Spjall
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Við eum að fara í sveitina!

5 posters

Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Við eum að fara í sveitina!

Innlegg  Ágústa B 696 Mán Jún 02 2008, 17:08

Loksins erum við að fara í smá frí ef frí skildi kalla. Erum að fara að hjálpa dótturinni að girða og þess háttar og tökum barnabörnin með. Ætlum að vera í viku á ættaróðalinu sem er rétt norðan við Blönduós. Bærinn heitit Mánaskál og er í Laxárdal ef einhver er á ferðinni. Anna systir er netlaus þessa dagana og er friðlaus að geta ekki svarað á spjallinu svo þið vitið það. Ég verð líka netlaus í sveitinni, manni mínum til mikillar gleði.

Hafið það gott öllsömul meðan ég þræla mér út í málningavinnu, bakstri, eldamennsku, þrifum, girðingavinnu og barnapössun!
Ágústa B 696
Ágústa B 696

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Ég tek við systa mín.

Innlegg  Anna M nr 165 Mán Jún 02 2008, 18:11

Ohhh já ég er komin cheers
Verð bara að halda þessu uppi meðan þú ert í burtu, annars er ég svo vel tengd núna að tengingin gæti barasta drifið þráðlaust upp í sveit Wink
Ekki að Guðni yrði ánægður með það.
Öfunda þig að fá síðan að bátast á Svínavatni, þú verður að vera dugleg á smsinu að tilkynna aflatölur.
Góða ferð elskurnar og hafið það sem best I love you
Vertu nú ekki að ofkeyra þig á sveitavinnunni, sparaðu þig fyrir veiðina Smile


Síðast breytt af Anna M nr 165 þann Mið Jún 04 2008, 16:35, breytt 1 sinni samtals
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Fara í sveitina

Innlegg  hafdísjúlía Þri Jún 03 2008, 03:49

Rosalega öfunda ég ykkur af því að geta bara farið í sveitina
Ég sé að símatyppið hefur virkað Anna.
Takk fyrir skemmtilegan hitting, hittumst fljótlega aftur
hafdísjúlía
hafdísjúlía

Fjöldi innleggja : 212
Age : 67
Hvaðan ertu? : Reykjavík
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Við erum að fara í sveitina.

Innlegg  Björn H. no. 29 Þri Jún 03 2008, 04:54

Það er alltaf gott að komast af mölinni í sveitasæluna og ekki verra að það sé í Húnavatnssýsluna.
Þarna liggja ræturnar mínar,móðurafi og amma áttu heima á bæ sem hét Svangrund.
Afi gerðist síðan smiður á Blönduósi og smíðaði líkkistur í áratugi meðal annars, en amma var ljósmóðir þarna fyrir norðan.
Þessi heiðurshjón áttu heima í Hillibrandshúsinu en afi hafði breytt því verulega svo það hentaði fyrir fjölskylduna, núna er búið að færa húsið til upprunalega formsins og gera það að safni.
Ágústa verður að fá Guðna til að skreppa í bíltúr til að skoða ísbjörninn á Þverárfjalli svona áður en hann verður drepinn.
En eins og Anna segir ekki drepa þig á vinnu Ágústa, njóttu lífsins í bland við puðið.
Kveðja
Björn H. 29
Björn H. no. 29
Björn H. no. 29

Fjöldi innleggja : 430
Hvaðan ertu? : Borgarnes
Registration date : 09/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Re: Við eum að fara í sveitina!

Innlegg  Anna M nr 165 Mið Jún 04 2008, 16:37

hafdísjúlía skrifaði:
Ég sé að símatyppið hefur virkað Anna.
Takk fyrir skemmtilegan hitting, hittumst fljótlega aftur
Já heldur betur, ekkert hefur klikkað og hraðinn fínn á netinu. Very Happy Takk sömuleiðis, megi hittingarnir verða fleiri.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Í sveitinni

Innlegg  keilir Mið Jún 04 2008, 19:01

Hæ gott fólk.
Vonandi gengur vel að girða á Mánaskál, þarna kom maður oft við, og við kíkjum alltaf þarna uppeftir ef við erum á ferðinni fyrir norðan en höfum alltaf verið svo óheppin að það hefur enginn verið þarna í húsinu þegar við höfum kíkt en vonandi stendur það til bóta kæru vinir.
Anna og Jón takk fyrir síðast við vorum nokkuð nálægt hvort öðru á Brókinni og spjölluðum nokkuð og við ætlum að reyna að ná saman á Kaldármelum.
Einnig hitti ég Hafdísi og Sigga og Björgu, gaman að kynnast ykkur félagar.

Hittumst heil kæru félagar í ferðum í sumar
Kv.Soffía Keili cheers
keilir
keilir

Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Ísbjarnablús.

Innlegg  Anna M nr 165 Fim Jún 05 2008, 12:05

Var að heyra í minni kotabús-systur, hún bakar og eldar allan daginn ofan í vinnuliðið. Þau eru sjónvarpslaus, slitinn strengur og hafa bara gömlu gufuna Smile
Hún bað mig að skila til þín Soffía að þið komið nú ekki að tómum kofanum ef þið væruð á norðurleið um helgina Very Happy
Það gengur ágætlega að girða en ekki hafa þau fengið tækifæri á að bleyta bátinn öðruvísi en að ofan til, enda hafa regndembur komið af og til í dag. Smile
Algjör kotabúskapur í gangi en barnabörnin njóta sín og voffarnir Samba og Skella cat
Í gærkveldi sátu þau hjón við eldhúsborðið og var litið upp í skál og kemur þá ekki rebbi labbandi niður fjallshlíðina,
Guðni hringdi í refaskyttuna sem kom og fann ekki rebba, svo það er bara rebbablús í gangi enda björninn fallinn Sad
Sendi sveitakveðjur frá þeim til ykkar allra.
Anna M nr 165
Anna M nr 165

Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008

Til baka efst á síðu Go down

Við eum að fara í sveitina! Empty Re: Við eum að fara í sveitina!

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum