 2008, 17:47

Eru þið komin heim í heiðardalinn
eða eru þið enn þarna úti á ferðalagi.
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Re: Bara að láta vita af okkur

Innlegg  Steini 69 Mið Júl 16 2008, 19:17

Rendum í hlað kl. 6 í kvöld og erum hálf lúin bara... hef verið að reyna að svara póstum og svona og sinna uppfærslum og verð eitthvað fram á nótt að því ef að líkum lætur og svo á að sofa smá út.... og síðan hefst einhver vinnulota sýnist mér Very Happy

Og eins og segir í textanum... "Heima er bezt... ískalt..." eða var það Pepsí Embarassed

Kv. Steini
Steini 69
Steini 69
Admin

Fjöldi innleggja : 622
Age : 66
Hvaðan ertu? : Selfoss
Registration date : 08/03/2008

https://spjall.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Bara að láta vita af okkur Empty Re: Bara að láta vita af okkur

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum