Gista frekar í bakgörðum.
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Gista frekar í bakgörðum.
Var að skoða fréttina af húsbílafólki á Hólmavík áðan á strandir.is
Ósköp er að vita þetta, ferðamenn vilja ekki tjaldsvæðið á Hólmavík, svona var þetta líka í fyrra sama hvað þeir skömmuðust mikið í blaðinu sínu.
Ég hef ekki séð tjaldsvæðið þeirra en ef það er algengt að ferðamenn velja að vera annarstaðar þá spyr maður er tjaldsvæðið ekki á réttum stað?
Mín skoðun er að svona skrif þjóni ekki hagsmunum heimamanna, þvert á móti virka þau neikvætt á þá sem geta lesið íslensku, og að sjálfsögðu hafa erlendir ferðamenn ekki hugmynd um sálarástant Tíðindamanns stranda.is.
Tjaldsvæðið á Hólmavík er tveggja stjörnu tjaldsvæði samkvæmt flokkun Ferðamálastofu , okkur íslendingum finnst það svo sem ágætt en flestir erlendir ferðamenn eru vanir allt öðruvísi tjaldsvæðum, þetta þekkja þeir sem hafa ferðast erlendis á húsbílum.
Myndirnar sem fylgja greininni sýna bílana við sjávarsíðuna og hvað er notalegra en sofna og vakna við öldugjálfrið og finna fjörulyktina, væri ekki nær að gera húsbílastæði þarna svo Hólmvíkingar getið rukkað viðkomandi ferðamenn.
Þetta að vera sífellt að skamma alla húsbílaeigendur er eins og þegar blessaðir prestarnir skamma þá sem mæta í kirkju, menn hætta að mæta.
Hólmvíkingar sem eru að gera svo marga góða hluti til að laða að ferðamenn mega ekki vera svona smámunasamir, mannfólkið er svo mismunandi og þarfir og væntingar sömuleiðis, ég myndi vilja segja verið umburðarlyndir og takið vel á móti öllum og þá verður Hólmavík og strandir einn af vinsælli áningastöðum ferðamanna.
Kveðja
Björn H. 29
Ósköp er að vita þetta, ferðamenn vilja ekki tjaldsvæðið á Hólmavík, svona var þetta líka í fyrra sama hvað þeir skömmuðust mikið í blaðinu sínu.
Ég hef ekki séð tjaldsvæðið þeirra en ef það er algengt að ferðamenn velja að vera annarstaðar þá spyr maður er tjaldsvæðið ekki á réttum stað?
Mín skoðun er að svona skrif þjóni ekki hagsmunum heimamanna, þvert á móti virka þau neikvætt á þá sem geta lesið íslensku, og að sjálfsögðu hafa erlendir ferðamenn ekki hugmynd um sálarástant Tíðindamanns stranda.is.
Tjaldsvæðið á Hólmavík er tveggja stjörnu tjaldsvæði samkvæmt flokkun Ferðamálastofu , okkur íslendingum finnst það svo sem ágætt en flestir erlendir ferðamenn eru vanir allt öðruvísi tjaldsvæðum, þetta þekkja þeir sem hafa ferðast erlendis á húsbílum.
Myndirnar sem fylgja greininni sýna bílana við sjávarsíðuna og hvað er notalegra en sofna og vakna við öldugjálfrið og finna fjörulyktina, væri ekki nær að gera húsbílastæði þarna svo Hólmvíkingar getið rukkað viðkomandi ferðamenn.
Þetta að vera sífellt að skamma alla húsbílaeigendur er eins og þegar blessaðir prestarnir skamma þá sem mæta í kirkju, menn hætta að mæta.
Hólmvíkingar sem eru að gera svo marga góða hluti til að laða að ferðamenn mega ekki vera svona smámunasamir, mannfólkið er svo mismunandi og þarfir og væntingar sömuleiðis, ég myndi vilja segja verið umburðarlyndir og takið vel á móti öllum og þá verður Hólmavík og strandir einn af vinsælli áningastöðum ferðamanna.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Ég verð bakgarðasníkill.
Vonandi gisti ég í bakgarði bráðum Hehe, en málið er að mágkona mín var að flytja á Akranes og þá ætla ég mér í fyrsta sinn á Írsku eða lopa daga á Akranesi sem verða í júlí einhverntímann
Á reyndar eftir að sjá hvar hún býr, og ef hún er OF langt frá tjaldstæði bæjarins, þá fer í garðinn!
Hef ekki gist á Akranesi í möööörg ár. Nú fer veiðiskreppurinn að sjást í bænum reglulega, híhí
Á reyndar eftir að sjá hvar hún býr, og ef hún er OF langt frá tjaldstæði bæjarins, þá fer í garðinn!
Hef ekki gist á Akranesi í möööörg ár. Nú fer veiðiskreppurinn að sjást í bænum reglulega, híhí
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Re: Gista frekar í bakgörðum.
Mér hefur alltaf fundist að tjaldstæði seldu bara ákveðna þjónustu og síðan væri það viðskiptamannsins að ákveða hvort hann vildi kaupa þá þjónustu eður ei. Ég sel gervihnattabúnað og stekk ekki í blöðin með það þó svo og svo stór hópur manna fari eitthvað í heimsókn og horfi þar frítt á sjónvarp hjá einhverjum.
Ég hef parkerað tvist og bast í gegnum tíðina og lagt mig... og það var oftast nær vegna þess að maður var á einhverjum ókristilegum tíma og/eða vildi bara vera útaf fyrir sig. Hélt alltaf að ég ætti það val... En kannski ber manni að hugsa þetta eins og með tjöldin... maður má jú ekki tjalda hvar sem er svo...
En ég er sammála því að úthrópa alla húsbílaeigengur er síst til þesss fallið að laða að ferðamenn. Sú úthrópun segir kannski meira um aðstöðuna/þjónustuna á viðkomandi stað, en endilega giðingsskap húsbílaeigenda.
Ég hef parkerað tvist og bast í gegnum tíðina og lagt mig... og það var oftast nær vegna þess að maður var á einhverjum ókristilegum tíma og/eða vildi bara vera útaf fyrir sig. Hélt alltaf að ég ætti það val... En kannski ber manni að hugsa þetta eins og með tjöldin... maður má jú ekki tjalda hvar sem er svo...
En ég er sammála því að úthrópa alla húsbílaeigengur er síst til þesss fallið að laða að ferðamenn. Sú úthrópun segir kannski meira um aðstöðuna/þjónustuna á viðkomandi stað, en endilega giðingsskap húsbílaeigenda.
Tjaldsvæðið á Hólmavík.
Tjaldsvæðið á Hólmavík stendur rétt við sundlaugina, nánast beint á móti kaupfélaginu og bensínstöðinni, en í bensínstöðinni er svona "gleymskuvöruverslun" fyrir þá sem annaðhvort gleymdu að versla í matinn í kaupfélaginu eða komu of seint í bæinn. Það er varla hægt að hugsa sér betri staðsetningu tjaldsvæðis en þessa. Samt forðast fólk það. Hvers vegna?
Fyrir tveimur, þremur árum birtu -strandir.is- álíka pistil og nú, með myndum af erlendum húsbílum sem lagt var bæði á planið við bensínstöðina og eins niðri á bryggjunni. Þá þótti mér illa vegið að húsbílafólki almennt, enda settu -strandir.is- allt húsbílafólk íslenskt og erlent undir sama hatt, og tjáði mig rösklega um það á gestabókinni. Uppskeran var skammir og skítkast, þegar ég vildi að félagið svaraði fyrir sína félagsmenn. Þarf ekki að fara nánar út í þá sálma hér. Það hefur hins vegar verið allt of mikið um það að ferðamenn forðist tjaldsvæðin um helgar vegna stanslauss partíhalds og leiti gistiplássa annars staðar í byggðarlögunum - eða þá utan þeirra. Þetta vandamál forðast rekendur tjaldsvæða eins og heitan eldinn að ræða, hvað þá að taka á því, því þær helgarfyllibyttur sem fjölmenna á vinsæl tjaldsvæði um helgar til að stunda hópdrykkju með fylgjandi háreysti, borga jú líka sína gistingu eins og hinir sem koma til að sofa og hvílast- en geta það engan veginn.
Mér skilst þó að þessu hafi ekki verið þannig varið í þessu tilfelli sem -strandir.is- fjölluðu um nú síðast. Þá var tjaldsvæðið tómt og því ekkert að flýja. Það er slæmt til þess að vita að jafnágætir blettir og tjaldsvæðið á Hólmavík skuli sniðgengið að ástæðulausu og vissulega engum greiði gerður með slíku háttalagi. Mér finnst þó nauðsynlegt að fram komi hvort um er að ræða erlenda eða innlenda húsbílamenn. Það ætti að vera auðvelt að koma skikki á þá íslensku. Það verður líklega verra með hina, nema þá með aukinni fræðslu, svo sem eins og að afhenda þeim leiðbeiningabæklinga um tjaldsvæðin við komu til landsins. Verði hins vegar farið út í að banna ferðafólki að gista annarsstaðar en á afmörkuðum tjaldsvæðum er hætt við að æ fleiri kjósi að halda sig heima um helgar, þar sem mörg ágæt tjaldsvæði, eins og t.d. í Stykkishólmi, Húsafelli og víðar eru hreinlega ónothæf um helgar vegna partíhalds.
Eða þannig, sko........
Fyrir tveimur, þremur árum birtu -strandir.is- álíka pistil og nú, með myndum af erlendum húsbílum sem lagt var bæði á planið við bensínstöðina og eins niðri á bryggjunni. Þá þótti mér illa vegið að húsbílafólki almennt, enda settu -strandir.is- allt húsbílafólk íslenskt og erlent undir sama hatt, og tjáði mig rösklega um það á gestabókinni. Uppskeran var skammir og skítkast, þegar ég vildi að félagið svaraði fyrir sína félagsmenn. Þarf ekki að fara nánar út í þá sálma hér. Það hefur hins vegar verið allt of mikið um það að ferðamenn forðist tjaldsvæðin um helgar vegna stanslauss partíhalds og leiti gistiplássa annars staðar í byggðarlögunum - eða þá utan þeirra. Þetta vandamál forðast rekendur tjaldsvæða eins og heitan eldinn að ræða, hvað þá að taka á því, því þær helgarfyllibyttur sem fjölmenna á vinsæl tjaldsvæði um helgar til að stunda hópdrykkju með fylgjandi háreysti, borga jú líka sína gistingu eins og hinir sem koma til að sofa og hvílast- en geta það engan veginn.
Mér skilst þó að þessu hafi ekki verið þannig varið í þessu tilfelli sem -strandir.is- fjölluðu um nú síðast. Þá var tjaldsvæðið tómt og því ekkert að flýja. Það er slæmt til þess að vita að jafnágætir blettir og tjaldsvæðið á Hólmavík skuli sniðgengið að ástæðulausu og vissulega engum greiði gerður með slíku háttalagi. Mér finnst þó nauðsynlegt að fram komi hvort um er að ræða erlenda eða innlenda húsbílamenn. Það ætti að vera auðvelt að koma skikki á þá íslensku. Það verður líklega verra með hina, nema þá með aukinni fræðslu, svo sem eins og að afhenda þeim leiðbeiningabæklinga um tjaldsvæðin við komu til landsins. Verði hins vegar farið út í að banna ferðafólki að gista annarsstaðar en á afmörkuðum tjaldsvæðum er hætt við að æ fleiri kjósi að halda sig heima um helgar, þar sem mörg ágæt tjaldsvæði, eins og t.d. í Stykkishólmi, Húsafelli og víðar eru hreinlega ónothæf um helgar vegna partíhalds.
Eða þannig, sko........
Re: Gista frekar í bakgörðum.
Já sukkliðið hefur ansi fælandi áhrif á þá sem ekki stunda djúseríið og fer létt með að eyðileggja heilu helgarnar fyrir þessum sem vilja fá passlegan og sjálfsagðan frið. En kannski er hluti vandamálsins bara skortur á kynningu. Ég man þegar við vorum á gamla bílnum á einhverju rúnteríi um landið og komum að tjaldstæðum þá vissum við oft ekkert hvernig við ættum að bera okkur að og fannst stundum bara einfaldast að keyra bara eitthvað út fyrir bæina og leggja við einhverja lækjarsprunu eða álíka. Kannski var þetta af einhverskonar feimni þar sem manni fannst þéttleikinn á stæðunum oft svo mikill og þetta væri nánast eins og að flytja inná vandalausa. Veit það ekki. En allavega datt manni aldrei í hug að maður væri að spara einhverjar krónur í tjaldstæði.. enda sjálfsagt að greiða fyrir góða þjónustu.
Kv. Steini
Kv. Steini
Gista frekar í bakgörðum!!!
Hérna er lítið bréf sem ég sendi þeim Ásdísi Leifsdóttur og Kristínu Völndardóttur og þeirra svör.
Var að skoða fréttina af húsbílafólki á Hólmavík á strandir.is og svo aðra grein í 24 stundum.
Ósköp er að vita þetta, ferðamenn vilja ekki tjaldsvæðið á Hólmavík, svona var þetta líka í fyrra, voru fyrstu viðbrögð mín við lesturinn.
Ég hef ekki séð tjaldsvæðið á Hólmavík en ef það er algengt að ferðamenn velja að vera annarstaðar þá spyr maður er tjaldsvæðið ekki á réttum stað, eða er eitthvað annað að?
Ég get verið sammála Ásdísi Leifsdóttur sveitarstjóra á Hólmavík í viðtali á 24 stundum að það sé hvimleitt ef húsbílafólk leggur bílum um allan bæ til að gista, ekki vildi ég hafa marga húsbíla í minni götu, en ef viðkomandi kýs að nýta ekki þjónustuna og velur opið svæði fjarri íbúðabyggð er það þá orðið að stórmáli? ætla þeir næst að banna húsbílafólki á ferðalagi að elda og borða sinn mat í bílunum vegna þess að það sé greiðasala í bænum?
Mín skoðun er að svona skrif þjóni ekki hagsmunum heimamanna, þvert á móti virka þau neikvætt á þá sem geta lesið íslensku, og að sjálfsögðu hafa erlendir ferðamenn ekki hugmynd um skrif Tíðindamanns stranda.is.
Svo ég vitni aftur í 24 stundir, þar sem Kristín Völundardóttir lögreglustjóri Vestfjarðaumdæmis á að hafa sagt að svo mikill hávaði og óþrifnaður geti fylgt húsbílum að Kristín ætli að leggja til að sett verði inn í lögreglusamþykkt Vestfjarða að húsbílum megi aðeins leggja á þar tilgerðum stæðum.
Ég verð að viðurkenna að ég trúi þeim skrifum ekki.
Hérna er svarið hennar Kristínar Völundardóttur
Sæll Björn,
ég þakka þér fyrir þessar línur og get staðfest að þessi orð sem þú tekur upp úr 24 stundum eru ekki rétt eftir mér höfð. Ég nefndi það að ef fólk byggi í bílum sem lagt væri í þéttbýli gæti fylgt slíku hávaði og óþrifnaður, þar átti ég við allar gerðir bíla. Lögreglusamþykkt fyrir Vestfirði er til endurskoðunar, þ.a. það er rétt í fréttinni að ákvæði um lagningar stórra bifreiða í þéttbýli er t il skoðunar, eins og önnur ákvæði reglugerðanna, hver ákvæðin verða, eftir endurskoðun, get ég hins vegar ekki sagt til um hver verði á þessu stigi málsins.
Með góðri kveðju,
Kristín Völundardóttir
Ef maður skoðar flokkun tjaldsvæða á heimasíðu Ferðamálastofu eru tjaldsvæðin á Hólmavík og Bolungarvík einu tjaldsvæðin á Vestfjörðum sem hafa verið flokkuð, væri ekki upplagt að Vestfirðingar kæmu fleiri tjaldsvæðum á þann lista, það laðar að ferðamenn af öllum gerðum.
Tjaldsvæðið á Hólmavík er tveggja stjörnu tjaldsvæði samkvæmt flokkun Ferðamálastofu , verð pr. mann er 800 fyrir nóttina og rafmagnið kostar 500 fyrir sama tíma.
Tjaldsvæðið í Laugardal er fimm stjörnu tjaldsvæði og þar er verð pr. mann 850 og rafmagn 400 fyrir sólahringinn.
Tjaldsvæðið í Stykkishólmi mjög vinsælt, verð pr. mann 700 og rafmagn 350
Tjaldsvæði á Selfossi fjórar stjörnur verð pr. mann 700 og rafmagn 300
Okkur íslendingum finnst tveggja stjörnu tjaldsvæði svo sem ágæt en flestir erlendir ferðamenn eru vanir allt öðruvísi aðstæðum á tjaldsvæðum, þetta þekkja þeir sem ferðast hafa erlendis á húsbílum.
Myndirnar sem fylgja greininni á strandir .is sýna bílana við sjávarsíðuna og hvað er notalegra en sofna og vakna við öldugjálfrið og finna fjörulyktina, væri ekki nær að gera húsbílastæði þarna svo Hólmvíkingar getið rukkað viðkomandi ferðamenn.
Þetta að vera sífellt að skamma alla húsbílaeigendur er eins og þegar blessaðir prestarnir skamma þá sem mæta í kirkju, menn hætta að mæta.
Hólmvíkingar eru að gera marga góða hluti til að laða að ferðamenn en mega ekki vera of smámunasamir, mannfólkið er svo mismunandi og þarfir og væntingar sömuleiðis, ég myndi vilja segja við Strandamenn, verið umburðarlyndir og takið vel á móti öllum og þá verða Hólmavík og Strandir vinsælir áningastaðir ferðamanna.
Hef verið að nefna það við konuna að skoða Vestfirðina í sumar og núna krossar maður fingur og vonar að ekki bili neitt, síðast vorum við strand í sólahring á leiðinni út á Látrabjarg.
Maður gæti líka verið stimplaður grútur ef bíllinn stæði á ósamþykktu stæði.
Þegar við hjónin erum á ferðalagi innanlands veljum við tjaldsvæðin í þéttbýli en ósköp er notalegt að nátta sig utan þéttbýlis og njóta kyrrðarinnar.
Kveðja
Björn Hermannsson
Sæunnargötu 7.
310 Borgarnes
Hérna er svarið hennar Ásdísar Leifsdóttur
Sæll, Björn.
Þó að ég segi sjálf frá, enda ekki aðrir til frásagnar, þá er tjaldsvæðið á Hólmavík með því betra sem gerist á landinu. Er hægt að vitna í þær kannanir sem gerðar eru af Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík ár hvert en þar dásama flest allir tjaldstæðið og þá aðstöðu sem þar er í boði. Tel ég mig einnig vel dómbæra þar sem ég fór hringveginn s.l. sumar með hjólhýsi og uppgvötaði að við værum engir eftirbátar annarra sveitarfélaga, nema síður sé. Staðsetning tjaldsvæðis er mjög góð og allur frágangur og útbúnaður eins og best gerist og enn er verið að bæta um betur. Ekki þarf fleira en lýsingu á tjaldsvæðið og starfsmenn allan sólarhringinn til að fá fimm stjörnu flokkun fyrir þetta tjaldsvæði, allt annað er komið.
Og ég er þess fullviss að þeir erlendu ferðamenn, sem hafa lagt bílum sínum niðri á bryggju eða við kirkjuna, gera það ekki af því þeir telja að aðstaðan sé léleg eða staðsetning vond. Þeir gera það til að spara enda Ísland fremur dýrt land fyrir ferðamenn. En þessir sömu aðilar koma upp á tjaldsvæðið að morgni, nýta sér hreinlætisaðstöðuna, losa seyru ofl. og fara svo. Og þeir eru ekki að gista á opnum svæðum utan þéttbýlis sem engin myndi amast við, þeir gista á athafnasvæðum við höfnina eða leggja bílum sínum við kirkjuna.
Það er nú svo að sveitarfélög leggja oft í mikinn kostnað til að mæta þörfum ferðamanna og það skýtur skökku við að vilja fá þjónustuna en vera ekki tilbúin til að greiða fyrir hana. Og það eru fátækleg rök að þeir ferðamenn, sem nýta sér ekki tveggja stjörnu aðstöðu þar sem hún er ekki nægilega góð að þeirra mati, kjósi að leggja bílum sínum á athafna- og vinnusvæði innan bæjar. Það er nóg um góða staði utan bæjar til að leggja bílunum kjósi fólk að dvelja ekki á tjaldsvæðum.
Ég held að ekki sé verið að skammast í öllum húsbílaeigendum, enda flestir sem hingað koma til
fyrirmyndar. En því miður ber mikið á því að erlendir ferðamenn sem hingað koma með Norrænu velji að leggja bílunum í bænum án greiðslu en nýta sér samt þá þjónustu sem í boði er.
Með kveðju frá Ströndum,
Ásdís Leifsdóttir.
Hérna eru svo nokkrar línur sem ég sendi Ásdísi í lokin.
Sæl Ásdís og takk fyrir svörin.
Ekki ætla ég að draga í efa orð þín um gæði tjaldsvæðisins, góða staðsetningu og gæði þjónustu.
Það sem ég hnaut um voru skrif blaðamanns á 24 stundum fimmtudaginn 5. Júní en þar er eftir þér haft að ferðamenn sem gista á Hólmavík leggi húsbílum sínum nánast í bakgörðum íbúanna og er þar ekki verið að nefna erlenda ferðamenn frekar en innlenda, þannig að allir húsbílamenn og konur hafa komist í blöðin sem grútar sem ekki tíma að greiða fyrir góða þjónustu á Hólmavík.
Geta Hólmvíkingar ekki útbúið lítið blað á nokkrum tungumálum til að rétta ferðamönnum sem virðast ætla að nátta sig í bænum á að til sé gott tjaldsvæði með góðri þjónustu og að það sé illa séð að ferðamenn noti ekki það öryggi og þá þjónustu sem tjaldsvæðið bíður uppá.
Það mætti líka koma fyrir skiltum á þeim svæðum sem virðast vinsælust, með sömu upplýsingum, þú nefnir bryggjuna og kirkjuna.
Þetta héldi ég að væri mun betra en vera að láta mis ábyrga blaðamenn skrifa eitthvað sem virkar neikvætt fyrir ykkar fallega bæ og virðist oft bara vera gert til að skemmta skrattanum í krafti þess að þeir séu að segja fréttir.
Ég var að vona að þú gætir sagt eins og Kristín Völundardóttir, ekki rétt eftir mér haft.
Að lokum óska ég strandamönnum alls góðs, enda af strandamönnum kominn.
Björn Hermannsson
Var að skoða fréttina af húsbílafólki á Hólmavík á strandir.is og svo aðra grein í 24 stundum.
Ósköp er að vita þetta, ferðamenn vilja ekki tjaldsvæðið á Hólmavík, svona var þetta líka í fyrra, voru fyrstu viðbrögð mín við lesturinn.
Ég hef ekki séð tjaldsvæðið á Hólmavík en ef það er algengt að ferðamenn velja að vera annarstaðar þá spyr maður er tjaldsvæðið ekki á réttum stað, eða er eitthvað annað að?
Ég get verið sammála Ásdísi Leifsdóttur sveitarstjóra á Hólmavík í viðtali á 24 stundum að það sé hvimleitt ef húsbílafólk leggur bílum um allan bæ til að gista, ekki vildi ég hafa marga húsbíla í minni götu, en ef viðkomandi kýs að nýta ekki þjónustuna og velur opið svæði fjarri íbúðabyggð er það þá orðið að stórmáli? ætla þeir næst að banna húsbílafólki á ferðalagi að elda og borða sinn mat í bílunum vegna þess að það sé greiðasala í bænum?
Mín skoðun er að svona skrif þjóni ekki hagsmunum heimamanna, þvert á móti virka þau neikvætt á þá sem geta lesið íslensku, og að sjálfsögðu hafa erlendir ferðamenn ekki hugmynd um skrif Tíðindamanns stranda.is.
Svo ég vitni aftur í 24 stundir, þar sem Kristín Völundardóttir lögreglustjóri Vestfjarðaumdæmis á að hafa sagt að svo mikill hávaði og óþrifnaður geti fylgt húsbílum að Kristín ætli að leggja til að sett verði inn í lögreglusamþykkt Vestfjarða að húsbílum megi aðeins leggja á þar tilgerðum stæðum.
Ég verð að viðurkenna að ég trúi þeim skrifum ekki.
Hérna er svarið hennar Kristínar Völundardóttur
Sæll Björn,
ég þakka þér fyrir þessar línur og get staðfest að þessi orð sem þú tekur upp úr 24 stundum eru ekki rétt eftir mér höfð. Ég nefndi það að ef fólk byggi í bílum sem lagt væri í þéttbýli gæti fylgt slíku hávaði og óþrifnaður, þar átti ég við allar gerðir bíla. Lögreglusamþykkt fyrir Vestfirði er til endurskoðunar, þ.a. það er rétt í fréttinni að ákvæði um lagningar stórra bifreiða í þéttbýli er t il skoðunar, eins og önnur ákvæði reglugerðanna, hver ákvæðin verða, eftir endurskoðun, get ég hins vegar ekki sagt til um hver verði á þessu stigi málsins.
Með góðri kveðju,
Kristín Völundardóttir
Ef maður skoðar flokkun tjaldsvæða á heimasíðu Ferðamálastofu eru tjaldsvæðin á Hólmavík og Bolungarvík einu tjaldsvæðin á Vestfjörðum sem hafa verið flokkuð, væri ekki upplagt að Vestfirðingar kæmu fleiri tjaldsvæðum á þann lista, það laðar að ferðamenn af öllum gerðum.
Tjaldsvæðið á Hólmavík er tveggja stjörnu tjaldsvæði samkvæmt flokkun Ferðamálastofu , verð pr. mann er 800 fyrir nóttina og rafmagnið kostar 500 fyrir sama tíma.
Tjaldsvæðið í Laugardal er fimm stjörnu tjaldsvæði og þar er verð pr. mann 850 og rafmagn 400 fyrir sólahringinn.
Tjaldsvæðið í Stykkishólmi mjög vinsælt, verð pr. mann 700 og rafmagn 350
Tjaldsvæði á Selfossi fjórar stjörnur verð pr. mann 700 og rafmagn 300
Okkur íslendingum finnst tveggja stjörnu tjaldsvæði svo sem ágæt en flestir erlendir ferðamenn eru vanir allt öðruvísi aðstæðum á tjaldsvæðum, þetta þekkja þeir sem ferðast hafa erlendis á húsbílum.
Myndirnar sem fylgja greininni á strandir .is sýna bílana við sjávarsíðuna og hvað er notalegra en sofna og vakna við öldugjálfrið og finna fjörulyktina, væri ekki nær að gera húsbílastæði þarna svo Hólmvíkingar getið rukkað viðkomandi ferðamenn.
Þetta að vera sífellt að skamma alla húsbílaeigendur er eins og þegar blessaðir prestarnir skamma þá sem mæta í kirkju, menn hætta að mæta.
Hólmvíkingar eru að gera marga góða hluti til að laða að ferðamenn en mega ekki vera of smámunasamir, mannfólkið er svo mismunandi og þarfir og væntingar sömuleiðis, ég myndi vilja segja við Strandamenn, verið umburðarlyndir og takið vel á móti öllum og þá verða Hólmavík og Strandir vinsælir áningastaðir ferðamanna.
Hef verið að nefna það við konuna að skoða Vestfirðina í sumar og núna krossar maður fingur og vonar að ekki bili neitt, síðast vorum við strand í sólahring á leiðinni út á Látrabjarg.
Maður gæti líka verið stimplaður grútur ef bíllinn stæði á ósamþykktu stæði.
Þegar við hjónin erum á ferðalagi innanlands veljum við tjaldsvæðin í þéttbýli en ósköp er notalegt að nátta sig utan þéttbýlis og njóta kyrrðarinnar.
Kveðja
Björn Hermannsson
Sæunnargötu 7.
310 Borgarnes
Hérna er svarið hennar Ásdísar Leifsdóttur
Sæll, Björn.
Þó að ég segi sjálf frá, enda ekki aðrir til frásagnar, þá er tjaldsvæðið á Hólmavík með því betra sem gerist á landinu. Er hægt að vitna í þær kannanir sem gerðar eru af Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík ár hvert en þar dásama flest allir tjaldstæðið og þá aðstöðu sem þar er í boði. Tel ég mig einnig vel dómbæra þar sem ég fór hringveginn s.l. sumar með hjólhýsi og uppgvötaði að við værum engir eftirbátar annarra sveitarfélaga, nema síður sé. Staðsetning tjaldsvæðis er mjög góð og allur frágangur og útbúnaður eins og best gerist og enn er verið að bæta um betur. Ekki þarf fleira en lýsingu á tjaldsvæðið og starfsmenn allan sólarhringinn til að fá fimm stjörnu flokkun fyrir þetta tjaldsvæði, allt annað er komið.
Og ég er þess fullviss að þeir erlendu ferðamenn, sem hafa lagt bílum sínum niðri á bryggju eða við kirkjuna, gera það ekki af því þeir telja að aðstaðan sé léleg eða staðsetning vond. Þeir gera það til að spara enda Ísland fremur dýrt land fyrir ferðamenn. En þessir sömu aðilar koma upp á tjaldsvæðið að morgni, nýta sér hreinlætisaðstöðuna, losa seyru ofl. og fara svo. Og þeir eru ekki að gista á opnum svæðum utan þéttbýlis sem engin myndi amast við, þeir gista á athafnasvæðum við höfnina eða leggja bílum sínum við kirkjuna.
Það er nú svo að sveitarfélög leggja oft í mikinn kostnað til að mæta þörfum ferðamanna og það skýtur skökku við að vilja fá þjónustuna en vera ekki tilbúin til að greiða fyrir hana. Og það eru fátækleg rök að þeir ferðamenn, sem nýta sér ekki tveggja stjörnu aðstöðu þar sem hún er ekki nægilega góð að þeirra mati, kjósi að leggja bílum sínum á athafna- og vinnusvæði innan bæjar. Það er nóg um góða staði utan bæjar til að leggja bílunum kjósi fólk að dvelja ekki á tjaldsvæðum.
Ég held að ekki sé verið að skammast í öllum húsbílaeigendum, enda flestir sem hingað koma til
fyrirmyndar. En því miður ber mikið á því að erlendir ferðamenn sem hingað koma með Norrænu velji að leggja bílunum í bænum án greiðslu en nýta sér samt þá þjónustu sem í boði er.
Með kveðju frá Ströndum,
Ásdís Leifsdóttir.
Hérna eru svo nokkrar línur sem ég sendi Ásdísi í lokin.
Sæl Ásdís og takk fyrir svörin.
Ekki ætla ég að draga í efa orð þín um gæði tjaldsvæðisins, góða staðsetningu og gæði þjónustu.
Það sem ég hnaut um voru skrif blaðamanns á 24 stundum fimmtudaginn 5. Júní en þar er eftir þér haft að ferðamenn sem gista á Hólmavík leggi húsbílum sínum nánast í bakgörðum íbúanna og er þar ekki verið að nefna erlenda ferðamenn frekar en innlenda, þannig að allir húsbílamenn og konur hafa komist í blöðin sem grútar sem ekki tíma að greiða fyrir góða þjónustu á Hólmavík.
Geta Hólmvíkingar ekki útbúið lítið blað á nokkrum tungumálum til að rétta ferðamönnum sem virðast ætla að nátta sig í bænum á að til sé gott tjaldsvæði með góðri þjónustu og að það sé illa séð að ferðamenn noti ekki það öryggi og þá þjónustu sem tjaldsvæðið bíður uppá.
Það mætti líka koma fyrir skiltum á þeim svæðum sem virðast vinsælust, með sömu upplýsingum, þú nefnir bryggjuna og kirkjuna.
Þetta héldi ég að væri mun betra en vera að láta mis ábyrga blaðamenn skrifa eitthvað sem virkar neikvætt fyrir ykkar fallega bæ og virðist oft bara vera gert til að skemmta skrattanum í krafti þess að þeir séu að segja fréttir.
Ég var að vona að þú gætir sagt eins og Kristín Völundardóttir, ekki rétt eftir mér haft.
Að lokum óska ég strandamönnum alls góðs, enda af strandamönnum kominn.
Björn Hermannsson
Björn H. no. 29- Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008
Góður, Björn.
Alve frábært af þér að senda þeim línu, þakka þér bara fyrir okkar allra húsbílaeigenda hönd
Nú er okkar mannorð hreint
Hef verið á þessu tjaldsvæði og það var yndislegt, vorum með rafmagn á bíl og fellihýsi. Voru með okkur bandarískur tengdasonur alsæll með staðinn. Sundlaugin þarna til sóma og svo var markaður í gangi og farið með afastelpuna í bryggjuveiði. Plássið í heild vinalegt og afskaplega fallegt á fögrum sumarkvöldum.
Nú er okkar mannorð hreint
Hef verið á þessu tjaldsvæði og það var yndislegt, vorum með rafmagn á bíl og fellihýsi. Voru með okkur bandarískur tengdasonur alsæll með staðinn. Sundlaugin þarna til sóma og svo var markaður í gangi og farið með afastelpuna í bryggjuveiði. Plássið í heild vinalegt og afskaplega fallegt á fögrum sumarkvöldum.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum