Hver er uppáhaldsstaðurinn ?
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Hver er uppáhaldsstaðurinn ?
Var að velta fyrir mér hver væri uppáhaldsstaðurinn minn á landinu og gat engan veginn klárað það dæmi.
Hver er ykkar staður og af hverju?
Hver er ykkar staður og af hverju?
Ágústa B 696- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008
Erfitt.
Erfitt að segja, en vil tala um austurhluta landsins sem er mest spennandi. Annars nefni ég veiðivatnasvæðið, svo fallegt þar í góðum veðrum.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Húsafell, Þakgil og Djúpivogur.
Þeir eru margir staðirnir í uppáhaldi hjá mér, Þakgil er alveg frábær staður, við fórum þangað á húsbílnum í fyrrasumar og gekk vel, Húsafell er líka góður staður og mikil náttúrufegurð, og svo er það nú Djúpivogur, þar er svo fallegt og friðsælt.
Gyða og Jói 591- Fjöldi innleggja : 47
Hvaðan ertu? : Kópavogi
Registration date : 09/03/2008
Re: Hver er uppáhaldsstaðurinn ?
Hef bara aldrei heyrt um Þakgil, hvar er hann Gyða?
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Þakgil.
Þakgil er á Höfðabrekkuafrétti, keyrt er framhjá Vík í Mýrdal og síðan er farið upp hjá Höfðabrekku ( gististaður) og inn í Kerlingardal, upp Reynisbrekku sem er innst í dalnum og svo sem leið liggur inn á Höfðabrekkuafrétt, mjög falleg leið og útsýni mikið, http://www.thakgil.is/ þarna eru upplýsingar sem gott er að skoða. við fórum á okkar húsbíl, sem er ekki mjög hár, og gekk mjög vel. kveðjur Gyða 591
Gyða og Jói 591- Fjöldi innleggja : 47
Hvaðan ertu? : Kópavogi
Registration date : 09/03/2008
Re: Hver er uppáhaldsstaðurinn ?
Ohhh já hef heyrt um hann, ætla sko að prufa einhverntímann Takk fyrir Gyða að láta linkinn með.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Uppáhaldsstaður
Ég hef heyrt talað um Þakgil en aldrei farið þangað sjálf, brunað framhjá, en vonandi komumst við þangað í sumar. Uppáhaldsstaður okkar hjónanna ,veit ekki,en þeir eru margir, það er svo víða fallegt á Íslandi, fyrir austan og vestan, Mývatn heillar alltaf, Borgarfjörðurinn, maður gæti talið svona lengi upp. En í sumar fórum við að Fjalladýrð sem er á Möðrudal á Fjöllum, við höfum ekki komið þarna lengi, lengi, þarna er búið að byggja svo skemmtilega upp, aðstaða fyrir ferðamenn til fyrirmyndar og þarna er komið rafmagn í staura t.d. og þetta unga fólk sem rekur þarna tjaldstæðið og veitingastað eru að byggja þetta upp og gera vel. Við vorum nú ekkert ákveðin að gista þarna en við vorum með 2 barnabörn með okkur og þau fundu læk sem þau gátu farið að vaða í og veðrið var svo gott að þau drifu sig í sundföt og fóru að vaða og synda í læknum., og sögðu hér verðum við í nótt, alveg ákveðin.Við nutum þess að dveja þarna og horfa á drottningu fjallanna Herðubreið. Þarna gildir Útilegukortið t.d. við vorum nú ekki með það í fyrra en erum búin að kaupa okkur núna.
B.kv.Soffía
B.kv.Soffía
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum