Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Jónas

Go down

Jónas Empty Jónas

Innlegg  Björn H. no. 29 Lau Jún 14 2008, 03:50

Magga réð til sín þjónustustúlku með mikið og gullfallegt ljóst hár. Fyrsta morguninn tók stúlkan af sér hárkolluna og sagði: „Ég er með hárkollu af því ég fæddist algerlega hárlaus. Það er ekki eitt einasta hár á líkama mínum, ekki einu sinni þarna niðri.“
Þetta sama kvöld segir Magga Jónasi frá þessu. Hann segir: „Ég hef aldrei séð neitt svoleiðis. Á morgun skaltu biðja hana að koma með þér upp í svefnherbergi og sýna þér það. Ég ætla að fela mig í fataskápnum og kíkja út.“
Daginn eftir bað Magga stúlkuna eins og Jónas hafði fyrir lagt og þær fara upp í herbergi. Þar klæðir stúlkan sig úr öllum fötunum og sýnir henni. Svo segir stúlkan: „Ég hef aldrei séð svona með hárum. Má ég sjá þína?“
Og Magga fer úr fötunum og sýnir henni. Um kvöldið segir Magga við Jónas: „Ég vona að þú hafir séð það sem þú vildir, því mér leið ekkert sérlega vel þegar stúlkan bað mig að sína sér mína.“
Jónas sagði: „Þú heldur að þér hafi liðið illa ... ég var með allan bridge-klúbbinn með mér í skápnum!“
________________________________________
Jónas fór inn á rakarastofu og ákvað að láta raka sig reglulega vel. Þegar rakarinn er að pensla raksápunni á hann segir Jónas honum frá því hvað hann á erfitt með að fá reglulega góðan rakstur, að það standi alltaf einhverjir broddar eftir.
„Ég veit alveg hvernig á að redda því,“ sagði rakarinn og tók litla trékúlu upp úr skúffu. „Settu þetta bara inn í kinnina á meðan ég raka þig.“
Jónas setti kúluna inn í kinnina og rakarinn gaf honum betri rakstur en Jónas hafði nokkru sinni fengið frá því honum fór að vaxa grön.
Þegar rakarinn var búinn að taka nokkrar strokur spurði Jónas á bjöguðu máli „En hvað ef ég gleypi kúluna?“
„Ekkert mál,“ sagði rakarinn. „Þú bara kemur með hana til baka á morgun eins og allir hinir.“
________________________________________
Sjúkraflutningsmennirnir æddu með Jónas á sjúkrahúsið um miðja nótt með, að því er virtist, heiftarlegt hjartaáfall. Læknarnir önnuðust hann alla nóttina og um morguninn var hann sendur upp á gjörgæslu þar sem aðhlynningin hélt áfram.
Eftir nokkra daga kom læknir Jónasar til hans og sagði: „Jónas minn, það gleður mig að segja að þú hefur náð þér fullkomlega. Hjartað í þér er núna jafn sterkt og það var þegar þú varst fimmtán ára. Við ætlum að senda þig heim á morgun. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Þú mátt gera allar þær líkamsæfingar sem þú vilt.“
Jónas fór heim og það kvöld ræddi hann við Möggu: „Ég veit þú trúir því ekki, Magga mín, en ég er orðinn alheill. Það er ekkert að hjartanu í mér. Og í kvöld, elskan, ætlum við að elskast eins og við höfum aldrei elskast áður; villt, ástríðuþrungið kynlíf ... það verður æðislegt!“
Magga velti þessu fyrir sér í smá tíma og sagði: „Ég veit það ekki, Jónas minn. Ég hef heyrt um kynlíf og hjartasjúkdóma. Ég vil ekki hafa það á samviskunni ef þú geyspir golunni á meðan við erum að elskast. Kannski, og bara kannski, ef þú kemur með uppáskrift frá lækninum að allt sé í lagi ... þá kannski sef ég hjá þér ...“
Jónasi fannst þetta súrt, en daginn eftir fór hann til læknisins og læknirinn sagði: „Ekkert mál, Jónas minn, ég skal skrifa smá bleðil handa þér. Við skulum sjá, hérna er lyfseðlabókin mín. ‚Jónas, sem er sjúklingur minn, er með hjarta á við fimmtán ára ungling og getur stundað villt ástríðufullt og ævintýralegt kynlíf hvenær sem honum dettur það í hug, undirritað Guðmundur Læknir.‘ ... og nú undirrita ég þetta ... heyrðu annars, Jónas, hvað heitir konan þín?“
„Ööö, þarna, geturðu ekki skrifað ‚Til þeirrar er málið varðar‘?“
________________________________________
Jónas er kominn að Gullna hliðinu og vonast eftir inngöngu. Lykla-Pétur segir við hann „Ég fæ nú ekki séð af sindaregistrinu að þú hafir nokkurn tíman gert nein góðverk. Ef þú getur sýnt fram á eitthvert góðverk sem þú hefur gert, þá skal ég hleypa þér inn í Himnaríki.“
Jónas segir: „Einu sinni var ég að keyra heim úr vinnunni og sá hóp vandræðamanna ráðst á unga, saklausa stúlku. Ég stöðvaði bílinn, tók felgujárn og gekk beint að foringja klíkunnar -- rosalega ljótum náunga í leðurjakka með þúsund gadda, nauðarakað höfuð, hár að öðru leiti um allan líkamann og keðju úr hægra eyranu yfir í vinstri nösina.
„Ég lét þetta ekki aftra mér, en reif keðjuna úr nefinu á honum og sló hann með felgujárninu í hausinn. Síðan sneri ég mér við, mundaði felgujárnið og öskraði að hinum 'Látiði þessa saklausu stúlkukind í friði! Þið eruð allir sálsjúkir, vitskertir górilluapar! KOMIÐ YKKUR HEIM ÁÐUR EN ÉG SÝNI YKKUR HVAÐ RAUNVERULEGUR SÁRSAUKI ER!'“
Pétri þótti mikið til koma og fór að blaða í sindabókinni. „Ja hérna,“ sagði hann. „Hvenær gerðist þetta?“
„Fyrir svona tveim mínútum.“
________________________________________
Jónas er í erfiðleikum með fyrirtækið. Hann er að fara á hausinn og hann er í alvarlegum fjárhagskröggum. Hann er orðinn svo örvæntingarfullur að hann ákveður að biðja Guð um hjálp. Hann byrjar að biðja...
„Guð, hjálpaðu mér, ég er búinn að missa fyrirtækið og ef ég fæ ekki dálítinn pening, þá tapa ég húsinu líka. Gerðu það, leyfðu mér að vinna í Lottóinu.“
Laugardagurinn kemur og einhver annar fær allan pottinn.
Jónas biður aftur...
„Guð, gerðu það nú fyrir mig, leyfðu mér að vinna í Lottóinu! Ég er búinn að tapa húsinu mínu og er um það bil að missa bílinn líka.“
Laugardagur líður og annar maður fær fyrsta vinning.
Jónas leggst aftur á hnén...
„Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?? Ég er búinn að tapa fyrirtækinu mínu, húsinu og bílnum. Konan mín og börnin fá engan mat og eru að farast úr hungri. Ég bið þig ekki oft um hjálp og hef alltaf verið trúr og tryggur þjónn þinn. GERÐU ÞAÐ leyfðu mér að vinna í Lottóinu á laugardaginn, bara í þetta eina sinn, svo ég geti komið lagi á líf mitt aftur ...“
Allt í einu kemur blindandi leyftur þegar himnarnir opnast og Jónas heyrir rödd Guðs:
„JÓNAS, ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA TIL MÓTS VIÐ MIG Í ÞESSU ... KAUPTU ANDSKOTANS MIÐA!“
________________________________________
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum