Jæja hvernig var svo Langbrókin?
4 posters
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Jæja hvernig var svo Langbrókin?
Svona fyrir okkur ræflana sem voru heima og komust hvergi - Nýtti tímann um helgina í að þrífa Econolæninn og gera kláran í sölu.
Kv. Steini
Kv. Steini
Langbrókin
Komið þið sæl.
Það var fínt á Brókinni, veðrið bara ljómandi. það voru svona 60-70 bílar og svo var þarna fólk sem var ekki í félaginu í tjöldum, fellihýsum tjaldvögnum og hjólhýsum, börn og gamalmenni....
Fólk rölti á milli bíla, fékk kaffissopa hér og þar, ég var allavega alveg orðin stútfull af kaffi, hitti nokkra sem eru hér á spjallinu hjónin á 240 t.d. og þegar ég og maðurinn minn fórum að spjalla við húsbóndann á 240 þá er hann ættaður úr Keflavík og Sæmi vann með pabba hans fyrir mörgum árum. Já heimurinn er lítill. Húsráðendur á Langbrók þau Inga, Auður og Jens eru alveg perlur, en eins og flestir vita þá var Jón því miður ekki þar sem hann er svo veikur. En þremenningarnir sungu og spiluðu fyrir okkur ferðalangana svo unun var á að hlýða og var gaman að sjá hvað fólk dillaði sér með, enda skemmilegur söngur og textar, þau eru alveg frábær. Þetta var góð helgi og afslappandi.
Bestu kveðjur
Soffía og Sæmi á Keili
Það var fínt á Brókinni, veðrið bara ljómandi. það voru svona 60-70 bílar og svo var þarna fólk sem var ekki í félaginu í tjöldum, fellihýsum tjaldvögnum og hjólhýsum, börn og gamalmenni....
Fólk rölti á milli bíla, fékk kaffissopa hér og þar, ég var allavega alveg orðin stútfull af kaffi, hitti nokkra sem eru hér á spjallinu hjónin á 240 t.d. og þegar ég og maðurinn minn fórum að spjalla við húsbóndann á 240 þá er hann ættaður úr Keflavík og Sæmi vann með pabba hans fyrir mörgum árum. Já heimurinn er lítill. Húsráðendur á Langbrók þau Inga, Auður og Jens eru alveg perlur, en eins og flestir vita þá var Jón því miður ekki þar sem hann er svo veikur. En þremenningarnir sungu og spiluðu fyrir okkur ferðalangana svo unun var á að hlýða og var gaman að sjá hvað fólk dillaði sér með, enda skemmilegur söngur og textar, þau eru alveg frábær. Þetta var góð helgi og afslappandi.
Bestu kveðjur
Soffía og Sæmi á Keili
keilir- Fjöldi innleggja : 133
Registration date : 11/03/2008
Re: Jæja hvernig var svo Langbrókin?
Já mig langaði einmitt að skreppa þangað þar sem ég hef aldrei komið þarna og ekkert heyrt nema gott eitt látið af staðarhöldurum. En við stefnum að því að skreppa eitthvað um helgina svo hver veit hvar við endum.
Kv. Steini
Kv. Steini
Re: Jæja hvernig var svo Langbrókin?
Það er missir að Jón sé ekki á staðnum, hann vann hjá bróður míns fyrverandi og það var margt brallað og hann hélt uppi góðum húmor í vinnunni. Hann er grínisti að guðsnáð, og söngvari.
Þrælgaman.
Við hjónin skelltum okkur og tókum Vífil yngri tjúann með. Við nutum þess öll að vera þarna. Alltaf gaman að hitta húsbílafélaga og SPJALLVERJA
Ekki spillti fyrir að þetta góða fólk sem rekur staðinn að þau sungu og spiluðu fyrir okkur og öll þjónusta þarna til fyrirmyndar
Veðrið var þokkalegt, frekar vindsamt en nokkuð þurrt. Sólin sýndi sig Enga skjálfta fundum við en hugurinn var hjá ykkur Sunnlendingum sem í þeim lentu.
Að Langbrók hafði ég einu sinni komið, þá bara með kvenfélagskonum í dagsferð, svo núna var gaman að gista og njóta alls sem þessi staður hefur upp á að bjóða
Algjör voffasamkoma fyrir hann Vífil minn enda var hann sáttur allan tímann og hitti stóra sem smá hunda.
þarna voru tveir sveitahundar á vappi og fannst mér það hálfasnalegt að vera að hirða upp litlu spörðin hans Vífils og koma svo með hundaskít undir skónum upp í bíl
Það er sko enginn skítur eftir húsbílahunda þarna, enda allir félagar sem ég sá til, ansi duglegir að taka upp eftir sína Takk allir fyrir gott húsbílamót.
Ekki spillti fyrir að þetta góða fólk sem rekur staðinn að þau sungu og spiluðu fyrir okkur og öll þjónusta þarna til fyrirmyndar
Veðrið var þokkalegt, frekar vindsamt en nokkuð þurrt. Sólin sýndi sig Enga skjálfta fundum við en hugurinn var hjá ykkur Sunnlendingum sem í þeim lentu.
Að Langbrók hafði ég einu sinni komið, þá bara með kvenfélagskonum í dagsferð, svo núna var gaman að gista og njóta alls sem þessi staður hefur upp á að bjóða
Algjör voffasamkoma fyrir hann Vífil minn enda var hann sáttur allan tímann og hitti stóra sem smá hunda.
þarna voru tveir sveitahundar á vappi og fannst mér það hálfasnalegt að vera að hirða upp litlu spörðin hans Vífils og koma svo með hundaskít undir skónum upp í bíl
Það er sko enginn skítur eftir húsbílahunda þarna, enda allir félagar sem ég sá til, ansi duglegir að taka upp eftir sína Takk allir fyrir gott húsbílamót.
Anna M nr 165- Fjöldi innleggja : 1005
Age : 62
Hvaðan ertu? : RVK
Registration date : 10/03/2008
Spjall :: Húsbílar :: Almenn umræða
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum