Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Og svolítið fl.

Go down

Og svolítið fl. Empty Og svolítið fl.

Innlegg  Björn H. no. 29 Fös Júl 04 2008, 07:24

Ung kona, sem var róttækur femínisti var að taka strætó áleiðis í skólann.
Þegar hún gengur inn sér hún hvar ungur maður stendur upp úr sæti sínu um leið og hann brosir vinsamlega til ungu konunnar.
Það fýkur snögglega í okkar konu og hún skellir unga manninum í sætið aftur og segir;
“Alveg dæmigert fyrir ykkur karlmennina.
Reyna vera herramenn og standa upp fyrir konu. Ó nei. Þú þarft ekkert að þykjast neitt fyrir mig. Ég þekki svona gaura eins og þig.”
Ungi maðurinn verður orðlaus og situr hljóður. Stuttu síðar reynir hann að standa upp aftur, en unga konan hrindir honum aftur í sætið og hellir sér yfir hann; “Ertu ekki að ná þessu? Þú þarft ekkert að vera að sýnast neitt fyrir mér.”
Ungi maðurinn sest niður og starir með furðusvip á þessa blóðheitu ungu konu. Konan ítrekar orð sín og horfir með hvössu augnaráði til mannsins.
Ungi maður situr hissa á svip, en segir svo við konuna. “Heyrðu mín kæra. Ég veit ekkert hvað þú ert að hugsa eða hvað þú heldur að ég sé að gera. Ég er bara komin þremur stoppstöðvum frá þar sem ég ætlaði að fara út, einmitt þegar þú komst inn.”

Brúnka, rauðka og ljóska vinna saman á skrifstofu.
Þær taka eftir því að á hverjum degi fer fröken Sigríður yfirmaður þeirra aðeins of snemma heim úr vinnunni. Einn daginn spjalla þær saman og sjá sér leik á borði að stelast fyrr úr vinnunni með því að fara stuttu á eftir fröken Sigríði.
Næsta dag þegar yfirmaðurinn fer læðast þær út stuttu síðar.
Brúnkan fer heim til sín og beint í rúmið, ákveðin í því að vakna snemma næsta morgunn og nýta tímann vel.
Rauðkan notar aukatímann með því að fara á líkamsræktarstöð áður en hún fer út að borða með vini sínum.
Ljóskan fer heim, gengur inn í svefnherbergið og sér eiginman sinn í rúminu með fröken Sigríði, yfirmanni sínum.
Hún lokar hurðinni og fer út.
Næsta dag ræða brúnkan og rauðkan um það að nota sömu aðferð og daginn áður. Þær spyrja ljóskuna hvort hana langi til að fara aftur snemma heim.
“Nei” segir ljóskan. “Það komst næstum því upp um mig í gær.

Flugvél var nýkomin í loftið frá keflavík og flugstjórinn var að ávarpa farþegana:
“Góðir farþegar, velkomin í flug númer CC888 til Alicante. Þetta er flugstjórinn sem talar. Nú, flugskilyrði eru góð. Við fáum meðvind og komum til með að fljúga í 33.000 feta hæð og… AAAAAARRGG, GUÐ MINN GÓÐUR, HVAÐA!?…“
Löng þögn…
Síðan kemur flugstjórinn aftur í kallkerfið:
“Góðir farþegar. Þetta er flugstjórinn sem talar. Mér þykir leitt ef ég hef hrætt ykkur áðan, en aðstoðarflugstjórinn missti kaffibollann sinn yfir mig. Þið ættuð bara að sjá framan á buxurnar mínar…”
“Það er ekkert,” kallar einn farþeginn, “hann ætti að sjá aftan á mínar!”
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum